Add parallel Print Page Options

10 Mér býður við lífi mínu, ég ætla því að gefa kveinstöfum mínum lausan tauminn, ætla að tala í sálarkvöl minni.

Ég segi við Guð: Sakfell mig ekki! lát mig vita, hvers vegna þú deilir við mig.

Er það ávinningur fyrir þig, að þú undirokar, að þú hafnar verki handa þinna, en lætur ljós skína yfir ráðagerð hinna óguðlegu?

Hefir þú holdleg augu, eða sér þú eins og menn sjá?

Eru dagar þínir eins og dagar mannanna, eru ár þín eins og mannsævi,

er þú leitar að misgjörð minni og grennslast eftir synd minni,

þótt þú vitir, að ég er ekki sekur, og að enginn frelsar af þinni hendi?

Hendur þínar hafa skapað mig og myndað mig, allan í krók og kring, og samt ætlar þú að tortíma mér?

Minnstu þó þess, að þú myndaðir mig sem leir, og nú vilt þú aftur gjöra mig að dufti.

10 Hefir þú ekki hellt mér sem mjólk og hleypt mig sem ost?

11 Hörundi og holdi klæddir þú mig og ófst mig saman úr beinum og sinum.

12 Líf og náð veittir þú mér, og umsjá þín varðveitti andardrátt minn.

13 En þetta falst þú í hjarta þínu, ég veit þú hafðir slíkt í hyggju.

14 Ef ég syndgaði, þá ætlaðir þú að hafa gætur á mér og eigi sýkna mig af misgjörð minni.

15 Væri ég sekur, þá vei mér! Og þótt ég væri réttlátur, þá mundi ég samt ekki bera höfuð mitt hátt, mettur af smán og þjakaður af eymd.

16 Og ef ég reisti mig upp, þá mundir þú elta mig sem ljón, og ávallt að nýju sýna á mér undramátt þinn.

17 Þú mundir leiða fram ný vitni á móti mér og herða á gremju þinni gegn mér, senda nýjan og nýjan kvalaher á hendur mér.

18 Hvers vegna útleiddir þú mig þá af móðurlífi? Ég hefði átt að deyja, áður en nokkurt auga leit mig!

19 Ég hefði átt að verða eins og ég hefði aldrei verið til, verið borinn frá móðurkviði til grafar!

20 Eru ekki dagar mínir fáir? Slepptu mér, svo að ég megi gleðjast lítið eitt,

21 áður en ég fer burt og kem aldrei aftur, fer í land myrkurs og niðdimmu,

22 land svartamyrkurs sem um hánótt, land niðdimmu og skipuleysis, þar sem birtan sjálf er sem svartnætti.

11 Þá svaraði Sófar frá Naama og sagði:

Á ekki að svara orðagjálfrinu, og á málskrafsmaðurinn að hafa rétt fyrir sér?

Ættu stóryrði þín að koma mönnum til að þegja, og ættir þú að spotta og enginn sneypa þig,

þar sem þú segir: "Kenning mín er rétt, og ég er hreinn í augum Guðs"?

En _ ó að Guð vildi tala og ljúka upp vörum sínum í móti þér

og kunngjöra þér leyndardóma spekinnar, að í þeim felast margföld hyggindi, þá mundir þú kannast við, að Guð hegnir ekki til fulls misgjörð þinni.

Getur þú náð til botns í Guði eða komist til ystu takmarka hins Almáttka?

Himinhá er speki hans _ hvað fær þú gjört? dýpri en undirheimar _ hvað fær þú vitað?

Hún er lengri en jörðin að víðáttu og breiðari en hafið.

10 Ef hann ryðst fram og hneppir í varðhald og stefnir dómþing _ hver aftrar honum?

11 Því að hann þekkir varmennin og sér ranglætið, þótt hann sé ekki að veita því athygli.

12 Verður óvitur maður hygginn? og fæðist skógarösnu-folald sem maður?

13 Ef þú undirbýr hjarta þitt og breiðir út lófa þína til hans,

14 _ ef misgjörð er í hendi þinni, þá fjarlæg hana, og lát eigi órétt búa í tjöldum þínum _

15 já, þá munt þú flekklaus hefja höfuð þitt, munt standa fastur og eigi þurfa að óttast.

16 Já, þá munt þú gleyma mæðu þinni, þú munt minnast hennar sem vatns, er runnið er fram hjá.

17 Og lífið mun renna upp bjartara en hádegið, þótt dimmi, þá mun það verða sem morgunn.

18 Og þú munt vera öruggur, því að enn er von, og skyggnist þú um, getur þú lagst óhultur til hvíldar.

19 Og þú hvílist, og enginn hræðir þig, og margir munu reyna að koma sér í mjúkinn hjá þér.

20 En augu hinna óguðlegu daprast, fyrir þá er fokið í öll skjól, og þeirra eina von er að gefa upp andann.

12 Þá svaraði Job og sagði:

Já, vissulega, miklir menn eruð þér, og með yður mun spekin deyja út!

En ég hefi vit eins og þér, ekki stend ég yður að baki, og hver er sá, er eigi viti slíkt!

Athlægi vinar síns _ það má ég vera, ég sem kallaði til Guðs, og hann svaraði mér, _ ég, hinn réttláti, hreinlyndi, er að athlægi!

"Ógæfan er fyrirlitleg" _ segir hinn öruggi, "hún hæfir þeim, sem skrikar fótur."

Tjöld spellvirkjanna standa ósködduð, og þeir lifa áhyggjulausir, sem egna Guð til reiði, og sá sem þykist bera Guð í hendi sér.

En spyr þú skepnurnar, og þær munu kenna þér, fugla loftsins, og þeir munu fræða þig,

eða villidýrin, og þau munu kenna þér, og fiskar hafsins munu kunngjöra þér.

Hver þeirra veit ekki að hönd Drottins hefir gjört þetta?

10 Í hans hendi er líf alls hins lifanda og andi sérhvers mannslíkama.

11 Prófar eyrað ekki orðin, eins og gómurinn smakkar matinn?

12 Hjá öldruðum mönnum er speki, og langir lífdagar veita hyggindi.

13 Hjá Guði er speki og máttur, hans eru ráð og hyggindi.

14 Þegar hann rífur niður, þá verður eigi byggt upp aftur, þegar hann setur einhvern í fangelsi, þá verður ekki lokið upp.

15 Þegar hann stíflar vötnin, þá þorna þau upp, þegar hann hleypir þeim, þá umturna þau jörðinni.

16 Hjá honum er máttur og viska, á valdi hans er sá er villist, og sá er í villu leiðir.

17 Hann leiðir ráðherra burt nakta og gjörir dómara að fíflum.

18 Hann leysir fjötra konunganna og bindur reipi um lendar sjálfra þeirra.

19 Hann leiðir presta burt nakta og steypir þeim, sem sitja fastir í sessi.

20 Hann rænir reynda menn málinu og sviptir öldungana dómgreind.

21 Hann hellir fyrirlitning yfir tignarmennin og gjörir slakt belti hinna sterku.

22 Hann grefur hið hulda fram úr myrkrinu og dregur niðdimmuna fram í birtuna.

23 Hann veitir þjóðunum vöxt og eyðir þeim, útbreiðir þjóðirnar og leiðir þær burt.

24 Hann firrir þjóðhöfðingja landsins viti og lætur þá villast um veglaus öræfi.

25 Þeir fálma í ljóslausu myrkri, og hann lætur þá skjögra eins og drukkinn mann.

13 Sjá, allt þetta hefir auga mitt séð og eyra mitt heyrt og sett það á sig.

Það sem þér vitið, það veit ég líka, ekki stend ég yður að baki.

En ég vil tala til hins Almáttka og mig langar til að þreyta málsókn við Guð.

Því að sannlega samtvinnið þér lygar og eruð gagnslausir gutlarar allir saman.

Ó að þér vilduð steinþegja, þá mætti meta yður það til mannvits.

Heyrið átölur mínar og hlustið á ásakanir vara minna.

Viljið þér mæla það, sem rangt er, Guði til varnar, og honum til varnar mæla svik?

Viljið þér draga taum hans, eða viljið þér taka málstað Guðs?

Ætli það fari vel, þegar hann rannsakar yður, eða ætlið þér að leika á hann, eins og leikið er á menn?

10 Nei, hegna, hegna mun hann yður, ef þér eruð hlutdrægir í leyni.

11 Hátign hans mun skelfa yður, og ógn hans mun falla yfir yður.

12 Spakmæli yðar eru ösku-orðskviðir, vígi yðar eru leirvígi.

13 Þegið og látið mig í friði, þá mun ég mæla, og komi yfir mig hvað sem vill.

14 Ég stofna sjálfum mér í hættu og legg lífið undir.

15 Sjá, hann mun deyða mig _ ég bíð hans, aðeins vil ég verja breytni mína fyrir augliti hans.

16 Það skal og verða mér til sigurs, því að guðlaus maður kemur ekki fyrir auglit hans.

17 Hlýðið því gaumgæfilega á ræðu mína, og vörn mín gangi yður í eyru.

18 Sjá, ég hefi undirbúið málið, ég veit, að ég verð dæmdur sýkn.

19 Hver er sá, er deila vilji við mig? þá skyldi ég þegja og gefa upp andann.

20 Tvennt mátt þú, Guð, ekki við mig gjöra, þá skal ég ekki fela mig fyrir augliti þínu.

21 Tak hönd þína burt frá mér, og lát ekki skelfing þína hræða mig.

22 Kalla því næst, og mun ég svara, eða ég skal tala, og veit þú mér andsvör í móti.

23 Hversu margar eru þá misgjörðir mínar og syndir? Kunngjör mér afbrot mín og synd mína!

24 Hvers vegna byrgir þú auglit þitt og ætlar, að ég sé óvinur þinn?

25 Ætlar þú að skelfa vindþyrlað laufblað og ofsækja þurrt hálmstrá,

26 er þú dæmir mér beiskar kvalir og lætur mig erfa misgjörðir æsku minnar,

27 er þú setur fætur mína í stokk og aðgætir alla vegu mína og markar hring kringum iljar mínar?

28 _ Þessi maður dettur þó sundur eins og maðksmoginn viður, eins og möletið fat.

10 “I loathe my very life;(A)
    therefore I will give free rein to my complaint
    and speak out in the bitterness of my soul.(B)
I say to God:(C) Do not declare me guilty,
    but tell me what charges(D) you have against me.(E)
Does it please you to oppress me,(F)
    to spurn the work of your hands,(G)
    while you smile on the plans of the wicked?(H)
Do you have eyes of flesh?
    Do you see as a mortal sees?(I)
Are your days like those of a mortal
    or your years like those of a strong man,(J)
that you must search out my faults
    and probe after my sin(K)
though you know that I am not guilty(L)
    and that no one can rescue me from your hand?(M)

“Your hands shaped(N) me and made me.
    Will you now turn and destroy me?(O)
Remember that you molded me like clay.(P)
    Will you now turn me to dust again?(Q)
10 Did you not pour me out like milk
    and curdle me like cheese,
11 clothe me with skin and flesh
    and knit me together(R) with bones and sinews?
12 You gave me life(S) and showed me kindness,(T)
    and in your providence(U) watched over(V) my spirit.

13 “But this is what you concealed in your heart,
    and I know that this was in your mind:(W)
14 If I sinned, you would be watching me(X)
    and would not let my offense go unpunished.(Y)
15 If I am guilty(Z)—woe to me!(AA)
    Even if I am innocent, I cannot lift my head,(AB)
for I am full of shame
    and drowned in[a] my affliction.(AC)
16 If I hold my head high, you stalk me like a lion(AD)
    and again display your awesome power against me.(AE)
17 You bring new witnesses against me(AF)
    and increase your anger toward me;(AG)
    your forces come against me wave upon wave.(AH)

18 “Why then did you bring me out of the womb?(AI)
    I wish I had died before any eye saw me.(AJ)
19 If only I had never come into being,
    or had been carried straight from the womb to the grave!(AK)
20 Are not my few days(AL) almost over?(AM)
    Turn away from me(AN) so I can have a moment’s joy(AO)
21 before I go to the place of no return,(AP)
    to the land of gloom and utter darkness,(AQ)
22 to the land of deepest night,
    of utter darkness(AR) and disorder,
    where even the light is like darkness.”(AS)

Zophar

11 Then Zophar the Naamathite(AT) replied:

“Are all these words to go unanswered?(AU)
    Is this talker to be vindicated?(AV)
Will your idle talk(AW) reduce others to silence?
    Will no one rebuke you when you mock?(AX)
You say to God, ‘My beliefs are flawless(AY)
    and I am pure(AZ) in your sight.’
Oh, how I wish that God would speak,(BA)
    that he would open his lips against you
and disclose to you the secrets of wisdom,(BB)
    for true wisdom has two sides.
    Know this: God has even forgotten some of your sin.(BC)

“Can you fathom(BD) the mysteries of God?
    Can you probe the limits of the Almighty?
They are higher(BE) than the heavens(BF) above—what can you do?
    They are deeper than the depths below(BG)—what can you know?(BH)
Their measure(BI) is longer than the earth
    and wider than the sea.(BJ)

10 “If he comes along and confines you in prison
    and convenes a court, who can oppose him?(BK)
11 Surely he recognizes deceivers;
    and when he sees evil, does he not take note?(BL)
12 But the witless can no more become wise
    than a wild donkey’s colt(BM) can be born human.[b](BN)

13 “Yet if you devote your heart(BO) to him
    and stretch out your hands(BP) to him,(BQ)
14 if you put away(BR) the sin that is in your hand
    and allow no evil(BS) to dwell in your tent,(BT)
15 then, free of fault, you will lift up your face;(BU)
    you will stand firm(BV) and without fear.(BW)
16 You will surely forget your trouble,(BX)
    recalling it only as waters gone by.(BY)
17 Life will be brighter than noonday,(BZ)
    and darkness will become like morning.(CA)
18 You will be secure, because there is hope;
    you will look about you and take your rest(CB) in safety.(CC)
19 You will lie down, with no one to make you afraid,(CD)
    and many will court your favor.(CE)
20 But the eyes of the wicked will fail,(CF)
    and escape will elude them;(CG)
    their hope will become a dying gasp.”(CH)

Job

12 Then Job replied:

“Doubtless you are the only people who matter,
    and wisdom will die with you!(CI)
But I have a mind as well as you;
    I am not inferior to you.
    Who does not know all these things?(CJ)

“I have become a laughingstock(CK) to my friends,(CL)
    though I called on God and he answered(CM)
    a mere laughingstock, though righteous and blameless!(CN)
Those who are at ease have contempt(CO) for misfortune
    as the fate of those whose feet are slipping.(CP)
The tents of marauders are undisturbed,(CQ)
    and those who provoke God are secure(CR)
    those God has in his hand.[c]

“But ask the animals, and they will teach you,(CS)
    or the birds in the sky,(CT) and they will tell you;(CU)
or speak to the earth, and it will teach you,
    or let the fish in the sea inform you.
Which of all these does not know(CV)
    that the hand of the Lord has done this?(CW)
10 In his hand is the life(CX) of every creature
    and the breath of all mankind.(CY)
11 Does not the ear test words
    as the tongue tastes food?(CZ)
12 Is not wisdom found among the aged?(DA)
    Does not long life bring understanding?(DB)

13 “To God belong wisdom(DC) and power;(DD)
    counsel and understanding are his.(DE)
14 What he tears down(DF) cannot be rebuilt;(DG)
    those he imprisons cannot be released.(DH)
15 If he holds back the waters,(DI) there is drought;(DJ)
    if he lets them loose, they devastate the land.(DK)
16 To him belong strength and insight;(DL)
    both deceived and deceiver are his.(DM)
17 He leads rulers away stripped(DN)
    and makes fools of judges.(DO)
18 He takes off the shackles(DP) put on by kings
    and ties a loincloth[d] around their waist.(DQ)
19 He leads priests away stripped(DR)
    and overthrows officials long established.(DS)
20 He silences the lips of trusted advisers
    and takes away the discernment of elders.(DT)
21 He pours contempt on nobles(DU)
    and disarms the mighty.(DV)
22 He reveals the deep things of darkness(DW)
    and brings utter darkness(DX) into the light.(DY)
23 He makes nations great, and destroys them;(DZ)
    he enlarges nations,(EA) and disperses them.(EB)
24 He deprives the leaders of the earth of their reason;(EC)
    he makes them wander in a trackless waste.(ED)
25 They grope in darkness with no light;(EE)
    he makes them stagger like drunkards.(EF)

13 “My eyes have seen all this,(EG)
    my ears have heard and understood it.
What you know, I also know;
    I am not inferior to you.(EH)
But I desire to speak to the Almighty(EI)
    and to argue my case with God.(EJ)
You, however, smear me with lies;(EK)
    you are worthless physicians,(EL) all of you!(EM)
If only you would be altogether silent!(EN)
    For you, that would be wisdom.(EO)
Hear now my argument;
    listen to the pleas of my lips.(EP)
Will you speak wickedly on God’s behalf?
    Will you speak deceitfully for him?(EQ)
Will you show him partiality?(ER)
    Will you argue the case for God?
Would it turn out well if he examined you?(ES)
    Could you deceive him as you might deceive a mortal?(ET)
10 He would surely call you to account
    if you secretly showed partiality.(EU)
11 Would not his splendor(EV) terrify you?
    Would not the dread of him fall on you?(EW)
12 Your maxims are proverbs of ashes;
    your defenses are defenses of clay.(EX)

13 “Keep silent(EY) and let me speak;(EZ)
    then let come to me what may.(FA)
14 Why do I put myself in jeopardy
    and take my life in my hands?(FB)
15 Though he slay me, yet will I hope(FC) in him;(FD)
    I will surely[e] defend my ways to his face.(FE)
16 Indeed, this will turn out for my deliverance,(FF)
    for no godless(FG) person would dare come before him!(FH)
17 Listen carefully to what I say;(FI)
    let my words ring in your ears.
18 Now that I have prepared my case,(FJ)
    I know I will be vindicated.(FK)
19 Can anyone bring charges against me?(FL)
    If so, I will be silent(FM) and die.(FN)

20 “Only grant me these two things, God,
    and then I will not hide from you:
21 Withdraw your hand(FO) far from me,
    and stop frightening me with your terrors.(FP)
22 Then summon me and I will answer,(FQ)
    or let me speak, and you reply to me.(FR)
23 How many wrongs and sins have I committed?(FS)
    Show me my offense and my sin.(FT)
24 Why do you hide your face(FU)
    and consider me your enemy?(FV)
25 Will you torment(FW) a windblown leaf?(FX)
    Will you chase(FY) after dry chaff?(FZ)
26 For you write down bitter things against me
    and make me reap the sins of my youth.(GA)
27 You fasten my feet in shackles;(GB)
    you keep close watch on all my paths(GC)
    by putting marks on the soles of my feet.

28 “So man wastes away like something rotten,
    like a garment(GD) eaten by moths.(GE)

Footnotes

  1. Job 10:15 Or and aware of
  2. Job 11:12 Or wild donkey can be born tame
  3. Job 12:6 Or those whose god is in their own hand
  4. Job 12:18 Or shackles of kings / and ties a belt
  5. Job 13:15 Or He will surely slay me; I have no hope — / yet I will