Bréf Páls til Títusar 1
Icelandic Bible
1 Frá Páli, þjóni Guðs, en postula Jesú Krists til að efla trú Guðs útvöldu og þekkingu á sannleikanum, sem leiðir til guðhræðslu
2 í von um eilíft líf. Því hefur Guð, sá er ekki lýgur, heitið frá eilífum tíðum,
3 en opinberað á settum tíma. Þetta orð hans var mér trúað fyrir að prédika eftir skipun Guðs, frelsara vors.
4 Til Títusar, skilgetins sonar míns í sameiginlegri trú. Náð og friður frá Guði föður og Kristi Jesú, frelsara vorum.
5 Ég lét þig eftir á Krít, til þess að þú færðir í lag það, sem ógjört var, og skipaðir öldunga í hverri borg, svo sem ég lagði fyrir þig.
6 Öldungur á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, á að eiga trúuð börn, sem eigi eru sökuð um gjálífi eða óhlýðni.
7 Því að biskup á að vera óaðfinnanlegur, þar sem hann er ráðsmaður Guðs. Hann á ekki að vera sjálfbirgingur, ekki bráður, ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, ekki sólginn í ljótan gróða.
8 Hann sé gestrisinn, góðgjarn, hóglátur, réttlátur, heilagur og hafi stjórn á sjálfum sér.
9 Hann á að vera maður fastheldinn við hið áreiðanlega orð, sem samkvæmt er kenningunni, til þess að hann sé fær um bæði að áminna með hinni heilnæmu kenningu og hrekja þá, sem móti mæla.
10 Því að margir eru þverbrotnir og fara með hégómamál og leiða í villu, allra helst eru það þeir sem halda fram umskurn,
11 og verður að þagga niður í þeim. Það eru mennirnir, sem kollvarpa heilum heimilum, er þeir kenna það, sem eigi á að kenna, fyrir svívirðilegs gróða sakir.
12 Einhver af þeim, eigin spámaður þeirra, hefur svo að orði komist: "Krítarmenn eru síljúgandi, óargadýr og letimagar."
13 Þessi vitnisburður er sannur. Fyrir þá sök skalt þú vanda harðlega um við þá, til þess að þeir verði heilbrigðir í trúnni,
14 og gefi sig ekki að gyðingaævintýrum og boðum manna, sem fráhverfir eru sannleikanum.
15 Allir hlutir eru hreinum hreinir, en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint, heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og samviska.
16 Þeir segjast þekkja Guð, en afneita honum með verkum sínum. Þeir eru viðbjóðslegir og óhlýðnir, óhæfir til hvers góðs verks.
Titus 1
English Standard Version
Greeting
1 Paul, a servant[a] of God and (A)an apostle of Jesus Christ, for the sake of the faith of God's elect and (B)their knowledge of the truth, (C)which accords with godliness, 2 (D)in hope of eternal life, which God, (E)who never lies, (F)promised (G)before the ages began[b] 3 and (H)at the proper time manifested in his word[c] (I)through the preaching (J)with which I have been entrusted (K)by the command of God our Savior;
4 To Titus, (L)my true child in (M)a common faith:
(N)Grace and peace from God the Father and Christ Jesus our Savior.
Qualifications for Elders
5 (O)This is why I left you in Crete, so that you might put what remained into order, and (P)appoint elders in every town as I directed you— 6 (Q)if anyone is above reproach, the husband of one wife,[d] and his children are believers[e] and not open to the charge of (R)debauchery or insubordination. 7 For an overseer,[f] (S)as God's steward, must be above reproach. He must not (T)be arrogant or quick-tempered or a drunkard or violent (U)or greedy for gain, 8 but hospitable, a lover of good, self-controlled, upright, holy, (V)and disciplined. 9 He must (W)hold firm to the trustworthy word as taught, so that he may be able to give instruction in (X)sound[g] doctrine and also to rebuke those who contradict it.
10 For there are many who are insubordinate, (Y)empty talkers and deceivers, especially those of (Z)the circumcision party.[h] 11 They must be silenced, since (AA)they are upsetting whole families by teaching (AB)for shameful gain what they ought not to teach. 12 (AC)One of the Cretans,[i] a prophet of their own, said, “Cretans are always liars, evil beasts, lazy gluttons.”[j] 13 This testimony is true. Therefore (AD)rebuke them (AE)sharply, that they (AF)may be sound in the faith, 14 (AG)not devoting themselves to Jewish myths and (AH)the commands of people (AI)who turn away from the truth. 15 (AJ)To the pure, all things are pure, but to the defiled and (AK)unbelieving, nothing is pure; but both (AL)their minds and their consciences are defiled. 16 (AM)They profess to know God, but they (AN)deny him by their works. They are detestable, disobedient, (AO)unfit for any good work.
Footnotes
- Titus 1:1 For the contextual rendering of the Greek word doulos, see Preface
- Titus 1:2 Greek before times eternal
- Titus 1:3 Or manifested his word
- Titus 1:6 Or a man of one woman
- Titus 1:6 Or are faithful
- Titus 1:7 Or bishop; Greek episkopos
- Titus 1:9 Or healthy; also verse 13
- Titus 1:10 Or especially those of the circumcision
- Titus 1:12 Greek One of them
- Titus 1:12 Probably from Epimenides of Crete
by Icelandic Bible Society
The ESV® Bible (The Holy Bible, English Standard Version®), © 2001 by Crossway, a publishing ministry of Good News Publishers. ESV Text Edition: 2025.
