Add parallel Print Page Options

Ljóðaljóðin, eftir Salómon.

Hann kyssi mig kossi munns síns, því að ást þín er betri en vín.

Yndislegur ilmur er af smyrslum þínum, nafn þitt eins og úthellt olía, þess vegna elska meyjarnar þig.

Drag mig á eftir þér! Við skulum flýta okkur! Konungurinn leiði mig í herbergi sín! Fögnum og gleðjumst yfir þér, vegsömum ást þína meir en vín _ með réttu elska þær þig!

Svört er ég, og þó yndisleg, þér Jerúsalemdætur, sem tjöld Kedars, sem tjalddúkar Salómons.

Takið ekki til þess, að ég er svartleit, því að sólin hefir brennt mig. Synir móður minnar reiddust mér, þeir settu mig til að gæta víngarða _ míns eigin víngarðs hefi ég eigi gætt.

Seg mér, þú sem sál mín elskar, hvar heldur þú hjörð þinni til haga, hvar bælir þú um hádegið? Því að hví skal ég vera eins og villuráfandi hjá hjörðum félaga þinna?

Ef þú veist það eigi, þú hin fegursta meðal kvenna, þá far þú og rek för hjarðarinnar og hald kiðum þínum til haga hjá kofum hirðanna.

Við hryssurnar fyrir vagni Faraós líki ég þér, vina mín.

10 Yndislegar eru kinnar þínar fléttum prýddar, háls þinn undir perluböndum.

11 Gullfestar viljum vér gjöra þér, settar silfurhnöppum.

12 Meðan konungurinn hvíldi á legubekk sínum, lagði ilminn af nardussmyrslum mínum.

13 Unnusti minn er sem myrrubelgur, sem hvílist milli brjósta mér.

14 Kypur-ber er unnusti minn mér, úr víngörðunum í Engedí.

15 Hversu fögur ertu, vina mín, hversu fögur ertu! Augu þín eru dúfuaugu.

16 Hversu fagur ertu, unnusti minn, já indæll. Já, iðgræn er hvíla okkar.

17 Bjálkarnir í húsi okkar eru sedrusviðir, þiljur okkar kýprestré.

Ég er narsissa á Saronvöllum, lilja í dölunum.

Eins og lilja meðal þyrna, svo er vina mín meðal meyjanna.

Eins og apaldur meðal skógartrjánna, svo er unnusti minn meðal sveinanna. Í skugga hans þrái ég að sitja, og ávextir hans eru mér gómsætir.

Hann leiddi mig í vínhúsið og merki hans yfir mér var elska.

Endurnærið mig með rúsínukökum, hressið mig á eplum, því að ég er sjúk af ást.

Vinstri hönd hans sé undir höfði mér, en hin hægri umfaðmi mig!

Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við skógargeiturnar, eða við hindirnar í haganum: Vekið ekki, vekið ekki elskuna, fyrr en hún sjálf vill.

Heyr, það er unnusti minn! Sjá, þar kemur hann, stökkvandi yfir fjöllin, hlaupandi yfir hæðirnar.

Unnusti minn er líkur skógargeit eða hindarkálfi. Hann stendur þegar bak við húsvegginn, horfir inn um gluggann, gægist inn um grindurnar.

10 Unnusti minn tekur til máls og segir við mig: "Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ kom þú!

11 Því sjá, veturinn er liðinn, rigningarnar um garð gengnar, _ á enda.

12 Blómin eru farin að sjást á jörðinni, tíminn til að sniðla vínviðinn er kominn, og kurr turtildúfunnar heyrist í landi voru.

13 Ávextir fíkjutrésins eru þegar farnir að þroskast, og ilminn leggur af blómstrandi vínviðnum. Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ kom þú!

14 Dúfan mín í klettaskorunum, í fylgsni fjallhnúksins, lát mig sjá auglit þitt, lát mig heyra rödd þína! Því að rödd þín er sæt og auglit þitt yndislegt.

15 Náið fyrir oss refunum, yrðlingunum, sem skemma víngarðana, því að víngarðar vorir standa í blóma."

16 Unnusti minn er minn, og ég er hans, hans, sem heldur hjörð sinni til haga meðal liljanna.

17 Þangað til dagurinn verður svalur og skuggarnir flýja, snú þú aftur, unnusti minn, og líkst þú skógargeitinni eða hindarkálfi á anganfjöllum.

Í hvílu minni um nótt leitaði ég hans sem sál mín elskar, ég leitaði hans, en fann hann ekki.

Ég skal fara á fætur og ganga um borgina, um strætin og torgin. Ég skal leita hans, sem sál mín elskar! Ég leitaði hans, en fann hann ekki.

Verðirnir, sem ganga um borgina, hittu mig. "Hafið þér séð þann sem sál mín elskar?"

Óðara en ég var frá þeim gengin, fann ég þann sem sál mín elskar. Ég þreif í hann og sleppi honum ekki, fyrr en ég hefi leitt hann í hús móður minnar og í herbergi hennar er mig ól.

Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við skógargeiturnar eða við hindirnar í haganum: Vekið ekki, vekið ekki elskuna, fyrr en hún sjálf vill.

Hvað er það, sem kemur úr heiðinni eins og reykjarsúlur, angandi af myrru og reykelsi, af alls konar kaupmannskryddi?

Það er burðarrekkja Salómons, sextíu kappar kringum hana af köppum Ísraels.

Allir með sverð í hendi, vanir hernaði, hver og einn með sverð við lend vegna næturóttans.

Burðarstól lét Salómon konungur gjöra sér úr viði frá Líbanon.

10 Stólpa hans lét hann gjöra af silfri, bakið úr gulli, sætið úr purpuradúk, lagt hægindum að innan af elsku Jerúsalemdætra.

11 Gangið út, Síonardætur, og horfið á Salómon konung, á sveiginn sem móðir hans hefir krýnt hann á brúðkaupsdegi hans og á gleðidegi hjarta hans.

Já, fögur ertu, vina mín, já, fögur ertu. Augu þín eru dúfuaugu fyrir innan skýluraufina. Hár þitt er eins og geitahjörð, sem rennur niður Gíleaðfjall.

Tennur þínar eru eins og hópur af nýklipptum ám, sem koma af sundi, sem allar eru tvílembdar og engin lamblaus meðal þeirra.

Varir þínar eru eins og skarlatsband og munnur þinn yndislegur. Vangi þinn er eins og kinn á granatepli út um skýluraufina.

Háls þinn er eins og Davíðsturn, reistur fyrir hernumin vopn. Þúsund skildir hanga á honum, allar törgur kappanna.

Brjóst þín eru eins og tveir rádýrskálfar, skóggeitar-tvíburar, sem eru á beit meðal liljanna.

Þar til kular af degi og skuggarnir flýja, vil ég ganga til myrruhólsins og til reykelsishæðarinnar.

Öll ertu fögur, vina mín, og á þér eru engin lýti.

Með mér frá Líbanon, brúður, með mér skaltu koma frá Líbanon! Lít niður frá Amanatindi, frá Senír- og Hermontindi, frá bælum ljónanna, frá fjöllum pardusdýranna.

Þú hefir rænt hjarta mínu, systir mín, brúður, þú hefir rænt hjarta mínu með einu augnatilliti þínu, með einni festi af hálsskarti þínu.

10 Hversu ljúf er ást þín, systir mín, brúður, hversu miklu dýrmætari er ást þín en vín og angan smyrsla þinna heldur en öll ilmföng.

11 Hunangsseimur drýpur af vörum þínum, brúður, hunang og mjólk er undir tungu þinni, og ilmur klæða þinna er eins og Líbanonsilmur.

12 Lokaður garður er systir mín, brúður, lokuð lind, innsigluð uppspretta.

13 Frjóangar þínir eru lystirunnur af granateplatrjám með dýrum ávöxtum, kypurblóm og nardusgrös,

14 nardus og krókus, kalamus og kanel, ásamt alls konar reykelsisrunnum, myrra og alóe, ásamt alls konar ágætis ilmföngum.

15 Þú ert garðuppspretta, brunnur lifandi vatns og bunulækur ofan af Líbanon.

16 Vakna þú, norðanvindur, og kom þú, sunnanblær, blás þú um garð minn, svo að ilmur hans dreifist. Unnusti minn komi í garð sinn og neyti hinna dýru ávaxta hans.

Ég kom í garð minn, systir mín, brúður, ég tíndi myrru mína og balsam. Ég át hunangsköku mína og hunangsseim, ég drakk vín mitt og mjólk. Etið, vinir, drekkið, gjörist ástdrukknir.

Ég sef, en hjarta mitt vakir, heyr, unnusti minn drepur á dyr! "Ljúk upp fyrir mér, systir mín, vina mín, dúfan mín, ljúfan mín! Því að höfuð mitt er alvott af dögg, hárlokkar mínir af dropum næturinnar."

"Ég er komin úr kyrtlinum, hvernig ætti ég að fara í hann aftur? Ég hefi laugað fæturna, hvernig ætti ég að óhreinka þá aftur?"

Unnusti minn rétti höndina inn um gluggann, og hjarta mitt svall honum á móti.

Ég reis á fætur til þess að ljúka upp fyrir unnusta mínum, og myrra draup af höndum mínum og fljótandi myrra af fingrum mínum á handfang slárinnar.

Ég lauk upp fyrir unnusta mínum, en unnusti minn var farinn, horfinn. Ég stóð á öndinni meðan hann talaði. Ég leitaði hans, en fann hann ekki, ég kallaði á hann, en hann svaraði ekki.

Verðirnir sem ganga um borgina, hittu mig, þeir slógu mig, þeir særðu mig, verðir múranna sviptu slæðunum af mér.

Ég særi yður, Jerúsalemdætur: Þegar þér finnið unnusta minn, hvað ætlið þér þá að segja honum? Að ég sé sjúk af ást!

Hvað hefir unnusti þinn fram yfir aðra unnusta, þú hin fegursta meðal kvenna? Hvað hefir unnusti þinn fram yfir aðra unnusta, úr því þú særir oss svo?

10 Unnusti minn er mjallahvítur og rauður, hann ber af tíu þúsundum.

11 Höfuð hans er skíragull, hinir hrynjandi hárlokkar hans hrafnsvartir,

12 augu hans eins og dúfur við vatnslæki, baðandi sig í mjólk, sett í umgjörð,

13 kinnar hans eins og balsambeð, er í vaxa kryddjurtir. Varir hans eru liljur, drjúpandi af fljótandi myrru.

14 Hendur hans eru gullkefli, sett krýsolítsteinum, kviður hans listaverk af fílabeini, lagt safírum.

15 Fótleggir hans eru marmarasúlur, sem hvíla á undirstöðum úr skíragulli, ásýndar er hann sem Líbanon, frábær eins og sedrustré.

16 Gómur hans er sætleikur, og allur er hann yndislegur. Þetta er unnusti minn og þetta er vinur minn, þér Jerúsalemdætur.

Hvert er unnusti þinn genginn, þú hin fegursta meðal kvenna? Hvert hefir unnusti þinn farið, að vér megum leita hans með þér?

Unnusti minn gekk ofan í garð sinn, að balsambeðunum, til þess að skemmta sér í görðunum og til að tína liljur.

Ég heyri unnusta mínum, og unnusti minn heyrir mér, hann sem skemmtir sér meðal liljanna.

Fögur ertu, vina mín, eins og Tirsa, yndisleg eins og Jerúsalem, ægileg sem herflokkar.

Snú frá mér augum þínum, því að þau hræða mig. Hár þitt er eins og geitahjörð, sem rennur niður Gíleaðfjall.

Tennur þínar eru eins og hópur af ám, sem koma af sundi, sem allar eru tvílembdar og engin lamblaus meðal þeirra.

Vangi þinn er eins og kinn á granatepli út um skýluraufina.

Sextíu eru drottningarnar og áttatíu hjákonurnar og óteljandi ungfrúr.

En ein er dúfan mín, ljúfan mín, einkabarn móður sinnar, augasteinn þeirrar er ól hana. Meyjarnar sáu hana og sögðu hana sæla, og drottningar og hjákonur víðfrægðu hana.

10 Hver er sú sem horfir niður eins og morgunroðinn, fögur sem máninn, hrein sem sólin, ægileg sem herflokkar?

11 Ég hafði gengið ofan í hnotgarðinn til þess að skoða gróðurinn í dalnum, til þess að skoða, hvort vínviðurinn væri farinn að bruma, hvort granateplatrén væru farin að blómgast.

12 Áður en ég vissi af, hafði löngun mín leitt mig að vögnum manna höfðingja nokkurs.

13 Snú þér við, snú þér við, Súlamít, snú þér við, snú þér við, svo að vér fáum séð þig! Hvað viljið þér sjá á Súlamít? Er það dansinn í tvíflokknum?

Hversu fagrir eru fætur þínir í ilskónum, þú höfðingjadóttir! Ávali mjaðma þinna er eins og hálsmen, handaverk listasmiðs,

skaut þitt kringlótt skál, er eigi má skorta vínblönduna, kviður þinn hveitibingur, kringsettur liljum,

brjóst þín eins og tveir rádýrskálfar, skóggeitar-tvíburar.

Háls þinn er eins og fílabeinsturn, augu þín sem tjarnir hjá Hesbon, við hlið Batrabbím, nef þitt eins og Líbanonsturninn, sem veit að Damaskus.

Höfuðið á þér er eins og Karmel og höfuðhár þitt sem purpuri, konungurinn er fjötraður af lokkunum.

Hversu fögur ertu og hversu yndisleg ertu, ástin mín, í yndisnautnunum.

Vöxtur þinn líkist pálmavið og brjóst þín vínberjum.

Ég hugsa: Ég verð að fara upp í pálmann, grípa í greinar hans. Ó, að brjóst þín mættu líkjast berjum vínviðarins og ilmurinn úr nefi þínu eplum,

og gómur þinn góðu víni, sem unnusta mínum rennur liðugt niður, líðandi yfir varir og tennur.

10 Ég heyri unnusta mínum, og til mín er löngun hans.

11 Kom, unnusti minn, við skulum fara út á víðan vang, hafast við meðal kypurblómanna.

12 Við skulum fara snemma upp í víngarðana, sjá, hvort vínviðurinn er farinn að bruma, hvort blómin eru farin að ljúkast upp, hvort granateplatrén eru farin að blómgast. Þar vil ég gefa þér ást mína.

13 Ástareplin anga og yfir dyrum okkar eru alls konar dýrir ávextir, nýir og gamlir, unnusti minn, ég hefi geymt þér þá.

Ó, að þú værir mér sem bróðir, er sogið hefði brjóst móður minnar. Hitti ég þig úti, mundi ég kyssa þig, og menn mundu þó ekki fyrirlíta mig.

Ég mundi leiða þig, fara með þig í hús móður minnar, í herbergi hennar er mig ól. Ég mundi gefa þér kryddvín að drekka, kjarneplalög minn.

Vinstri hönd hans sé undir höfði mér, en hin hægri umfaðmi mig.

Ég særi yður, Jerúsalemdætur: Ó, vekið ekki, vekið ekki elskuna, fyrr en hún sjálf vill.

Hver er sú, sem kemur þarna úr heiðinni og styðst við unnusta sinn? Undir eplatrénu vakti ég þig, þar fæddi móðir þín þig með kvöl, þar fæddi með kvöl sú er þig ól.

Legg mig sem innsiglishring við hjarta þér, sem innsiglishring við armlegg þinn. Því að elskan er sterk eins og dauðinn, ástríðan hörð eins og Hel. Blossar hennar eru eldblossar, logi hennar brennandi.

Mikið vatn getur ekki slökkt elskuna og árstraumar ekki drekkt henni. Þótt einhver vildi gefa öll auðæfi húss síns fyrir elskuna, þá mundu menn ekki gjöra annað en fyrirlíta hann.

Við eigum unga systur, sem enn er brjóstalaus. Hvað eigum við að gjöra við systur okkar, þá er einhver kemur að biðja hennar?

Ef hún er múrveggur, þá reisum við á honum silfurtind, en ef hún er hurð, þá lokum við henni með sedrusbjálka.

10 Ég er múrveggur, og brjóst mín eru eins og turnar. Ég varð í augum hans eins og sú er fann hamingjuna.

11 Salómon átti víngarð í Baal Hamón. Hann fékk víngarðinn varðmönnum, hver átti að greiða þúsund sikla silfurs fyrir sinn hlut ávaxtanna.

12 Víngarðurinn minn, sem ég á, er fyrir mig. Eig þú þúsundin, Salómon, og þeir sem gæta ávaxtar hans, tvö hundruð.

13 Þú sem býr í görðunum, vinir hlusta á rödd þína, lát mig heyra hana.

Solomon’s Song of Songs.(A)

She[a]

Let him kiss me with the kisses of his mouth—
    for your love(B) is more delightful than wine.(C)
Pleasing is the fragrance of your perfumes;(D)
    your name(E) is like perfume poured out.
    No wonder the young women(F) love you!
Take me away with you—let us hurry!
    Let the king bring me into his chambers.(G)

Friends

We rejoice and delight(H) in you[b];
    we will praise your love(I) more than wine.

She

How right they are to adore you!

Dark am I, yet lovely,(J)
    daughters of Jerusalem,(K)
dark like the tents of Kedar,(L)
    like the tent curtains of Solomon.[c]
Do not stare at me because I am dark,
    because I am darkened by the sun.
My mother’s sons were angry with me
    and made me take care of the vineyards;(M)
    my own vineyard I had to neglect.
Tell me, you whom I love,
    where you graze your flock
    and where you rest your sheep(N) at midday.
Why should I be like a veiled(O) woman
    beside the flocks of your friends?

Friends

If you do not know, most beautiful of women,(P)
    follow the tracks of the sheep
and graze your young goats
    by the tents of the shepherds.

He

I liken you, my darling, to a mare
    among Pharaoh’s chariot horses.(Q)
10 Your cheeks(R) are beautiful with earrings,
    your neck with strings of jewels.(S)
11 We will make you earrings of gold,
    studded with silver.

She

12 While the king was at his table,
    my perfume spread its fragrance.(T)
13 My beloved is to me a sachet of myrrh(U)
    resting between my breasts.
14 My beloved(V) is to me a cluster of henna(W) blossoms
    from the vineyards of En Gedi.(X)

He

15 How beautiful(Y) you are, my darling!
    Oh, how beautiful!
    Your eyes are doves.(Z)

She

16 How handsome you are, my beloved!(AA)
    Oh, how charming!
    And our bed is verdant.

He

17 The beams of our house are cedars;(AB)
    our rafters are firs.

She[d]

I am a rose[e](AC) of Sharon,(AD)
    a lily(AE) of the valleys.

He

Like a lily among thorns
    is my darling among the young women.

She

Like an apple[f] tree among the trees of the forest
    is my beloved(AF) among the young men.
I delight(AG) to sit in his shade,
    and his fruit is sweet to my taste.(AH)
Let him lead me to the banquet hall,(AI)
    and let his banner(AJ) over me be love.
Strengthen me with raisins,
    refresh me with apples,(AK)
    for I am faint with love.(AL)
His left arm is under my head,
    and his right arm embraces me.(AM)
Daughters of Jerusalem, I charge you(AN)
    by the gazelles and by the does of the field:
Do not arouse or awaken love
    until it so desires.(AO)

Listen! My beloved!
    Look! Here he comes,
leaping across the mountains,
    bounding over the hills.(AP)
My beloved is like a gazelle(AQ) or a young stag.(AR)
    Look! There he stands behind our wall,
gazing through the windows,
    peering through the lattice.
10 My beloved spoke and said to me,
    “Arise, my darling,
    my beautiful one, come with me.
11 See! The winter is past;
    the rains are over and gone.
12 Flowers appear on the earth;
    the season of singing has come,
the cooing of doves
    is heard in our land.
13 The fig tree forms its early fruit;(AS)
    the blossoming(AT) vines spread their fragrance.
Arise, come, my darling;
    my beautiful one, come with me.”

He

14 My dove(AU) in the clefts of the rock,
    in the hiding places on the mountainside,
show me your face,
    let me hear your voice;
for your voice is sweet,
    and your face is lovely.(AV)
15 Catch for us the foxes,(AW)
    the little foxes
that ruin the vineyards,(AX)
    our vineyards that are in bloom.(AY)

She

16 My beloved is mine and I am his;(AZ)
    he browses among the lilies.(BA)
17 Until the day breaks
    and the shadows flee,(BB)
turn, my beloved,(BC)
    and be like a gazelle
or like a young stag(BD)
    on the rugged hills.[g](BE)

All night long on my bed
    I looked(BF) for the one my heart loves;
    I looked for him but did not find him.
I will get up now and go about the city,
    through its streets and squares;
I will search for the one my heart loves.
    So I looked for him but did not find him.
The watchmen found me
    as they made their rounds in the city.(BG)
    “Have you seen the one my heart loves?”
Scarcely had I passed them
    when I found the one my heart loves.
I held him and would not let him go
    till I had brought him to my mother’s house,(BH)
    to the room of the one who conceived me.(BI)
Daughters of Jerusalem, I charge you(BJ)
    by the gazelles and by the does of the field:
Do not arouse or awaken love
    until it so desires.(BK)

Who is this coming up from the wilderness(BL)
    like a column of smoke,
perfumed with myrrh(BM) and incense
    made from all the spices(BN) of the merchant?
Look! It is Solomon’s carriage,
    escorted by sixty warriors,(BO)
    the noblest of Israel,
all of them wearing the sword,
    all experienced in battle,
each with his sword at his side,
    prepared for the terrors of the night.(BP)
King Solomon made for himself the carriage;
    he made it of wood from Lebanon.
10 Its posts he made of silver,
    its base of gold.
Its seat was upholstered with purple,
    its interior inlaid with love.
Daughters of Jerusalem, 11 come out,
    and look, you daughters of Zion.(BQ)
Look[h] on King Solomon wearing a crown,
    the crown with which his mother crowned him
on the day of his wedding,
    the day his heart rejoiced.(BR)

He

How beautiful you are, my darling!
    Oh, how beautiful!
    Your eyes behind your veil(BS) are doves.(BT)
Your hair is like a flock of goats
    descending from the hills of Gilead.(BU)
Your teeth are like a flock of sheep just shorn,
    coming up from the washing.
Each has its twin;
    not one of them is alone.(BV)
Your lips are like a scarlet ribbon;
    your mouth(BW) is lovely.(BX)
Your temples behind your veil
    are like the halves of a pomegranate.(BY)
Your neck is like the tower(BZ) of David,
    built with courses of stone[i];
on it hang a thousand shields,(CA)
    all of them shields of warriors.
Your breasts(CB) are like two fawns,
    like twin fawns of a gazelle(CC)
    that browse among the lilies.(CD)
Until the day breaks
    and the shadows flee,(CE)
I will go to the mountain of myrrh(CF)
    and to the hill of incense.
You are altogether beautiful,(CG) my darling;
    there is no flaw(CH) in you.

Come with me from Lebanon, my bride,(CI)
    come with me from Lebanon.
Descend from the crest of Amana,
    from the top of Senir,(CJ) the summit of Hermon,(CK)
from the lions’ dens
    and the mountain haunts of leopards.
You have stolen my heart, my sister, my bride;(CL)
    you have stolen my heart
with one glance of your eyes,
    with one jewel of your necklace.(CM)
10 How delightful(CN) is your love(CO), my sister, my bride!
    How much more pleasing is your love than wine,(CP)
and the fragrance of your perfume(CQ)
    more than any spice!
11 Your lips drop sweetness as the honeycomb, my bride;
    milk and honey are under your tongue.(CR)
The fragrance of your garments
    is like the fragrance of Lebanon.(CS)
12 You are a garden(CT) locked up, my sister, my bride;(CU)
    you are a spring enclosed, a sealed fountain.(CV)
13 Your plants are an orchard of pomegranates(CW)
    with choice fruits,
    with henna(CX) and nard,
14     nard and saffron,
    calamus and cinnamon,(CY)
    with every kind of incense tree,
    with myrrh(CZ) and aloes(DA)
    and all the finest spices.(DB)
15 You are[j] a garden(DC) fountain,(DD)
    a well of flowing water
    streaming down from Lebanon.

She

16 Awake, north wind,
    and come, south wind!
Blow on my garden,(DE)
    that its fragrance(DF) may spread everywhere.
Let my beloved(DG) come into his garden
    and taste its choice fruits.(DH)

He

I have come into my garden,(DI) my sister, my bride;(DJ)
    I have gathered my myrrh with my spice.
I have eaten my honeycomb and my honey;
    I have drunk my wine and my milk.(DK)

Friends

Eat, friends, and drink;
    drink your fill of love.

She

I slept but my heart was awake.
    Listen! My beloved is knocking:
“Open to me, my sister, my darling,
    my dove,(DL) my flawless(DM) one.(DN)
My head is drenched with dew,
    my hair with the dampness of the night.”
I have taken off my robe—
    must I put it on again?
I have washed my feet—
    must I soil them again?
My beloved thrust his hand through the latch-opening;
    my heart began to pound for him.
I arose to open for my beloved,
    and my hands dripped with myrrh,(DO)
my fingers with flowing myrrh,
    on the handles of the bolt.
I opened for my beloved,(DP)
    but my beloved had left; he was gone.(DQ)
    My heart sank at his departure.[k]
I looked(DR) for him but did not find him.
    I called him but he did not answer.
The watchmen found me
    as they made their rounds in the city.(DS)
They beat me, they bruised me;
    they took away my cloak,
    those watchmen of the walls!
Daughters of Jerusalem, I charge you(DT)
    if you find my beloved,(DU)
what will you tell him?
    Tell him I am faint with love.(DV)

Friends

How is your beloved better than others,
    most beautiful of women?(DW)
How is your beloved better than others,
    that you so charge us?

She

10 My beloved is radiant and ruddy,
    outstanding among ten thousand.(DX)
11 His head is purest gold;
    his hair is wavy
    and black as a raven.
12 His eyes are like doves(DY)
    by the water streams,
washed in milk,(DZ)
    mounted like jewels.
13 His cheeks(EA) are like beds of spice(EB)
    yielding perfume.
His lips are like lilies(EC)
    dripping with myrrh.(ED)
14 His arms are rods of gold
    set with topaz.
His body is like polished ivory
    decorated with lapis lazuli.(EE)
15 His legs are pillars of marble
    set on bases of pure gold.
His appearance is like Lebanon,(EF)
    choice as its cedars.
16 His mouth(EG) is sweetness itself;
    he is altogether lovely.
This is my beloved,(EH) this is my friend,
    daughters of Jerusalem.(EI)

Friends

Where has your beloved(EJ) gone,
    most beautiful of women?(EK)
Which way did your beloved turn,
    that we may look for him with you?

She

My beloved has gone(EL) down to his garden,(EM)
    to the beds of spices,(EN)
to browse in the gardens
    and to gather lilies.
I am my beloved’s and my beloved is mine;(EO)
    he browses among the lilies.(EP)

He

You are as beautiful as Tirzah,(EQ) my darling,
    as lovely as Jerusalem,(ER)
    as majestic as troops with banners.(ES)
Turn your eyes from me;
    they overwhelm me.
Your hair is like a flock of goats
    descending from Gilead.(ET)
Your teeth are like a flock of sheep
    coming up from the washing.
Each has its twin,
    not one of them is missing.(EU)
Your temples behind your veil(EV)
    are like the halves of a pomegranate.(EW)
Sixty queens(EX) there may be,
    and eighty concubines,(EY)
    and virgins beyond number;
but my dove,(EZ) my perfect one,(FA) is unique,
    the only daughter of her mother,
    the favorite of the one who bore her.(FB)
The young women saw her and called her blessed;
    the queens and concubines praised her.

Friends

10 Who is this that appears like the dawn,
    fair as the moon, bright as the sun,
    majestic as the stars in procession?

He

11 I went down to the grove of nut trees
    to look at the new growth in the valley,
to see if the vines had budded
    or the pomegranates were in bloom.(FC)
12 Before I realized it,
    my desire set me among the royal chariots of my people.[l]

Friends

13 Come back, come back, O Shulammite;
    come back, come back, that we may gaze on you!

He

Why would you gaze on the Shulammite
    as on the dance(FD) of Mahanaim?[m]

[n]How beautiful your sandaled feet,
    O prince’s(FE) daughter!
Your graceful legs are like jewels,
    the work of an artist’s hands.
Your navel is a rounded goblet
    that never lacks blended wine.
Your waist is a mound of wheat
    encircled by lilies.
Your breasts(FF) are like two fawns,
    like twin fawns of a gazelle.
Your neck is like an ivory tower.(FG)
Your eyes are the pools of Heshbon(FH)
    by the gate of Bath Rabbim.
Your nose is like the tower of Lebanon(FI)
    looking toward Damascus.
Your head crowns you like Mount Carmel.(FJ)
    Your hair is like royal tapestry;
    the king is held captive by its tresses.
How beautiful(FK) you are and how pleasing,
    my love, with your delights!(FL)
Your stature is like that of the palm,
    and your breasts(FM) like clusters of fruit.
I said, “I will climb the palm tree;
    I will take hold of its fruit.”
May your breasts be like clusters of grapes on the vine,
    the fragrance of your breath like apples,(FN)
    and your mouth like the best wine.

She

May the wine go straight to my beloved,(FO)
    flowing gently over lips and teeth.[o]
10 I belong to my beloved,
    and his desire(FP) is for me.(FQ)
11 Come, my beloved, let us go to the countryside,
    let us spend the night in the villages.[p]
12 Let us go early to the vineyards(FR)
    to see if the vines have budded,(FS)
if their blossoms(FT) have opened,
    and if the pomegranates(FU) are in bloom(FV)
    there I will give you my love.
13 The mandrakes(FW) send out their fragrance,
    and at our door is every delicacy,
both new and old,
    that I have stored up for you, my beloved.(FX)

If only you were to me like a brother,
    who was nursed at my mother’s breasts!
Then, if I found you outside,
    I would kiss you,
    and no one would despise me.
I would lead you
    and bring you to my mother’s house(FY)
    she who has taught me.
I would give you spiced wine to drink,
    the nectar of my pomegranates.
His left arm is under my head
    and his right arm embraces me.(FZ)
Daughters of Jerusalem, I charge you:
    Do not arouse or awaken love
    until it so desires.(GA)

Friends

Who is this coming up from the wilderness(GB)
    leaning on her beloved?

She

Under the apple tree I roused you;
    there your mother conceived(GC) you,
    there she who was in labor gave you birth.
Place me like a seal over your heart,
    like a seal on your arm;
for love(GD) is as strong as death,
    its jealousy[q](GE) unyielding as the grave.
It burns like blazing fire,
    like a mighty flame.[r]
Many waters cannot quench love;
    rivers cannot sweep it away.
If one were to give
    all the wealth of one’s house for love,
    it[s] would be utterly scorned.(GF)

Friends

We have a little sister,
    and her breasts are not yet grown.
What shall we do for our sister
    on the day she is spoken for?
If she is a wall,
    we will build towers of silver on her.
If she is a door,
    we will enclose her with panels of cedar.

She

10 I am a wall,
    and my breasts are like towers.
Thus I have become in his eyes
    like one bringing contentment.
11 Solomon had a vineyard(GG) in Baal Hamon;
    he let out his vineyard to tenants.
Each was to bring for its fruit
    a thousand shekels[t](GH) of silver.
12 But my own vineyard(GI) is mine to give;
    the thousand shekels are for you, Solomon,
    and two hundred[u] are for those who tend its fruit.

He

13 You who dwell in the gardens
    with friends in attendance,
    let me hear your voice!

She

14 Come away, my beloved,
    and be like a gazelle(GJ)
or like a young stag(GK)
    on the spice-laden mountains.(GL)

Footnotes

  1. Song of Songs 1:2 The main male and female speakers (identified primarily on the basis of the gender of the relevant Hebrew forms) are indicated by the captions He and She respectively. The words of others are marked Friends. In some instances the divisions and their captions are debatable.
  2. Song of Songs 1:4 The Hebrew is masculine singular.
  3. Song of Songs 1:5 Or Salma
  4. Song of Songs 2:1 Or He
  5. Song of Songs 2:1 Probably a member of the crocus family
  6. Song of Songs 2:3 Or possibly apricot; here and elsewhere in Song of Songs
  7. Song of Songs 2:17 Or the hills of Bether
  8. Song of Songs 3:11 Or interior lovingly inlaid / by the daughters of Jerusalem. / 11 Come out, you daughters of Zion, / and look
  9. Song of Songs 4:4 The meaning of the Hebrew for this phrase is uncertain.
  10. Song of Songs 4:15 Or I am (spoken by She)
  11. Song of Songs 5:6 Or heart had gone out to him when he spoke
  12. Song of Songs 6:12 Or among the chariots of Amminadab; or among the chariots of the people of the prince
  13. Song of Songs 6:13 In Hebrew texts this verse (6:13) is numbered 7:1.
  14. Song of Songs 7:1 In Hebrew texts 7:1-13 is numbered 7:2-14.
  15. Song of Songs 7:9 Septuagint, Aquila, Vulgate and Syriac; Hebrew lips of sleepers
  16. Song of Songs 7:11 Or the henna bushes
  17. Song of Songs 8:6 Or ardor
  18. Song of Songs 8:6 Or fire, / like the very flame of the Lord
  19. Song of Songs 8:7 Or he
  20. Song of Songs 8:11 That is, about 25 pounds or about 12 kilograms; also in verse 12
  21. Song of Songs 8:12 That is, about 5 pounds or about 2.3 kilograms