Bréf Páls til Rómverja 11:1-10
Icelandic Bible
11 Ég spyr nú: Hefur Guð útskúfað lýð sínum? Fjarri fer því. Sjálfur er ég Ísraelsmaður, af kyni Abrahams, ættkvísl Benjamíns.
2 Guð hefur ekki útskúfað lýð sínum, sem hann þekkti fyrirfram. Eða vitið þér ekki, hvað Ritningin segir í kaflanum um Elía, hvernig hann kemur fram fyrir Guð með kæru á hendur Ísrael:
3 "Drottinn, spámenn þína hafa þeir drepið og rifið niður ölturu þín og ég er einn skilinn eftir, og þeir sitja um líf mitt."
4 En hvaða svar fær hann hjá Guði? "Sjálfum mér hef ég eftir skilið sjö þúsundir manna, sem hafa ekki beygt kné fyrir Baal."
5 Svo eru þá líka á vorum tíma leifar orðnar eftir, sem Guð hefur útvalið af náð.
6 En ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars væri náðin ekki framar náð.
7 Hvað þá? Það sem Ísrael sækist eftir, það hlotnaðist honum ekki, en hinum útvöldu hlotnaðist það. Hinir urðu forhertir,
8 eins og ritað er: Guð gaf þeim sljóan anda, augu sem sjá ekki, eyru sem heyra ekki, allt fram á þennan dag.
9 Og Davíð segir: Verði borðhald þeirra snara og gildra, til falls og til hegningar þeim!
10 Blindist augu þeirra, til þess að þeir sjái ekki, og gjör bak þeirra bogið um aldur.
Read full chapterby Icelandic Bible Society