使徒行傳 2
Chinese Contemporary Bible (Traditional)
聖靈降臨
2 五旬節那天,門徒聚集在一起。 2 忽然,天上發出一陣響聲,好像狂風呼嘯而過,充滿了他們所在的房子, 3 又有火焰般的舌頭顯現出來,分別落在各人的頭上。 4 大家都被聖靈充滿,得到聖靈所賜的才能,說起別的語言來。
5 當時耶路撒冷住著從各國回來的虔誠的猶太人。 6 眾人聽見這陣響聲便趕過來,聽見門徒在說他們各自的語言,都十分納悶, 7 驚詫地說:「看啊!這些說話的不都是加利利人嗎? 8 怎麼會說我們各自的語言呢? 9 我們這裡有帕提亞人、瑪代人、以攔人,以及住在美索不達米亞、猶太、加帕多迦、本都、亞細亞、 10 弗呂迦、旁非利亞、埃及和靠近古利奈的利比亞的人,還有從羅馬來的猶太人和改信猶太教的人、 11 克里特人和阿拉伯人。我們都聽見他們在用我們各自的語言訴說上帝的偉大!」 12 他們都大感驚奇和困惑,彼此議論說:「這到底是怎麼回事?」
13 有些人就譏笑說:「他們不過是被新酒灌醉了!」
彼得講道
14 彼得和其他十一位使徒都站起來,他大聲對眾人說:「各位猶太同胞和住在耶路撒冷的人啊,請留心聽!我告訴你們這是怎麼回事。 15 你們以為這些人是醉了,其實不是,因為現在才早上九點鐘。 16 你們眼前看見的正是先知約珥所說的,
17 『上帝說,在末後的日子,
我要將我的靈澆灌所有的人,
你們的兒女要說預言,
青年要見異象,
老人要做異夢。
18 那時,我要將我的靈澆灌我的奴僕和婢女,
他們都要說預言。
19 在天上,我要顯異兆;
在地上,我要行神蹟,有血、有火、有濃煙。
20 太陽要變得昏暗,
月亮要變得血紅。
這都要發生在主偉大榮耀的日子來臨以前。
21 那時,凡求告主名的,都必得救。』
22 「各位以色列人啊,請留心聽。上帝藉著拿撒勒人耶穌在你們中間行了異能、奇事和神蹟,以證明拿撒勒人耶穌是祂派來的。這是你們都知道的。 23 上帝照著自己的計劃和預知把耶穌交在你們手裡,你們藉著邪惡之人的手把祂釘死在十字架上了。 24 但上帝為祂解除了死亡的痛苦,使祂從死裡復活,因為祂不可能被死亡拘禁。 25 論到耶穌,大衛曾說,
『我看見主常在我面前,
祂在我右邊,我必不動搖。
26 因此我的心歡喜,我的口頌讚,
我的身體也要活在盼望中。
27 因為你不會把我的靈魂撇在陰間,
也不會讓你的聖者身體朽壞。
28 你已把生命之路指示我,
叫我在你面前充滿喜樂。』
29 「弟兄們,我肯定地對你們說,先祖大衛死了,埋葬了,他的墳墓至今還在這裡。 30 大衛是先知,知道上帝曾起誓要從他的後裔中選立一人繼承他的王位。 31 他預先知道這事,講到基督的復活,說,『祂的靈魂不會被撇在陰間,祂的身體也不會朽壞』。 32 上帝已經使這位耶穌復活了!我們都是這件事的見證人。 33 現在祂升到上帝的右邊,從天父領受了所應許的聖靈,並將聖靈澆灌下來,你們今天也耳聞目睹了。 34 大衛並沒有升到天上,但他曾說,
『主對我主說,
你坐在我的右邊,
35 等我使你的仇敵成為你的腳凳。』
36 「所以,全體以色列人啊!你們應當確實地知道,上帝已經立這位被你們釘在十字架上的耶穌為主,為基督了。」
37 他們聽了彼得的話,覺得扎心,就對彼得和其他使徒說:「弟兄們,我們該怎麼辦呢?」 38 彼得說:「你們每一個人都要悔改,奉耶穌基督的名受洗,使你們的罪得到赦免,你們就必領受上帝所賜的聖靈。 39 因為這應許是給你們和你們的兒女,以及遠方的人,就是所有被主——我們的上帝呼召的人。」
40 然後,彼得還講了許多話警戒、勸勉他們,說:「你們要保守自己脫離這邪惡的世代。」
41 結果,那天約有三千人相信了他傳的道,接受了洗禮。 42 他們都一心遵守使徒的教導,一起團契、掰餅、禱告。
43 大家都滿心敬畏上帝。使徒又行了很多神蹟奇事。 44 信徒聚在一起,共用所有的東西。 45 他們把田產家業變賣了,按照各人的需要把錢分給大家。 46 他們天天同心合意地聚集在聖殿裡敬拜上帝,又在各人家中擘餅聚會,以歡喜、慷慨的心分享食物, 47 讚美上帝,受到眾人的喜愛。主使得救的人數與日俱增。
Postulasagan 2
Icelandic Bible
2 Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir.
2 Varð þá skyndilega gnýr af himni eins og aðdynjanda sterkviðris og fyllti allt húsið, þar sem þeir voru.
3 Þeim birtust tungur, eins og af eldi væru, er kvísluðust og settust á hvern og einn þeirra.
4 Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla.
5 Í Jerúsalem dvöldust Gyðingar, guðræknir menn, frá öllum löndum undir himninum.
6 Er þetta hljóð heyrðist, dreif að fjölda manns. Þeim brá mjög við, því að hver og einn heyrði þá mæla á sína tungu.
7 Þeir voru frá sér af undrun og sögðu: "Eru þetta ekki allt Galíleumenn, sem hér eru að tala?
8 Hvernig má það vera, að vér, hver og einn, heyrum þá tala vort eigið móðurmál?
9 Vér erum Partar, Medar og Elamítar, vér erum frá Mesópótamíu, Júdeu, Kappadókíu, Pontus og Asíu,
10 frá Frýgíu og Pamfýlíu, Egyptalandi og Líbýubyggðum við Kýrene, og vér, sem hingað erum fluttir frá Róm.
11 Hér eru bæði Gyðingar og þeir sem tekið hafa trú Gyðinga, Kríteyingar og Arabar. Vér heyrum þá tala á vorum tungum um stórmerki Guðs."
12 Þeir voru allir furðu lostnir og ráðalausir og sögðu hver við annan: "Hvað getur þetta verið?"
13 En aðrir höfðu að spotti og sögðu: "Þeir eru drukknir af sætu víni."
14 Þá steig Pétur fram og þeir ellefu, og hann hóf upp rödd sína og mælti til þeirra: "Gyðingar og allir þér Jerúsalembúar! Þetta skuluð þér vita. Ljáið eyru orðum mínum.
15 Eigi eru þessir menn drukknir, eins og þér ætlið, enda aðeins komin dagmál.
16 Hér er að rætast það, sem spámaðurinn Jóel segir:
17 Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.
18 Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá.
19 Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk.
20 Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi.
21 En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast.
22 Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: Jesús frá Nasaret var maður, sem Guð sannaði yður með kraftaverkum, undrum og táknum, er Guð lét hann gjöra meðal yðar, eins og þér sjálfir vitið.
23 Hann var framseldur að fyrirhuguðu ráði Guðs og fyrirvitund, og þér létuð heiðna menn negla hann á kross og tókuð hann af lífi.
24 En Guð leysti hann úr nauðum dauðans og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið, að dauðinn fengi haldið honum,
25 því að Davíð segir um hann: Ávallt hafði ég Drottin fyrir augum mér, því að hann er mér til hægri hliðar, til þess að ég bifist ekki.
26 Fyrir því gladdist hjarta mitt, og tunga mín fagnaði. Meira að segja mun líkami minn hvílast í von.
27 Því að ekki munt þú skilja sálu mína eftir í helju og eigi láta þinn heilaga verða rotnun að bráð.
28 Kunna gjörðir þú mér lífsins vegu. Þú munt mig fögnuði fylla fyrir þínu augliti.
29 Bræður, óhikað get ég við yður talað um ættföðurinn Davíð. Hann dó og var grafinn, og leiði hans er til hér allt til þessa dags.
30 En hann var spámaður og vissi, að Guð hafði með eiði heitið honum að setja í hásæti hans einhvern niðja hans.
31 Því sá hann fyrir upprisu Krists og sagði: Ekki varð hann eftir skilinn í helju, og ekki varð líkami hans rotnun að bráð.
32 Þennan Jesú reisti Guð upp, og erum vér allir vottar þess.
33 Nú er hann upp hafinn til Guðs hægri handar og hefur af föðurnum tekið við heilögum anda, sem fyrirheitið var, og úthellt honum, eins og þér sjáið og heyrið.
34 Ekki steig Davíð upp til himna, en hann segir: Drottinn sagði við minn drottin: Set þig mér til hægri handar,
35 þangað til ég gjöri óvini þína að fótskör þinni.
36 Með öruggri vissu viti þá öll Ísraels ætt, að þennan Jesú, sem þér krossfestuð, hefur Guð gjört bæði að Drottni og Kristi."
37 Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: "Hvað eigum vér að gjöra, bræður?"
38 Pétur sagði við þá: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.
39 Því að yður er ætlað fyrirheitið, börnum yðar og öllum þeim, sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín."
40 Og með öðrum fleiri orðum vitnaði hann, áminnti þá og sagði: "Látið frelsast frá þessari rangsnúnu kynslóð."
41 En þeir, sem veittu orði hans viðtöku, voru skírðir, og þann dag bættust við um þrjú þúsund sálir.
42 Þeir ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar.
43 Ótta setti að hverjum manni, en mörg undur og tákn gjörðust fyrir hendur postulanna.
44 Allir þeir sem trúðu héldu hópinn og höfðu allt sameiginlegt.
45 Þeir seldu eignir sínar og fjármuni og skiptu meðal allra eftir því sem hver hafði þörf á.
46 Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans.
47 Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu.
by Icelandic Bible Society