Fyrri bók konunganna 12-14
Icelandic Bible
12 Rehabeam fór til Síkem, því að allur Ísrael var kominn þangað til þess að taka hann til konungs.
2 En er Jeróbóam Nebatsson frétti (hann var enn í Egyptalandi, þangað sem hann hafði flúið undan Salómon konungi), að Salómon væri dáinn, sneri hann heim frá Egyptalandi.
3 Þeir sendu boð og létu kalla hann. Þá kom Jeróbóam og allur söfnuður Ísraels og mæltu til Rehabeams á þessa leið:
4 "Faðir þinn lagði á oss hart ok, en gjör þú nú léttari hina hörðu ánauð föður þíns og hið þunga ok, er hann á oss lagði, og munum vér þjóna þér."
5 Hann svaraði þeim: "Farið nú burt og komið aftur til mín að þrem dögum liðnum." Og lýðurinn fór burt.
6 Þá ráðgaðist Rehabeam konungur við öldungana, sem þjónað höfðu Salómon föður hans meðan hann lifði, og mælti: "Hver andsvör ráðið þér mér að gefa þessum mönnum?"
7 Þeir svöruðu honum og mæltu: "Ef þú í dag verður lýð þessum eftirlátur, lætur að orðum þeirra, gjörir að vilja þeirra og tekur vel máli þeirra, munu þeir verða þér eftirlátir alla daga."
8 En Rehabeam hafnaði ráði því, er öldungarnir réðu honum, en ráðgaðist við unga menn, er vaxið höfðu upp með honum og nú þjónuðu honum,
9 og sagði við þá: "Hver ráð gefið þér til, hversu vér skulum svara lýð þessum, er talað hefir til mín á þessa leið: ,Gjör léttara ok það, er faðir þinn á oss lagði`?"
10 Þá svöruðu honum hinir ungu menn, er vaxið höfðu upp með honum: "Svo skalt þú svara lýð þessum, er sagði við þig: ,Faðir þinn gjörði ok vort þungt, en gjör þú oss það léttara` _ svo skalt þú mæla til þeirra: ,Litlifingur minn er digrari en lendar föður míns.
11 Hafi faðir minn lagt á yður þungt ok, mun ég gjöra ok yðar enn þyngra. Faðir minn refsaði yður með keyrum, en ég mun refsa yður með gaddasvipum."`
12 Og Jeróbóam og allur lýðurinn kom til Rehabeams á þriðja degi, eins og konungur hafði sagt, þá er hann mælti: "Komið til mín aftur á þriðja degi."
13 Þá veitti konungur lýðnum hörð andsvör og fór eigi að ráðum þeim, er öldungarnir höfðu ráðið honum,
14 en talaði til þeirra á þessa leið, að ráði hinna ungu manna: "Faðir minn gjörði ok yðar þungt, en ég mun gjöra ok yðar enn þyngra. Faðir minn refsaði yður með keyrum, en ég mun refsa yður með gaddasvipum."
15 Þannig veitti konungur lýðnum enga áheyrn, því að svo var til stillt af Drottni, til þess að hann gæti látið rætast orð sín, þau er hann hafði talað til Jeróbóams Nebatssonar fyrir munn Ahía frá Síló.
16 Er allur Ísrael sá, að konungur veitti þeim enga áheyrn, þá lét lýðurinn þessi svör í móti koma: "Hverja hlutdeild eigum vér í Davíð? Engan erfðahlut eigum vér í Ísaísyni. Far heim til þín, Ísrael! Gæt þú þíns eigin húss, Davíð!" Síðan fór Ísrael heim til sín.
17 En yfir þeim Ísraelsmönnum, er bjuggu í Júdaborgum, var Rehabeam konungur.
18 Rehabeam konungur sendi til þeirra Adóníram, sem var yfir kvaðarmönnum, en allur Ísrael lamdi hann grjóti til bana, og Rehabeam konungur hljóp í skyndi á vagn sinn og flýði til Jerúsalem.
19 Þannig gekk Ísrael undan ætt Davíðs, og stendur svo enn í dag.
20 Þegar Ísraelslýður heyrði, að Jeróbóam væri aftur kominn, sendu þeir og kölluðu hann á þingið og tóku hann til konungs yfir allan Ísrael. En enginn fylgdi Davíðsætt, nema Júda-ættkvísl ein.
21 Er Rehabeam kom til Jerúsalem, safnaði hann saman öllum Júdamönnum og Benjamíns-ættkvísl, hundrað og áttatíu þúsundum einvalaliðs, til þess að berjast við Ísraelsríki og ná konungdóminum aftur undir Rehabeam, son Salómons.
22 En orð Guðs kom til Semaja guðsmanns, svolátandi:
23 "Tala þú svo til Rehabeams, sonar Salómons, konungs í Júda, og til Júdamanna og Benjamíns-ættkvíslar og til alls hins lýðsins:
24 Svo segir Drottinn: Farið eigi og berjist eigi við bræður yðar Ísraelsmenn. Fari hver heim til sín, því að að minni tilhlutun er þetta orðið." Og er þeir heyrðu orð Drottins, hurfu þeir aftur, eins og Drottinn bauð.
25 Jeróbóam víggirti Síkem á Efraímfjöllum og settist þar að. Þaðan fór hann og víggirti Penúel.
26 Og Jeróbóam hugsaði með sér: "Nú mun konungdómurinn aftur hverfa undir Davíðsætt.
27 Ef lýður þessi fer upp til Jerúsalem til þess að færa sláturfórnir í musteri Drottins, þá mun hjarta lýðs þessa aftur hverfa til Rehabeams Júdakonungs, herra hans, en mig munu þeir myrða og ganga svo aftur á hönd Rehabeam Júdakonungi."
28 Þá hugsaði konungur ráð sitt, lét gjöra tvo gullkálfa og mælti til lýðsins: "Nógu lengi hafið þér farið upp til Jerúsalem. Sjá, hér er guð þinn, Ísrael, sá er leiddi þig út af Egyptalandi."
29 Setti hann annan í Betel, en hinn setti hann í Dan.
30 En þetta varð til syndar, og lýðurinn gekk fram fyrir annan þeirra alla leið til Dan.
31 Hann gjörði og hof á hæðunum og gjörði að prestum óvalda menn, er ekki voru niðjar Leví.
32 Og Jeróbóam setti hátíð fimmtánda dag hins áttunda mánaðar, eins og hátíðina, sem haldin var í Júda, og hann gekk upp að altarinu. Þannig gjörði hann í Betel til þess að færa fórnir kálfunum, er hann hafði gjöra látið, og hann setti hæðaprestana, er hann hafði skipað, til þjónustu í Betel.
33 Jeróbóam gekk upp að altarinu, er hann hafði gjöra látið í Betel á fimmtánda degi hins áttunda mánaðar, í þeim mánuði er hann hafði ákveðið að eigin geðþótta til hátíðahalds fyrir Ísraelsmenn. Hann gekk upp að altarinu til þess að færa reykelsisfórn.
13 Og sjá, þegar Jeróbóam stóð fyrir altarinu til þess að færa þar reykelsisfórn, kom guðsmaður nokkur frá Júda til Betel að boði Drottins
2 og æpti gegn altarinu að boði Drottins og mælti: "Altari, altari! Svo segir Drottinn: Sonur mun fæðast húsi Davíðs, Jósía að nafni. Hann mun á þér slátra hæðaprestunum, þeim er færa reykelsisfórnir á þér, og mannabeinum mun á þér brennt verða."
3 Og hann boðaði tákn þann dag og mælti: "Þetta er tákn þess, að Drottinn hafi talað: Sjá, altarið mun rifna og askan, sem á því er, steypast niður."
4 Þegar konungur heyrði orð guðsmannsins, þau er hann æpti gegn altarinu í Betel, þá bandaði Jeróbóam með hendinni frá altarinu og mælti: "Takið hann höndum!" Þá visnaði hönd hans, er hann hafði bandað með móti honum, og hann gat ekki dregið hana að sér aftur.
5 En altarið rifnaði og askan steyptist niður af altarinu, samkvæmt tákninu, er guðsmaðurinn hafði boðað eftir skipun Drottins.
6 Þá tók konungur til máls og mælti við guðsmanninn: "Blíðka þú Drottin, Guð þinn, og bið fyrir mér, svo að ég geti aftur dregið höndina að mér." Þá blíðkaði guðsmaðurinn Drottin, svo að konungur gat aftur dregið að sér höndina, og varð hún jafngóð.
7 Því næst mælti konungur við guðsmanninn: "Kom þú heim með mér og hress þig, og mun ég gefa þér gjöf nokkra."
8 En guðsmaðurinn mælti við konung: "Þótt þú gæfir mér hálfa aleigu þína, þá mundi ég samt eigi með þér fara, og eigi mundi ég matar neyta og eigi vatn drekka á þessum stað.
9 Því að svo hefir mér boðið verið fyrir orð Drottins, er var á þessa leið: ,Þú skalt eigi matar neyta né vatn drekka, og þú skalt eigi snúa aftur sömu leiðina sem þú komst."`
10 Síðan fór hann burt aðra leið og sneri eigi aftur sömu leiðina sem hann hafði farið til Betel.
11 Í Betel bjó gamall spámaður. Og synir hans komu og sögðu honum frá öllu því, sem guðsmaðurinn hafði gjört í Betel þennan dag, og orð þau, er hann hafði talað til konungs. Og er þeir sögðu föður sínum frá þessu,
12 mælti faðir þeirra til þeirra: "Hvaða leið fór hann?" Og synir hans sýndu honum, hvaða leið guðsmaðurinn, sem kominn var frá Júda, hefði farið.
13 Og hann sagði við sonu sína: "Söðlið mér asnann." Og þeir söðluðu asnann fyrir hann og hann steig á bak,
14 hélt á eftir guðsmanninum og fann hann, þar sem hann sat undir eik nokkurri. Hann mælti til hans: "Ert þú guðsmaðurinn, sem kom frá Júda?" Hinn svaraði: "Er ég víst."
15 Þá sagði gamli spámaðurinn við hann: "Kom þú heim með mér og neyt matar."
16 Hinn mælti: "Ég get eigi snúið við með þér né með þér farið, mun og hvorki matar neyta né vatn drekka á þessum stað.
17 Því að við mig hefir verið sagt fyrir orð Drottins: ,Þú skalt hvorki neyta þar matar né vatn drekka, þú skalt ekki snúa aftur sömu leiðina sem þú komst."`
18 Gamli spámaðurinn sagði þá við hann: "Ég er einnig spámaður, eins og þú, og engill hefir talað við mig eftir orði Drottins á þessa leið: ,Far þú með hann aftur heim til þín, að hann megi matar neyta og vatn drekka."` En hann laug að honum.
19 Sneri hann þá við með honum og neytti matar í húsi hans og drakk vatn.
20 En er þeir sátu undir borðum, kom orð Drottins til spámannsins, er snúið hafði hinum aftur.
21 Og hann kallaði til guðsmannsins, er kominn var frá Júda, og mælti: "Svo segir Drottinn: Sökum þess að þú óhlýðnaðist skipun Drottins og varðveittir eigi boð það, er Drottinn, Guð þinn, fyrir þig lagði,
22 heldur snerir við og neyttir matar og drakkst vatn á þeim stað, er hann sagði um við þig: ,Þú skalt þar eigi matar neyta né vatn drekka` _ þá skal lík þitt eigi koma í gröf feðra þinna."
23 En er gamli spámaðurinn hafði etið og drukkið, lét hann söðla asnann fyrir spámanninn, er hann hafði snúið aftur.
24 Hélt hann nú af stað, en ljón mætti honum á leiðinni og drap hann. Og lík hans lá þar endilangt á veginum, og asninn stóð yfir því, og ljónið stóð yfir líkinu.
25 Og er menn fóru þar fram hjá, sáu þeir líkið liggja endilangt á veginum og ljónið standandi yfir líkinu. Þá komu þeir og sögðu frá því í borginni, þar sem gamli spámaðurinn átti heima.
26 Og er spámaðurinn, er snúið hafði hinum aftur, heyrði þetta, mælti hann: "Það er guðsmaðurinn, sem óhlýðnaðist skipun Drottins. Fyrir því hefir Drottinn gefið hann ljóninu. Það hefir mulið hann sundur og drepið hann eftir orði Drottins, er hann hafði til hans talað."
27 Þá mælti hann til sona sinna: "Söðlið mér asnann." Þeir gjörðu svo.
28 Síðan hélt hann af stað og fann lík hans liggjandi endilangt á veginum, og asnann og ljónið standandi yfir líkinu. En ljónið hafði hvorki etið líkið né mulið sundur asnann.
29 Þá tók spámaðurinn upp lík guðsmannsins, lagði það á asnann og flutti það til borgarinnar til þess að harma hann og jarða.
30 Og hann lagði lík hans í gröf sína, og menn hörmuðu hann, segjandi: "Æ, bróðir minn!"
31 En er hann hafði jarðað hann, sagði hann við sonu sína: "Þegar ég dey, þá jarðið mig í þeirri gröf, sem guðsmaðurinn er jarðaður í. Leggið mín bein hjá hans beinum.
32 Því að orðin, sem hann að boði Drottins æpti gegn altarinu í Betel og gegn öllum hæðahofunum í borgum Samaríu, munu vissulega rætast."
33 Ekki sneri Jeróbóam sér eftir þennan atburð frá sínum vonda vegi, heldur gjörði að nýju óvalda menn að hæðaprestum. Hann vígði hvern sem vildi, og varð sá hinn sami þannig hæðaprestur.
34 En þetta varð húsi Jeróbóams til syndar og til þess að uppræta það og afmá af jörðinni.
14 Í þann tíma sýktist Abía, sonur Jeróbóams.
2 Þá sagði Jeróbóam við konu sína: "Far nú og klæð þig dularbúningi, svo að enginn megi kenna, að þú ert kona Jeróbóams, og far til Síló. Þar er Ahía spámaður, sá er um mig sagði, að ég mundi verða konungur yfir lýð þessum.
3 Og tak með þér tíu brauð og kökur og krús með hunangi og gakk þú inn til hans. Hann mun segja þér, hvernig fara mun um sveininn."
4 Kona Jeróbóams gjörði svo, lagði af stað og fór til Síló, og gekk inn í hús Ahía. Ahía mátti ekki sjá, því að augu hans voru stirðnuð af elli.
5 En Drottinn hafði sagt við Ahía: "Sjá, kona Jeróbóams kemur til þess að leita frétta hjá þér um son sinn, því að hann er sjúkur. Svo og svo skalt þú til hennar mæla." Þegar hún kom og lést vera önnur en hún var,
6 og Ahía heyrði fótatak hennar, er hún kom að dyrunum, þá sagði hann: "Kom þú inn, kona Jeróbóams! Hvers vegna læst þú vera önnur en þú ert, þar sem ég þó er sendur til þín með hörð tíðindi?
7 Far þú og seg Jeróbóam: Svo segir Drottinn, Guð Ísraels: Sakir þess að ég hóf þig upp af alþýðu manna og gjörði þig að höfðingja yfir lýð mínum Ísrael,
8 og svipti ætt Davíðs konungdóminum og fékk þér hann í hendur, en þú hefir eigi verið sem þjónn minn Davíð, er hélt boðorð mín og var mér hlýðinn af öllu hjarta, svo að hann gjörði það eitt, er rétt var í mínum augum,
9 heldur hefir þú gjört meira illt en allir þeir, sem á undan þér voru, og hefir farið og gjört þér aðra guði, og það steypt líkneski, til þess að egna mig til reiði, og hefir kastað mér aftur fyrir þig _
10 sakir þessa leiði ég ógæfu yfir hús Jeróbóams og mun uppræta fyrir honum hvern karlmann, bæði þræl og frelsingja í Ísrael. Og ég mun sópa burt húsi Jeróbóams, eins og saur er sópað burt, uns úti er um hann með öllu.
11 Hvern þann er deyr af ættmennum Jeróbóams innan borgar, munu hundar eta, og hvern þann, sem deyr úti á víðavangi, munu fuglar himins eta, því að Drottinn hefir talað það.
12 En statt þú nú upp og far heim til þín. Þegar þú stígur fæti inn í borgina, mun sveinninn deyja.
13 Og allur Ísrael mun harma hann, og menn munu grafa hann, því að hann er sá eini af ætt Jeróbóams, er greftrun mun hljóta, af því að eitthvað hefir það verið í fari hans, er Drottni, Guði Ísraels, geðjaðist að í ætt Jeróbóams.
14 Og Drottinn mun skipa konung yfir Ísrael, er uppræta mun hús Jeróbóams. Þetta er dagurinn, og hvað er nú þegar farið að koma fram?
15 Drottinn mun slá Ísrael, eins og reyrinn riðar í vatninu, og hann mun útrýma Ísrael úr þessu góða landi, er hann gaf feðrum þeirra, og tvístra þeim fyrir austan Efrat, af því að þeir hafa gjört sér asérur og egnt Drottin til reiði.
16 Og hann mun ofurselja Ísrael vegna synda þeirra, er Jeróbóam hefir drýgt og komið Ísrael til að drýgja."
17 Þá stóð kona Jeróbóams upp, hélt af stað og kom til Tirsa, en er hún steig yfir þröskuld hússins, dó sveinninn.
18 Og þeir grófu hann og allur Ísrael harmaði hann, og rættist þannig orð Drottins, er hann hafði talað fyrir munn þjóns síns, Ahía spámanns.
19 Það sem meira er að segja um Jeróbóam, hvernig hann herjaði og hvernig hann ríkti, það er ritað í Árbókum Ísraelskonunga.
20 Og sá tími, sem Jeróbóam ríkti, var tuttugu og tvö ár. Þá lagðist hann til hvíldar hjá feðrum sínum, en Nadab sonur hans tók ríki eftir hann.
21 Rehabeam sonur Salómons varð konungur í Júda. Rehabeam hafði einn um fertugt, þá er hann varð konungur, og seytján ár ríkti hann í Jerúsalem, borginni, sem Drottinn hafði útvalið af öllum ættkvíslum Ísraels til þess að láta nafn sitt búa þar. Móðir hans hét Naama og var ammónítísk.
22 Júda gjörði það sem illt var í augum Drottins, og þeir vöktu vandlæting hans enn meir en feður þeirra höfðu gjört með öllum þeim syndum, er þeir drýgðu.
23 Því að einnig þeir gjörðu sér fórnarhæðir, merkissteina og asérur á öllum háum hólum og undir hverju grænu tré.
24 Þeir menn voru og í landinu, er helguðu sig saurlifnaði. Þeir aðhöfðust alla þá sömu svívirðing, sem þær þjóðir frömdu, er Drottinn hafði stökkt burt undan Ísraelsmönnum.
25 Á fimmta ríkisári Rehabeams fór Sísak Egyptalandskonungur herför móti Jerúsalem
26 og tók fjársjóðu Drottins húss og fjársjóðu konungshallarinnar, tók það allt saman. Hann tók og alla gullskildina, sem Salómon hafði gjöra látið.
27 En Rehabeam konungur lét í þeirra stað gjöra eirskildi og fékk þá höfuðsmönnum lífvarðarins til geymslu, þeim er geyma dyra á höll konungs.
28 Og í hvert sinn er konungur gekk í hús Drottins, báru varðliðsmennirnir skildina, og fóru síðan með þá aftur í herbergi varðliðsmannanna.
29 Það sem meira er að segja um Rehabeam, og allt, sem hann gjörði, það er ritað í Árbókum Júdakonunga.
30 Þeir áttu ávallt í ófriði saman, Rehabeam og Jeróbóam.
31 Og Rehabeam lagðist til hvíldar hjá feðrum sínum og var jarðaður hjá feðrum sínum í Davíðsborg. En móðir hans hét Naama og var ammónítísk. Og Abía sonur hans tók ríki eftir hann.
1 Kings 12-14
New International Version
Israel Rebels Against Rehoboam(A)
12 Rehoboam went to Shechem,(B) for all Israel had gone there to make him king. 2 When Jeroboam son of Nebat heard this (he was still in Egypt, where he had fled(C) from King Solomon), he returned from[a] Egypt. 3 So they sent for Jeroboam, and he and the whole assembly of Israel went to Rehoboam and said to him: 4 “Your father put a heavy yoke(D) on us, but now lighten the harsh labor and the heavy yoke he put on us, and we will serve you.”
5 Rehoboam answered, “Go away for three days and then come back to me.” So the people went away.
6 Then King Rehoboam consulted the elders(E) who had served his father Solomon during his lifetime. “How would you advise me to answer these people?” he asked.
7 They replied, “If today you will be a servant to these people and serve them and give them a favorable answer,(F) they will always be your servants.”
8 But Rehoboam rejected(G) the advice the elders gave him and consulted the young men who had grown up with him and were serving him. 9 He asked them, “What is your advice? How should we answer these people who say to me, ‘Lighten the yoke your father put on us’?”
10 The young men who had grown up with him replied, “These people have said to you, ‘Your father put a heavy yoke on us, but make our yoke lighter.’ Now tell them, ‘My little finger is thicker than my father’s waist. 11 My father laid on you a heavy yoke; I will make it even heavier. My father scourged you with whips; I will scourge you with scorpions.’”
12 Three days later Jeroboam and all the people returned to Rehoboam, as the king had said, “Come back to me in three days.” 13 The king answered the people harshly. Rejecting the advice given him by the elders, 14 he followed the advice of the young men and said, “My father made your yoke heavy; I will make it even heavier. My father scourged(H) you with whips; I will scourge you with scorpions.” 15 So the king did not listen to the people, for this turn of events was from the Lord,(I) to fulfill the word the Lord had spoken to Jeroboam son of Nebat through Ahijah(J) the Shilonite.
16 When all Israel saw that the king refused to listen to them, they answered the king:
“What share(K) do we have in David,
what part in Jesse’s son?
To your tents, Israel!(L)
Look after your own house, David!”
So the Israelites went home.(M) 17 But as for the Israelites who were living in the towns of Judah,(N) Rehoboam still ruled over them.
18 King Rehoboam sent out Adoniram,[b](O) who was in charge of forced labor, but all Israel stoned him to death.(P) King Rehoboam, however, managed to get into his chariot and escape to Jerusalem. 19 So Israel has been in rebellion against the house of David(Q) to this day.
20 When all the Israelites heard that Jeroboam had returned, they sent and called him to the assembly and made him king over all Israel. Only the tribe of Judah remained loyal to the house of David.(R)
21 When Rehoboam arrived in Jerusalem, he mustered all Judah and the tribe of Benjamin—a hundred and eighty thousand able young men—to go to war(S) against Israel and to regain the kingdom for Rehoboam son of Solomon.
22 But this word of God came to Shemaiah(T) the man of God:(U) 23 “Say to Rehoboam son of Solomon king of Judah, to all Judah and Benjamin, and to the rest of the people, 24 ‘This is what the Lord says: Do not go up to fight against your brothers, the Israelites. Go home, every one of you, for this is my doing.’” So they obeyed the word of the Lord and went home again, as the Lord had ordered.
Golden Calves at Bethel and Dan
25 Then Jeroboam fortified Shechem(V) in the hill country of Ephraim and lived there. From there he went out and built up Peniel.[c](W)
26 Jeroboam thought to himself, “The kingdom will now likely revert to the house of David. 27 If these people go up to offer sacrifices at the temple of the Lord in Jerusalem,(X) they will again give their allegiance to their lord, Rehoboam king of Judah. They will kill me and return to King Rehoboam.”
28 After seeking advice, the king made two golden calves.(Y) He said to the people, “It is too much for you to go up to Jerusalem. Here are your gods, Israel, who brought you up out of Egypt.”(Z) 29 One he set up in Bethel,(AA) and the other in Dan.(AB) 30 And this thing became a sin;(AC) the people came to worship the one at Bethel and went as far as Dan to worship the other.[d]
31 Jeroboam built shrines(AD) on high places and appointed priests(AE) from all sorts of people, even though they were not Levites. 32 He instituted a festival on the fifteenth day of the eighth(AF) month, like the festival held in Judah, and offered sacrifices on the altar. This he did in Bethel,(AG) sacrificing to the calves he had made. And at Bethel he also installed priests at the high places he had made. 33 On the fifteenth day of the eighth month, a month of his own choosing, he offered sacrifices on the altar he had built at Bethel.(AH) So he instituted the festival for the Israelites and went up to the altar to make offerings.
The Man of God From Judah
13 By the word of the Lord a man of God(AI) came from Judah to Bethel,(AJ) as Jeroboam was standing by the altar to make an offering. 2 By the word of the Lord he cried out against the altar: “Altar, altar! This is what the Lord says: ‘A son named Josiah(AK) will be born to the house of David. On you he will sacrifice the priests of the high places(AL) who make offerings here, and human bones will be burned on you.’” 3 That same day the man of God gave a sign:(AM) “This is the sign the Lord has declared: The altar will be split apart and the ashes on it will be poured out.”
4 When King Jeroboam heard what the man of God cried out against the altar at Bethel, he stretched out his hand from the altar and said, “Seize him!” But the hand he stretched out toward the man shriveled up, so that he could not pull it back. 5 Also, the altar was split apart and its ashes poured out according to the sign given by the man of God by the word of the Lord.
6 Then the king said to the man of God, “Intercede(AN) with the Lord your God and pray for me that my hand may be restored.” So the man of God interceded with the Lord, and the king’s hand was restored and became as it was before.
7 The king said to the man of God, “Come home with me for a meal, and I will give you a gift.”(AO)
8 But the man of God answered the king, “Even if you were to give me half your possessions,(AP) I would not go with you, nor would I eat bread(AQ) or drink water here. 9 For I was commanded by the word of the Lord: ‘You must not eat bread or drink water or return by the way you came.’” 10 So he took another road and did not return by the way he had come to Bethel.
11 Now there was a certain old prophet living in Bethel, whose sons came and told him all that the man of God had done there that day. They also told their father what he had said to the king. 12 Their father asked them, “Which way did he go?” And his sons showed him which road the man of God from Judah had taken. 13 So he said to his sons, “Saddle the donkey for me.” And when they had saddled the donkey for him, he mounted it 14 and rode after the man of God. He found him sitting under an oak tree and asked, “Are you the man of God who came from Judah?”
“I am,” he replied.
15 So the prophet said to him, “Come home with me and eat.”
16 The man of God said, “I cannot turn back and go with you, nor can I eat bread(AR) or drink water with you in this place. 17 I have been told by the word of the Lord: ‘You must not eat bread or drink water there or return by the way you came.’”
18 The old prophet answered, “I too am a prophet, as you are. And an angel said to me by the word of the Lord:(AS) ‘Bring him back with you to your house so that he may eat bread and drink water.’” (But he was lying(AT) to him.) 19 So the man of God returned with him and ate and drank in his house.
20 While they were sitting at the table, the word of the Lord came to the old prophet who had brought him back. 21 He cried out to the man of God who had come from Judah, “This is what the Lord says: ‘You have defied(AU) the word of the Lord and have not kept the command the Lord your God gave you. 22 You came back and ate bread and drank water in the place where he told you not to eat or drink. Therefore your body will not be buried in the tomb of your ancestors.’”
23 When the man of God had finished eating and drinking, the prophet who had brought him back saddled his donkey for him. 24 As he went on his way, a lion(AV) met him on the road and killed him, and his body was left lying on the road, with both the donkey and the lion standing beside it. 25 Some people who passed by saw the body lying there, with the lion standing beside the body, and they went and reported it in the city where the old prophet lived.
26 When the prophet who had brought him back from his journey heard of it, he said, “It is the man of God who defied(AW) the word of the Lord. The Lord has given him over to the lion, which has mauled him and killed him, as the word of the Lord had warned him.”
27 The prophet said to his sons, “Saddle the donkey for me,” and they did so. 28 Then he went out and found the body lying on the road, with the donkey and the lion standing beside it. The lion had neither eaten the body nor mauled the donkey. 29 So the prophet picked up the body of the man of God, laid it on the donkey, and brought it back to his own city to mourn for him and bury him. 30 Then he laid the body in his own tomb,(AX) and they mourned over him and said, “Alas, my brother!”(AY)
31 After burying him, he said to his sons, “When I die, bury me in the grave where the man of God is buried; lay my bones(AZ) beside his bones. 32 For the message he declared by the word of the Lord against the altar in Bethel and against all the shrines on the high places(BA) in the towns of Samaria(BB) will certainly come true.”(BC)
33 Even after this, Jeroboam did not change his evil ways,(BD) but once more appointed priests for the high places from all sorts(BE) of people. Anyone who wanted to become a priest he consecrated for the high places. 34 This was the sin(BF) of the house of Jeroboam that led to its downfall and to its destruction(BG) from the face of the earth.
Ahijah’s Prophecy Against Jeroboam
14 At that time Abijah son of Jeroboam became ill, 2 and Jeroboam said to his wife, “Go, disguise yourself, so you won’t be recognized as the wife of Jeroboam. Then go to Shiloh. Ahijah(BH) the prophet is there—the one who told me I would be king over this people. 3 Take ten loaves of bread(BI) with you, some cakes and a jar of honey, and go to him. He will tell you what will happen to the boy.” 4 So Jeroboam’s wife did what he said and went to Ahijah’s house in Shiloh.
Now Ahijah could not see; his sight was gone because of his age. 5 But the Lord had told Ahijah, “Jeroboam’s wife is coming to ask you about her son, for he is ill, and you are to give her such and such an answer. When she arrives, she will pretend to be someone else.”
6 So when Ahijah heard the sound of her footsteps at the door, he said, “Come in, wife of Jeroboam. Why this pretense?(BJ) I have been sent to you with bad news. 7 Go, tell Jeroboam that this is what the Lord, the God of Israel, says:(BK) ‘I raised you up from among the people and appointed you ruler(BL) over my people Israel. 8 I tore(BM) the kingdom away from the house of David and gave it to you, but you have not been like my servant David, who kept my commands and followed me with all his heart, doing only what was right(BN) in my eyes. 9 You have done more evil(BO) than all who lived before you.(BP) You have made for yourself other gods, idols(BQ) made of metal; you have aroused(BR) my anger and turned your back on me.(BS)
10 “‘Because of this, I am going to bring disaster(BT) on the house of Jeroboam. I will cut off from Jeroboam every last male in Israel—slave or free.[e](BU) I will burn up the house of Jeroboam as one burns dung, until it is all gone.(BV) 11 Dogs(BW) will eat those belonging to Jeroboam who die in the city, and the birds(BX) will feed on those who die in the country. The Lord has spoken!’
12 “As for you, go back home. When you set foot in your city, the boy will die. 13 All Israel will mourn for him and bury him. He is the only one belonging to Jeroboam who will be buried, because he is the only one in the house of Jeroboam in whom the Lord, the God of Israel, has found anything good.(BY)
14 “The Lord will raise up for himself a king over Israel who will cut off the family of Jeroboam. Even now this is beginning to happen.[f] 15 And the Lord will strike Israel, so that it will be like a reed swaying in the water. He will uproot(BZ) Israel from this good land that he gave to their ancestors and scatter them beyond the Euphrates River, because they aroused(CA) the Lord’s anger by making Asherah(CB) poles.[g] 16 And he will give Israel up because of the sins(CC) Jeroboam has committed and has caused Israel to commit.”
17 Then Jeroboam’s wife got up and left and went to Tirzah.(CD) As soon as she stepped over the threshold of the house, the boy died. 18 They buried him, and all Israel mourned for him, as the Lord had said through his servant the prophet Ahijah.
19 The other events of Jeroboam’s reign, his wars and how he ruled, are written in the book of the annals of the kings of Israel. 20 He reigned for twenty-two years and then rested with his ancestors. And Nadab his son succeeded him as king.
Rehoboam King of Judah(CE)
21 Rehoboam son of Solomon was king in Judah. He was forty-one years old when he became king, and he reigned seventeen years in Jerusalem, the city the Lord had chosen out of all the tribes of Israel in which to put his Name. His mother’s name was Naamah; she was an Ammonite.(CF)
22 Judah(CG) did evil in the eyes of the Lord. By the sins they committed they stirred up his jealous anger(CH) more than those who were before them had done. 23 They also set up for themselves high places, sacred stones(CI) and Asherah poles(CJ) on every high hill and under every spreading tree.(CK) 24 There were even male shrine prostitutes(CL) in the land; the people engaged in all the detestable(CM) practices of the nations the Lord had driven out before the Israelites.
25 In the fifth year of King Rehoboam, Shishak king of Egypt attacked(CN) Jerusalem. 26 He carried off the treasures of the temple(CO) of the Lord and the treasures of the royal palace. He took everything, including all the gold shields(CP) Solomon had made. 27 So King Rehoboam made bronze shields to replace them and assigned these to the commanders of the guard on duty at the entrance to the royal palace.(CQ) 28 Whenever the king went to the Lord’s temple, the guards bore the shields, and afterward they returned them to the guardroom.
29 As for the other events of Rehoboam’s reign, and all he did, are they not written in the book of the annals of the kings of Judah? 30 There was continual warfare(CR) between Rehoboam and Jeroboam. 31 And Rehoboam rested with his ancestors and was buried with them in the City of David. His mother’s name was Naamah; she was an Ammonite.(CS) And Abijah[h] his son succeeded him as king.
Footnotes
- 1 Kings 12:2 Or he remained in
- 1 Kings 12:18 Some Septuagint manuscripts and Syriac (see also 4:6 and 5:14); Hebrew Adoram
- 1 Kings 12:25 Hebrew Penuel, a variant of Peniel
- 1 Kings 12:30 Probable reading of the original Hebrew text; Masoretic Text people went to the one as far as Dan
- 1 Kings 14:10 Or Israel—every ruler or leader
- 1 Kings 14:14 The meaning of the Hebrew for this sentence is uncertain.
- 1 Kings 14:15 That is, wooden symbols of the goddess Asherah; here and elsewhere in 1 Kings
- 1 Kings 14:31 Some Hebrew manuscripts and Septuagint (see also 2 Chron. 12:16); most Hebrew manuscripts Abijam
by Icelandic Bible Society
Holy Bible, New International Version®, NIV® Copyright ©1973, 1978, 1984, 2011 by Biblica, Inc.® Used by permission. All rights reserved worldwide.
NIV Reverse Interlinear Bible: English to Hebrew and English to Greek. Copyright © 2019 by Zondervan.