Fyrra bréf Páls til Korin 14
Icelandic Bible
14 Keppið eftir kærleikanum. Sækist eftir gáfum andans, en einkum eftir spádómsgáfu.
2 Því að sá, sem talar tungum, talar ekki við menn, heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda talar hann leyndardóma.
3 En spámaðurinn talar til manna, þeim til uppbyggingar, áminningar og huggunar.
4 Sá, sem talar tungum, byggir upp sjálfan sig, en spámaðurinn byggir upp söfnuðinn.
5 Ég vildi að þér töluðuð allir tungum, en þó enn meir, að þér hefðuð spádómsgáfu. Það er meira vert en að tala tungum, nema það sé útlagt, til þess að söfnuðurinn hljóti uppbygging.
6 Hvað mundi ég gagna yður, bræður, ef ég nú kæmi til yðar og talaði tungum, en flytti yður ekki opinberun eða þekkingu eða spádóm eða kenningu?
7 Jafnvel hinir dauðu hlutir, sem gefa hljóð frá sér, hvort heldur er pípa eða harpa, _ ef þær gefa ekki mismunandi hljóð frá sér, hvernig ætti þá að skiljast það, sem leikið er á pípuna eða hörpuna?
8 Gefi lúðurinn óskilmerkilegt hljóð, hver býr sig þá til bardaga?
9 Svo er og um yður: Ef þér mælið ekki með tungu yðar fram skilmerkileg orð, hvernig verður það þá skilið, sem talað er? Því að þér talið þá út í bláinn.
10 Hversu margar tegundir tungumála, sem kunna að vera til í heiminum, ekkert þeirra er þó málleysa.
11 Ef ég nú þekki ekki merkingu málsins, verð ég sem útlendingur fyrir þeim, sem talar, og hann útlendingur fyrir mér.
12 Eins er um yður. Fyrst þér sækist eftir gáfum andans, leitist þá við að vera auðugir að þeim, söfnuðinum til uppbyggingar.
13 Biðji því sá, er talar tungum, um að geta útlagt.
14 Því að ef ég biðst fyrir með tungum, þá biður andi minn, en skilningur minn ber engan ávöxt.
15 Hvernig er því þá farið? Ég vil biðja með anda, en ég vil einnig biðja með skilningi. Ég vil lofsyngja með anda, en ég vil einnig lofsyngja með skilningi.
16 Því ef þú vegsamar með anda, hvernig á þá sá, er skipar sess hins fáfróða, að segja amen við þakkargjörð þinni, þar sem hann veit ekki, hvað þú ert að segja?
17 Að vísu getur þakkargjörð þín verið fögur, en hinn uppbyggist ekki.
18 Ég þakka Guði, að ég tala tungum öllum yður fremur,
19 en á safnaðarsamkomu vil ég heldur tala fimm orð með skilningi mínum, til þess að ég geti frætt aðra, en tíu þúsund orð með tungum.
20 Bræður, verið ekki börn í dómgreind, heldur sem ungbörn í illskunni, en fullorðnir í dómgreind.
21 Í lögmálinu er ritað: Með annarlegu tungutaki og annarlegum vörum mun ég tala til lýðs þessa, og eigi að heldur munu þeir heyra mig, segir Drottinn.
22 Þannig er þá tungutalið til tákns, ekki þeim sem trúa, heldur hinum vantrúuðu. En spámannlega gáfan er ekki til tákns fyrir hina vantrúuðu, heldur þá sem trúa.
23 Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum, og inn kæmu fáfróðir menn eða vantrúaðir, mundu þeir þá ekki segja: "Þér eruð óðir"?
24 En ef allir töluðu af spámannlegri gáfu, og inn kæmi einhver vantrúaður eða fáfróður þá sannfærðist hann og dæmdist af öllum.
25 Leyndardómar hjarta hans verða opinberir, og hann fellur fram á ásjónu sína og tilbiður Guð og lýsir því yfir, að Guð er sannarlega hjá yður.
26 Hvernig er það þá, bræður? Þegar þér komið saman, þá hefur hver sitt fram að færa: Sálm, kenningu, opinberun, tungutal, útlistun. Allt skal miða til uppbyggingar.
27 Séu einhverjir, sem tala tungum, mega þeir vera tveir eða í mesta lagi þrír, hver á eftir öðrum, og einn útlisti.
28 En ef ekki er neinn til að útlista, þá þegi sá á safnaðarsamkomunni, sem talar tungum, en tali við sjálfan sig og við Guð.
29 En spámenn tali tveir eða þrír og hinir skulu dæma um.
30 Fái einhver annar, sem þar situr, opinberun, þá þagni hinn fyrri.
31 Því að þér getið allir, hver á eftir öðrum, talað af spámannlegri andagift, til þess að allir hljóti fræðslu og uppörvun.
32 Andar spámanna eru spámönnum undirgefnir,
33 því að Guð er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins. Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu
34 skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir.
35 En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.
36 Eða er Guðs orð frá yður komið? Eða er það komið til yðar einna?
37 Ef nokkur þykist spámaður vera eða gæddur gáfum andans, hann skynji, að það, sem ég skrifa yður, er boðorð Drottins.
38 Vilji einhver ekki við það kannast, þá verður ekki við hann kannast.
39 Þess vegna, bræður mínir, sækist eftir spádómsgáfunni og aftrið því ekki, að talað sé tungum.
40 En allt fari sómasamlega fram og með reglu.
1 Corinthians 14
King James Version
14 Follow after charity, and desire spiritual gifts, but rather that ye may prophesy.
2 For he that speaketh in an unknown tongue speaketh not unto men, but unto God: for no man understandeth him; howbeit in the spirit he speaketh mysteries.
3 But he that prophesieth speaketh unto men to edification, and exhortation, and comfort.
4 He that speaketh in an unknown tongue edifieth himself; but he that prophesieth edifieth the church.
5 I would that ye all spake with tongues but rather that ye prophesied: for greater is he that prophesieth than he that speaketh with tongues, except he interpret, that the church may receive edifying.
6 Now, brethren, if I come unto you speaking with tongues, what shall I profit you, except I shall speak to you either by revelation, or by knowledge, or by prophesying, or by doctrine?
7 And even things without life giving sound, whether pipe or harp, except they give a distinction in the sounds, how shall it be known what is piped or harped?
8 For if the trumpet give an uncertain sound, who shall prepare himself to the battle?
9 So likewise ye, except ye utter by the tongue words easy to be understood, how shall it be known what is spoken? for ye shall speak into the air.
10 There are, it may be, so many kinds of voices in the world, and none of them is without signification.
11 Therefore if I know not the meaning of the voice, I shall be unto him that speaketh a barbarian, and he that speaketh shall be a barbarian unto me.
12 Even so ye, forasmuch as ye are zealous of spiritual gifts, seek that ye may excel to the edifying of the church.
13 Wherefore let him that speaketh in an unknown tongue pray that he may interpret.
14 For if I pray in an unknown tongue, my spirit prayeth, but my understanding is unfruitful.
15 What is it then? I will pray with the spirit, and I will pray with the understanding also: I will sing with the spirit, and I will sing with the understanding also.
16 Else when thou shalt bless with the spirit, how shall he that occupieth the room of the unlearned say Amen at thy giving of thanks, seeing he understandeth not what thou sayest?
17 For thou verily givest thanks well, but the other is not edified.
18 I thank my God, I speak with tongues more than ye all:
19 Yet in the church I had rather speak five words with my understanding, that by my voice I might teach others also, than ten thousand words in an unknown tongue.
20 Brethren, be not children in understanding: howbeit in malice be ye children, but in understanding be men.
21 In the law it is written, With men of other tongues and other lips will I speak unto this people; and yet for all that will they not hear me, saith the Lord.
22 Wherefore tongues are for a sign, not to them that believe, but to them that believe not: but prophesying serveth not for them that believe not, but for them which believe.
23 If therefore the whole church be come together into one place, and all speak with tongues, and there come in those that are unlearned, or unbelievers, will they not say that ye are mad?
24 But if all prophesy, and there come in one that believeth not, or one unlearned, he is convinced of all, he is judged of all:
25 And thus are the secrets of his heart made manifest; and so falling down on his face he will worship God, and report that God is in you of a truth.
26 How is it then, brethren? when ye come together, every one of you hath a psalm, hath a doctrine, hath a tongue, hath a revelation, hath an interpretation. Let all things be done unto edifying.
27 If any man speak in an unknown tongue, let it be by two, or at the most by three, and that by course; and let one interpret.
28 But if there be no interpreter, let him keep silence in the church; and let him speak to himself, and to God.
29 Let the prophets speak two or three, and let the other judge.
30 If any thing be revealed to another that sitteth by, let the first hold his peace.
31 For ye may all prophesy one by one, that all may learn, and all may be comforted.
32 And the spirits of the prophets are subject to the prophets.
33 For God is not the author of confusion, but of peace, as in all churches of the saints.
34 Let your women keep silence in the churches: for it is not permitted unto them to speak; but they are commanded to be under obedience as also saith the law.
35 And if they will learn any thing, let them ask their husbands at home: for it is a shame for women to speak in the church.
36 What? came the word of God out from you? or came it unto you only?
37 If any man think himself to be a prophet, or spiritual, let him acknowledge that the things that I write unto you are the commandments of the Lord.
38 But if any man be ignorant, let him be ignorant.
39 Wherefore, brethren, covet to prophesy, and forbid not to speak with tongues.
40 Let all things be done decently and in order.
by Icelandic Bible Society