Add parallel Print Page Options

16 Þannig lagði Jósúa undir sig allt þetta land: fjalllendið, allt suðurlandið, allt Gósenland, láglendið, sléttlendið, svo og Ísraelsfjöll og láglendið, sem að þeim liggur,

17 frá Skallabergi, sem liggur upp til Seír, til Baal Gað í Líbanonsdal undir Hermonfjalli. Og öllum konungum þeirra náði hann á sitt vald, vann sigur á þeim og lét drepa þá.

18 Um langa hríð átti Jósúa í orustum við konunga þessa.

19 Engin var sú borg, er friðsamlega gengi Ísraelsmönnum á vald, nema Hevítar, þeir er bjuggu í Gíbeon. Allt unnu þeir með hernaði.

20 Því að það var frá Drottni komið, að hann stælti hjörtu þeirra til að fara í móti Ísrael til bardaga, til þess að þeir yrðu vægðarlaust bannfærðir og gjöreyddir, eins og Drottinn hafði boðið Móse.

21 Í það mund fór og Jósúa og eyddi Anakítum úr fjalllendinu við Hebron, úr Debír, úr Anab og úr öllum Júdafjöllum og úr öllum Ísraelsfjöllum. Jósúa bannfærði þá, ásamt borgum þeirra.

22 Engir Anakítar urðu eftir í landi Ísraelsmanna, aðeins í Gasa, Gat og Asdód urðu nokkrir eftir.

23 Jósúa vann allt landið, öldungis eins og Drottinn hafði boðið Móse, og Jósúa gaf það Ísraelsmönnum til eignar, hverri ættkvísl sinn hluta. Eftir það létti ófriði af landinu.

Read full chapter