Add parallel Print Page Options

96 Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni öll lönd!

Syngið Drottni, lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.

Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra lýða.

Því að mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur, óttalegur er hann öllum guðum framar.

Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir, en Drottinn hefir gjört himininn.

Heiður og vegsemd eru fyrir augliti hans, máttur og prýði í helgidómi hans.

Tjáið Drottni lof, þér kynkvíslir þjóða, tjáið Drottni vegsemd og vald.

Tjáið Drottni dýrð þá, er nafni hans hæfir, færið gjafir og komið til forgarða hans,

fallið fram fyrir Drottni í helgum skrúða, titrið fyrir honum, öll lönd!

10 Segið meðal þjóðanna: Drottinn er konungur orðinn! Hann hefir fest jörðina, svo að hún bifast ekki, hann dæmir þjóðirnar með réttvísi.

11 Himinninn gleðjist og jörðin fagni, hafið drynji og allt sem í því er,

12 foldin fagni og allt sem á henni er, öll tré skógarins kveði fagnaðaróp,

13 fyrir Drottni, því að hann kemur, hann kemur til þess að dæma jörðina. Hann mun dæma heiminn með réttlæti og þjóðirnar eftir trúfesti sinni.

97 Drottinn er konungur orðinn! jörðin fagni, eyjafjöldinn gleðjist.

Ský og sorti eru umhverfis hann, réttlæti og réttvísi eru grundvöllur hásætis hans,

eldur fer fyrir honum og bálast umhverfis spor hans.

Leiftur hans lýsa um jarðríki, jörðin sér það og nötrar.

Björgin bráðna sem vax fyrir Drottni, fyrir Drottni gjörvallrar jarðarinnar.

Himnarnir kunngjöra réttlæti hans, og allar þjóðir sjá dýrð hans.

Allir skurðgoðadýrkendur verða til skammar, þeir er stæra sig af falsguðunum. Allir guðir falla fram fyrir honum.

Síon heyrir það og gleðst, Júdadætur fagna sakir dóma þinna, Drottinn.

Því að þú, Drottinn, ert Hinn hæsti yfir gjörvallri jörðunni, þú ert hátt hafinn yfir alla guði.

10 Drottinn elskar þá er hata hið illa, hann verndar sálir dýrkenda sinna, frelsar þá af hendi óguðlegra.

11 Ljós rennur upp réttlátum og gleði hjartahreinum.

12 Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni, vegsamið hans heilaga nafn.

98 Sálmur. Syngið Drottni nýjan söng, því að hann hefir gjört dásemdarverk, hægri hönd hans hjálpaði honum og hans heilagi armleggur.

Drottinn hefir kunngjört hjálpræði sitt, fyrir augum þjóðanna opinberaði hann réttlæti sitt.

Hann minntist miskunnar sinnar við Jakob og trúfesti sinnar við Ísraels ætt. Öll endimörk jarðar sáu hjálpræði Guðs vors.

Látið gleðióp gjalla fyrir Drottni, öll lönd, hefjið gleðisöng, æpið fagnaðaróp og lofsyngið.

Leikið fyrir Drottni á gígju, á gígju með lofsöngshljómi,

með lúðrum og básúnuhljómi, látið gleðióp gjalla fyrir konunginum Drottni.

Hafið drynji og allt sem í því er, heimurinn og þeir sem í honum lifa.

Fljótin skulu klappa lof í lófa, fjöllin fagna öll saman

fyrir Drottni sem kemur til að dæma jörðina. Hann dæmir heiminn með réttlæti og þjóðirnar með réttvísi.

99 Drottinn er konungur orðinn! Þjóðirnar skjálfi. Hann situr uppi yfir kerúbunum, jörðin nötri.

Drottinn er mikill á Síon og hátt upp hafinn yfir alla lýði.

Þeir skulu lofa nafn þitt, hið mikla og óttalega. Heilagur er hann!

Þú ert voldugur konungur, sem elskar réttinn, þú hefir staðfest réttvísina, rétt og réttlæti hefir þú framið í Jakob.

Tignið Drottin, Guð vorn, og fallið fram fyrir fótskör hans. Heilagur er hann!

Móse og Aron eru meðal presta hans, Samúel meðal þeirra er ákalla nafn hans, þeir ákalla Drottin og hann bænheyrir þá.

Hann talar til þeirra í skýstólpanum, því að þeir gæta vitnisburða hans og laganna, er hann gaf þeim.

Drottinn, Guð vor, þú bænheyrir þá, þú reynist þeim fyrirgefandi Guð og sýknar þá af gjörðum þeirra.

Tignið Drottin Guð vorn, og fallið fram fyrir hans heilaga fjalli, því að heilagur er Drottinn, Guð vor.

100 Þakkarfórnar-sálmur. Öll veröldin fagni fyrir Drottni!

Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng!

Vitið, að Drottinn er Guð, hann hefir skapað oss, og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð.

Gangið inn um hlið hans með lofsöng, í forgarða hans með sálmum, lofið hann, vegsamið nafn hans.

Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.

101 Davíðssálmur. Ég vil syngja um miskunn og rétt, lofsyngja þér, Drottinn.

Ég vil gefa gætur að vegi hins ráðvanda _ hvenær kemur þú til mín? Í grandvarleik hjartans vil ég ganga um í húsi mínu.

Ég læt mér eigi til hugar koma neitt níðingsverk. Ég hata þá sem illa breyta, þeir fá engin mök við mig að eiga.

Rangsnúið hjarta skal frá mér víkja, ég kannast eigi við hinn vonda.

Rægi einhver náunga sinn í leyni, þagga ég niður í honum. Hver sem er hrokafullur og drembilátur í hjarta, hann fæ ég ekki þolað.

Augu mín horfa á hina trúföstu í landinu, að þeir megi búa hjá mér. Sá sem gengur grandvarleikans vegu, hann skal þjóna mér.

Enginn má dvelja í húsi mínu, er svik fremur. Sá er lygar mælir stenst eigi fyrir augum mínum.

Á hverjum morgni þagga ég niður í öllum óguðlegum í landinu. Ég útrými úr borg Drottins öllum illgjörðamönnum.

102 Bæn hrjáðs manns, þá er hann örmagnast og úthellir kveini sínu fyrir Drottni.

Drottinn, heyr þú bæn mína og hróp mitt berist til þín.

Byrg eigi auglit þitt fyrir mér, þegar ég er í nauðum staddur, hneig að mér eyra þitt, þegar ég kalla, flýt þér að bænheyra mig.

Því að dagar mínir hverfa sem reykur, bein mín brenna sem eldur.

Hjarta mitt er mornað og þornað sem gras, því að ég gleymi að neyta brauðs míns.

Sakir kveinstafa minna er ég sem skinin bein.

Ég líkist pelíkan í eyðimörkinni, er sem ugla í rústum.

Ég ligg andvaka og styn eins og einmana fugl á þaki.

Daginn langan smána óvinir mínir mig, fjandmenn mínir formæla með nafni mínu.

10 Ég et ösku sem brauð og blanda drykk minn tárum

11 sakir reiði þinnar og bræði, af því að þú hefir tekið mig upp og varpað mér burt.

12 Dagar mínir eru sem hallur skuggi, og ég visna sem gras.

13 En þú, Drottinn, ríkir að eilífu, og nafn þitt varir frá kyni til kyns.

14 Þú munt rísa upp til þess að miskunna Síon, því að tími er kominn til þess að líkna henni, já, stundin er komin.

15 Þjónar þínir elska steina hennar og harma yfir öskuhrúgum hennar.

16 Þá munu þjóðirnar óttast nafn Drottins og allir konungar jarðarinnar dýrð þína,

17 því að Drottinn byggir upp Síon og birtist í dýrð sinni.

18 Hann snýr sér að bæn hinna nöktu og fyrirlítur eigi bæn þeirra.

19 Þetta skal skráð fyrir komandi kynslóð, og þjóð, sem enn er ósköpuð, skal lofa Drottin.

20 Því að Drottinn lítur niður af sínum helgu hæðum, horfir frá himni til jarðar

21 til þess að heyra andvarpanir bandingjanna og leysa börn dauðans,

22 að þau mættu kunngjöra nafn Drottins í Síon og lofstír hans í Jerúsalem,

23 þegar þjóðirnar safnast saman og konungsríkin til þess að þjóna Drottni.

24 Hann hefir bugað kraft minn á ferð minni, stytt daga mína.

25 Ég segi: Guð minn, tak mig eigi burt á miðri ævinni. Ár þín vara frá kyni til kyns.

26 Í öndverðu grundvallaðir þú jörðina, og himnarnir eru verk handa þinna.

27 Þeir líða undir lok, en þú varir. Þeir fyrnast sem fat, þú skiptir þeim sem klæðum, og þeir hverfa.

28 En þú ert hinn sami, og þín ár fá engan enda.

29 Synir þjóna þinna munu búa kyrrir og niðjar þeirra standa stöðugir fyrir augliti þínu.

Psalm 96(A)

Sing to the Lord(B) a new song;(C)
    sing to the Lord, all the earth.
Sing to the Lord, praise his name;(D)
    proclaim his salvation(E) day after day.
Declare his glory(F) among the nations,
    his marvelous deeds(G) among all peoples.

For great is the Lord and most worthy of praise;(H)
    he is to be feared(I) above all gods.(J)
For all the gods of the nations are idols,(K)
    but the Lord made the heavens.(L)
Splendor and majesty(M) are before him;
    strength and glory(N) are in his sanctuary.

Ascribe to the Lord,(O) all you families of nations,(P)
    ascribe to the Lord glory and strength.
Ascribe to the Lord the glory due his name;
    bring an offering(Q) and come into his courts.(R)
Worship the Lord(S) in the splendor of his[a] holiness;(T)
    tremble(U) before him, all the earth.(V)
10 Say among the nations, “The Lord reigns.(W)
    The world is firmly established,(X) it cannot be moved;(Y)
    he will judge(Z) the peoples with equity.(AA)

11 Let the heavens rejoice,(AB) let the earth be glad;(AC)
    let the sea resound, and all that is in it.
12 Let the fields be jubilant, and everything in them;
    let all the trees of the forest(AD) sing for joy.(AE)
13 Let all creation rejoice before the Lord, for he comes,
    he comes to judge(AF) the earth.
He will judge the world in righteousness(AG)
    and the peoples in his faithfulness.(AH)

Psalm 97

The Lord reigns,(AI) let the earth be glad;(AJ)
    let the distant shores(AK) rejoice.
Clouds(AL) and thick darkness(AM) surround him;
    righteousness and justice are the foundation of his throne.(AN)
Fire(AO) goes before(AP) him
    and consumes(AQ) his foes on every side.
His lightning(AR) lights up the world;
    the earth(AS) sees and trembles.(AT)
The mountains melt(AU) like wax(AV) before the Lord,
    before the Lord of all the earth.(AW)
The heavens proclaim his righteousness,(AX)
    and all peoples see his glory.(AY)

All who worship images(AZ) are put to shame,(BA)
    those who boast in idols(BB)
    worship him,(BC) all you gods!(BD)

Zion hears and rejoices
    and the villages of Judah are glad(BE)
    because of your judgments,(BF) Lord.
For you, Lord, are the Most High(BG) over all the earth;(BH)
    you are exalted(BI) far above all gods.
10 Let those who love the Lord hate evil,(BJ)
    for he guards(BK) the lives of his faithful ones(BL)
    and delivers(BM) them from the hand of the wicked.(BN)
11 Light shines[b](BO) on the righteous(BP)
    and joy on the upright in heart.(BQ)
12 Rejoice in the Lord,(BR) you who are righteous,
    and praise his holy name.(BS)

Psalm 98

A psalm.

Sing to the Lord(BT) a new song,(BU)
    for he has done marvelous things;(BV)
his right hand(BW) and his holy arm(BX)
    have worked salvation(BY) for him.
The Lord has made his salvation known(BZ)
    and revealed his righteousness(CA) to the nations.(CB)
He has remembered(CC) his love
    and his faithfulness to Israel;
all the ends of the earth(CD) have seen
    the salvation of our God.(CE)

Shout for joy(CF) to the Lord, all the earth,
    burst into jubilant song with music;
make music to the Lord with the harp,(CG)
    with the harp and the sound of singing,(CH)
with trumpets(CI) and the blast of the ram’s horn(CJ)
    shout for joy(CK) before the Lord, the King.(CL)

Let the sea(CM) resound, and everything in it,
    the world, and all who live in it.(CN)
Let the rivers clap their hands,(CO)
    let the mountains(CP) sing together for joy;
let them sing before the Lord,
    for he comes to judge the earth.
He will judge the world in righteousness
    and the peoples with equity.(CQ)

Psalm 99

The Lord reigns,(CR)
    let the nations tremble;(CS)
he sits enthroned(CT) between the cherubim,(CU)
    let the earth shake.
Great is the Lord(CV) in Zion;(CW)
    he is exalted(CX) over all the nations.
Let them praise(CY) your great and awesome name(CZ)
    he is holy.(DA)

The King(DB) is mighty, he loves justice(DC)
    you have established equity;(DD)
in Jacob you have done
    what is just and right.(DE)
Exalt(DF) the Lord our God
    and worship at his footstool;
    he is holy.

Moses(DG) and Aaron(DH) were among his priests,
    Samuel(DI) was among those who called on his name;
they called on the Lord
    and he answered(DJ) them.
He spoke to them from the pillar of cloud;(DK)
    they kept his statutes and the decrees he gave them.

Lord our God,
    you answered them;
you were to Israel a forgiving God,(DL)
    though you punished(DM) their misdeeds.[c]
Exalt the Lord our God
    and worship at his holy mountain,
    for the Lord our God is holy.

Psalm 100

A psalm. For giving grateful praise.

Shout for joy(DN) to the Lord, all the earth.
    Worship the Lord(DO) with gladness;
    come before him(DP) with joyful songs.
Know that the Lord is God.(DQ)
    It is he who made us,(DR) and we are his[d];
    we are his people,(DS) the sheep of his pasture.(DT)

Enter his gates with thanksgiving(DU)
    and his courts(DV) with praise;
    give thanks to him and praise his name.(DW)
For the Lord is good(DX) and his love endures forever;(DY)
    his faithfulness(DZ) continues through all generations.

Psalm 101

Of David. A psalm.

I will sing of your love(EA) and justice;
    to you, Lord, I will sing praise.
I will be careful to lead a blameless life(EB)
    when will you come to me?

I will conduct the affairs(EC) of my house
    with a blameless heart.
I will not look with approval
    on anything that is vile.(ED)

I hate what faithless people do;(EE)
    I will have no part in it.
The perverse of heart(EF) shall be far from me;
    I will have nothing to do with what is evil.

Whoever slanders their neighbor(EG) in secret,
    I will put to silence;
whoever has haughty eyes(EH) and a proud heart,
    I will not tolerate.

My eyes will be on the faithful in the land,
    that they may dwell with me;
the one whose walk is blameless(EI)
    will minister to me.

No one who practices deceit
    will dwell in my house;
no one who speaks falsely
    will stand in my presence.

Every morning(EJ) I will put to silence
    all the wicked(EK) in the land;
I will cut off every evildoer(EL)
    from the city of the Lord.(EM)

Psalm 102[e]

A prayer of an afflicted person who has grown weak and pours out a lament before the Lord.

Hear my prayer,(EN) Lord;
    let my cry for help(EO) come to you.
Do not hide your face(EP) from me
    when I am in distress.
Turn your ear(EQ) to me;
    when I call, answer me quickly.

For my days vanish like smoke;(ER)
    my bones(ES) burn like glowing embers.
My heart is blighted and withered like grass;(ET)
    I forget to eat my food.(EU)
In my distress I groan aloud(EV)
    and am reduced to skin and bones.
I am like a desert owl,(EW)
    like an owl among the ruins.
I lie awake;(EX) I have become
    like a bird alone(EY) on a roof.
All day long my enemies(EZ) taunt me;(FA)
    those who rail against me use my name as a curse.(FB)
For I eat ashes(FC) as my food
    and mingle my drink with tears(FD)
10 because of your great wrath,(FE)
    for you have taken me up and thrown me aside.
11 My days are like the evening shadow;(FF)
    I wither(FG) away like grass.

12 But you, Lord, sit enthroned forever;(FH)
    your renown endures(FI) through all generations.(FJ)
13 You will arise(FK) and have compassion(FL) on Zion,
    for it is time(FM) to show favor(FN) to her;
    the appointed time(FO) has come.
14 For her stones are dear to your servants;
    her very dust moves them to pity.
15 The nations will fear(FP) the name of the Lord,
    all the kings(FQ) of the earth will revere your glory.
16 For the Lord will rebuild Zion(FR)
    and appear in his glory.(FS)
17 He will respond to the prayer(FT) of the destitute;
    he will not despise their plea.

18 Let this be written(FU) for a future generation,
    that a people not yet created(FV) may praise the Lord:
19 “The Lord looked down(FW) from his sanctuary on high,
    from heaven he viewed the earth,
20 to hear the groans of the prisoners(FX)
    and release those condemned to death.”
21 So the name of the Lord will be declared(FY) in Zion
    and his praise(FZ) in Jerusalem
22 when the peoples and the kingdoms
    assemble to worship(GA) the Lord.

23 In the course of my life[f] he broke my strength;
    he cut short my days.(GB)
24 So I said:
“Do not take me away, my God, in the midst of my days;
    your years go on(GC) through all generations.
25 In the beginning(GD) you laid the foundations of the earth,
    and the heavens(GE) are the work of your hands.(GF)
26 They will perish,(GG) but you remain;
    they will all wear out like a garment.
Like clothing you will change them
    and they will be discarded.
27 But you remain the same,(GH)
    and your years will never end.(GI)
28 The children of your servants(GJ) will live in your presence;
    their descendants(GK) will be established before you.”

Footnotes

  1. Psalm 96:9 Or Lord with the splendor of
  2. Psalm 97:11 One Hebrew manuscript and ancient versions (see also 112:4); most Hebrew manuscripts Light is sown
  3. Psalm 99:8 Or God, / an avenger of the wrongs done to them
  4. Psalm 100:3 Or and not we ourselves
  5. Psalm 102:1 In Hebrew texts 102:1-28 is numbered 102:2-29.
  6. Psalm 102:23 Or By his power