Add parallel Print Page Options

Þegar Ehúð var dáinn, gjörðu Ísraelsmenn enn að nýju það, sem illt var í augum Drottins.

Og Drottinn seldi þá í hendur Jabín, Kanaans konungi, sem hafði aðsetur í Hasór. Hershöfðingi hans hét Sísera og bjó hann í Haróset Hagojím.

Og Ísraelsmenn hrópuðu til Drottins, því að hann átti níu hundruð járnvagna og hafði kúgað Ísraelsmenn harðlega í tuttugu ár.

Kona hét Debóra. Hún var spákona og eiginkona manns þess, er Lapídót hét. Hún var dómari í Ísrael um þessar mundir.

Hún sat undir Debórupálma milli Rama og Betel á Efraímfjöllum, og Ísraelsmenn fóru þangað upp til hennar, að hún legði dóm á mál þeirra.

Hún sendi boð og lét kalla til sín Barak Abínóamsson frá Kedes í Naftalí og sagði við hann: "Sannlega hefir Drottinn, Ísraels Guð, boðið svo: ,Far þú og hald til Taborfjalls og haf með þér tíu þúsundir manna af Naftalí sonum og Sebúlons sonum.

Og ég mun leiða Sísera, hershöfðingja Jabíns, með vögnum hans og liði til þín að Kísonlæk, og ég mun gefa hann í hendur þínar."`

Barak sagði við hana: "Fara mun ég, ef þú fer með mér, en viljir þú eigi fara með mér, mun ég hvergi fara."

Hún svaraði: "Víst mun ég með þér fara. En enga frægð munt þú hafa af för þessari, sem þú fer, því að Drottinn mun selja Sísera í konu hendur." Síðan tók Debóra sig upp og fór með Barak til Kedes.

10 Þá kallaði Barak saman Sebúlon og Naftalí í Kedes, og tíu þúsundir manna fóru með honum, og Debóra var í för með honum.

11 Heber Keníti hafði skilist við Kain, við niðja Hóbabs, tengdaföður Móse, og sló hann tjöldum sínum allt að eikinni hjá Saanaím, sem er hjá Kedes.

12 Nú var Sísera sagt frá því, að Barak Abínóamsson væri farinn upp á Taborfjall.

13 Dró Sísera þá saman alla vagna sína, níu hundruð járnvagna, og allt það lið, er með honum var, frá Haróset Hagojím til Kísonlækjar.

14 Þá sagði Debóra við Barak: "Rís þú nú upp, því að nú er sá dagur kominn, er Drottinn mun selja Sísera í þínar hendur. Sannlega er Drottinn farinn á undan þér." Fór Barak þá ofan af Taborfjalli, og tíu þúsundir manna fylgdu honum.

15 Og Drottinn gjörði Sísera felmtsfullan og alla vagna hans og allan hans her með sverðseggjum frammi fyrir Barak, svo að Sísera hljóp af vagni sínum og flýði undan á fæti.

16 En Barak elti vagnana og herinn allt til Haróset Hagojím, og allur her Sísera féll fyrir sverðseggjum. Enginn komst undan.

17 Sísera flýði á fæti til tjalds Jaelar, konu Hebers Keníta, því að friður var milli Jabíns, konungs í Hasór, og húss Hebers Keníta.

18 Þá gekk Jael út í móti Sísera og sagði við hann: "Gakk inn, herra minn, gakk inn til mín, vertu óhræddur." Og hann gekk inn til hennar í tjaldið, og hún lagði ábreiðu yfir hann.

19 Þá sagði hann við hana: "Gef mér vatnssopa að drekka, því að ég er þyrstur." Hún leysti þá frá mjólkurbelg og gaf honum að drekka, og breiddi síðan ofan á hann aftur.

20 Þá sagði hann við hana: "Stattu í tjalddyrunum, og ef einhver kemur og spyr þig og segir: ,Er nokkur hér?` þá seg þú: ,Nei."`

21 Jael, kona Hebers, þreif tjaldhæl og tók hamar í hönd sér og gekk hljóðlega inn til hans og rak hælinn gegnum þunnvangann, svo að hann gekk í jörð niður, en Sísera var sofnaður fastasvefni, því að hann var þreyttur. Varð þetta hans bani.

22 Í sama bili kom Barak og var að elta Sísera. Jael gekk þá út í móti honum og sagði við hann: "Kom þú hingað, og mun ég sýna þér þann mann, sem þú leitar að." Og hann gekk inn til hennar, og lá þá Sísera þar dauður með hælinn gegnum þunnvangann.

23 Þannig lægði Guð á þeim degi Jabín, Kanaans konung, fyrir Ísraelsmönnum.

24 Og hönd Ísraelsmanna lagðist æ þyngra og þyngra á Jabín, Kanaans konung, uns þeir að lokum gjörðu út af við hann.

Þá sungu þau Debóra og Barak Abínóamsson á þessa leið:

Foringjar veittu forystu í Ísrael, og fólkið kom sjálfviljuglega, lofið því Drottin!

Heyrið, þér konungar, hlustið á, þér höfðingjar! Drottin vil ég vegsama, ég vil lofa hann, lofsyngja Drottni, Ísraels Guði.

Drottinn, þegar þú braust út frá Seír, þegar þú brunaðir fram frá Edómvöllum, þá nötraði jörðin og himnarnir drupu, já, skýin létu vatn niður streyma.

Fjöllin skulfu fyrir Drottni, sjálft Sínaí fyrir Drottni, Ísraels Guði.

Á dögum Samgars Anatssonar, á dögum Jaelar, voru þjóðbrautir mannlausar, og vegfarendur fóru krókóttar leiðir.

Fyrirliða vantaði í Ísrael, uns þú komst fram, Debóra, uns þú komst fram, móðir í Ísrael!

Menn kusu sér nýja guði. Þá var barist við borgarhliðin. Skjöldur sást ei né spjót meðal fjörutíu þúsunda í Ísrael.

Hjarta mitt heyrir leiðtogum Ísraels, þeim er komu sjálfviljuglega fram meðal fólksins. Lofið Drottin!

10 Þér, sem ríðið bleikrauðum ösnum, þér, sem hvílið á ábreiðum, og þér, sem farið um veginn, hugsið um það.

11 Fjarri hávaða bogmannanna, meðal vatnsþrónna, þar víðfrægja menn réttlætisverk Drottins, réttlætisverk fyrirliða hans í Ísrael. Þá fór lýður Drottins niður að borgarhliðunum.

12 Vakna þú, vakna þú, Debóra, vakna þú, vakna þú, syng kvæði! Rís þú upp, Barak, og leið burt bandingja þína, Abínóams sonur!

13 Þá fóru ofan leifar göfugmennanna, lýður Drottins steig ofan mér til hjálpar meðal hetjanna.

14 Frá Efraím fóru þeir ofan í dalinn, á eftir þér, Benjamín, meðal liðsflokka þinna. Frá Makír fóru ofan leiðtogar og frá Sebúlon þeir, er báru liðstjórastafinn,

15 og fyrirliðarnir í Íssakar með Debóru, og eins og Íssakar, svo og Barak. Hann steypti sér á hæla honum ofan í dalinn. Við Rúbens læki voru miklar ráðagerðir.

16 Hví sast þú milli fjárgirðinganna og hlustaðir á pípublástur hjarðmannanna? Við Rúbens læki voru miklar ráðagerðir.

17 Gíleað hélt kyrru fyrir hinumegin Jórdanar og Dan, _ hvers vegna dvaldi hann við skipin? Asser sat kyrr við sjávarströndina og hélt kyrru fyrir við víkur sínar.

18 Sebúlon er lýður, sem hætti lífi sínu í dauðann, og Naftalí, á hæðum landsins.

19 Konungar komu og börðust, þá börðust konungar Kanaans við Taanak hjá Megiddóvötnum. Silfur fengu þeir ekkert að herfangi.

20 Af himni börðust stjörnurnar, af brautum sínum börðust þær við Sísera,

21 Kísonlækur skolaði þeim burt, orustulækurinn, lækurinn Kíson. Gakk fram, sál mín, öfluglega!

22 Þá hlumdu hófar hestanna, af reiðinni, reið kappanna.

23 "Bölvið Merós!" sagði engill Drottins, já, bölvið íbúum hennar, af því að þeir komu ekki Drottni til hjálpar, Drottni til hjálpar meðal hetjanna.

24 Blessuð framar öllum konum veri Jael, kona Hebers Keníta, framar öllum konum í tjaldi veri hún blessuð!

25 Vatn bað hann um, mjólk gaf hún, í skrautlegri skál rétti hún honum rjóma.

26 Hún rétti út hönd sína eftir hælnum, hægri hönd sína eftir smíðahamrinum og sló Sísera, mölvaði haus hans, laust sundur þunnvanga hans og klauf inn úr.

27 Hann hné fyrir fætur henni, féll út af og lá þar. Hann hné fyrir fætur henni, féll út af, þar sem hann hné niður, þar lá hann dauður.

28 Út um gluggann skimar og kallar móðir Sísera, út um grindurnar: "Hví seinkar vagni hans? Hvað tefur ferð hervagna hans?"

29 Hinar vitrustu af hefðarfrúm hennar svara henni, já, sjálf hefir hún upp fyrir sér orð þeirra:

30 "Efalaust hafa þeir fengið herfang og verið að skipta því, eina ambátt, tvær ambáttir á mann, litklæði handa Sísera að herfangi, litklæði, glitofin, að herfangi, litklæði, tvo glitofna dúka um háls mér!"

31 Svo farist allir óvinir þínir, Drottinn! En þeir, sem hann elska, eru sem sólaruppkoman í ljóma sínum. Var nú friður í landi í fjörutíu ár.

Ísraelsmenn gjörðu það, sem illt var í augum Drottins. Þá gaf Drottinn þá í hendur Midíans í sjö ár.

Og Midían varð Ísrael yfirsterkari. Gjörðu Ísraelsmenn sér þá fylgsni á fjöllum uppi, hella og vígi fyrir Midían.

Og þegar Ísrael sáði, komu Midíanítar, Amalekítar og austurbyggjar og fóru í móti honum.

Og þeir settu herbúðir sínar gegn Ísraelsmönnum og eyddu gróðri landsins alla leið til Gasa og skildu enga lífsbjörg eftir í Ísrael, ekki heldur sauði, naut eða asna.

Þeir fóru norður þangað með kvikfénað sinn og tjöld sín. Kom slíkur aragrúi af þeim, sem engisprettur væru. Varð engri tölu komið á þá né úlfalda þeirra, og brutust þeir inn í landið til að eyða það.

Var Ísrael þá mjög þjakaður af völdum Midíans, og Ísraelsmenn hrópuðu til Drottins.

Og er Ísraelsmenn hrópuðu til Drottins undan Midían,

þá sendi Drottinn spámann til Ísraelsmanna, og hann sagði við þá: "Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: Ég leiddi yður út af Egyptalandi og færði yður út úr þrælahúsinu,

og ég frelsaði yður úr höndum Egypta og úr höndum allra þeirra, er yður kúguðu, og ég stökkti þeim burt undan yður og gaf yður land þeirra.

10 Og ég sagði við yður: ,Ég er Drottinn, Guð yðar. Þér skuluð ekki óttast guði Amorítanna, í hverra landi þér búið.` En þér hlýdduð ekki minni röddu."

11 Þá kom engill Drottins og settist undir eikina í Ofra, er átti Jóas Abíesríti, en Gídeon sonur hans var að þreskja hveiti í vínþröng til þess að forða því undan Midían.

12 Og engill Drottins birtist honum og sagði við hann: "Drottinn er með þér, hrausta hetja!"

13 Þá sagði Gídeon við hann: "Æ, herra minn, ef Drottinn er með oss, hví hefir þá allt þetta oss að hendi borið? Og hvar eru öll dásemdarverk hans, þau er feður vorir hafa skýrt oss frá, segjandi: ,Já, Drottinn leiddi oss út af Egyptalandi!` En nú hefir Drottinn hafnað oss og gefið oss í hendur Midíans."

14 Þá sneri Drottinn sér til hans og mælti: "Far af stað í þessum styrkleika þínum, og þú munt frelsa Ísrael úr höndum Midíans. Það er ég, sem sendi þig."

15 Gídeon svaraði honum: "Æ, herra, hvernig á ég að frelsa Ísrael? Sjá, minn ættleggur er aumasti ættleggurinn í Manasse, og ég er lítilmótlegastur í minni ætt."

16 Þá sagði Drottinn við hann: "Ég mun vera með þér, og þú munt sigra Midíaníta sem einn maður væri."

17 Gídeon svaraði honum: "Hafi ég fundið náð í augum þínum, þá gjör mér tákn þess, að það sért þú, er við mig talar.

18 Far ekki héðan burt, fyrr en ég kem aftur til þín og færi hingað út fórnargjöf mína og set hana fram fyrir þig." Og Drottinn sagði: "Ég mun bíða hér, þar til er þú kemur aftur."

19 Þá fór Gídeon og tilreiddi hafurkið og ósýrðar kökur úr einni efu mjöls. Lagði hann kjötið í körfu, en lét súpuna í krukku og kom með þetta út til hans undir eikina og bar það fram.

20 En engill Guðs sagði við hann: "Tak þú kjötið og ósýrðu kökurnar og legg það á klett þennan og hell súpunni yfir." Hann gjörði svo.

21 Engill Drottins rétti þá út staf þann, sem hann hafði í hendi, og snart kjötið og ósýrðu kökurnar með stafsendanum. Kom þá eldur upp úr klettinum og eyddi kjötinu og ósýrðu kökunum, en engill Drottins hvarf sjónum hans.

22 Þá sá Gídeon, að það hafði verið engill Drottins. Og Gídeon sagði: "Vei, Drottinn Guð, því að ég hefi séð engil Drottins augliti til auglitis!"

23 Og Drottinn sagði við hann: "Friður sé með þér. Óttast ekki, þú munt ekki deyja!"

24 Gídeon reisti Drottni þar altari og nefndi það: Drottinn er friður. Stendur það enn í dag í Ofra Abíesrítanna.

25 Þessa sömu nótt sagði Drottinn við hann: "Tak uxa föður þíns og annan uxa, sjö vetra gamlan, og brjót Baalsaltari föður þíns og högg þú upp aséruna, sem hjá því er.

26 Reis því næst Drottni, Guði þínum, vandað altari efst uppi á borg þessari, tak síðan annan uxann og ber fram brennifórn ásamt viðinum úr asérunni, er þú heggur upp."

27 Þá tók Gídeon tíu menn af sveinum sínum og gjörði svo sem Drottinn hafði sagt honum. En með því að hann óttaðist, að hann mundi eigi geta gjört þetta að degi til fyrir ættmennum sínum og borgarmönnum, þá gjörði hann það um nótt.

28 En er borgarmenn risu árla morguninn eftir, þá var Baalsaltarið brotið og höggin upp aséran, sem hjá því var, og öðrum uxanum hafði verið fórnað á nýreista altarinu.

29 Þá sögðu þeir hver við annan: "Hver hefir gjört þetta?" Og þeir rannsökuðu og leituðu, og sögðu: "Gídeon Jóasson hefir gjört þetta."

30 Þá sögðu borgarmenn við Jóas: "Sel fram son þinn, og skal hann deyja, því að hann hefir brotið Baalsaltarið og höggvið upp aséruna, sem hjá því var."

31 En Jóas sagði við alla þá, sem hjá honum stóðu: "Ætlið þér að taka upp mál fyrir Baal, eða ætlið þér að fara að hjálpa honum? Hver sá, sem tekur upp mál fyrir hann, skal lífi týna áður næsti dagur rennur upp. Ef hann er Guð, þá sæki hann sjálfur mál sitt, úr því að altari hans hefir verið brotið."

32 Upp frá þeirri stundu var Gídeon nefndur Jerúbbaal, af því að menn sögðu: "Baal sæki mál á hendur honum," fyrir því að hann braut altari hans.

33 Nú höfðu allir Midíanítar, Amalekítar og austurbyggjar safnast saman. Fóru þeir yfir um Jórdan og settu herbúðir sínar á Jesreel-sléttu.

34 En andi Drottins kom yfir Gídeon, og þeytti hann lúðurinn, og Abíesrítar söfnuðust saman til fylgdar við hann.

35 Hann sendi og sendiboða út um allan Manasse; safnaðist hann og til fylgdar við hann. Hann sendi og sendiboða til Assers, Sebúlons og Naftalí; fóru þeir og til fylgdar við hann.

36 Þá sagði Gídeon við Guð: "Ef þú ætlar að frelsa Ísrael fyrir mínar hendur, eins og þú hefir sagt,

37 sjá, þá legg ég ullarreyfi út á láfann. Ef dögg er þá á reyfinu einu, en jörð öll er þurr, þá veit ég að þú munt frelsa Ísrael fyrir mínar hendur, eins og þú hefir sagt."

38 Og það varð svo. Morguninn eftir reis hann árla og kreisti reyfið, og vatt hann þá dögg úr reyfinu, fulla skál af vatni.

39 En Gídeon sagði við Guð: "Lát eigi reiði þína upptendrast gegn mér, þó að ég tali enn aðeins í þetta sinn. Ég ætla aðeins einu sinni enn að gjöra tilraun með reyfið. Skal nú reyfið eitt þurrt vera, en jörð öll vot af dögg."

40 Og Guð gjörði svo á þeirri nóttu. Var reyfið eitt þurrt, en jörð var öll vot af dögg.

Deborah

Again the Israelites did evil(A) in the eyes of the Lord,(B) now that Ehud(C) was dead. So the Lord sold them(D) into the hands of Jabin king of Canaan, who reigned in Hazor.(E) Sisera,(F) the commander of his army, was based in Harosheth Haggoyim. Because he had nine hundred chariots fitted with iron(G) and had cruelly oppressed(H) the Israelites for twenty years, they cried to the Lord for help.

Now Deborah,(I) a prophet,(J) the wife of Lappidoth, was leading[a] Israel at that time. She held court(K) under the Palm of Deborah between Ramah(L) and Bethel(M) in the hill country of Ephraim, and the Israelites went up to her to have their disputes decided. She sent for Barak son of Abinoam(N) from Kedesh(O) in Naphtali and said to him, “The Lord, the God of Israel, commands you: ‘Go, take with you ten thousand men of Naphtali(P) and Zebulun(Q) and lead them up to Mount Tabor.(R) I will lead Sisera, the commander of Jabin’s(S) army, with his chariots and his troops to the Kishon River(T) and give him into your hands.(U)’”

Barak said to her, “If you go with me, I will go; but if you don’t go with me, I won’t go.”

“Certainly I will go with you,” said Deborah. “But because of the course you are taking, the honor will not be yours, for the Lord will deliver Sisera into the hands of a woman.” So Deborah went with Barak to Kedesh.(V) 10 There Barak summoned(W) Zebulun and Naphtali, and ten thousand men went up under his command. Deborah also went up with him.

11 Now Heber the Kenite had left the other Kenites,(X) the descendants of Hobab,(Y) Moses’ brother-in-law,[b] and pitched his tent by the great tree(Z) in Zaanannim(AA) near Kedesh.

12 When they told Sisera that Barak son of Abinoam had gone up to Mount Tabor,(AB) 13 Sisera summoned from Harosheth Haggoyim to the Kishon River(AC) all his men and his nine hundred chariots fitted with iron.(AD)

14 Then Deborah said to Barak, “Go! This is the day the Lord has given Sisera into your hands.(AE) Has not the Lord gone ahead(AF) of you?” So Barak went down Mount Tabor, with ten thousand men following him. 15 At Barak’s advance, the Lord routed(AG) Sisera and all his chariots and army by the sword, and Sisera got down from his chariot and fled on foot.

16 Barak pursued the chariots and army as far as Harosheth Haggoyim, and all Sisera’s troops fell by the sword; not a man was left.(AH) 17 Sisera, meanwhile, fled on foot to the tent of Jael,(AI) the wife of Heber the Kenite,(AJ) because there was an alliance between Jabin king of Hazor(AK) and the family of Heber the Kenite.

18 Jael(AL) went out to meet Sisera and said to him, “Come, my lord, come right in. Don’t be afraid.” So he entered her tent, and she covered him with a blanket.

19 “I’m thirsty,” he said. “Please give me some water.” She opened a skin of milk,(AM) gave him a drink, and covered him up.

20 “Stand in the doorway of the tent,” he told her. “If someone comes by and asks you, ‘Is anyone in there?’ say ‘No.’”

21 But Jael,(AN) Heber’s wife, picked up a tent peg and a hammer and went quietly to him while he lay fast asleep,(AO) exhausted. She drove the peg through his temple into the ground, and he died.(AP)

22 Just then Barak came by in pursuit of Sisera, and Jael(AQ) went out to meet him. “Come,” she said, “I will show you the man you’re looking for.” So he went in with her, and there lay Sisera with the tent peg through his temple—dead.(AR)

23 On that day God subdued(AS) Jabin(AT) king of Canaan before the Israelites. 24 And the hand of the Israelites pressed harder and harder against Jabin king of Canaan until they destroyed him.(AU)

The Song of Deborah

On that day Deborah(AV) and Barak son of Abinoam(AW) sang this song:(AX)

“When the princes in Israel take the lead,
    when the people willingly offer(AY) themselves—
    praise the Lord!(AZ)

“Hear this, you kings! Listen, you rulers!
    I, even I, will sing to[c] the Lord;(BA)
    I will praise the Lord, the God of Israel, in song.(BB)

“When you, Lord, went out(BC) from Seir,(BD)
    when you marched from the land of Edom,
the earth shook,(BE) the heavens poured,
    the clouds poured down water.(BF)
The mountains quaked(BG) before the Lord, the One of Sinai,
    before the Lord, the God of Israel.

“In the days of Shamgar son of Anath,(BH)
    in the days of Jael,(BI) the highways(BJ) were abandoned;
    travelers took to winding paths.(BK)
Villagers in Israel would not fight;
    they held back until I, Deborah,(BL) arose,
    until I arose, a mother in Israel.
God chose new leaders(BM)
    when war came to the city gates,(BN)
but not a shield or spear(BO) was seen
    among forty thousand in Israel.
My heart is with Israel’s princes,
    with the willing volunteers(BP) among the people.
    Praise the Lord!

10 “You who ride on white donkeys,(BQ)
    sitting on your saddle blankets,
    and you who walk along the road,
consider 11 the voice of the singers[d] at the watering places.
    They recite the victories(BR) of the Lord,
    the victories of his villagers in Israel.

“Then the people of the Lord
    went down to the city gates.(BS)
12 ‘Wake up,(BT) wake up, Deborah!(BU)
    Wake up, wake up, break out in song!
Arise, Barak!(BV)
    Take captive your captives,(BW) son of Abinoam.’

13 “The remnant of the nobles came down;
    the people of the Lord came down to me against the mighty.
14 Some came from Ephraim,(BX) whose roots were in Amalek;(BY)
    Benjamin(BZ) was with the people who followed you.
From Makir(CA) captains came down,
    from Zebulun those who bear a commander’s[e] staff.
15 The princes of Issachar(CB) were with Deborah;(CC)
    yes, Issachar was with Barak,(CD)
    sent under his command into the valley.
In the districts of Reuben
    there was much searching of heart.
16 Why did you stay among the sheep pens[f](CE)
    to hear the whistling for the flocks?(CF)
In the districts of Reuben
    there was much searching of heart.
17 Gilead(CG) stayed beyond the Jordan.
    And Dan, why did he linger by the ships?
Asher(CH) remained on the coast(CI)
    and stayed in his coves.
18 The people of Zebulun(CJ) risked their very lives;
    so did Naphtali(CK) on the terraced fields.(CL)

19 “Kings came(CM), they fought,
    the kings of Canaan fought.
At Taanach, by the waters of Megiddo,(CN)
    they took no plunder of silver.(CO)
20 From the heavens(CP) the stars fought,
    from their courses they fought against Sisera.
21 The river Kishon(CQ) swept them away,
    the age-old river, the river Kishon.
    March on, my soul; be strong!(CR)
22 Then thundered the horses’ hooves—
    galloping, galloping go his mighty steeds.(CS)
23 ‘Curse Meroz,’ said the angel of the Lord.
    ‘Curse its people bitterly,
because they did not come to help the Lord,
    to help the Lord against the mighty.’

24 “Most blessed of women(CT) be Jael,(CU)
    the wife of Heber the Kenite,(CV)
    most blessed of tent-dwelling women.
25 He asked for water, and she gave him milk;(CW)
    in a bowl fit for nobles she brought him curdled milk.
26 Her hand reached for the tent peg,
    her right hand for the workman’s hammer.
She struck Sisera, she crushed his head,
    she shattered and pierced his temple.(CX)
27 At her feet he sank,
    he fell; there he lay.
At her feet he sank, he fell;
    where he sank, there he fell—dead(CY).

28 “Through the window(CZ) peered Sisera’s mother;
    behind the lattice she cried out,(DA)
‘Why is his chariot so long in coming?
    Why is the clatter of his chariots delayed?’
29 The wisest of her ladies answer her;
    indeed, she keeps saying to herself,
30 ‘Are they not finding and dividing the spoils:(DB)
    a woman or two for each man,
colorful garments as plunder for Sisera,
    colorful garments embroidered,
highly embroidered garments(DC) for my neck—
    all this as plunder?(DD)

31 “So may all your enemies perish,(DE) Lord!
    But may all who love you be like the sun(DF)
    when it rises in its strength.”(DG)

Then the land had peace(DH) forty years.

Gideon

The Israelites did evil in the eyes of the Lord,(DI) and for seven years he gave them into the hands of the Midianites.(DJ) Because the power of Midian was so oppressive,(DK) the Israelites prepared shelters for themselves in mountain clefts, caves(DL) and strongholds.(DM) Whenever the Israelites planted their crops, the Midianites, Amalekites(DN) and other eastern peoples(DO) invaded the country. They camped on the land and ruined the crops(DP) all the way to Gaza(DQ) and did not spare a living thing for Israel, neither sheep nor cattle nor donkeys. They came up with their livestock and their tents like swarms of locusts.(DR) It was impossible to count them or their camels;(DS) they invaded the land to ravage it. Midian so impoverished the Israelites that they cried out(DT) to the Lord for help.

When the Israelites cried out(DU) to the Lord because of Midian, he sent them a prophet,(DV) who said, “This is what the Lord, the God of Israel, says: I brought you up out of Egypt,(DW) out of the land of slavery.(DX) I rescued you from the hand of the Egyptians. And I delivered you from the hand of all your oppressors;(DY) I drove them out before you and gave you their land.(DZ) 10 I said to you, ‘I am the Lord your God; do not worship(EA) the gods of the Amorites,(EB) in whose land you live.’ But you have not listened to me.”

11 The angel of the Lord(EC) came and sat down under the oak in Ophrah(ED) that belonged to Joash(EE) the Abiezrite,(EF) where his son Gideon(EG) was threshing(EH) wheat in a winepress(EI) to keep it from the Midianites. 12 When the angel of the Lord appeared to Gideon, he said, “The Lord is with you,(EJ) mighty warrior.(EK)

13 “Pardon me, my lord,” Gideon replied, “but if the Lord is with us, why has all this happened to us? Where are all his wonders(EL) that our ancestors told(EM) us about when they said, ‘Did not the Lord bring us up out of Egypt?’ But now the Lord has abandoned(EN) us and given us into the hand of Midian.”

14 The Lord turned to him and said, “Go in the strength you have(EO) and save(EP) Israel out of Midian’s hand. Am I not sending you?”

15 “Pardon me, my lord,” Gideon replied, “but how can I save Israel? My clan(EQ) is the weakest in Manasseh, and I am the least in my family.(ER)

16 The Lord answered, “I will be with you(ES), and you will strike down all the Midianites, leaving none alive.”

17 Gideon replied, “If now I have found favor in your eyes, give me a sign(ET) that it is really you talking to me. 18 Please do not go away until I come back and bring my offering and set it before you.”

And the Lord said, “I will wait until you return.”

19 Gideon went inside, prepared a young goat,(EU) and from an ephah[g](EV) of flour he made bread without yeast. Putting the meat in a basket and its broth in a pot, he brought them out and offered them to him under the oak.(EW)

20 The angel of God said to him, “Take the meat and the unleavened bread, place them on this rock,(EX) and pour out the broth.” And Gideon did so. 21 Then the angel of the Lord touched the meat and the unleavened bread(EY) with the tip of the staff(EZ) that was in his hand. Fire flared from the rock, consuming the meat and the bread. And the angel of the Lord disappeared. 22 When Gideon realized(FA) that it was the angel of the Lord, he exclaimed, “Alas, Sovereign Lord! I have seen the angel of the Lord face to face!”(FB)

23 But the Lord said to him, “Peace! Do not be afraid.(FC) You are not going to die.”(FD)

24 So Gideon built an altar to the Lord there and called(FE) it The Lord Is Peace. To this day it stands in Ophrah(FF) of the Abiezrites.

25 That same night the Lord said to him, “Take the second bull from your father’s herd, the one seven years old.[h] Tear down your father’s altar to Baal and cut down the Asherah pole[i](FG) beside it. 26 Then build a proper kind of[j] altar to the Lord your God on the top of this height. Using the wood of the Asherah pole that you cut down, offer the second[k] bull as a burnt offering.(FH)

27 So Gideon took ten of his servants and did as the Lord told him. But because he was afraid of his family and the townspeople, he did it at night rather than in the daytime.

28 In the morning when the people of the town got up, there was Baal’s altar,(FI) demolished, with the Asherah pole beside it cut down and the second bull sacrificed on the newly built altar!

29 They asked each other, “Who did this?”

When they carefully investigated, they were told, “Gideon son of Joash(FJ) did it.”

30 The people of the town demanded of Joash, “Bring out your son. He must die, because he has broken down Baal’s altar(FK) and cut down the Asherah pole beside it.”

31 But Joash replied to the hostile crowd around him, “Are you going to plead Baal’s cause?(FL) Are you trying to save him? Whoever fights for him shall be put to death by morning! If Baal really is a god, he can defend himself when someone breaks down his altar.” 32 So because Gideon broke down Baal’s altar, they gave him the name Jerub-Baal[l](FM) that day, saying, “Let Baal contend with him.”

33 Now all the Midianites, Amalekites(FN) and other eastern peoples(FO) joined forces and crossed over the Jordan and camped in the Valley of Jezreel.(FP) 34 Then the Spirit of the Lord came on(FQ) Gideon, and he blew a trumpet,(FR) summoning the Abiezrites(FS) to follow him. 35 He sent messengers throughout Manasseh, calling them to arms, and also into Asher,(FT) Zebulun and Naphtali,(FU) so that they too went up to meet them.(FV)

36 Gideon said to God, “If you will save(FW) Israel by my hand as you have promised— 37 look, I will place a wool fleece(FX) on the threshing floor.(FY) If there is dew only on the fleece and all the ground is dry, then I will know(FZ) that you will save Israel by my hand, as you said.” 38 And that is what happened. Gideon rose early the next day; he squeezed the fleece and wrung out the dew—a bowlful of water.

39 Then Gideon said to God, “Do not be angry with me. Let me make just one more request.(GA) Allow me one more test with the fleece, but this time make the fleece dry and let the ground be covered with dew.” 40 That night God did so. Only the fleece was dry; all the ground was covered with dew.(GB)

Footnotes

  1. Judges 4:4 Traditionally judging
  2. Judges 4:11 Or father-in-law
  3. Judges 5:3 Or of
  4. Judges 5:11 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  5. Judges 5:14 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  6. Judges 5:16 Or the campfires; or the saddlebags
  7. Judges 6:19 That is, probably about 36 pounds or about 16 kilograms
  8. Judges 6:25 Or Take a full-grown, mature bull from your father’s herd
  9. Judges 6:25 That is, a wooden symbol of the goddess Asherah; also in verses 26, 28 and 30
  10. Judges 6:26 Or build with layers of stone an
  11. Judges 6:26 Or full-grown; also in verse 28
  12. Judges 6:32 Jerub-Baal probably means let Baal contend.

31 Hann kom nú ofan til Kapernaum, borgar í Galíleu, og kenndi þeim á hvíldardegi.

32 Undruðust menn mjög kenningu hans, því að vald fylgdi orðum hans.

33 Í samkunduhúsinu var maður nokkur, er haldinn var óhreinum, illum anda. Hann æpti hárri röddu:

34 "Æ, hvað vilt þú oss, Jesús frá Nasaret? Ert þú kominn að tortíma oss? Ég veit, hver þú ert, hinn heilagi Guðs."

35 Jesús hastaði þá á hann og mælti: "Þegi þú, og far út af honum." En illi andinn slengdi honum fram fyrir þá og fór út af honum, en varð honum ekki að meini.

36 Felmtri sló á alla, og sögðu þeir hver við annan: "Hvaða orð er þetta? Með valdi og krafti skipar hann óhreinum öndum, og þeir fara."

37 Og orðstír hans barst út til allra staða þar í grennd.

38 Úr samkundunni fór hann í hús Símonar. En tengdamóðir Símonar var altekin sótthita, og báðu þeir hann að hjálpa henni.

39 Hann gekk að, laut yfir hana og hastaði á sótthitann, og fór hann úr henni. En hún reis jafnskjótt á fætur og gekk þeim fyrir beina.

40 Um sólsetur komu allir þeir, er höfðu á sínum vegum sjúklinga haldna ýmsum sjúkdómum, og færðu þá til hans. En hann lagði hendur yfir hvern þeirra og læknaði þá.

41 Þá fóru og illir andar út af mörgum og æptu: "Þú ert sonur Guðs." En hann hastaði á þá og bannaði þeim að tala, því að þeir vissu, að hann var Kristur.

42 Þegar dagur rann, gekk hann burt á óbyggðan stað, en mannfjöldinn leitaði hans. Þeir fundu hann og vildu aftra því, að hann færi frá þeim.

43 En hann sagði við þá: "Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki, því að til þess var ég sendur."

44 Og hann prédikaði í samkundunum í Júdeu.

Read full chapter

Jesus Drives Out an Impure Spirit(A)

31 Then he went down to Capernaum,(B) a town in Galilee, and on the Sabbath he taught the people. 32 They were amazed at his teaching,(C) because his words had authority.(D)

33 In the synagogue there was a man possessed by a demon, an impure spirit. He cried out at the top of his voice, 34 “Go away! What do you want with us,(E) Jesus of Nazareth?(F) Have you come to destroy us? I know who you are(G)—the Holy One of God!”(H)

35 “Be quiet!” Jesus said sternly.(I) “Come out of him!” Then the demon threw the man down before them all and came out without injuring him.

36 All the people were amazed(J) and said to each other, “What words these are! With authority(K) and power he gives orders to impure spirits and they come out!” 37 And the news about him spread throughout the surrounding area.(L)

Jesus Heals Many(M)(N)

38 Jesus left the synagogue and went to the home of Simon. Now Simon’s mother-in-law was suffering from a high fever, and they asked Jesus to help her. 39 So he bent over her and rebuked(O) the fever, and it left her. She got up at once and began to wait on them.

40 At sunset, the people brought to Jesus all who had various kinds of sickness, and laying his hands on each one,(P) he healed them.(Q) 41 Moreover, demons came out of many people, shouting, “You are the Son of God!”(R) But he rebuked(S) them and would not allow them to speak,(T) because they knew he was the Messiah.

42 At daybreak, Jesus went out to a solitary place. The people were looking for him and when they came to where he was, they tried to keep him from leaving them. 43 But he said, “I must proclaim the good news of the kingdom of God(U) to the other towns also, because that is why I was sent.” 44 And he kept on preaching in the synagogues of Judea.(V)

Read full chapter