使徒行傳 5
Chinese Contemporary Bible (Traditional)
欺騙聖靈
5 一個名叫亞拿尼亞的人與妻子撒非喇也把田產賣了。 2 他私自留下一部分錢,然後把其餘的拿去交給使徒,這件事他妻子也知道。 3 彼得說:「亞拿尼亞,你為什麼讓撒旦充滿你的心,欺騙聖靈,私自留下一些賣地的錢呢? 4 田產沒有賣的時候屬於你,即使賣了,賣地的錢也由你支配。你怎麼做出這種事呢?你不是欺騙人,你是欺騙上帝!」 5 亞拿尼亞聽見這話,當場倒地而死。聽見這件事的人都非常懼怕。 6 有幾個青年上前把他的屍體裹起來,抬出去埋葬了。
7 大約過了三個小時,亞拿尼亞的妻子也進來了,她還不知道發生了什麼事。 8 彼得問她:「你們賣田地的錢就這麼多嗎?」她說:「是的,就這麼多。」
9 彼得說:「你們二人怎麼串通起來試探主的靈呢?埋葬你丈夫的人就到門口了,他們也要把你抬出去。」 10 撒非喇立刻倒在彼得腳前死了。那些青年進來看見她已經死了,便把她抬出去葬在她丈夫的旁邊。 11 整個教會和聽見這件事的人都非常懼怕。
神蹟奇事
12 主藉著使徒們在百姓中行了許多神蹟奇事,大家同心合意地在所羅門廊那裡聚會。 13 其他人不敢接近他們,不過百姓都很敬重他們。 14 信主的人數不斷增加,男女都有。 15 人們甚至把病人抬到街上,放在床上或墊子上,希望彼得路過時的影子可以落在病人身上。 16 還有大群的人從耶路撒冷附近的城鎮帶著病人和被污鬼攪擾的人趕來,他們都得了醫治。
使徒受迫害
17 大祭司和他的同黨撒都該人看見這情形,妒火中燒, 18 便把使徒拘捕,關在監裡。 19 當天晚上,有一位主的天使把獄門打開,領他們出來, 20 說:「你們到聖殿去,把這生命之道傳給百姓。」 21 使徒遵從命令,在黎明的時候來到聖殿開始教導眾人。
大祭司和他的同黨召集了所有公會[a]的人和以色列的眾長老,然後派人去監獄把使徒押來受審。 22 差役來到監獄時,發現使徒已經不見了,就回去稟告,說: 23 「我們看見牢門緊鎖,守衛都站在門外,但打開門一看,裡面卻空無一人!」
24 聖殿護衛長和祭司長聽後,都很困擾,不知道是怎麼回事。 25 這時有人來報告說:「你們關押在牢裡的人正在聖殿裡教導人!」 26 聖殿護衛長和差役再去把使徒抓回來。這次他們不敢動粗,生怕百姓會用石頭打他們。
27 使徒被帶來後站在公會前,大祭司盤問他們,說: 28 「我們不是嚴禁你們奉耶穌的名去教導百姓嗎?你們竟然在耶路撒冷各處傳道,還想把殺那人的血債歸到我們身上!」
29 彼得和其他使徒申辯說:「我們要服從的是上帝,而非人。 30 你們釘死在十字架上的耶穌,我們祖先的上帝已經使祂復活了。 31 上帝把祂提升到自己的右邊,立祂為君王和救主,好賜給以色列人悔改的機會,使他們的罪得到赦免。 32 我們就是這些事的見證人,上帝賜給順服祂之人的聖靈也同樣做見證。」
33 他們聽了,怒氣衝天,打算殺掉使徒。 34 公會中有一位名叫迦瑪列的法利賽人,是個德高望重的律法教師。他站起來,叫人把使徒暫且押到外面, 35 然後說:「以色列人啊,你們應當慎重處置這些人。 36 不久前,有個名叫杜達的人起來自立山頭,吸引了差不多四百個跟隨者,但他被殺之後,那些跟隨者就各奔東西,銷聲匿跡了。 37 後來,又有個加利利人猶大在戶口登記期間鼓動百姓跟隨他造反。他被殺之後,那些跟隨者也煙消雲散了。 38 所以,像現在這種情形,我勸大家還是不要管他們,隨他們去吧。他們的計劃和行為如果是出於人意,終必失敗; 39 但如果是出於上帝,你們不但無法阻止他們,恐怕反而是在抵擋上帝!」
40 公會採納了他的意見,於是把使徒召回來打了一頓,再次警告他們不可奉耶穌的名傳道,才放了他們。 41 使徒離開公會後,為自己有資格為主的名受辱而歡喜。 42 他們每天在聖殿裡和各家各戶教導人,傳揚耶穌是基督。
Footnotes
- 5·21 公會是猶太人的最高立法與司法機關。
Postulasagan 5
Icelandic Bible
5 En maður nokkur, Ananías að nafni, seldi ásamt Saffíru, konu sinni, eign
2 og dró undan af verðinu með vitund konu sinnar, en kom með nokkuð af því og lagði fyrir fætur postulanna.
3 En Pétur mælti: "Ananías, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo að þú laugst að heilögum anda og dróst undan af verði lands þíns?
4 Var landið ekki þitt, meðan þú áttir það, og var ekki andvirði þess á þínu valdi? Hvernig gastu þá látið þér hugkvæmast slíkt tiltæki? Ekki hefur þú logið að mönnum, heldur Guði."
5 Þegar Ananías heyrði þetta, féll hann niður og gaf upp öndina, og miklum ótta sló á alla þá, sem heyrðu.
6 En ungu mennirnir stóðu upp og bjuggu um hann, báru hann út og jörðuðu.
7 Að liðnum svo sem þrem stundum kom kona hans inn og vissi ekki, hvað við hafði borið.
8 Þá spurði Pétur hana: "Seg mér, selduð þið jörðina fyrir þetta verð?" En hún svaraði: "Já, fyrir þetta verð."
9 Pétur mælti þá við hana: "Hvernig gátuð þið orðið samþykk um að freista anda Drottins? Þú heyrir við dyrnar fótatak þeirra, sem greftruðu mann þinn. Þeir munu bera þig út."
10 Jafnskjótt féll hún niður við fætur hans og gaf upp öndina. Ungu mennirnir komu inn, fundu hana dauða, báru út og jörðuðu hjá manni hennar.
11 Og miklum ótta sló á allan söfnuðinn og alla, sem heyrðu þetta.
12 Fyrir hendur postulanna gjörðust mörg tákn og undur meðal lýðsins. Allur söfnuðurinn kom einum huga saman í Súlnagöngum Salómons.
13 Engir aðrir þorðu að samlagast þeim, en fólk virti þá mikils.
14 Og enn fleiri urðu þeir, sem trúðu á Drottin, fjöldi karla og kvenna.
15 Menn báru jafnvel sjúka út á strætin og lögðu þá á rekkjur og börur, ef verða mætti, er Pétur gengi hjá, að alltént skugginn af honum félli á einhvern þeirra.
16 Einnig kom fjöldi fólks frá borgunum umhverfis Jerúsalem og flutti með sér sjúka menn og þjáða af óhreinum öndum. Þeir læknuðust allir.
17 Þá hófst æðsti presturinn handa og allur sá flokkur, sem fylgdi honum, saddúkearnir. Fullir ofsa
18 létu þeir taka postulana höndum og varpa í fangelsið.
19 En engill Drottins opnaði um nóttina dyr fangelsisins, leiddi þá út og sagði:
20 "Farið og gangið fram í helgidóminum og talið til lýðsins öll þessi lífsins orð."
21 Þeir hlýddu og fóru í dögun í helgidóminn og kenndu. Nú kom æðsti presturinn og hans menn, kölluðu saman ráðið, alla öldunga Ísraels, og sendu þjóna til fangelsisins að sækja postulana.
22 Þeir komu í fangelsið og fundu þá ekki, sneru aftur og skýrðu svo frá:
23 "Fangelsið fundum vér að öllu tryggilega læst, og varðmennirnir stóðu fyrir dyrum, en er vér lukum upp, fundum vér engan inni."
24 Þegar varðforingi helgidómsins og æðstu prestarnir heyrðu þetta, urðu þeir ráðþrota og spurðu, hvar þetta ætlaði að lenda.
25 En þá kom maður og bar þeim þessa frétt: "Mennirnir, sem þér settuð í fangelsið, standa í helgidóminum og eru að kenna lýðnum."
26 Þá fór varðforinginn með þjónunum og sótti þá. Beittu þeir samt ekki ofbeldi, því þeir óttuðust, að fólkið grýtti þá.
27 Þegar þeir voru komnir með þá, leiddu þeir þá fram fyrir ráðið, og æðsti presturinn tók að yfirheyra þá og sagði:
28 "Stranglega bönnuðum vér yður að kenna í þessu nafni, og nú hafið þér fyllt Jerúsalem með kenningu yðar og viljið steypa yfir oss blóði þessa manns."
29 En Pétur og hinir postularnir svöruðu: "Framar ber að hlýða Guði en mönnum.
30 Guð feðra vorra hefur upp vakið Jesú, sem þér hengduð á tré og tókuð af lífi.
31 Hann hefur Guð hafið sér til hægri handar og gjört hann að foringja og frelsara til að veita Ísrael afturhvarf og fyrirgefningu synda sinna.
32 Vér erum vottar alls þessa, og heilagur andi, sem Guð hefur gefið þeim, er honum hlýða."
33 Þegar þeir heyrðu þetta, fylltust þeir bræði og hugðust deyða þá.
34 Reis þá upp í ráðinu farísei nokkur, Gamalíel að nafni, kennari í lögmálinu, virtur af öllum lýð. Hann bauð, að mennirnir væru látnir fara út stundarkorn.
35 Síðan sagði hann: "Ísraelsmenn, athugið vel, hvað þér gjörið við þessa menn.
36 Ekki alls fyrir löngu kom Þevdas fram og þóttist vera eitthvað. Hann aðhylltust um fjögur hundruð manns. En hann var drepinn, og allir þeir, sem fylgdu honum, tvístruðust og hurfu.
37 Eftir hann kom fram Júdas frá Galíleu á dögum skrásetningarinnar og sneri fólki til fylgis við sig. Hann fórst líka, og þeir dreifðust allir, sem fylgdu honum.
38 Og nú segi ég yður: Látið þessa menn eiga sig og sleppið þeim. Sé þetta ráð eða verk frá mönnum, verður það að engu,
39 en sé það frá Guði, þá megnið þér ekki að yfirbuga þá. Eigi má það verða, að þér berjist við sjálfan Guð."
40 Þeir féllust á mál hans, kölluðu á postulana, húðstrýktu þá, fyrirbuðu þeim að tala í Jesú nafni og létu þá síðan lausa.
41 Þeir fóru burt frá ráðinu, glaðir yfir því, að þeir höfðu verið virtir þess að þola háðung vegna nafns Jesú.
42 Létu þeir eigi af að kenna dag hvern í helgidóminum og í heimahúsum og boða fagnaðarerindið um, að Jesús sé Kristur.
by Icelandic Bible Society