Add parallel Print Page Options

14 Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar, og höfðu þeir gætur á honum.

Þá var þar frammi fyrir honum maður einn vatnssjúkur.

Jesús tók þá til máls og sagði við lögvitringana og faríseana: "Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?"

Þeir þögðu við. En hann tók á honum, læknaði hann og lét hann fara.

Og Jesús mælti við þá: "Nú á einhver yðar asna eða naut, sem fellur í brunn, mun hann ekki óðara draga það upp, þótt hvíldardagur sé?"

Þeir gátu engu svarað þessu.

Read full chapter