Add parallel Print Page Options

11 Höfðingjar lýðsins settust að í Jerúsalem, en hinir af lýðnum vörpuðu hlutkesti til þess að flytja einn af hverjum tíu inn, að hann tæki sér bústað í Jerúsalem, borginni helgu, en hinir níu tíundupartarnir bjuggu í borgunum.

Og lýðurinn blessaði alla þá menn, sem sjálfviljuglega réðu af að búa í Jerúsalem.

Þessir eru höfðingjar skattlandsins, þeir er bjuggu í Jerúsalem og í Júdaborgum _ þeir bjuggu í borgum sínum, hver á eign sinni: Ísrael, prestarnir, levítarnir, musterisþjónarnir og niðjar þræla Salómons.

Í Jerúsalem bjuggu bæði Júdamenn og Benjamínítar. Af Júdamönnum: Ataja Ússíason, Sakaríasonar, Amarjasonar, Sefatjasonar, Mahalaleelssonar, af niðjum Peres,

og Maaseja Barúksson, Kol-Hósesonar, Hasajasonar, Adajasonar, Jójaríbssonar, Sakaríasonar, sonar Sílónítans.

Allir niðjar Peres, þeir er bjuggu í Jerúsalem, voru samtals 468 vopnfærir menn.

Af Benjamínítum: Sallú Mesúllamsson, Jóedssonar, Pedajasonar, Kólajasonar, Maasejasonar, Ítíelssonar, Jesajasonar,

og eftir honum Gabbaí Sallaí, samtals 928.

Jóel Síkríson var yfirmaður þeirra, og Júda Hasnúason var annar maður æðstur yfir borginni.

10 Af prestunum: Jedaja, Jójaríb, Jakín,

11 Seraja Hilkíason, Mesúllamssonar, Sadókssonar, Merajótssonar, Ahítúbssonar, höfuðsmaður yfir musteri Guðs,

12 og bræður þeirra, sem önnuðust störfin við musterið, samtals 822, og Adaja Jeróhamsson, Pelaljasonar, Amsísonar, Sakaríasonar, Pashúrssonar, Malkíasonar,

13 og bræður hans, ætthöfðingjar, samtals 242, og Amassaí Asareelsson, Ahsaísonar, Mesillemótssonar, Immerssonar,

14 og bræður þeirra, dugandi menn, samtals 128. Yfirmaður þeirra var Sabdíel Haggedólímsson.

15 Af levítunum: Semaja Hassúbsson, Asríkamssonar, Hasabjasonar, Búnnísonar,

16 og Sabtaí og Jósabad, sem settir voru yfir utanhússverkin við musteri Guðs og báðir af flokki levítahöfðingjanna,

17 og Mattanja Míkason, Sabdísonar, Asafssonar, forsöngvarinn, sá er byrjaði lofsönginn við bænagjörðina, og Bakbúkja, annar maður æðstur af bræðrum hans, og Abda Sammúason, Galalssonar, Jedútúnssonar,

18 allir levítarnir í borginni helgu samtals 284.

19 Hliðverðirnir: Akkúb, Talmón og bræður þeirra, þeir er héldu vörð við hliðin, samtals 172.

20 Aðrir Ísraelsmenn, prestarnir og levítarnir, bjuggu í öllum hinum borgum Júda, hver á eign sinni.

21 Musterisþjónarnir bjuggu á Ófel, og Síha og Gispa voru settir yfir musterisþjónana.

22 Yfirmaður levítanna í Jerúsalem var Ússí Baníson, Hasabjasonar, Mattanjasonar, Míkasonar, af niðjum Asafs, söngvurunum við þjónustuna í musteri Guðs.

23 Því að konungleg skipun hafði verið gefin út um þá, og var visst gjald ákveðið handa söngvurunum, það er þeir þurftu með á degi hverjum.

24 Petaja Mesesabeelsson, einn af niðjum Sera Júdasonar, var umboðsmaður konungsins í öllu því, er lýðinn varðaði.

25 Að því er snertir þorpin í sveitum þeirra, þá bjuggu nokkrir af Júdamönnum í Kirjat Arba og smáborgunum þar í kring, í Díbon og smáborgunum þar í kring, í Jekabeel og þorpunum þar í kring,

26 í Jesúa, í Mólada, í Bet Pelet,

27 í Hasar Súal og í Beerseba og smáborgunum þar í kring,

28 í Siklag og í Mekóna og smáborgunum þar í kring,

29 í En Rimmon, í Sorea, í Jarmút,

30 Sanóa, Adúllam og þorpunum þar í kring, í Lakís og sveitunum þar í kring, í Aseka og smáborgunum þar í kring. Þeir höfðu tekið sér bólfestu frá Beerseba allt norður að Hinnomsdal.

31 Benjamínítar bjuggu allt frá Geba, í Mikmas, Aja, Betel og smáborgunum þar í kring,

32 í Anatót, Nób, Ananja,

33 Hasór, Rama, Gittaím,

34 Hadíd, Sebóím, Neballat,

35 Lód og Ónó, í Smiðadal.

36 Og af levítunum bjuggu sumar Júda-deildirnar í Benjamín.

12 Þessir eru prestarnir og levítarnir, sem heim fóru með þeim Serúbabel Sealtíelssyni og Jósúa: Seraja, Jeremía, Esra,

Amarja, Mallúk, Hattús,

Sekanja, Rehúm, Meremót,

Íddó, Ginntóí, Abía,

Míjamín, Maadja, Bílga,

Semaja, Jójaríb, Jedaja,

Sallú, Amók, Hilkía og Jedaja. Þetta voru höfðingjar prestanna og bræðra þeirra á dögum Jósúa.

Levítarnir: Jósúa, Binnúí, Kadmíel, Serebja, Júda, Mattanja. Stjórnaði hann og bræður hans lofsöngnum.

Bakbúkja og Únní, bræður þeirra, stóðu gegnt þeim til þjónustugjörðar.

10 Jósúa gat Jójakím, og Jójakím gat Eljasíb, og Eljasíb gat Jójada,

11 og Jójada gat Jónatan, og Jónatan gat Jaddúa.

12 Á dögum Jójakíms voru þessir ætthöfðingjar meðal prestanna: Meraja fyrir Seraja, Hananja fyrir Jeremía,

13 Mesúllam fyrir Esra, Jóhanan fyrir Amarja,

14 Jónatan fyrir Mallúkí, Jósef fyrir Sebanja,

15 Adna fyrir Harím, Helkaí fyrir Merajót,

16 Sakaría fyrir Íddó, Mesúllam fyrir Ginnetón,

17 Síkrí fyrir Abía, . . . fyrir Minjamín, Piltaí fyrir Módaja,

18 Sammúa fyrir Bílga, Jónatan fyrir Semaja,

19 Matnaí fyrir Jójaríb, Ússí fyrir Jedaja,

20 Kallaí fyrir Sallaí, Eber fyrir Amók,

21 Hasabja fyrir Hilkía, Netaneel fyrir Jedaja.

22 Levítarnir: Á dögum Eljasíbs, Jójada, Jóhanans og Jaddúa voru ætthöfðingjarnir skráðir og prestarnir allt fram að ríkisstjórn Daríusar hins persneska.

23 Af niðjum Leví voru ætthöfðingjarnir skráðir í árbókina, og það fram á daga Jóhanans Eljasíbssonar.

24 Höfðingjar levítanna voru: Hasabja, Serebja, Jósúa, Baní, Kadmíel og bræður þeirra, er stóðu gegnt þeim til þess að vegsama Guð með því að syngja lofsönginn, samkvæmt fyrirmælum guðsmannsins Davíðs, hvor söngflokkurinn gegnt öðrum.

25 Mattanja, Bakbúkja, Óbadía, Mesúllam, Talmón og Akkúb voru hliðverðir, er héldu vörð hjá geymsluhúsunum við hliðin.

26 Þessir voru ætthöfðingjarnir á dögum Jójakíms Jósúasonar, Jósadakssonar, og á dögum Nehemía landstjóra og Esra prests hins fróða.

27 Þá er vígja skyldi múra Jerúsalem, sóttu menn levítana frá öllum stöðum þeirra til þess að fara með þá til Jerúsalem, svo að þeir mættu halda vígsluhátíð með fagnaðarlátum og þakkargjörð og með söng, skálabumbum, hörpum og gígjum.

28 Þá söfnuðust söngflokkarnir saman, bæði úr nágrenninu kringum Jerúsalem og úr þorpum Netófatíta

29 og frá Bet Gilgal og Gebasveitum og Asmavet, því að söngvararnir höfðu byggt sér þorp kringum Jerúsalem.

30 Og prestarnir og levítarnir hreinsuðu sig og hreinsuðu því næst lýðinn og hliðin og múrana.

31 Og ég lét höfðingja Júda stíga upp á múrinn og fylkti tveimur stórum lofgjörðarsöngflokkum og skrúðsveitum. Gekk annar söngflokkurinn til hægri uppi á múrnum til Mykjuhliðs,

32 og á eftir þeim gekk Hósaja og helmingurinn af höfðingjum Júda,

33 og Asarja, Esra og Mesúllam,

34 Júda og Benjamín og Semaja og Jeremía,

35 og nokkrir af prestlingunum með lúðra: Sakaría Jónatansson, Semajasonar, Mattanjasonar, Míkajasonar, Sakkúrssonar, Asafssonar,

36 og bræður hans, Semaja og Asareel, Mílalaí, Gílalaí, Maaí, Netaneel og Júda, Hananí, með hljóðfæri Davíðs guðsmannsins. Og Esra fræðimaður gekk fremstur þeirra

37 alla leið til Lindarhliðs, og þaðan fóru þeir beint upp tröppurnar, sem liggja upp að Davíðsborg, þar sem gengið er upp á múrinn, fyrir ofan höll Davíðs og austur að Vatnshliði.

38 Hinn söngflokkurinn gekk til vinstri, en ég og hinn helmingur lýðsins á eftir honum, uppi á múrnum, yfir Ofnaturn og allt að Breiðamúr,

39 og yfir Efraímhlið og Gamla hliðið og Fiskhlið og Hananelturn og Meaturn og allt að Sauðahliði, og námu þeir staðar við Dýflissuhlið.

40 Þannig námu báðir söngflokkarnir staðar hjá musteri Guðs, og ég og helmingur yfirmannanna með mér,

41 og prestarnir Eljakím, Maaseja, Minjamín, Míkaja, Eljóenaí, Sakaría, Hananja með lúðra,

42 og Maaseja, Semaja, Eleasar, Ússí, Jóhanan, Malkía, Elam og Eser. Og söngvararnir létu til sín heyra, og Jisrahja var yfirmaður þeirra.

43 Og menn fórnuðu miklum fórnum þennan dag og glöddust, því að Guð hafði veitt þeim mikla gleði, og konur og börn glöddust líka, svo að gleði Jerúsalem spurðist víðsvegar.

44 Þennan sama dag voru skipaðir tilsjónarmenn yfir klefana, sem hafðir voru að forðabúrum fyrir fórnargjafir, frumgróðafórnir og tíundir, til þess að þangað væri safnað greiðslum þeim af ökrunum umhverfis borgirnar, er prestunum og levítunum báru eftir lögmálinu, því að Júda gladdist yfir prestunum og levítunum, þeim er þjónustu gegndu.

45 Þeir gættu þess, sem gæta átti við Guð þeirra, og þess sem gæta átti við hreinsunina. Svo gjörðu og söngvararnir og hliðverðirnir, samkvæmt fyrirmælum Davíðs og Salómons sonar hans,

46 því að þegar forðum, á dögum Davíðs og Asafs, yfirmanns söngvaranna, var til lofgjörðar- og þakkargjörðarsöngur til handa Guði.

47 Og allir Ísraelsmenn inntu af hendi á dögum Serúbabels og á dögum Nehemía greiðslurnar til söngvaranna og hliðvarðanna, það er með þurfti á degi hverjum, og þeir greiddu levítunum helgigjafir, og levítarnir greiddu Arons niðjum helgigjafir.

13 Þann dag var lesið upp úr Mósebók fyrir lýðnum, og fannst þá skrifað í henni, að hvorki Ammóníti né Móabíti mættu nokkru sinni koma í söfnuð Guðs,

vegna þess að þeir komu ekki í móti Ísraelsmönnum með brauð og vatn og keyptu í móti þeim Bíleam til að bölva þeim, en Guð vor sneri bölvaninni í blessan.

Og er þeir heyrðu lögmálið, skildu þeir alla útlendinga úr Ísrael.

Áður en þetta varð, hafði Eljasíb prestur, frændi Tobía, sá er settur var yfir herbergi musteris Guðs vors,

látið útbúa stórt herbergi handa Tobía, en þar höfðu menn áður látið matfórnina, reykelsið og áhöldin og tíund af korni, aldinlegi og olíu, hið fyrirskipaða gjald til levíta, söngvara og hliðvarða, svo og fórnargjafir til prestanna.

Meðan allt þetta gjörðist, var ég ekki í Jerúsalem, því að á þrítugasta og öðru ríkisári Artahsasta konungs í Babýlon fór ég til konungsins. En að nokkrum tíma liðnum beiddist ég orlofs af konungi.

Og er ég kom til Jerúsalem, sá ég hvílíka óhæfu Eljasíb hafði gjört vegna Tobía með því að útbúa handa honum klefa í forgörðum Guðs musteris.

Mér mislíkaði þetta stórum, og kastaði ég öllum húsgögnum Tobía út úr herberginu

og bauð að hreinsa herbergin, bar síðan aftur inn þangað áhöld Guðs musteris, matfórnina og reykelsið.

10 Ég komst og að því, að greiðslurnar til levítanna höfðu eigi verið inntar af hendi, svo að levítarnir og söngvararnir, er þjónustunni áttu að gegna, voru allir flúnir út á lendur sínar.

11 Þá taldi ég á yfirmennina og sagði: "Hvers vegna er hús Guðs yfirgefið?" Og ég stefndi þeim saman og setti þá á sinn stað.

12 Þá færðu allir Júdamenn tíundina af korni, aldinlegi og olíu í forðabúrin,

13 og ég skipaði yfir forðabúrin þá Selemja prest og Sadók fræðimann, og Pedaja af levítunum, og þeim til aðstoðar Hanan Sakkúrsson, Mattanjasonar, því að þeir voru taldir áreiðanlegir og það var þeirra skylda að útdeila bræðrum sínum.

14 Mundu mér þetta, Guð minn, og afmá eigi góðverk mín, þau er ég hefi gjört fyrir hús Guðs míns og þjónustu hans.

15 Um sömu mundir sá ég í Júda menn vera að troða vínlagarþrær á hvíldardegi og flytja heim kornbundin og aðra vera að klyfja asna víni, vínberjum, fíkjum og alls konar þungavöru og koma með þá á hvíldardegi til Jerúsalem. Og ég áminnti þá, þegar þeir seldu matvæli.

16 Og Týrusmenn, sem setst höfðu þar að, fluttu þangað fisk og alls konar torgvöru og seldu Júdamönnum það á hvíldardögum í Jerúsalem.

17 Þá taldi ég á tignarmenn Júda og sagði við þá: "Hvílík óhæfa er það, sem þér hafið í frammi, að vanhelga hvíldardaginn!

18 Hafa eigi feður yðar breytt svo og Guð vor þess vegna látið alla þessa ógæfu yfir oss dynja og yfir þessa borg? En þér aukið enn meir á reiði hans við Ísrael með því að vanhelga hvíldardaginn."

19 Og þegar myrkt var orðið í borgarhliðum Jerúsalem og hvíldardagur fór í hönd, þá bauð ég að loka skyldi hliðunum, og enn fremur bauð ég að eigi skyldi opna þau aftur fyrr en að hvíldardeginum liðnum. Og ég setti nokkra af sveinum mínum við borgarhliðin, til þess að engin þungavara kæmi inn á hvíldardegi.

20 Þá náttuðu kaupmenn og þeir, er seldu alls konar torgvöru, fyrir utan Jerúsalem, einu sinni eða tvisvar.

21 Þá áminnti ég þá og sagði við þá: "Hví náttið þér úti fyrir borgarmúrunum? Ef þér gjörið það oftar, legg ég hendur á yður." Upp frá því komu þeir ekki á hvíldardegi.

22 Þá bauð ég levítunum, að þeir skyldu hreinsa sig og koma síðan og gæta borgarhliðanna, til þess að helga þannig hvíldardaginn. Mundu mér og þetta, Guð minn, og þyrm mér af mikilli miskunn þinni.

23 Um þær mundir sá ég og Gyðinga, sem gengið höfðu að eiga konur frá Asdód eða ammónítískar eða móabítískar konur.

24 Og börn þeirra töluðu að hálfu leyti asdódsku eða tungu sinnar þjóðar, en kunnu ekki að tala Júda-tungu.

25 Og ég taldi á þá og bað þeim bölbæna, já, barði nokkra af þeim og hárreytti þá, og ég særði þá við Guð: "Þér skuluð ekki gifta dætur yðar sonum þeirra, né taka nokkra af dætrum þeirra til handa sonum yðar eða sjálfum yður.

26 Syndgaði ekki Salómon, konungur Ísraels, í þessu? Meðal allra hinna mörgu þjóða var enginn konungur slíkur sem hann, og svo elskaður var hann af Guði, að Guð gjörði hann að konungi yfir öllum Ísrael. En einnig hann teygðu útlendar konur til syndar.

27 Og eigum vér nú að heyra það um yður, að þér fremjið alla þessa miklu óhæfu, að sýna Guði vorum ótrúmennsku með því að ganga að eiga útlendar konur?"

28 Og einn af sonum Jójada, Eljasíbssonar æðsta prests, var tengdasonur Sanballats Hóroníta. Fyrir því rak ég hann frá mér.

29 Mundu þeim það, Guð minn, að þeir hafa saurgað prestdóminn og hið heilaga heit prestdómsins og levítanna.

30 Og þannig hreinsaði ég þá af öllu útlendu, og ég ákvað, hvaða þjónustu prestarnir og levítarnir skyldu inna af hendi, hver í sínu verki,

126 Þegar Drottinn sneri við hag Síonar, þá var sem oss dreymdi.

Þá fylltist munnur vor hlátri, og tungur vorar fögnuði. Þá sögðu menn meðal þjóðanna: "Mikla hluti hefir Drottinn gjört við þá."

Drottinn hefir gjört mikla hluti við oss, vér vorum glaðir.

Snú við hag vorum, Drottinn, eins og þú gjörir við lækina í Suðurlandinu.

Þeir sem sá með tárum, munu uppskera með gleðisöng.

Grátandi fara menn og bera sæðið til sáningar, með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim.