Add parallel Print Page Options

42 Þá komu allir hershöfðingjarnir og meðal þeirra Jóhanan Kareason og Asarja Hósajason og allur lýðurinn, bæði smáir og stórir,

og sögðu við Jeremía spámann: "Veit oss auðmjúka bæn vora og bið þú til Drottins, Guðs þíns, fyrir oss, fyrir öllum þessum leifum, sem vér erum, því að fáir erum vér eftir orðnir af mörgum, eins og þú sjálfur sér á oss.

Bið þú þess, að Drottinn, Guð þinn, gjöri oss kunnan þann veg, er vér eigum að fara, og það, sem vér eigum að gjöra."

En Jeremía spámaður sagði við þá: "Gott og vel! Ég skal biðja til Drottins, Guðs yðar, samkvæmt tilmælum yðar, og allt það, er Drottinn svarar yður, það skal ég segja yður. Engu skal ég leyna yður."

Og þeir sögðu við Jeremía: "Drottinn sé sannur og áreiðanlegur vottur gegn oss! Vér munum með öllu fara eftir þeim orðum, er Drottinn, Guð þinn, sendir þig með til vor,

hvort sem það verður gott eða illt. Skipun Drottins, Guðs vors, sem vér sendum þig til, viljum vér hlýða, til þess að oss megi vel vegna, er vér hlýðum skipun Drottins, Guðs vors."

Og að tíu dögum liðnum kom orð Drottins til Jeremía,

og hann kallaði Jóhanan Kareason og alla hershöfðingjana saman, sem með honum voru, og allan lýðinn, bæði smáa og stóra,

og sagði við þá: Svo segir Drottinn, Ísraels Guð, er þér senduð mig til, að ég bæri fram fyrir hann auðmjúka bæn yðar:

10 Ef þér búið kyrrir í þessu landi, vil ég uppbyggja yður og ekki rífa niður, og ég vil gróðursetja yður og ekki uppræta, því að mig iðrar hins illa, er ég hefi gjört yður.

11 Óttist ekki Babelkonung, sem þér nú óttist, óttist hann ekki _ segir Drottinn _ því að ég er með yður til þess að hjálpa yður og til þess að frelsa yður undan hans valdi.

12 Og ég vil veita yður þá miskunn, að hann miskunni yður og láti yður snúa aftur heim í land yðar.

13 En ef þér segið: "Vér viljum eigi búa kyrrir í þessu landi!" og hlýðið eigi skipun Drottins, Guðs yðar,

14 en segið: "Nei, heldur viljum vér fara til Egyptalands, svo að vér þurfum ekki að sjá stríð, né heyra lúðurþyt, né hungra eftir brauði, og þar viljum vér setjast að!" _

15 þá heyrið nú þess vegna orð Drottins, þér leifar Júdamanna: Svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Ef þér eruð alvarlega að hugsa um að fara til Egyptalands og komist þangað, til þess að dveljast þar sem flóttamenn,

16 þá skal sverðið, sem þér nú óttist, ná yður þar, í Egyptalandi, og hungrið, sem þér nú hræðist, skal elta yður til Egyptalands, og þar skuluð þér deyja.

17 Og allir þeir menn, sem eru að hugsa um að fara til Egyptalands, til þess að dveljast þar sem flóttamenn, skulu deyja fyrir sverði og af hungri og drepsótt, og enginn þeirra skal sleppa við né komast undan ógæfu þeirri, er ég leiði yfir þá.

18 Því að svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Eins og reiði minni og heift var úthellt yfir Jerúsalembúa, svo skal og heift minni úthellt verða yfir yður, er þér farið til Egyptalands, og þér skuluð verða að formæling, að skelfing, að bölbænarformála og að háðung, og eigi framar sjá þennan stað.

19 Drottinn hefir svo til yðar talað, þér leifar Júdamanna: Farið eigi til Egyptalands! Vita skuluð þér, að nú hefi ég varað yður við.

20 Því að þér dróguð sjálfa yður á tálar, er þér senduð mig til Drottins, Guðs yðar, og sögðuð: "Bið til Drottins, Guðs vors, fyrir oss og seg oss nákvæmlega svo frá sem Drottinn, Guð vor, mælir, og vér skulum gjöra það!"

21 Nú hefi ég sagt yður frá því í dag, en þér hafið ekki hlýtt skipun Drottins, Guðs yðar, viðvíkjandi öllu því, er hann hefir sent mig með til yðar.

22 Og vita skuluð þér nú, að þér munuð deyja fyrir sverði, af hungri og drepsótt á þeim stað, þangað sem yður lystir að fara, til þess að dveljast þar sem flóttamenn.

43 En er Jeremía hafði lokið að mæla til alls lýðsins öll orð Drottins, Guðs þeirra, öll þau orð, er Drottinn, Guð þeirra, hafði sent hann með til þeirra,

þá sögðu Asarja Hósajason og Jóhanan Kareason og allir ofstopafullu mennirnir við Jeremía: "Þú talar lygi! Drottinn, Guð vor, hefir eigi sent þig og sagt: ,Þér skuluð eigi fara til Egyptalands, til þess að dveljast þar sem flóttamenn!`

heldur egnir Barúk Neríason þig upp á móti oss, til þess að selja oss á vald Kaldeum, að þeir drepi oss eða herleiði oss til Babýlon."

Og ekki hlýddu Jóhanan Kareason og allir hershöfðingjarnir og allur lýðurinn skipun Drottins, að vera kyrrir í Júda,

heldur tóku þeir Jóhanan Kareason og allir hershöfðingjarnir allar leifar Júdamanna, er aftur voru heim komnar frá öllum þeim þjóðum, þangað sem þeir höfðu verið brott reknir, til þess að dveljast í Júda,

menn og konur og börn og konungsdæturnar og allar þær sálir, sem Nebúsaradan lífvarðarforingi hafði skilið eftir hjá Gedalja Ahíkamssyni, Safanssonar, svo og Jeremía spámann og Barúk Neríason,

og fóru til Egyptalands, því að þeir hlýddu ekki skipun Drottins. Og þeir fóru til Takpanes.

Orð Drottins kom til Jeremía í Takpanes:

Tak þér í hönd stóra steina og graf þá í steinlími niður í steinhlaðið, sem er úti fyrir dyrum hallar Faraós í Takpanes, í viðurvist flóttamannanna frá Júda

10 og seg við þá: Svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Sjá, ég sendi og læt sækja Nebúkadresar Babelkonung, þjón minn, og reisi hásæti hans yfir þessum steinum, er ég hefi grafið niður, og hann skal breiða hásætisdúk sinn yfir þá.

11 Og hann mun koma og ljósta Egyptaland: Hann mun framselja dauðanum þann, sem dauða er ætlaður, herleiðingunni þann, sem herleiðingu er ætlaður, og sverðinu þann, sem sverði er ætlaður!

12 Ég mun leggja eld í musteri guða Egyptalands, og hann mun brenna þau til ösku og flytja burt guði þeirra, og hann mun vefja um sig Egyptalandi, eins og hirðir vefur um sig skikkju sinni. Síðan mun hann fara þaðan óáreittur.

13 Og hann mun brjóta sundur súlurnar í Betsemes í Egyptalandi og brenna musteri guða Egyptalands í eldi.

44 Orðið sem kom til Jeremía um alla Júdamenn, sem bjuggu í Egyptalandi, þá er bjuggu í Migdól, Takpanes, Nóf og í Patróslandi:

Svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Þér hafið séð alla þá óhamingju, sem ég hefi leitt yfir Jerúsalem og yfir allar borgirnar í Júda. Þær eru nú eyðirústir, og enginn maður býr í þeim.

Er það sakir illsku þeirrar, er þeir höfðu í frammi, að egna mig til reiði með því að fara og færa öðrum guðum reykelsisfórnir, er þeir ekki þekktu, hvorki þeir, né þér, né feður yðar.

Ég sendi til yðar alla þjóna mína, spámennina, bæði seint og snemma, til þess að segja yður: "Fremjið eigi slíka svívirðing, sem ég hata!"

En þeir hlýddu ekki og lögðu ekki við eyrun, að þeir sneru sér frá vonsku sinni, svo að þeir færðu ekki öðrum guðum reykelsisfórnir.

Þá var heift minni og reiði úthellt, og hún brann í borgum Júda og á Jerúsalem-strætum, svo að þær urðu að rúst, að auðn, eins og þær nú eru.

Og nú _ svo segir Drottinn, Guð allsherjar, Ísraels Guð _ hví viljið þér gjöra sjálfum yður mikið tjón, með því að uppræta fyrir yður bæði menn og konur, börn og brjóstmylkinga úr Júda, svo að þér látið engar leifar af yður eftir verða,

þar sem þér egnið mig til reiði með handaverkum yðar, þar sem þér færið öðrum guðum reykelsisfórnir í Egyptalandi, þangað sem þér eruð komnir, til þess að dveljast þar sem flóttamenn, til þess að þér verðið upprættir og til þess að þér verðið að formæling og spotti meðal allra þjóða á jörðu?

Hafið þér gleymt illgjörðum feðra yðar og illgjörðum Júdakonunga og illgjörðum höfðingja yðar og yðar eigin illgjörðum og illgjörðum kvenna yðar, er framdar hafa verið í Júda og á strætum Jerúsalem?

10 Ekki hafa þeir auðmýkt sig enn og ekki hafa þeir óttast né farið eftir lögmáli mínu og setningum, er ég lagði fyrir yður og fyrir feður yðar.

11 Fyrir því segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Sjá, ég sný andliti mínu gegn yður til óhamingju, og það til þess að uppræta allan Júda.

12 Og ég vil hrífa burt leifar Júdamanna, þá er ásettu sér að fara til Egyptalands, til þess að dveljast þar sem flóttamenn. Allir skulu þeir farast, falla í Egyptalandi, fyrir sverði og af hungri skulu þeir farast, bæði smáir og stórir, fyrir sverði og af hungri skulu þeir deyja. Og þeir skulu verða að bölvun, að skelfing, að formæling og að spotti.

13 Og ég mun vitja þeirra, sem búa í Egyptalandi, eins og ég vitjaði Jerúsalem, með sverði, hungri og drepsótt.

14 Og af leifum Júdamanna, þeim er komnir eru til Egyptalands, til þess að dveljast þar sem flóttamenn, skal enginn af bjargast eða undan komast, svo að hann geti horfið aftur til Júda, þangað sem þá langar til að hverfa aftur, til þess að búa þar, því að þeir munu eigi hverfa heim aftur, nema fáeinir, sem undan komast.

15 Þá svöruðu allir mennirnir, sem vissu að konur þeirra færðu öðrum guðum reykelsisfórnir, og allar konurnar, sem stóðu þar í miklum hóp, og allur lýðurinn, sem bjó í Egyptalandi, í Patrós, Jeremía á þessa leið:

16 "Viðvíkjandi því, er þú hefir til vor talað í nafni Drottins, þá ætlum vér ekki að hlýða þér,

17 heldur ætlum vér að halda með öllu heit það, er vér höfum gjört, að færa himnadrottningunni reykelsisfórnir og dreypifórnir, eins og vér gjörðum og feður vorir, konungar vorir og höfðingjar vorir í borgum Júda og á Jerúsalem-strætum. Þá höfðum vér nægð brauðs og oss leið vel, og vér litum enga óhamingju.

18 En síðan vér hættum að færa himnadrottningunni reykelsisfórnir og dreypifórnir, hefir oss skort allt, og vér höfum farist fyrir sverði og af hungri.

19 Og þar sem vér nú færum himnadrottningunni reykelsisfórnir og dreypifórnir, er það án vilja og vitundar manna vorra, að vér gjörum henni kökur, til þess að gjöra þann veg mynd af henni, og færum henni dreypifórnir?"

20 Þá mælti Jeremía á þessa leið til alls lýðsins, til karlmannanna og kvennanna og til alls lýðsins, er honum hafði svo svarað:

21 "Reykjargjörð sú, er þér gjörðuð í borgum Júda og á Jerúsalem-strætum, þér og feður yðar, konungar yðar og höfðingjar og landslýðurinn, _ hvort minntist Drottinn hennar ekki, hvort kom hún honum ekki í hug?

22 Og Drottinn gat ekki lengur þolað vonskuverk yðar og svívirðingar þær, er þér frömduð. Og þannig varð land yðar að auðn og skelfing og formæling, íbúalaust, svo sem það enn er,

23 sakir þess að þér færðuð reykelsisfórnir og syndguðuð gegn Drottni og hlýdduð ekki skipun Drottins og fóruð ekki eftir lögmáli hans, setningum og boðorðum. Fyrir því kom þessi ógæfa yfir yður, eins og nú er fram komið."

24 Og Jeremía sagði við allan lýðinn og við allar konurnar: Heyrið orð Drottins, allir þér Júdamenn, sem í Egyptalandi eruð!

25 Svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Þér konur. Þér hafið talað það með munni yðar og framkvæmt það með höndum yðar, sem þér segið: "Vér viljum halda heit vor, er vér höfum gjört, að færa himnadrottningunni reykelsisfórnir og dreypifórnir!" Þá efnið heit yðar og haldið heit yðar!

26 Heyrið því orð Drottins, allir Júdamenn, þér sem í Egyptalandi búið: Sjá, ég sver við mitt mikla nafn _ segir Drottinn: Nafn mitt skal eigi framar nefnt verða af nokkurs Júdamanns munni í öllu Egyptalandi, að hann segi: "Svo sannarlega sem herrann Drottinn lifir."

27 Sjá, ég vaki yfir þeim til óhamingju og eigi til hamingju, og allir Júdamenn, sem í Egyptalandi eru, skulu farast fyrir sverði og af hungri, uns þeir eru gjöreyddir.

28 En þeir, sem komast undan sverðinu, skulu hverfa aftur frá Egyptalandi til Júda, en aðeins fáir menn. Og allar leifar Júda, þeir er komnir eru til Egyptalands, til þess að dveljast þar sem flóttamenn, skulu komast að raun um, hvers orð rætist, mitt eða þeirra!

29 Og hafið þetta til marks _ segir Drottinn _ um að ég mun hegna yður á þessum stað, til þess að þér komist að raun um, að ógnanir mínar til yðar um óhamingju muni rætast:

30 Svo segir Drottinn: Sjá, ég sel Hofra Faraó, Egyptalandskonung, á vald óvinum hans og á vald þeirra, sem sækjast eftir lífi hans, eins og ég seldi Sedekía Júdakonung á vald Nebúkadresars Babelkonungs, er var óvinur hans og sóttist eftir lífi hans.

45 Orðið sem Jeremía spámaður talaði til Barúks Neríasonar, þá er hann skrifaði þessi orð í bókina eftir forsögn Jeremía á fjórða ríkisári Jójakíms Jósíasonar, konungs í Júda:

Svo segir Drottinn, Ísraels Guð, um þig, Barúk:

Þú sagðir: "Vei mér, því að Drottinn bætir harmi við kvöl mína. Ég er þreyttur orðinn af andvörpum mínum, og hvíld finn ég enga!"

Svo skalt þú til hans mæla: Svo segir Drottinn: Sjá, það sem ég hefi byggt, ríf ég niður, og það sem ég hefi gróðursett, uppræti ég.

En þú ætlar þér mikinn hlut! Girnst það eigi! Því að sjá, ég leiði ógæfu yfir allt hold _ segir Drottinn. En þér gef ég líf þitt að herfangi, hvert sem þú fer.

42 Then all the army officers, including Johanan(A) son of Kareah and Jezaniah[a] son of Hoshaiah,(B) and all the people from the least to the greatest(C) approached Jeremiah the prophet and said to him, “Please hear our petition and pray(D) to the Lord your God for this entire remnant.(E) For as you now see, though we were once many, now only a few(F) are left. Pray that the Lord your God will tell us where we should go and what we should do.”(G)

“I have heard you,” replied Jeremiah the prophet. “I will certainly pray(H) to the Lord your God as you have requested; I will tell(I) you everything the Lord says and will keep nothing back from you.”(J)

Then they said to Jeremiah, “May the Lord be a true(K) and faithful(L) witness(M) against us if we do not act in accordance with everything the Lord your God sends you to tell us. Whether it is favorable or unfavorable, we will obey the Lord our God, to whom we are sending you, so that it will go well(N) with us, for we will obey(O) the Lord our God.”

Ten days later the word of the Lord came to Jeremiah. So he called together Johanan son of Kareah and all the army officers(P) who were with him and all the people from the least to the greatest.(Q) He said to them, “This is what the Lord, the God of Israel, to whom you sent me to present your petition,(R) says:(S) 10 ‘If you stay in this land,(T) I will build(U) you up and not tear you down; I will plant(V) you and not uproot you,(W) for I have relented concerning the disaster I have inflicted on you.(X) 11 Do not be afraid of the king of Babylon,(Y) whom you now fear.(Z) Do not be afraid of him, declares the Lord, for I am with you and will save(AA) you and deliver you from his hands.(AB) 12 I will show you compassion(AC) so that he will have compassion on you and restore you to your land.’(AD)

13 “However, if you say, ‘We will not stay in this land,’ and so disobey(AE) the Lord your God, 14 and if you say, ‘No, we will go and live in Egypt,(AF) where we will not see war or hear the trumpet(AG) or be hungry for bread,’(AH) 15 then hear the word of the Lord,(AI) you remnant of Judah. This is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: ‘If you are determined to go to Egypt and you do go to settle there, 16 then the sword(AJ) you fear(AK) will overtake you there, and the famine(AL) you dread will follow you into Egypt, and there you will die.(AM) 17 Indeed, all who are determined to go to Egypt to settle there will die by the sword, famine and plague;(AN) not one of them will survive or escape the disaster I will bring on them.’ 18 This is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: ‘As my anger and wrath(AO) have been poured out on those who lived in Jerusalem,(AP) so will my wrath be poured out on you when you go to Egypt. You will be a curse[b](AQ) and an object of horror,(AR) a curse[c] and an object of reproach;(AS) you will never see this place again.’(AT)

19 “Remnant(AU) of Judah, the Lord has told you, ‘Do not go to Egypt.’(AV) Be sure of this: I warn you today 20 that you made a fatal mistake when you sent me to the Lord your God and said, ‘Pray to the Lord our God for us; tell us everything he says and we will do it.’(AW) 21 I have told you today, but you still have not obeyed the Lord your God in all he sent me to tell you.(AX) 22 So now, be sure of this: You will die by the sword, famine(AY) and plague(AZ) in the place where you want to go to settle.”(BA)

43 When Jeremiah had finished telling the people all the words of the Lord their God—everything the Lord had sent him to tell them(BB) Azariah son of Hoshaiah(BC) and Johanan(BD) son of Kareah and all the arrogant(BE) men said to Jeremiah, “You are lying!(BF) The Lord our God has not sent you to say, ‘You must not go to Egypt to settle there.’(BG) But Baruch(BH) son of Neriah is inciting you against us to hand us over to the Babylonians,[d] so they may kill us or carry us into exile to Babylon.”(BI)

So Johanan son of Kareah and all the army officers and all the people(BJ) disobeyed the Lord’s command(BK) to stay in the land of Judah.(BL) Instead, Johanan son of Kareah and all the army officers led away all the remnant of Judah who had come back to live in the land of Judah from all the nations where they had been scattered.(BM) They also led away all those whom Nebuzaradan commander of the imperial guard had left with Gedaliah son of Ahikam, the son of Shaphan—the men, the women,(BN) the children and the king’s daughters. And they took Jeremiah the prophet and Baruch(BO) son of Neriah along with them. So they entered Egypt(BP) in disobedience to the Lord and went as far as Tahpanhes.(BQ)

In Tahpanhes(BR) the word of the Lord came to Jeremiah: “While the Jews are watching, take some large stones(BS) with you and bury them in clay in the brick(BT) pavement at the entrance to Pharaoh’s palace(BU) in Tahpanhes. 10 Then say to them, ‘This is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: I will send for my servant(BV) Nebuchadnezzar(BW) king of Babylon, and I will set his throne(BX) over these stones I have buried here; he will spread his royal canopy(BY) above them. 11 He will come and attack Egypt,(BZ) bringing death(CA) to those destined(CB) for death, captivity to those destined for captivity,(CC) and the sword to those destined for the sword.(CD) 12 He will set fire(CE) to the temples(CF) of the gods(CG) of Egypt; he will burn their temples and take their gods captive.(CH) As a shepherd picks(CI) his garment clean of lice, so he will pick Egypt clean and depart. 13 There in the temple of the sun[e](CJ) in Egypt he will demolish the sacred pillars(CK) and will burn down the temples of the gods of Egypt.’”

Disaster Because of Idolatry

44 This word came to Jeremiah concerning all the Jews living in Lower Egypt(CL)—in Migdol,(CM) Tahpanhes(CN) and Memphis(CO)—and in Upper Egypt:(CP) “This is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: You saw the great disaster(CQ) I brought on Jerusalem and on all the towns of Judah.(CR) Today they lie deserted and in ruins(CS) because of the evil(CT) they have done. They aroused my anger(CU) by burning incense(CV) to and worshiping other gods(CW) that neither they nor you nor your ancestors(CX) ever knew. Again and again(CY) I sent my servants the prophets,(CZ) who said, ‘Do not do this detestable(DA) thing that I hate!’ But they did not listen or pay attention;(DB) they did not turn from their wickedness(DC) or stop burning incense(DD) to other gods.(DE) Therefore, my fierce anger was poured out;(DF) it raged against the towns of Judah and the streets of Jerusalem and made them the desolate ruins(DG) they are today.

“Now this is what the Lord God Almighty, the God of Israel, says: Why bring such great disaster(DH) on yourselves by cutting off from Judah the men and women,(DI) the children and infants, and so leave yourselves without a remnant?(DJ) Why arouse my anger with what your hands have made,(DK) burning incense(DL) to other gods in Egypt,(DM) where you have come to live?(DN) You will destroy yourselves and make yourselves a curse[f] and an object of reproach(DO) among all the nations on earth. Have you forgotten the wickedness committed by your ancestors(DP) and by the kings(DQ) and queens(DR) of Judah and the wickedness committed by you and your wives(DS) in the land of Judah and the streets of Jerusalem?(DT) 10 To this day they have not humbled(DU) themselves or shown reverence,(DV) nor have they followed my law(DW) and the decrees(DX) I set before you and your ancestors.(DY)

11 “Therefore this is what the Lord Almighty,(DZ) the God of Israel, says: I am determined to bring disaster(EA) on you and to destroy all Judah. 12 I will take away the remnant(EB) of Judah who were determined to go to Egypt to settle there. They will all perish in Egypt; they will fall by the sword or die from famine. From the least to the greatest,(EC) they will die by sword or famine.(ED) They will become a curse and an object of horror, a curse and an object of reproach.(EE) 13 I will punish(EF) those who live in Egypt with the sword,(EG) famine and plague,(EH) as I punished Jerusalem. 14 None of the remnant of Judah who have gone to live in Egypt will escape or survive to return to the land of Judah, to which they long to return and live; none will return except a few fugitives.”(EI)

15 Then all the men who knew that their wives(EJ) were burning incense(EK) to other gods, along with all the women(EL) who were present—a large assembly—and all the people living in Lower and Upper Egypt,(EM) said to Jeremiah, 16 “We will not listen(EN) to the message you have spoken to us in the name of the Lord!(EO) 17 We will certainly do everything we said we would:(EP) We will burn incense(EQ) to the Queen of Heaven(ER) and will pour out drink offerings to her just as we and our ancestors, our kings and our officials(ES) did in the towns of Judah and in the streets of Jerusalem.(ET) At that time we had plenty of food(EU) and were well off and suffered no harm.(EV) 18 But ever since we stopped burning incense to the Queen of Heaven and pouring out drink offerings(EW) to her, we have had nothing and have been perishing by sword and famine.(EX)

19 The women added, “When we burned incense(EY) to the Queen of Heaven(EZ) and poured out drink offerings to her, did not our husbands(FA) know that we were making cakes(FB) impressed with her image(FC) and pouring out drink offerings to her?”

20 Then Jeremiah said to all the people, both men and women, who were answering him, 21 “Did not the Lord remember(FD) and call to mind the incense(FE) burned in the towns of Judah and the streets of Jerusalem(FF) by you and your ancestors,(FG) your kings and your officials and the people of the land?(FH) 22 When the Lord could no longer endure(FI) your wicked actions and the detestable things you did, your land became a curse(FJ) and a desolate waste(FK) without inhabitants, as it is today.(FL) 23 Because you have burned incense and have sinned against the Lord and have not obeyed him or followed(FM) his law or his decrees(FN) or his stipulations, this disaster(FO) has come upon you, as you now see.”(FP)

24 Then Jeremiah said to all the people, including the women,(FQ) “Hear the word of the Lord, all you people of Judah in Egypt.(FR) 25 This is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: You and your wives(FS) have done what you said you would do when you promised, ‘We will certainly carry out the vows we made to burn incense and pour out drink offerings to the Queen of Heaven.’(FT)

“Go ahead then, do what you promised! Keep your vows!(FU) 26 But hear the word of the Lord, all you Jews living in Egypt:(FV) ‘I swear(FW) by my great name,’ says the Lord, ‘that no one from Judah living anywhere in Egypt will ever again invoke my name or swear, “As surely as the Sovereign(FX) Lord lives.”(FY) 27 For I am watching(FZ) over them for harm,(GA) not for good; the Jews in Egypt will perish(GB) by sword and famine(GC) until they are all destroyed.(GD) 28 Those who escape the sword(GE) and return to the land of Judah from Egypt will be very few.(GF) Then the whole remnant(GG) of Judah who came to live in Egypt will know whose word will stand(GH)—mine or theirs.(GI)

29 “‘This will be the sign(GJ) to you that I will punish(GK) you in this place,’ declares the Lord, ‘so that you will know that my threats of harm against you will surely stand.’(GL) 30 This is what the Lord says: ‘I am going to deliver Pharaoh(GM) Hophra king of Egypt into the hands of his enemies who want to kill him, just as I gave Zedekiah(GN) king of Judah into the hands of Nebuchadnezzar king of Babylon, the enemy who wanted to kill him.’”(GO)

A Message to Baruch

45 When Baruch(GP) son of Neriah(GQ) wrote on a scroll(GR) the words Jeremiah the prophet dictated in the fourth year of Jehoiakim(GS) son of Josiah king of Judah, Jeremiah said this to Baruch: “This is what the Lord, the God of Israel, says to you, Baruch: You said, ‘Woe(GT) to me! The Lord has added sorrow(GU) to my pain;(GV) I am worn out with groaning(GW) and find no rest.’(GX) But the Lord has told me to say to you, ‘This is what the Lord says: I will overthrow what I have built and uproot(GY) what I have planted,(GZ) throughout the earth.(HA) Should you then seek great(HB) things for yourself? Do not seek them.(HC) For I will bring disaster(HD) on all people,(HE) declares the Lord, but wherever you go I will let you escape(HF) with your life.’”(HG)

Footnotes

  1. Jeremiah 42:1 Hebrew; Septuagint (see also 43:2) Azariah
  2. Jeremiah 42:18 That is, your name will be used in cursing (see 29:22); or, others will see that you are cursed.
  3. Jeremiah 42:18 That is, your name will be used in cursing (see 29:22); or, others will see that you are cursed.
  4. Jeremiah 43:3 Or Chaldeans
  5. Jeremiah 43:13 Or in Heliopolis
  6. Jeremiah 44:8 That is, your name will be used in cursing (see 29:22); or, others will see that you are cursed; also in verse 12; similarly in verse 22.