Add parallel Print Page Options

14 Og hann skal taka nokkuð af blóði uxans og stökkva því með fingri sínum ofan á lokið framanvert, og fyrir framan lokið skal hann stökkva sjö sinnum nokkru af blóðinu með fingri sínum.

15 Þessu næst skal hann slátra hafrinum, er ætlaður er lýðnum til syndafórnar, og bera blóð hans inn fyrir fortjaldið og fara með blóðið úr honum á sama hátt, eins og hann fór með blóðið úr uxanum, og stökkva því á lokið og fyrir framan lokið,

16 og friðþægja þannig fyrir helgidóminn, vegna óhreinleika Ísraelsmanna og vegna misgjörða þeirra, í hverju sem þeir kunna að hafa syndgað. Og eins skal hann fara með samfundatjaldið, sem stendur meðal þeirra, mitt í óhreinleika þeirra.

17 Enginn maður má vera inni í samfundatjaldinu, er hann gengur inn til þess að friðþægja í helgidóminum, til þess er hann fer út og hefir friðþægt fyrir sig og hús sitt og fyrir allan Ísraels söfnuð.

18 Hann skal ganga út að altarinu, sem stendur frammi fyrir Drottni, og friðþægja fyrir það. Og hann skal taka nokkuð af blóði uxans og nokkuð af blóði hafursins og ríða á horn altarisins allt í kring.

19 Og hann skal stökkva nokkru af blóðinu á það sjö sinnum með fingri sínum og hreinsa það og helga það vegna óhreinleika Ísraelsmanna.

20 Er hann þannig hefir lokið friðþægingu helgidómsins, samfundatjaldsins og altarisins, skal hann leiða fram lifandi hafurinn.

21 Og Aron skal leggja báðar hendur sínar á höfuð hins lifandi hafurs og játa yfir honum öll afbrot Ísraelsmanna og allar misgjörðir þeirra, í hverju sem þeir kunna að hafa syndgað. Og hann skal leggja þær á höfuð hafursins og senda hann út á eyðimörk með manni, sem til þess er ferðbúinn.

22 Og hafurinn skal bera á sér öll afbrot þeirra til óbyggða, og hann skal sleppa hafrinum á eyðimörk.

23 Og Aron skal ganga inn í samfundatjaldið og færa sig úr línklæðunum, sem hann fór í, er hann gekk inn í helgidóminn, og skilja þau þar eftir.

24 Og hann skal lauga líkama sinn í vatni á helgum stað og fara í klæði sín, ganga síðan út og fórna brennifórn sjálfs sín og brennifórn lýðsins, og friðþægja fyrir sig og fyrir lýðinn.

25 Og mör syndafórnarinnar skal hann brenna á altarinu.

26 Og sá, er fór burt með hafurinn til Asasels, skal þvo klæði sín og lauga líkama sinn í vatni. Síðan gangi hann í herbúðirnar.

27 En syndafórnaruxann og syndafórnarhafurinn, hverra blóð var borið inn til friðþægingar í helgidóminum, skal færa út fyrir herbúðirnar og brenna í eldi skinnin af þeim, kjötið og gorið.

28 Og sá, er brennir þetta, skal þvo klæði sín og lauga líkama sinn í vatni. Síðan gangi hann í herbúðirnar.

Read full chapter

14 He is to take some of the bull’s blood(A) and with his finger sprinkle it on the front of the atonement cover; then he shall sprinkle some of it with his finger seven times before the atonement cover.(B)

15 “He shall then slaughter the goat for the sin offering for the people(C) and take its blood behind the curtain(D) and do with it as he did with the bull’s blood: He shall sprinkle(E) it on the atonement cover and in front of it. 16 In this way he will make atonement(F) for the Most Holy Place(G) because of the uncleanness and rebellion of the Israelites, whatever their sins have been. He is to do the same for the tent of meeting,(H) which is among them in the midst of their uncleanness. 17 No one is to be in the tent of meeting from the time Aaron goes in to make atonement in the Most Holy Place until he comes out, having made atonement for himself, his household and the whole community of Israel.

18 “Then he shall come out to the altar(I) that is before the Lord and make atonement for it. He shall take some of the bull’s blood and some of the goat’s blood and put it on all the horns of the altar.(J) 19 He shall sprinkle some of the blood on it with his finger seven times to cleanse it and to consecrate it from the uncleanness of the Israelites.(K)

20 “When Aaron has finished making atonement for the Most Holy Place, the tent of meeting and the altar, he shall bring forward the live goat.(L) 21 He is to lay both hands on the head of the live goat(M) and confess(N) over it all the wickedness and rebellion of the Israelites—all their sins—and put them on the goat’s head. He shall send the goat away into the wilderness in the care of someone appointed for the task. 22 The goat will carry on itself all their sins(O) to a remote place; and the man shall release it in the wilderness.

23 “Then Aaron is to go into the tent of meeting and take off the linen garments(P) he put on before he entered the Most Holy Place, and he is to leave them there.(Q) 24 He shall bathe himself with water in the sanctuary area(R) and put on his regular garments.(S) Then he shall come out and sacrifice the burnt offering for himself and the burnt offering for the people,(T) to make atonement for himself and for the people.(U) 25 He shall also burn the fat of the sin offering on the altar.

26 “The man who releases the goat as a scapegoat(V) must wash his clothes(W) and bathe himself with water;(X) afterward he may come into the camp. 27 The bull and the goat for the sin offerings, whose blood was brought into the Most Holy Place to make atonement, must be taken outside the camp;(Y) their hides, flesh and intestines are to be burned up. 28 The man who burns them must wash his clothes and bathe himself with water; afterward he may come into the camp.(Z)

Read full chapter