Añadir traducción en paralelo Imprimir Opciones de la página

17 Þegar hann var að leggja af stað, kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: "Góði meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?"

18 Jesús sagði við hann: "Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.

19 Þú kannt boðorðin: ,Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður."`

20 Hinn svaraði honum: "Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku."

21 Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: "Eins er þér vant. Far þú, sel allt, sem þú átt, og gef fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan, og fylg mér."

22 En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur, enda átti hann miklar eignir.

Read full chapter