創世記 9
Chinese Contemporary Bible (Traditional)
上帝與挪亞立約
9 上帝賜福給挪亞和他的兒子們,對他們說:「你們要生養眾多,遍佈地面。 2 你們要管理所有地上的走獸、空中的飛鳥、地上的爬蟲和海裡的魚,牠們都必懼怕你們。 3 凡是活著的動物都可作你們的食物,就像菜蔬和穀物一樣。 4 只是你們不可吃帶血的肉,因為血就是生命。 5 凡是殺人害命的,無論人或獸,我必向他們追討血債。凡殺人的,我必追討他的血債。 6 凡殺害人的,也必被人殺害,因為人是上帝照著自己的形像造的。 7 你們要生養眾多,使地上人口興旺。」
8 上帝又對挪亞和他的兒子們說: 9 「我要跟你們和你們的後代, 10 以及所有和你們在一起、從方舟出來的飛禽走獸和牲畜等各種動物立約。 11 我與你們立約,不再叫洪水淹沒一切生靈,也不再讓洪水毀滅大地。」 12 上帝說:「我與你們及各種生靈立世代永存的約,我要給這個約一個記號。 13 我把彩虹放在雲中,作為我跟大地立約的記號。 14 我使雲彩覆蓋大地的時候,會有彩虹在雲中出現。 15 這樣我會記得我與你們及一切生靈所立的約,水就不會再氾濫淹滅所有生靈。 16 當我看見彩虹在雲中出現的時候,就會記得我與地上一切生靈立的永約。」 17 上帝對挪亞說:「彩虹是我與地上一切生靈立約的記號。」
挪亞和他的兒子
18 與挪亞一起出方舟的有他的兒子閃、含、雅弗。含是迦南的父親。 19 挪亞這三個兒子的後代遍佈天下。
20 挪亞做了農夫,他是第一個栽種葡萄園的人。 21 一天,他喝葡萄酒喝醉了,赤裸著身體躺在帳篷裡。 22 迦南的父親含看見他父親赤身露體,便去告訴外面的兩個弟兄。 23 於是,閃和雅弗拿了一件衣服搭在肩上,倒退著走進帳篷,把衣服蓋在父親身上,他們背著臉不看父親赤裸的身體。
24 挪亞酒醒後,知道了小兒子做的事, 25 就說:
「迦南該受咒詛,
必做他弟兄的僕人的僕人。」
26 又說:
「閃的上帝耶和華當受稱頌!
迦南要做閃的僕人。
27 願上帝擴張雅弗的疆界,
願他住在閃的帳篷裡,
讓迦南做他的僕人。」
28 洪水以後,挪亞又活了三百五十年。 29 挪亞一生共活了九百五十歲。
Fyrsta bók Móse 9
Icelandic Bible
9 Guð blessaði Nóa og sonu hans og sagði við þá: "Verið frjósamir, margfaldist og uppfyllið jörðina.
2 Ótti við yður og skelfing skal vera yfir öllum dýrum jarðarinnar, yfir öllum fuglum loftsins, yfir öllu, sem hrærist á jörðinni, og yfir öllum fiskum sjávarins. Á yðar vald er þetta gefið.
3 Allt sem hrærist og lifir, skal vera yður til fæðu, ég gef yður það allt, eins og grænu jurtirnar.
4 Aðeins hold, sem sálin, það er blóðið, er í, skuluð þér ekki eta.
5 En yðar eigin blóðs mun ég hins vegar krefjast. Af hverri skepnu mun ég þess krefjast, og af manninum, af bróður hans, mun ég krefjast lífs mannsins.
6 Hver sem úthellir mannsblóði, hans blóði skal af manni úthellt verða. Því að eftir Guðs mynd gjörði hann manninn.
7 En ávaxtist þér og margfaldist og vaxið stórum á jörðinni og margfaldist á henni."
8 Og Guð mælti þannig við Nóa og sonu hans, sem voru með honum:
9 "Sjá, ég gjöri minn sáttmála við yður og við niðja yðar eftir yður
10 og við allar lifandi skepnur, sem með yður eru, bæði við fuglana og fénaðinn og öll villidýrin, sem hjá yður eru, allt, sem út gekk úr örkinni, það er öll dýr jarðarinnar.
11 Minn sáttmála vil ég gjöra við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast af vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma til að eyða jörðina."
12 Og Guð sagði: "Þetta er merki sáttmálans, sem ég gjöri milli mín og yðar og allra lifandi skepna, sem hjá yður eru, um allar ókomnar aldir:
13 Boga minn set ég í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar.
14 Og þegar ég dreg ský saman yfir jörðinni og boginn sést í skýjunum,
15 þá mun ég minnast sáttmála míns, sem er milli mín og yðar og allra lifandi sálna í öllu holdi, og aldrei framar skal vatnið verða að flóði til að tortíma öllu holdi.
16 Og boginn skal standa í skýjunum, og ég mun horfa á hann til þess að minnast hins eilífa sáttmála milli Guðs og allra lifandi sálna í öllu holdi, sem er á jörðinni."
17 Og Guð sagði við Nóa: "Þetta er teikn sáttmálans, sem ég hefi gjört milli mín og alls holds, sem er á jörðinni."
18 Synir Nóa, sem gengu úr örkinni, voru þeir Sem, Kam og Jafet, en Kam var faðir Kanaans.
19 Þessir eru synir Nóa þrír, og frá þeim byggðist öll jörðin.
20 Nói gjörðist akuryrkjumaður og plantaði víngarð.
21 Og hann drakk af víninu og varð drukkinn og lá nakinn í tjaldi sínu.
22 Og Kam, faðir Kanaans, sá nekt föður síns og sagði báðum bræðrum sínum frá, sem úti voru.
23 Þá tóku þeir Sem og Jafet skikkjuna og lögðu á herðar sér og gengu aftur á bak og huldu nekt föður síns, en andlit þeirra sneru undan, svo að þeir sáu ekki nekt föður síns.
24 Er Nói vaknaði af vímunni, varð hann þess áskynja, hvað sonur hans hinn yngri hafði gjört honum.
25 Þá mælti hann: Bölvaður sé Kanaan, auvirðilegur þræll sé hann bræðra sinna.
26 Og hann sagði: Lofaður sé Drottinn, Sems Guð, en Kanaan sé þræll þeirra.
27 Guð gefi Jafet mikið landrými, og hann búi í tjaldbúðum Sems, en Kanaan sé þræll þeirra.
28 Nói lifði eftir flóðið þrjú hundruð og fimmtíu ár.
29 Og allir dagar Nóa voru níu hundruð og fimmtíu ár. Þá andaðist hann.
by Icelandic Bible Society