Add parallel Print Page Options

En Selofhað Hefersson, Gíleaðssonar, Makírssonar, Manassesonar, átti enga sonu, heldur dætur einar, og hétu þær Mahla, Nóa, Hogla, Milka og Tirsa.

Þær gengu fyrir Eleasar prest, Jósúa Núnsson og höfuðsmennina og sögðu: "Drottinn bauð Móse að gefa oss óðal meðal bræðra vorra." Gaf hann þeim þá eftir boði Drottins óðal meðal bræðra föður þeirra.

Komu þá tíu hlutir á Manasse, auk Gíleaðlands og Basans, sem liggja hinumegin Jórdanar,

með því að dætur Manasse fengu óðal meðal sona hans, en Gíleaðland fengu hinir synir Manasse.

Read full chapter