Add parallel Print Page Options

Á þriðja degi var brúðkaup í Kana í Galíleu. Móðir Jesú var þar.

Jesú var og boðið til brúðkaupsins og lærisveinum hans.

En er vín þraut segir móðir Jesú við hann: "Þeir hafa ekki vín."

Jesús svarar: "Hvað varðar það mig og þig, kona? Minn tími er ekki enn kominn."

Móðir hans sagði þá við þjónana: "Gjörið það, sem hann kann að segja yður."

Nú voru þar sex vatnsker úr steini samkvæmt reglum Gyðinga um hreinsun, og tók hvert þeirra tvo mæla eða þrjá.

Jesús segir við þá: "Fyllið kerin vatni." Þeir fylltu þau á barma.

Síðan segir hann: "Ausið nú af og færið veislustjóra." Þeir gjörðu svo.

Veislustjóri bragðaði vatnið, sem var orðið vín, og vissi ekki, hvaðan það var, en þjónarnir, sem vatnið höfðu ausið, vissu það. Þá kallaði veislustjóri á brúðgumann

10 og sagði: "Allir menn bera fyrst fram góða vínið og síðan hið lakara, er menn gjörast ölvaðir. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú."

11 Þetta fyrsta tákn sitt gjörði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína, og lærisveinar hans trúðu á hann.

12 Eftir þetta fór hann ofan til Kapernaum ásamt móður sinni, bræðrum og lærisveinum. Þar voru þau nokkra daga.

13 Nú fóru páskar Gyðinga í hönd, og Jesús hélt upp til Jerúsalem.

14 Þar sá hann í helgidóminum þá, er seldu naut, sauði og dúfur, og víxlarana, sem sátu þar.

15 Þá gjörði hann sér svipu úr köðlum og rak alla út úr helgidóminum, líka sauðina og nautin. Hann steypti niður peningum víxlaranna og hratt um borðum þeirra,

16 og við dúfnasalana sagði hann: "Burt með þetta héðan. Gjörið ekki hús föður míns að sölubúð."

17 Lærisveinum hans kom í hug, að ritað er: "Vandlæting vegna húss þíns mun tæra mig upp."

18 Gyðingar sögðu þá við hann: "Hvaða tákn getur þú sýnt oss um það, að þú megir gjöra þetta?"

19 Jesús svaraði þeim: "Brjótið þetta musteri, og ég skal reisa það á þrem dögum."

20 Þá sögðu Gyðingar: "Þetta musteri hefur verið fjörutíu og sex ár í smíðum, og þú ætlar að reisa það á þrem dögum!"

21 En hann var að tala um musteri líkama síns.

22 Þegar hann var risinn upp frá dauðum, minntust lærisveinar hans, að hann hafði sagt þetta, og trúðu ritningunni og orðinu, sem Jesús hafði talað.

23 Meðan hann var í Jerúsalem á páskahátíðinni, fóru margir að trúa á nafn hans, því þeir sáu þau tákn, sem hann gjörði.

24 En Jesús gaf þeim ekki trúnað sinn, því hann þekkti alla.

25 Hann þurfti þess ekki, að neinn bæri öðrum manni vitni; hann vissi sjálfur, hvað í manni býr.

Maður hét Nikódemus, af flokki farísea, ráðsherra meðal Gyðinga.

Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: "Rabbí, vér vitum, að þú ert lærifaðir kominn frá Guði. Enginn getur gjört þessi tákn, sem þú gjörir, nema Guð sé með honum."

Jesús svaraði honum: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju."

Nikódemus segir við hann: "Hvernig getur maður fæðst, þegar hann er orðinn gamall? Skyldi hann geta komist aftur í líf móður sinnar og fæðst?"

Jesús svaraði: "Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur komist inn í Guðs ríki, nema hann fæðist af vatni og anda.

Það sem af holdinu fæðist, er hold, en það sem af andanum fæðist, er andi.

Undrast eigi, að ég segi við þig: Yður ber að fæðast að nýju.

Vindurinn blæs þar sem hann vill, og þú heyrir þyt hans. Samt veistu ekki, hvaðan hann kemur né hvert hann fer. Svo er um þann, sem af andanum er fæddur."

Þá spurði Nikódemus: "Hvernig má þetta verða?"

10 Jesús svaraði honum: "Þú ert lærifaðir í Ísrael og veist ekki þetta?

11 Sannlega, sannlega segi ég þér: Vér tölum um það, sem vér þekkjum, og vitnum um það, sem vér höfum séð, en þér takið ekki á móti vitnisburði vorum.

12 Ef þér trúið eigi, þegar ég ræði við yður jarðnesk efni, hvernig skylduð þér þá trúa, er ég ræði við yður um hin himnesku?

13 Enginn hefur stigið upp til himins, nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn.

14 Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, þannig á Mannssonurinn að verða upp hafinn,

15 svo að hver sem trúir hafi eilíft líf í honum.

16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

17 Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

18 Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.

19 En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond.

20 Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís.

21 En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð."

22 Eftir þetta fór Jesús og lærisveinar hans út í Júdeuhérað. Þar dvaldist hann með þeim og skírði.

23 Jóhannes var líka að skíra í Aínon nálægt Salím, en þar var mikið vatn. Menn komu þangað og létu skírast.

24 Þá var ekki enn búið að varpa Jóhannesi í fangelsi.

25 Nú varð deila um hreinsun milli lærisveina Jóhannesar og Gyðings eins.

26 Þeir komu til Jóhannesar og sögðu við hann: "Rabbí, sá sem var hjá þér handan við Jórdan og þú barst vitni um, hann er að skíra, og allir koma til hans."

27 Jóhannes svaraði þeim: "Enginn getur tekið neitt, nema honum sé gefið það af himni.

28 Þér getið sjálfir vitnað um, að ég sagði: ,Ég er ekki Kristur, heldur er ég sendur á undan honum.`

29 Sá er brúðguminn, sem á brúðina, en vinur brúðgumans, sem stendur hjá og hlýðir á hann, gleðst mjög við rödd hans. Þessi gleði er nú mín að fullu.

30 Hann á að vaxa, en ég að minnka.

31 Sá sem kemur að ofan, er yfir öllum. Sá sem er af jörðu, hann er af jörðu og talar af jörðu. Sá sem kemur af himni, er yfir öllum

32 og vitnar um það, sem hann hefur séð og heyrt, og enginn tekur á móti vitnisburði hans.

33 En sá sem hefur tekið á móti vitnisburði hans, hefur staðfest, að Guð sé sannorður.

34 Sá sem Guð sendi, talar Guðs orð, því ómælt gefur Guð andann.

35 Faðirinn elskar soninn og hefur lagt allt í hönd honum.

36 Sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum, mun ekki sjá líf, heldur varir reiði Guðs yfir honum."

Er Jesús varð þess vís, að farísear hefðu heyrt, að hann fengi fleiri lærisveina og skírði fleiri en Jóhannes,

_ reyndar skírði Jesús ekki sjálfur, heldur lærisveinar hans _

þá hvarf hann brott úr Júdeu og hélt aftur til Galíleu.

Hann varð að fara um Samaríu.

Nú kemur hann til borgar í Samaríu, er Síkar heitir, nálægt þeirri landspildu, sem Jakob gaf Jósef syni sínum.

Þar var Jakobsbrunnur. Jesús var vegmóður, og settist hann þarna við brunninn. Þetta var um hádegisbil.

Samversk kona kemur að sækja vatn. Jesús segir við hana: "Gef mér að drekka."

En lærisveinar hans höfðu farið inn í borgina að kaupa vistir.

Þá segir samverska konan við hann: "Hverju sætir, að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?" [En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja.]

10 Jesús svaraði henni: "Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir, hver sá er, sem segir við þig: ,Gef mér að drekka,` þá mundir þú biðja hann, og hann gæfi þér lifandi vatn."

11 Hún segir við hann: "Herra, þú hefur enga skjólu að ausa með, og brunnurinn er djúpur. Hvaðan hefur þú þetta lifandi vatn?

12 Ertu meiri en Jakob forfaðir vor, sem gaf oss brunninn og drakk sjálfur úr honum og synir hans og fénaður?"

13 Jesús svaraði: "Hvern sem drekkur af þessu vatni mun aftur þyrsta,

14 en hvern sem drekkur af vatninu, er ég gef honum, mun aldrei þyrsta að eilífu. Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs."

15 Þá segir konan við hann: "Herra, gef mér þetta vatn, svo að mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað að ausa."

16 Hann segir við hana: "Farðu, kallaðu á manninn þinn, og komdu hingað."

17 Konan svaraði: "Ég á engan mann." Jesús segir við hana: "Rétt er það, að þú eigir engan mann,

18 því þú hefur átt fimm menn, og sá sem þú átt nú, er ekki þinn maður. Þetta sagðir þú satt."

19 Konan segir við hann: "Herra, nú sé ég, að þú ert spámaður.

20 Feður vorir hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli, en þér segið, að í Jerúsalem sé sá staður, þar sem tilbiðja skuli."

21 Jesús segir við hana: "Trú þú mér, kona. Sú stund kemur, að þér munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem.

22 Þér tilbiðjið það, sem þér þekkið ekki. Vér tilbiðjum það, sem vér þekkjum, því hjálpræðið kemur frá Gyðingum.

23 En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann.

24 Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika."

25 Konan segir við hann: "Ég veit, að Messías kemur _ það er Kristur. Þegar hann kemur, mun hann kunngjöra oss allt."

26 Jesús segir við hana: "Ég er hann, ég sem við þig tala."

27 Í sama bili komu lærisveinar hans og furðuðu sig á því, að hann var að tala við konu. Þó sagði enginn: "Hvað viltu?" eða: "Hvað ertu að tala við hana?"

28 Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn:

29 "Komið og sjáið mann, er sagði mér allt, sem ég hef gjört. Skyldi hann vera Kristur?"

30 Þeir fóru úr borginni og komu til hans.

31 Meðan þessu fór fram, báðu lærisveinarnir hann: "Rabbí, fá þér að eta."

32 Hann svaraði þeim: "Ég hef mat að eta, sem þér vitið ekki um."

33 Þá sögðu lærisveinarnir sín á milli: "Skyldi nokkur hafa fært honum að eta?"

34 Jesús sagði við þá: "Minn matur er að gjöra vilja þess, sem sendi mig, og fullna verk hans.

35 Segið þér ekki: Enn eru fjórir mánuðir, þá kemur uppskeran? En ég segi yður: Lítið upp og horfið á akrana, þeir eru hvítir til uppskeru.

36 Sá sem upp sker, tekur þegar laun og safnar ávexti til eilífs lífs, svo að sá gleðjist, er sáir, og með honum hinn, sem upp sker.

37 Hér sannast orðtakið: Einn sáir, og annar sker upp.

38 Ég sendi yður að skera upp það sem þér hafið ekki unnið við. Aðrir hafa erfiðað, en þér eruð gengnir inn í erfiði þeirra."

39 Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar, sem vitnaði um það, að hann hefði sagt henni allt, sem hún hafði gjört.

40 Þegar því Samverjarnir komu til hans, báðu þeir hann að staldra við hjá sér. Var hann þar um kyrrt tvo daga.

41 Og miklu fleiri tóku trú, þegar þeir heyrðu hann sjálfan.

42 Þeir sögðu við konuna: "Það er ekki lengur sakir orða þinna, að vér trúum, því að vér höfum sjálfir heyrt hann og vitum, að hann er sannarlega frelsari heimsins."

43 Eftir þessa tvo daga fór hann þaðan til Galíleu.

44 En sjálfur hafði Jesús sagt, að spámaður væri ekki metinn í föðurlandi sínu.

45 Þegar hann kom nú til Galíleu, tóku Galíleumenn honum vel, þar eð þeir höfðu séð allt sem hann gjörði á hátíðinni í Jerúsalem, enda höfðu þeir sjálfir sótt hátíðina.

46 Nú kom hann aftur til Kana í Galíleu, þar sem hann hafði gjört vatn að víni. Í Kapernaum var konungsmaður nokkur, sem átti sjúkan son.

47 Þegar hann frétti, að Jesús væri kominn frá Júdeu til Galíleu, fór hann til hans og bað hann að koma niður eftir og lækna son sinn. En hann var dauðvona.

48 Þá sagði Jesús við hann: "Þér trúið ekki, nema þér sjáið tákn og stórmerki."

49 Konungsmaður bað hann: "Herra, kom þú áður en barnið mitt andast."

50 Jesús svaraði: "Far þú, sonur þinn lifir." Maðurinn trúði því orði, sem Jesús mælti til hans, og fór af stað.

51 En meðan hann var á leiðinni ofan eftir, mættu honum þjónar hans og sögðu, að sonur hans væri á lífi.

52 Hann spurði þá, hvenær honum hefði farið að létta, og þeir svöruðu: "Í gær upp úr hádegi fór hitinn úr honum."

53 Þá sá faðirinn, að það var á þeirri stundu, þegar Jesús hafði sagt við hann: "Sonur þinn lifir." Og hann tók trú og allt hans heimafólk.

54 Þetta var annað táknið, sem Jesús gjörði, þegar hann kom frá Júdeu til Galíleu.

Jesus Changes Water Into Wine

On the third day a wedding took place at Cana in Galilee.(A) Jesus’ mother(B) was there, and Jesus and his disciples had also been invited to the wedding. When the wine was gone, Jesus’ mother said to him, “They have no more wine.”

“Woman,[a](C) why do you involve me?”(D) Jesus replied. “My hour(E) has not yet come.”

His mother said to the servants, “Do whatever he tells you.”(F)

Nearby stood six stone water jars, the kind used by the Jews for ceremonial washing,(G) each holding from twenty to thirty gallons.[b]

Jesus said to the servants, “Fill the jars with water”; so they filled them to the brim.

Then he told them, “Now draw some out and take it to the master of the banquet.”

They did so, and the master of the banquet tasted the water that had been turned into wine.(H) He did not realize where it had come from, though the servants who had drawn the water knew. Then he called the bridegroom aside 10 and said, “Everyone brings out the choice wine first and then the cheaper wine after the guests have had too much to drink; but you have saved the best till now.”

11 What Jesus did here in Cana of Galilee was the first of the signs(I) through which he revealed his glory;(J) and his disciples believed in him.(K)

12 After this he went down to Capernaum(L) with his mother(M) and brothers(N) and his disciples. There they stayed for a few days.

Jesus Clears the Temple Courts(O)

13 When it was almost time for the Jewish Passover,(P) Jesus went up to Jerusalem.(Q) 14 In the temple courts he found people selling cattle, sheep and doves,(R) and others sitting at tables exchanging money.(S) 15 So he made a whip out of cords, and drove all from the temple courts, both sheep and cattle; he scattered the coins of the money changers and overturned their tables. 16 To those who sold doves he said, “Get these out of here! Stop turning my Father’s house(T) into a market!” 17 His disciples remembered that it is written: “Zeal for your house will consume me.”[c](U)

18 The Jews(V) then responded to him, “What sign(W) can you show us to prove your authority to do all this?”(X)

19 Jesus answered them, “Destroy this temple, and I will raise it again in three days.”(Y)

20 They replied, “It has taken forty-six years to build this temple, and you are going to raise it in three days?” 21 But the temple he had spoken of was his body.(Z) 22 After he was raised from the dead, his disciples recalled what he had said.(AA) Then they believed the scripture(AB) and the words that Jesus had spoken.

23 Now while he was in Jerusalem at the Passover Festival,(AC) many people saw the signs(AD) he was performing and believed(AE) in his name.[d] 24 But Jesus would not entrust himself to them, for he knew all people. 25 He did not need any testimony about mankind,(AF) for he knew what was in each person.(AG)

Jesus Teaches Nicodemus

Now there was a Pharisee, a man named Nicodemus(AH) who was a member of the Jewish ruling council.(AI) He came to Jesus at night and said, “Rabbi,(AJ) we know(AK) that you are a teacher who has come from God. For no one could perform the signs(AL) you are doing if God were not with him.”(AM)

Jesus replied, “Very truly I tell you, no one can see the kingdom of God unless they are born again.[e](AN)

“How can someone be born when they are old?” Nicodemus asked. “Surely they cannot enter a second time into their mother’s womb to be born!”

Jesus answered, “Very truly I tell you, no one can enter the kingdom of God unless they are born of water and the Spirit.(AO) Flesh gives birth to flesh, but the Spirit[f] gives birth to spirit.(AP) You should not be surprised at my saying, ‘You[g] must be born again.’ The wind blows wherever it pleases. You hear its sound, but you cannot tell where it comes from or where it is going. So it is with everyone born of the Spirit.”[h](AQ)

“How can this be?”(AR) Nicodemus asked.

10 “You are Israel’s teacher,”(AS) said Jesus, “and do you not understand these things? 11 Very truly I tell you, we speak of what we know,(AT) and we testify to what we have seen, but still you people do not accept our testimony.(AU) 12 I have spoken to you of earthly things and you do not believe; how then will you believe if I speak of heavenly things? 13 No one has ever gone into heaven(AV) except the one who came from heaven(AW)—the Son of Man.[i](AX) 14 Just as Moses lifted up the snake in the wilderness,(AY) so the Son of Man must be lifted up,[j](AZ) 15 that everyone who believes(BA) may have eternal life in him.”[k](BB)

16 For God so loved(BC) the world that he gave(BD) his one and only Son,(BE) that whoever believes(BF) in him shall not perish but have eternal life.(BG) 17 For God did not send his Son into the world(BH) to condemn the world, but to save the world through him.(BI) 18 Whoever believes in him is not condemned,(BJ) but whoever does not believe stands condemned already because they have not believed in the name of God’s one and only Son.(BK) 19 This is the verdict: Light(BL) has come into the world, but people loved darkness instead of light because their deeds were evil.(BM) 20 Everyone who does evil hates the light, and will not come into the light for fear that their deeds will be exposed.(BN) 21 But whoever lives by the truth comes into the light, so that it may be seen plainly that what they have done has been done in the sight of God.

John Testifies Again About Jesus

22 After this, Jesus and his disciples went out into the Judean countryside, where he spent some time with them, and baptized.(BO) 23 Now John(BP) also was baptizing at Aenon near Salim, because there was plenty of water, and people were coming and being baptized. 24 (This was before John was put in prison.)(BQ) 25 An argument developed between some of John’s disciples and a certain Jew over the matter of ceremonial washing.(BR) 26 They came to John and said to him, “Rabbi,(BS) that man who was with you on the other side of the Jordan—the one you testified(BT) about—look, he is baptizing, and everyone is going to him.”

27 To this John replied, “A person can receive only what is given them from heaven. 28 You yourselves can testify that I said, ‘I am not the Messiah but am sent ahead of him.’(BU) 29 The bride belongs to the bridegroom.(BV) The friend who attends the bridegroom waits and listens for him, and is full of joy when he hears the bridegroom’s voice. That joy is mine, and it is now complete.(BW) 30 He must become greater; I must become less.”[l]

31 The one who comes from above(BX) is above all; the one who is from the earth belongs to the earth, and speaks as one from the earth.(BY) The one who comes from heaven is above all. 32 He testifies to what he has seen and heard,(BZ) but no one accepts his testimony.(CA) 33 Whoever has accepted it has certified that God is truthful. 34 For the one whom God has sent(CB) speaks the words of God, for God[m] gives the Spirit(CC) without limit. 35 The Father loves the Son and has placed everything in his hands.(CD) 36 Whoever believes in the Son has eternal life,(CE) but whoever rejects the Son will not see life, for God’s wrath remains on them.

Jesus Talks With a Samaritan Woman

Now Jesus learned that the Pharisees had heard that he was gaining and baptizing more disciples than John(CF) although in fact it was not Jesus who baptized, but his disciples. So he left Judea(CG) and went back once more to Galilee.

Now he had to go through Samaria.(CH) So he came to a town in Samaria called Sychar, near the plot of ground Jacob had given to his son Joseph.(CI) Jacob’s well was there, and Jesus, tired as he was from the journey, sat down by the well. It was about noon.

When a Samaritan woman came to draw water, Jesus said to her, “Will you give me a drink?”(CJ) (His disciples had gone into the town(CK) to buy food.)

The Samaritan woman said to him, “You are a Jew and I am a Samaritan(CL) woman. How can you ask me for a drink?” (For Jews do not associate with Samaritans.[n])

10 Jesus answered her, “If you knew the gift of God and who it is that asks you for a drink, you would have asked him and he would have given you living water.”(CM)

11 “Sir,” the woman said, “you have nothing to draw with and the well is deep. Where can you get this living water? 12 Are you greater than our father Jacob, who gave us the well(CN) and drank from it himself, as did also his sons and his livestock?”

13 Jesus answered, “Everyone who drinks this water will be thirsty again, 14 but whoever drinks the water I give them will never thirst.(CO) Indeed, the water I give them will become in them a spring of water(CP) welling up to eternal life.”(CQ)

15 The woman said to him, “Sir, give me this water so that I won’t get thirsty(CR) and have to keep coming here to draw water.”

16 He told her, “Go, call your husband and come back.”

17 “I have no husband,” she replied.

Jesus said to her, “You are right when you say you have no husband. 18 The fact is, you have had five husbands, and the man you now have is not your husband. What you have just said is quite true.”

19 “Sir,” the woman said, “I can see that you are a prophet.(CS) 20 Our ancestors worshiped on this mountain,(CT) but you Jews claim that the place where we must worship is in Jerusalem.”(CU)

21 “Woman,” Jesus replied, “believe me, a time is coming(CV) when you will worship the Father neither on this mountain nor in Jerusalem.(CW) 22 You Samaritans worship what you do not know;(CX) we worship what we do know, for salvation is from the Jews.(CY) 23 Yet a time is coming and has now come(CZ) when the true worshipers will worship the Father in the Spirit(DA) and in truth, for they are the kind of worshipers the Father seeks. 24 God is spirit,(DB) and his worshipers must worship in the Spirit and in truth.”

25 The woman said, “I know that Messiah” (called Christ)(DC) “is coming. When he comes, he will explain everything to us.”

26 Then Jesus declared, “I, the one speaking to you—I am he.”(DD)

The Disciples Rejoin Jesus

27 Just then his disciples returned(DE) and were surprised to find him talking with a woman. But no one asked, “What do you want?” or “Why are you talking with her?”

28 Then, leaving her water jar, the woman went back to the town and said to the people, 29 “Come, see a man who told me everything I ever did.(DF) Could this be the Messiah?”(DG) 30 They came out of the town and made their way toward him.

31 Meanwhile his disciples urged him, “Rabbi,(DH) eat something.”

32 But he said to them, “I have food to eat(DI) that you know nothing about.”

33 Then his disciples said to each other, “Could someone have brought him food?”

34 “My food,” said Jesus, “is to do the will(DJ) of him who sent me and to finish his work.(DK) 35 Don’t you have a saying, ‘It’s still four months until harvest’? I tell you, open your eyes and look at the fields! They are ripe for harvest.(DL) 36 Even now the one who reaps draws a wage and harvests(DM) a crop for eternal life,(DN) so that the sower and the reaper may be glad together. 37 Thus the saying ‘One sows and another reaps’(DO) is true. 38 I sent you to reap what you have not worked for. Others have done the hard work, and you have reaped the benefits of their labor.”

Many Samaritans Believe

39 Many of the Samaritans from that town(DP) believed in him because of the woman’s testimony, “He told me everything I ever did.”(DQ) 40 So when the Samaritans came to him, they urged him to stay with them, and he stayed two days. 41 And because of his words many more became believers.

42 They said to the woman, “We no longer believe just because of what you said; now we have heard for ourselves, and we know that this man really is the Savior of the world.”(DR)

Jesus Heals an Official’s Son

43 After the two days(DS) he left for Galilee. 44 (Now Jesus himself had pointed out that a prophet has no honor in his own country.)(DT) 45 When he arrived in Galilee, the Galileans welcomed him. They had seen all that he had done in Jerusalem at the Passover Festival,(DU) for they also had been there.

46 Once more he visited Cana in Galilee, where he had turned the water into wine.(DV) And there was a certain royal official whose son lay sick at Capernaum. 47 When this man heard that Jesus had arrived in Galilee from Judea,(DW) he went to him and begged him to come and heal his son, who was close to death.

48 “Unless you people see signs and wonders,”(DX) Jesus told him, “you will never believe.”

49 The royal official said, “Sir, come down before my child dies.”

50 “Go,” Jesus replied, “your son will live.”

The man took Jesus at his word and departed. 51 While he was still on the way, his servants met him with the news that his boy was living. 52 When he inquired as to the time when his son got better, they said to him, “Yesterday, at one in the afternoon, the fever left him.”

53 Then the father realized that this was the exact time at which Jesus had said to him, “Your son will live.” So he and his whole household(DY) believed.

54 This was the second sign(DZ) Jesus performed after coming from Judea to Galilee.

Footnotes

  1. John 2:4 The Greek for Woman does not denote any disrespect.
  2. John 2:6 Or from about 75 to about 115 liters
  3. John 2:17 Psalm 69:9
  4. John 2:23 Or in him
  5. John 3:3 The Greek for again also means from above; also in verse 7.
  6. John 3:6 Or but spirit
  7. John 3:7 The Greek is plural.
  8. John 3:8 The Greek for Spirit is the same as that for wind.
  9. John 3:13 Some manuscripts Man, who is in heaven
  10. John 3:14 The Greek for lifted up also means exalted.
  11. John 3:15 Some interpreters end the quotation with verse 21.
  12. John 3:30 Some interpreters end the quotation with verse 36.
  13. John 3:34 Greek he
  14. John 4:9 Or do not use dishes Samaritans have used