Add parallel Print Page Options

30 En nú hlæja þeir að mér, sem yngri eru en ég, mundi ég þó ekki hafa virt feður þeirra þess að setja þá hjá fjárhundum mínum.

Hvað hefði og kraftur handa þeirra stoðað mig, þar sem þeir aldrei verða fullþroska?

Þeir eru örmagna af skorti og hungri, naga þurrt landið, sem í gær var auðn og eyðimörk.

Þeir reyta hrímblöðku hjá runnunum, og gýfilrætur er fæða þeirra.

Þeir eru flæmdir úr félagi manna, menn æpa að þeim eins og að þjóf,

svo að þeir verða að hafast við í hræðilegum gjám, í jarðholum og berghellum.

Milli runnanna rymja þeir, og undir netlunum safnast þeir saman,

guðlaust og ærulaust kyn, útreknir úr landinu.

Og nú er ég orðinn þeim að háðkvæði og orðinn umtalsefni þeirra.

10 Þeir hafa andstyggð á mér, koma ekki nærri mér og hlífast jafnvel ekki við að hrækja framan í mig.

11 Þar sem Guð hefir leyst streng sinn og beygt mig, þá sleppa þeir og beislinu fram af sér gagnvart mér.

12 Mér til hægri handar vex hyski þeirra upp, fótum mínum hrinda þeir frá sér og leggja glötunarbrautir sínar gegn mér.

13 Þeir hafa rifið upp stig minn, að falli mínu styðja þeir, sem engan hjálparmann eiga.

14 Þeir koma sem inn um vítt múrskarð, velta sér áfram innan um rústir.

15 Skelfingar hafa snúist móti mér, tign mín er ofsótt eins og af stormi, og gæfa mín er horfin eins og ský.

16 Og nú rennur sála mín sundur í tárum, eymdardagar halda mér föstum.

17 Nóttin nístir bein mín, svo að þau losna frá mér, og hinar nagandi kvalir mínar hvílast ekki.

18 Fyrir mikilleik máttar hans er klæðnaður minn aflagaður, hann lykur fast um mig, eins og hálsmál kyrtils míns.

19 Guð hefir kastað mér ofan í saurinn, svo að ég er orðinn eins og mold og aska.

20 Ég hrópa til þín, en þú svarar ekki, ég stend þarna, en þú starir á mig.

21 Þú ert orðinn grimmur við mig, með krafti handar þinnar ofsækir þú mig.

22 Þú lyftir mér upp á vindinn, lætur mig þeytast áfram, og þú lætur mig farast í stormgný.

23 Því að ég veit, að þú vilt leiða mig til Heljar, í samkomustað allra þeirra er lifa.

24 En _ rétta menn ekki út höndina, þegar allt hrynur? eða hrópa menn ekki á hjálp, þegar þeir eru að farast?

25 Eða grét ég ekki yfir þeim, sem átti illa daga, og hryggðist ekki sál mín vegna fátæklingsins?

26 Já, ég bjóst við góðu, en þá kom illt, vænti ljóss, en þá kom myrkur.

27 Það sýður í innýflum mínum án afláts, eymdardagar eru yfir mig komnir.

28 Svartur geng ég um, þó ekki af sólarhita, ég stend upp, í söfnuðinum hrópa ég á hjálp.

29 Ég er orðinn bróðir sjakalanna og félagi strútsfuglanna.

30 Hörund mitt er orðið svart og flagnar af mér, og bein mín eru brunnin af hita.

31 Og fyrir því varð gígja mín að gráti og hjarðpípa mín að harmakveini.

31 Ég hafði gjört sáttmála við augu mín; hvernig hefði ég þá átt að líta til yngismeyjar?

Og hvert væri þá hlutskiptið frá Guði hér að ofan og arfleifðin frá hinum Almáttka af hæðum?

Er það ekki glötun fyrir glæpamanninn og ógæfa fyrir þá, er illt fremja?

Sér hann ekki vegu mína, og telur hann ekki öll mín spor?

Hafi ég gengið með lyginni og fótur minn hraðað sér til svika _

vegi Guð mig á rétta vog, til þess að hann viðurkenni sakleysi mitt! _

hafi spor mín vikið af leið, hjarta mitt farið eftir fýsn augna minna og flekkur loðað við hendur mínar,

þá eti annar það, sem ég sái, og frjóangar mínir verði rifnir upp með rótum.

Hafi hjarta mitt látið ginnast vegna einhverrar konu, og hafi ég staðið á hleri við dyr náunga míns,

10 þá mali kona mín fyrir annan, og aðrir menn leggist með henni.

11 Því að slíkt væri óhæfa og glæpur, sem dómurum ber að hegna fyrir,

12 því að það væri eldur, sem eyðir ofan í undirdjúpin og hlyti að uppræta allar eigur mínar.

13 Hafi ég lítilsvirt rétt þjóns míns eða þernu minnar, þá er þau áttu í deilu við mig,

14 hvað ætti ég þá að gjöra, þegar Guð risi upp, og hverju svara honum, þegar hann rannsakaði?

15 Hefir eigi sá er mig skóp, skapað þjón minn í móðurlífi, og hefir ekki hinn sami myndað okkur í móðurkviði?

16 Hafi ég synjað fátækum bónar og látið augu ekkjunnar daprast,

17 hafi ég etið bitann minn einn; og munaðarleysinginn ekkert fengið af honum _

18 nei, frá barnæsku minni hefir hann vaxið upp hjá mér sem hjá föður og frá móðurlífi hefi ég leitt hann _

19 hafi ég séð aumingja klæðlausan og snauðan mann ábreiðulausan,

20 hafi lendar hans ekki blessað mig og hafi honum ekki hitnað við ullina af sauðum mínum;

21 hafi ég reitt hnefann að munaðarleysingjanum, af því að ég sá mér liðsvon í borgarhliðinu,

22 þá detti axlir mínar frá herðunum og handleggur minn brotni úr axlarliðnum.

23 Því að glötunin frá Guði var mér skelfileg, og gegn hátign hans megna ég ekkert.

24 Hafi ég gjört gullið að athvarfi mínu og nefnt skíragullið fulltrúa minn,

25 hafi ég glaðst yfir því, að auður minn var mikill og að hönd mín aflaði svo ríkulega,

26 hafi ég horft á sólina, hversu hún skein, og á tunglið, hversu dýrlega það óð áfram,

27 og hafi hjarta mitt þá látið tælast í leynum, svo að ég bæri hönd að munni og kyssti hana,

28 það hefði líka verið hegningarverð synd, því að þá hefði ég afneitað Guði á hæðum.

29 Hafi ég glaðst yfir óförum fjandmanns míns og hlakkað yfir því, að ógæfa kom yfir hann _

30 nei, aldrei hefi ég leyft munni mínum svo að syndga að ég með formælingum óskaði dauða hans.

31 Hafa ekki heimilismenn mínir sagt: "Hvenær hefir nokkur farið ósaddur frá borði hans?"

32 ég lét ekki aðkomumann nátta á bersvæði, heldur opnaði ég dyr mínar fyrir ferðamanninum.

33 Hafi ég hulið yfirsjónir mínar, eins og menn gjöra, og falið misgjörð mína í brjósti mínu,

34 af því að ég hræddist mannfjöldann, og af því að fyrirlitning ættanna fældi mig, svo að ég hafði hægt um mig og fór ekki út fyrir dyr,

35 Ó að ég hefði þann, er hlusta vildi á mig! Hér er undirskrift mín _ hinn Almáttki svari mér! Sá sem mig ákærir, skrifi sitt ákæruskjal!

36 Vissulega skyldi ég bera það á öxlinni, binda það sem höfuðsveig um ennið,

37 ég skyldi segja Guði frá hverju spori mínu og ganga sem höfðingi fram fyrir hann! Hér enda ræður Jobs.

38 hafi akurland mitt hrópað undan mér og öll plógför þess grátið,

39 hafi ég etið gróður þess endurgjaldslaust og slökkt líf eiganda þess,

40 þá spretti þyrnar upp í stað hveitis og illgresi í stað byggs.

30 “But now they mock me,(A)
    men younger than I,
whose fathers I would have disdained
    to put with my sheep dogs.(B)
Of what use was the strength of their hands to me,
    since their vigor had gone from them?
Haggard from want and hunger,
    they roamed[a] the parched land(C)
    in desolate wastelands(D) at night.(E)
In the brush they gathered salt herbs,(F)
    and their food[b] was the root of the broom bush.(G)
They were banished from human society,
    shouted at as if they were thieves.
They were forced to live in the dry stream beds,
    among the rocks and in holes in the ground.(H)
They brayed(I) among the bushes(J)
    and huddled in the undergrowth.
A base and nameless brood,(K)
    they were driven out of the land.(L)

“And now those young men mock me(M) in song;(N)
    I have become a byword(O) among them.
10 They detest me(P) and keep their distance;
    they do not hesitate to spit in my face.(Q)
11 Now that God has unstrung my bow(R) and afflicted me,(S)
    they throw off restraint(T) in my presence.
12 On my right(U) the tribe[c] attacks;
    they lay snares(V) for my feet,(W)
    they build their siege ramps against me.(X)
13 They break up my road;(Y)
    they succeed in destroying me.(Z)
    ‘No one can help him,’ they say.
14 They advance as through a gaping breach;(AA)
    amid the ruins they come rolling in.
15 Terrors(AB) overwhelm me;(AC)
    my dignity is driven away as by the wind,
    my safety vanishes like a cloud.(AD)

16 “And now my life ebbs away;(AE)
    days of suffering grip me.(AF)
17 Night pierces my bones;
    my gnawing pains never rest.(AG)
18 In his great power(AH) God becomes like clothing to me[d];
    he binds me like the neck of my garment.
19 He throws me into the mud,(AI)
    and I am reduced to dust and ashes.(AJ)

20 “I cry out to you,(AK) God, but you do not answer;(AL)
    I stand up, but you merely look at me.
21 You turn on me ruthlessly;(AM)
    with the might of your hand(AN) you attack me.(AO)
22 You snatch me up and drive me before the wind;(AP)
    you toss me about in the storm.(AQ)
23 I know you will bring me down to death,(AR)
    to the place appointed for all the living.(AS)

24 “Surely no one lays a hand on a broken man(AT)
    when he cries for help in his distress.(AU)
25 Have I not wept for those in trouble?(AV)
    Has not my soul grieved for the poor?(AW)
26 Yet when I hoped for good, evil came;
    when I looked for light, then came darkness.(AX)
27 The churning inside me never stops;(AY)
    days of suffering confront me.(AZ)
28 I go about blackened,(BA) but not by the sun;
    I stand up in the assembly and cry for help.(BB)
29 I have become a brother of jackals,(BC)
    a companion of owls.(BD)
30 My skin grows black(BE) and peels;(BF)
    my body burns with fever.(BG)
31 My lyre is tuned to mourning,(BH)
    and my pipe(BI) to the sound of wailing.

31 “I made a covenant with my eyes(BJ)
    not to look lustfully at a young woman.(BK)
For what is our lot(BL) from God above,
    our heritage from the Almighty on high?(BM)
Is it not ruin(BN) for the wicked,
    disaster(BO) for those who do wrong?(BP)
Does he not see my ways(BQ)
    and count my every step?(BR)

“If I have walked with falsehood
    or my foot has hurried after deceit(BS)
let God weigh me(BT) in honest scales(BU)
    and he will know that I am blameless(BV)
if my steps have turned from the path,(BW)
    if my heart has been led by my eyes,
    or if my hands(BX) have been defiled,(BY)
then may others eat what I have sown,(BZ)
    and may my crops be uprooted.(CA)

“If my heart has been enticed(CB) by a woman,(CC)
    or if I have lurked at my neighbor’s door,
10 then may my wife grind(CD) another man’s grain,
    and may other men sleep with her.(CE)
11 For that would have been wicked,(CF)
    a sin to be judged.(CG)
12 It is a fire(CH) that burns to Destruction[e];(CI)
    it would have uprooted my harvest.(CJ)

13 “If I have denied justice to any of my servants,(CK)
    whether male or female,
    when they had a grievance against me,(CL)
14 what will I do when God confronts me?(CM)
    What will I answer when called to account?(CN)
15 Did not he who made me in the womb make them?(CO)
    Did not the same one form us both within our mothers?(CP)

16 “If I have denied the desires of the poor(CQ)
    or let the eyes of the widow(CR) grow weary,(CS)
17 if I have kept my bread to myself,
    not sharing it with the fatherless(CT)
18 but from my youth I reared them as a father would,
    and from my birth I guided the widow(CU)
19 if I have seen anyone perishing for lack of clothing,(CV)
    or the needy(CW) without garments,
20 and their hearts did not bless me(CX)
    for warming them with the fleece(CY) from my sheep,
21 if I have raised my hand against the fatherless,(CZ)
    knowing that I had influence in court,(DA)
22 then let my arm fall from the shoulder,
    let it be broken off at the joint.(DB)
23 For I dreaded destruction from God,(DC)
    and for fear of his splendor(DD) I could not do such things.(DE)

24 “If I have put my trust in gold(DF)
    or said to pure gold, ‘You are my security,’(DG)
25 if I have rejoiced over my great wealth,(DH)
    the fortune my hands had gained,(DI)
26 if I have regarded the sun(DJ) in its radiance
    or the moon(DK) moving in splendor,
27 so that my heart was secretly enticed(DL)
    and my hand offered them a kiss of homage,(DM)
28 then these also would be sins to be judged,(DN)
    for I would have been unfaithful to God on high.(DO)

29 “If I have rejoiced at my enemy’s misfortune(DP)
    or gloated over the trouble that came to him(DQ)
30 I have not allowed my mouth to sin
    by invoking a curse against their life(DR)
31 if those of my household have never said,
    ‘Who has not been filled with Job’s meat?’(DS)
32 but no stranger had to spend the night in the street,
    for my door was always open to the traveler(DT)
33 if I have concealed(DU) my sin as people do,[f]
    by hiding(DV) my guilt in my heart
34 because I so feared the crowd(DW)
    and so dreaded the contempt of the clans
    that I kept silent(DX) and would not go outside—

35 (“Oh, that I had someone to hear me!(DY)
    I sign now my defense—let the Almighty answer me;
    let my accuser(DZ) put his indictment in writing.
36 Surely I would wear it on my shoulder,(EA)
    I would put it on like a crown.(EB)
37 I would give him an account of my every step;(EC)
    I would present it to him as to a ruler.(ED))—

38 “if my land cries out against me(EE)
    and all its furrows are wet(EF) with tears,
39 if I have devoured its yield without payment(EG)
    or broken the spirit of its tenants,(EH)
40 then let briers(EI) come up instead of wheat
    and stinkweed(EJ) instead of barley.”

The words of Job are ended.(EK)

Footnotes

  1. Job 30:3 Or gnawed
  2. Job 30:4 Or fuel
  3. Job 30:12 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  4. Job 30:18 Hebrew; Septuagint power he grasps my clothing
  5. Job 31:12 Hebrew Abaddon
  6. Job 31:33 Or as Adam did

26 Bræður, niðjar Abrahams, og aðrir yðar á meðal, sem óttist Guð, oss er sent orð þessa hjálpræðis.

27 Þeir, sem í Jerúsalem búa, og höfðingjar þeirra þekktu hann eigi né skildu orð spámannanna, sem upp eru lesin hvern hvíldardag, en uppfylltu þau með því að dæma hann.

28 Þótt þeir fyndu enga dauðasök hjá honum, báðu þeir Pílatus að láta lífláta hann.

29 En er þeir höfðu fullnað allt, sem um hann var ritað, tóku þeir hann ofan af krossinum og lögðu í gröf.

30 En Guð vakti hann frá dauðum.

31 Marga daga birtist hann þeim, sem með honum fóru frá Galíleu upp til Jerúsalem, og eru þeir nú vottar hans hjá fólkinu.

32 Og vér flytjum yður þau gleðiboð,

33 að fyrirheitið, sem Guð gaf feðrum vorum, hefur hann efnt við oss börn þeirra með því að reisa Jesú upp. Svo er ritað í öðrum sálminum: Þú ert sonur minn, í dag hef ég fætt þig.

34 En um það, að hann reisti hann frá dauðum, svo að hann hverfur aldrei aftur í greipar dauðans, hefur hann talað þannig: Yður mun ég veita heilögu, óbrigðulu fyrirheitin, sem Davíð voru gefin.

35 Á öðrum stað segir: Eigi munt þú láta þinn heilaga verða rotnun að bráð.

36 Davíð þjónaði sinni kynslóð að Guðs ráði. Síðan sofnaði hann, safnaðist til feðra sinna og varð rotnun að bráð.

37 En sá, sem Guð uppvakti, varð ekki rotnun að bráð.

38 Það skuluð þér því vita, bræður, að yður er fyrir hann boðuð fyrirgefning syndanna

39 og að sérhver, er trúir, réttlætist í honum af öllu því, er lögmál Móse gat ekki réttlætt yður af.

40 Gætið nú þess, að eigi komi það yfir yður, sem sagt er hjá spámönnunum:

41 Sjáið, þér spottarar, undrist, og verðið að engu, því að verk vinn ég á dögum yðar, verk, sem þér alls ekki munduð trúa, þótt einhver segði yður frá því."

42 Þegar þeir gengu út, báðu menn um, að mál þetta yrði rætt við þá aftur næsta hvíldardag.

43 Og er samkomunni var slitið, fylgdu margir Gyðingar og guðræknir menn, sem tekið höfðu trú Gyðinga, þeim Páli og Barnabasi. En þeir töluðu við þá og brýndu fyrir þeim að halda sér fast við náð Guðs.

44 Næsta hvíldardag komu nálega allir bæjarmenn saman til að heyra orð Drottins.

45 En er Gyðingar litu mannfjöldann, fylltust þeir ofstæki og mæltu gegn orðum Páls með guðlasti.

46 Páll og Barnabas svöruðu þá einarðlega: "Svo hlaut að vera, að orð Guðs væri fyrst flutt yður. Þar sem þér nú vísið því á bug og metið sjálfa yður ekki verða eilífs lífs, þá snúum vér oss nú til heiðingjanna.

47 Því að svo hefur Drottinn boðið oss: Ég hef sett þig til að vera ljós heiðinna þjóða, að þú sért hjálpræði allt til endimarka jarðar."

48 En er heiðingjar heyrðu þetta, glöddust þeir og vegsömuðu orð Guðs, og allir þeir, sem ætlaðir voru til eilífs lífs, tóku trú.

49 Og orð Drottins breiddist út um allt héraðið.

50 En Gyðingar æstu upp guðræknar hefðarkonur og fyrirmenn borgarinnar og vöktu ofsókn gegn Páli og Barnabasi og ráku þá burt úr byggðum sínum.

51 En þeir hristu dustið af fótum sér móti þeim og fóru til Íkóníum.

52 En lærisveinarnir voru fylltir fögnuði og heilögum anda.

Read full chapter

26 “Fellow children of Abraham(A) and you God-fearing Gentiles, it is to us that this message of salvation(B) has been sent. 27 The people of Jerusalem and their rulers did not recognize Jesus,(C) yet in condemning him they fulfilled the words of the prophets(D) that are read every Sabbath. 28 Though they found no proper ground for a death sentence, they asked Pilate to have him executed.(E) 29 When they had carried out all that was written about him,(F) they took him down from the cross(G) and laid him in a tomb.(H) 30 But God raised him from the dead,(I) 31 and for many days he was seen by those who had traveled with him from Galilee to Jerusalem.(J) They are now his witnesses(K) to our people.

32 “We tell you the good news:(L) What God promised our ancestors(M) 33 he has fulfilled for us, their children, by raising up Jesus.(N) As it is written in the second Psalm:

“‘You are my son;
    today I have become your father.’[a](O)

34 God raised him from the dead so that he will never be subject to decay. As God has said,

“‘I will give you the holy and sure blessings promised to David.’[b](P)

35 So it is also stated elsewhere:

“‘You will not let your holy one see decay.’[c](Q)

36 “Now when David had served God’s purpose in his own generation, he fell asleep;(R) he was buried with his ancestors(S) and his body decayed. 37 But the one whom God raised from the dead(T) did not see decay.

38 “Therefore, my friends, I want you to know that through Jesus the forgiveness of sins is proclaimed to you.(U) 39 Through him everyone who believes(V) is set free from every sin, a justification you were not able to obtain under the law of Moses.(W) 40 Take care that what the prophets have said does not happen to you:

41 “‘Look, you scoffers,
    wonder and perish,
for I am going to do something in your days
    that you would never believe,
    even if someone told you.’[d](X)

42 As Paul and Barnabas were leaving the synagogue,(Y) the people invited them to speak further about these things on the next Sabbath. 43 When the congregation was dismissed, many of the Jews and devout converts to Judaism followed Paul and Barnabas, who talked with them and urged them to continue in the grace of God.(Z)

44 On the next Sabbath almost the whole city gathered to hear the word of the Lord. 45 When the Jews saw the crowds, they were filled with jealousy. They began to contradict what Paul was saying(AA) and heaped abuse(AB) on him.

46 Then Paul and Barnabas answered them boldly: “We had to speak the word of God to you first.(AC) Since you reject it and do not consider yourselves worthy of eternal life, we now turn to the Gentiles.(AD) 47 For this is what the Lord has commanded us:

“‘I have made you[e] a light for the Gentiles,(AE)
    that you[f] may bring salvation to the ends of the earth.’[g](AF)

48 When the Gentiles heard this, they were glad and honored the word of the Lord;(AG) and all who were appointed for eternal life believed.

49 The word of the Lord(AH) spread through the whole region. 50 But the Jewish leaders incited the God-fearing women of high standing and the leading men of the city. They stirred up persecution against Paul and Barnabas, and expelled them from their region.(AI) 51 So they shook the dust off their feet(AJ) as a warning to them and went to Iconium.(AK) 52 And the disciples(AL) were filled with joy and with the Holy Spirit.(AM)

Read full chapter

Footnotes

  1. Acts 13:33 Psalm 2:7
  2. Acts 13:34 Isaiah 55:3
  3. Acts 13:35 Psalm 16:10 (see Septuagint)
  4. Acts 13:41 Hab. 1:5
  5. Acts 13:47 The Greek is singular.
  6. Acts 13:47 The Greek is singular.
  7. Acts 13:47 Isaiah 49:6