Add parallel Print Page Options

36 Svo bar til á fjórtánda ríkisári Hiskía konungs, að Sanheríb Assýríukonungur fór herför gegn öllum víggirtum borgum í Júda og vann þær.

Þá sendi Assýríukonungur marskálk sinn með miklu liði frá Lakís til Jerúsalem á fund Hiskía konungs. Hann nam staðar hjá vatnstokknum úr efri tjörninni, við veginn út á bleikivöllinn.

Þá gengu þeir út til hans Eljakím Hilkíason dróttseti, Sébna kanslari og Jóak Asafsson ríkisritari.

Og marskálkurinn mælti til þeirra: "Segið Hiskía: Svo segir hinn mikli konungur, Assýríukonungur: Hvert er það athvarf er þú treystir á?

Er þú ráðgjörir hernað og hyggur þig fullstyrkan til, þá er það munnfleipur eitt. Á hvern treystir þú þá svo, að þú skulir hafa gjört uppreisn í gegn mér?

Sjá, þú treystir á þennan brotna reyrstaf, á Egyptaland, en hann stingst upp í höndina á hverjum þeim, er við hann styðst, og fer í gegnum hana. Slíkur er Faraó Egyptalandskonungur öllum þeim, er á hann treysta.

Og segir þú við mig: ,Vér treystum á Drottin, Guð vorn,` eru það þá ekki fórnarhæðir hans og ölturu, sem Hiskía nam burt, er hann sagði við Júda og Jerúsalem: ,Fyrir þessu eina altari skuluð þér fram falla?`

Kom til og veðja við herra minn, Assýríukonunginn: Ég skal fá þér tvö þúsund hesta, ef þú getur sett riddara á þá.

Hvernig munt þú þá fá rekið af höndum þér einn höfuðsmann meðal hinna minnstu þjóna herra míns? Og þó treystir þú á Egyptaland vegna hervagnanna og riddaranna!

10 Og hvort mun ég nú hafa farið til þessa lands án vilja Drottins til þess að eyða það? Drottinn sagði við mig: ,Far þú inn í þetta land og eyð það."`

11 Þá sögðu þeir Eljakím, Sébna og Jóak við marskálk konungs: "Tala þú við þjóna þína á arameísku, því að vér skiljum hana, en tala eigi við oss á Júda tungu í áheyrn fólksins, sem uppi er á borgarveggnum."

12 En marskálkurinn sagði: "Hefir herra minn sent mig til herra þíns eða til þín til þess að flytja þetta erindi? Hefir hann ekki sent mig til þeirra manna, sem þar sitja uppi á borgarveggnum og eiga þann kost fyrir höndum ásamt með yður að eta sinn eigin saur og drekka þvag sitt?"

13 Þá gekk marskálkurinn fram og kallaði hárri röddu á Júda tungu og mælti: "Heyrið orð hins mikla konungs, Assýríukonungs!

14 Svo segir konungurinn: Látið eigi Hiskía tæla yður, því að hann fær ekki frelsað yður.

15 Og látið eigi Hiskía koma yður til að treysta á Drottin með því að segja: ,Drottinn mun vissulega frelsa oss; þessi borg skal ekki verða Assýríukonungi í hendur seld.`

16 Hlustið eigi á Hiskía! Því að svo segir Assýríukonungur: Gjörið frið við mig og gangið mér á hönd, þá skal hver yðar mega eta af sínum vínviði og sínu fíkjutré og hver yðar drekka vatn úr sínum brunni,

17 þar til er ég kem og flyt yður í annað eins land og yðar land, í kornland og aldinlagar, í brauðland og víngarða.

18 Látið eigi Hiskía ginna yður, er hann segir: ,Drottinn mun frelsa oss.` Hefir nokkur af guðum þjóðanna frelsað land sitt undan hendi Assýríukonungs?

19 Hvar eru guðir Hamatborgar og Arpadborgar? Hvar eru guðir Sefarvaím? Hafa þeir frelsað Samaríu undan minni hendi?

20 Hverjir eru þeir af öllum guðum þessara landa, er frelsað hafi lönd sín undan minni hendi, svo að Drottinn skyldi fá frelsað Jerúsalem undan minni hendi?"

21 En menn þögðu og svöruðu honum engu orði, því að skipun konungs var þessi: "Svarið honum eigi."

22 En þeir Eljakím Hilkíason dróttseti, Sébna kanslari og Jóak Asafsson ríkisritari gengu á fund Hiskía með sundurrifnum klæðum og fluttu honum orð marskálksins.

37 Og er Hiskía konungur heyrði þetta, reif hann klæði sín, huldi sig hærusekk og gekk í hús Drottins.

En Eljakím dróttseta og Sébna kanslara og prestaöldungana sendi hann klædda hærusekk til Jesaja Amozsonar spámanns,

og skyldu þeir segja við hann: "Svo segir Hiskía: Þessi dagur er neyðar-, hirtingar- og háðungardagur, því að barnið er komið í burðarliðinn, en krafturinn er enginn til að fæða.

Vera má, að Drottinn, Guð þinn, heyri orð marskálksins, er sendur er af Assýríukonungi, herra sínum, til að spotta hinn lifandi Guð, og láti hegnt verða þeirra orða, er Drottinn Guð þinn hefir heyrt. En bið þú fyrir leifunum, sem enn eru eftir."

En er þjónar Hiskía konungs komu til Jesaja,

þá sagði Jesaja við þá: "Segið svo herra yðar: Svo segir Drottinn: Óttast þú eigi smánaryrði þau, er þú hefir heyrt sveina Assýríukonungs láta sér um munn fara í gegn mér.

Sjá, ég læt hann verða þess hugar, að þegar hann spyr tíðindi, skal hann hverfa aftur heim í land sitt, og þá skal ég láta hann fyrir sverði falla í sínu eigin landi."

Síðan sneri marskálkurinn aftur og hitti Assýríukonung þar sem hann sat um Líbna, því að hann hafði frétt, að hann væri farinn burt frá Lakís.

Þar kom honum svolátandi fregn af Tírhaka Blálandskonungi: "Hann er lagður af stað til þess að berjast við þig." Og er hann heyrði það, gjörði hann sendimenn til Hiskía með þessari orðsending:

10 "Segið svo Hiskía Júdakonungi: Lát eigi Guð þinn, er þú treystir á, tæla þig, er þú hugsar: ,Jerúsalem verður eigi seld í hendur Assýríukonungi.`

11 Sjá, þú hefir sjálfur heyrt, hverju Assýríukonungar hafa fram farið við öll lönd, hversu þeir hafa gjöreytt þau, og munt þú þá frelsaður verða?

12 Hvort hafa guðir þjóðanna, er feður mínir hafa að velli lagt, frelsað þær _ Gósan og Haran og Resef og Edenmenn, sem voru í Telassar?

13 Hvar er nú konungurinn í Hamat og konungurinn í Arpad og konungurinn í Sefarvaímborg, Hena og Íva?"

14 Hiskía tók við bréfinu af sendimönnunum og las það. Síðan gekk hann upp í hús Drottins og rakti það sundur frammi fyrir Drottni.

15 Og Hiskía bað til Drottins og sagði:

16 "Drottinn allsherjar, Guð Ísraels, þú sem situr uppi yfir kerúbunum, þú einn ert Guð yfir öllum konungsríkjum jarðar, þú hefir gjört himin og jörð.

17 Hneig, Drottinn, eyra þitt og heyr! Opna, Drottinn, auga þitt og sjá! Heyr þú öll orð Sanheríbs, er hann hefir sent til að smána með hinn lifandi Guð.

18 Satt er það, Drottinn, að Assýríukonungar hafa gjöreytt öllum þjóðum og löndum þeirra,

19 og kastað guðum þeirra á eld, því að þeir voru ekki guðir, heldur handaverk manna, stokkar og steinar, svo að þeir gátu gjört þá að engu.

20 En Drottinn, Guð vor, frelsa oss nú af hans hendi, svo að öll konungsríki jarðar megi við kannast, að þú, Drottinn, einn ert Guð."

21 Þá sendi Jesaja Amozson til Hiskía og lét segja honum: "Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: Þar sem þú hefir beðið til mín um hjálp gegn Sanheríb Assýríukonungi,

22 þá er þetta orðið, er Drottinn hefir um hann sagt: Mærin, dóttirin Síon, fyrirlítur þig og gjörir gys að þér, dóttirin Jerúsalem skekur höfuðið á eftir þér.

23 Hvern hefir þú smánað og spottað? Og gegn hverjum hefir þú hafið upp raustina og lyft augum þínum í hæðirnar? Gegn Hinum heilaga í Ísrael!

24 Þú hefir látið þjóna þína smána Drottin og sagt: ,Með fjölda hervagna minna steig ég upp á hæðir fjallanna, efst upp á Líbanonfjall. Ég hjó hin hávöxnu sedrustré þess og hin ágætu kýprestré þess. Ég braust upp á efsta tind þess, inn í aldinskóginn, þar sem hann var þéttastur.

25 Ég gróf til vatns og drakk, og með iljum fóta minna þurrkaði ég upp öll vatnsföll Egyptalands.`

26 Hefir þú þá ekki tekið eftir því, að ég hefi ráðstafað þessu svo fyrir löngu og hagað því svo frá öndverðu? Og nú hefi ég látið það koma fram, svo að þú mættir leggja víggirtar borgir í eyði og gjöra þær að eyðilegum grjóthrúgum.

27 En íbúar þeirra voru aflvana og skelfdust því og urðu sér til minnkunar. Jurtir vallarins og grængresið varð sem gras á þekjum og í hlaðvarpa.

28 Ég sé þig, þegar þú stendur og þegar þú situr, og ég veit af því, þegar þú fer og kemur, svo og um ofsa þinn gegn mér.

29 Sökum ofsa þíns í gegn mér og af því að ofmetnaður þinn er kominn mér til eyrna, þá vil ég setja hring minn í nasir þínar og bitil minn í munn þér og færa þig aftur sama veg og þú komst.

30 Þetta skaltu til marks hafa: Þetta árið munuð þér eta sjálfsáið korn, annað árið sjálfvaxið korn, en þriðja árið munuð þér sá og uppskera, planta víngarða og eta ávöxtu þeirra.

31 Og leifarnar af Júda húsi, sem komist hafa undan, skulu að nýju festa rætur að neðan og bera ávöxtu að ofan.

32 Því að frá Jerúsalem munu leifar út ganga og þeir, er undan komust, frá Síonfjalli. Vandlæti Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma.

33 Já, svo segir Drottinn um Assýríukonung: Eigi skal hann inn komast í þessa borg, engri ör þangað inn skjóta, engan herskjöld að henni bera og engan virkisvegg hlaða gegn henni.

34 Hann skal aftur snúa sömu leiðina, sem hann kom, og inn í þessa borg skal hann ekki koma _ segir Drottinn.

35 Ég vil vernda þessa borg og frelsa hana, mín vegna og vegna Davíðs þjóns míns."

36 Þá fór engill Drottins og laust hundrað áttatíu og fimm þúsundir manns í herbúðum Assýringa. Og er menn risu morguninn eftir, sjá, þá voru þeir allir liðin lík.

37 Þá tók Sanheríb Assýríukonungur sig upp, hélt af stað og sneri heim aftur og sat um kyrrt í Níníve.

38 En er hann eitt sinn baðst fyrir í hofi Nísroks, guðs síns, unnu synir hans, Adrammelek og Sareser, á honum með sverði. Þeir komust undan á flótta til Araratlands, en Asarhaddon sonur hans tók ríki eftir hann.

38 Um þær mundir tók Hiskía sótt og var að dauða kominn. Þá kom Jesaja Amozson spámaður til hans og sagði við hann: "Svo segir Drottinn: Ráðstafa húsi þínu, því að þú munt deyja og eigi lifa."

Þá sneri Hiskía andliti sínu til veggjar, bað til Drottins

og mælti: "Æ, Drottinn, minnstu þess, að ég hefi gengið fyrir augliti þínu með trúmennsku og einlægu hjarta og gjört það, sem þér er þóknanlegt!" Og hann grét sáran.

Þá kom orð Drottins, til Jesaja, svolátandi:

"Far og seg Hiskía: Svo segir Drottinn, Guð Davíðs, forföður þíns: Ég hefi heyrt bæn þína og séð tár þín. Sjá, ég vil enn leggja fimmtán ár við aldur þinn.

Og ég vil frelsa þig og þessa borg af hendi Assýríukonungs, og ég mun vernda þessa borg.

Og þetta skalt þú til marks hafa af Drottni, að Drottinn muni efna það, sem hann hefir heitið:

Sjá, ég færi aftur stigskuggann, er með sólinni hefir færst niður á sólskífu Akasar, um tíu stig." Og sólin færðist aftur á bak þau tíu stig á sólskífunni, er hún hafði gengið niður.

Sálmur eftir Hiskía konung í Júda, þá er hann hafði verið sjúkur, en var heill orðinn af sjúkleik sínum.

10 Ég sagði: Á hádegi ævi minnar stend ég við dauðans dyr. Það sem eftir er ára minna er ég ofurseldur hliðum Heljar.

11 Ég sagði: Ég fæ eigi framar að sjá Drottin á landi lifenda, ég fæ eigi framar menn að líta meðal þeirra sem heiminn byggja.

12 Bústað mínum er kippt upp og svipt burt frá mér eins og hjarðmannatjaldi. Ég hefi undið upp líf mitt eins og vefari. Hann sker mig frá uppistöðunni. Þú þjáir mig frá því að dagar og þar til nóttin kemur.

13 Ég þreyði til morguns. Öll mín bein voru kramin eins og af ljónshrammi. Þú þjáir mig frá því að dagar og þar til nóttin kemur.

14 Ég tísti sem svala og kurra sem dúfa. Augu mín mæna til himins. Drottinn, ég er í nauðum, líkna þú mér.

15 Hvað á ég að segja? Hann talaði til mín og efndi sín orð. Í auðmýkt vil ég ganga alla mína lífdaga, því minni sálarangist er létt.

16 Drottinn, af þessu lifa menn, og í öllu þessu er líf anda míns fólgið, þú gafst mér heilsuna aftur og lést mig lifna við.

17 Sjá, til blessunar varð mér hin sára kvöl. Þú forðaðir lífi mínu frá gröf eyðingarinnar, því að þú varpaðir að baki þér öllum syndum mínum.

18 Hel vegsamar þig eigi, dauðinn lofar þig eigi. Þeir sem niður eru stignir í gröfina vona eigi á trúfesti þína.

19 En sá einn lofar þig, sem lifir, eins og ég í dag. Feður kunngjöra börnum sínum trúfesti þína.

20 Drottinn er mitt hjálpræði. Í húsi Drottins skulum vér því hreyfa strengina alla vora lífdaga.

21 Og Jesaja bauð að taka skyldi fíkjudeig og leggja á kýlið, og mundi honum þá batna.

22 En Hiskía sagði: "Hvað skal ég hafa til marks um það, að ég megi aftur ganga upp í hús Drottins?"

39 Um þær mundir sendi Meródak Baladan Baladansson, konungur í Babýlon, bréf og gjafir til Hiskía, því að hann hafði frétt, að hann hefði verið sjúkur, en væri nú aftur heill orðinn.

Hiskía fagnaði komu þeirra og sýndi þeim féhirslu sína, silfrið og gullið, ilmjurtirnar og hina dýru olíu og allt vopnabúr sitt og allt, sem til var í fjársjóðum hans. Var enginn sá hlutur í höll Hiskía eða nokkurs staðar í ríki hans, að eigi sýndi hann þeim.

Þá kom Jesaja spámaður til Hiskía konungs og sagði við hann: "Hvert var erindi þessara manna, og hvaðan eru þeir til þín komnir?" Hiskía svaraði: "Af fjarlægu landi eru þeir til mín komnir, frá Babýlon."

Þá sagði hann: "Hvað sáu þeir í höll þinni?" Hiskía svaraði: "Allt, sem í höll minni er, hafa þeir séð. Enginn er sá hlutur í fjársjóðum mínum, að eigi hafi ég sýnt þeim."

Þá sagði Jesaja við Hiskía: "Heyr þú orð Drottins allsherjar.

Sjá, þeir dagar munu koma, að allt, sem er í höll þinni, og það, sem feður þínir hafa saman dregið allt til þessa dags, mun flutt verða til Babýlon. Ekkert skal eftir verða _ segir Drottinn.

Og nokkrir af sonum þínum, sem af þér munu koma og þú munt geta, munu teknir verða og gjörðir að hirðsveinum í höll konungsins í Babýlon."

En Hiskía sagði við Jesaja: "Gott er það orð Drottins, er þú hefir talað." Því að hann hugsaði: "Farsæld og friður helst þó meðan ég lifi."

40 Huggið, huggið lýð minn! segir Guð yðar.

Hughreystið Jerúsalem og boðið henni, að áþján hennar sé á enda, að sekt hennar sé goldin, að hún hafi fengið tvöfalt af hendi Drottins fyrir allar syndir sínar!

Heyr, kallað er: "Greiðið götu Drottins í eyðimörkinni, ryðjið Guði vorum veg í óbyggðinni!

Sérhver dalur skal hækka, hvert fjall og háls lækka. Hólarnir skulu verða að jafnsléttu og hamrarnir að dalagrundum!

Dýrð Drottins mun birtast, og allt hold mun sjá það, því að munnur Drottins hefir talað það!"

Heyr, einhver segir: "Kalla þú!" Og ég svara: "Hvað skal ég kalla?" "Allt hold er gras og allur yndisleikur þess sem blóm vallarins.

Grasið visnar, blómin fölna, þegar Drottinn andar á þau. Sannlega, mennirnir eru gras.

Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega."

Stíg upp á hátt fjall, þú Síon fagnaðarboði! Hef upp raust þína kröftuglega, þú Jerúsalem fagnaðarboði! Hef upp raustina, óttast eigi, seg borgunum í Júda: "Sjá, Guð yðar kemur!"

10 Sjá, hinn alvaldi Drottinn kemur sem hetja, og armleggur hans aflar honum yfirráða. Sjá, endurgjald hans fylgir honum, og fengur hans fer á undan honum.

11 Eins og hirðir mun hann halda hjörð sinni til haga, taka unglömbin í faðm sér og bera þau í fangi sínu, en leiða mæðurnar.

12 Hver hefir mælt vötnin í lófa sínum og stikað himininn með spönn sinni, innilukt duft jarðarinnar í mælikeri og vegið fjöllin á reislu og hálsana á metaskálum?

13 Hver hefir leiðbeint anda Drottins, hver hefir verið ráðgjafi hans og frætt hann?

14 Hvern hefir hann sótt að ráðum, þann er gæfi honum skilning og kenndi honum leið réttvísinnar, uppfræddi hann í þekkingu og vísaði honum veg viskunnar?

15 Sjá, þjóðirnar eru sem dropi í vatnskjólu og metnar sem ryk á vogarskálum. Sjá, eylöndunum lyftir hann upp eins og duftkorni.

16 Og Líbanon-skógur hrekkur ekki til eldsneytis og dýrin í honum ekki til brennifórnar.

17 Allar þjóðir eru sem ekkert fyrir honum, þær eru minna en ekki neitt og hégómi í hans augum.

18 Við hvern viljið þér þá samlíkja Guði, og hvað viljið þér taka til jafns við hann?

19 Líkneskið steypir smiðurinn, og gullsmiðurinn býr það slegnu gulli og setur á silfurfestar,

20 en sá, sem eigi á fyrir slíkri fórnargjöf, velur sér þann við, er ekki fúni, og leitar að góðum smið, er reist geti svo líkneski, að ekki haggist!

21 Vitið þér ekkert? Heyrið þér ekki? Hefir yður eigi verið kunngjört það frá upphafi? Hafið þér engan skilning hlotið frá grundvöllun jarðar?

22 Það er hann, sem situr hátt yfir jarðarkringlunni, og þeir, sem á henni búa, eru sem engisprettur. Það er hann, sem þenur út himininn eins og þunna voð og slær honum sundur eins og tjaldi til þess að búa í.

23 Það er hann, sem lætur höfðingjana verða að engu og gjörir drottna jarðarinnar að hégóma.

24 Varla eru þeir gróðursettir, varla niðursánir, varla hefir stofn þeirra náð að festa rætur í jörðinni fyrr en hann andar á þá, og þá skrælna þeir upp og stormbylurinn feykir þeim burt eins og hálmleggjum.

25 Við hvern viljið þér samlíkja mér, að ég sé honum jafn? segir Hinn heilagi.

26 Hefjið upp augu yðar til hæða og litist um: Hver hefir skapað stjörnurnar? Hann, sem leiðir út her þeirra með tölu og kallar þær allar með nafni. Sökum mikilleiks kraftar hans og af því að hann er voldugur að afli verður einskis þeirra vant.

27 Hví segir þú þá svo, Jakobsætt, og hví mælir þú þá svo, Ísrael: "Hagur minn er hulinn fyrir Drottni, og réttur minn er genginn úr höndum Guði mínum?"

28 Veistu þá ekki? Hefir þú ekki heyrt? Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar. Hann þreytist ekki, hann lýist ekki, speki hans er órannsakanleg.

29 Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.

30 Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga,

31 en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.

41 Verið hljóð og hlustið á mig, þér eylönd. Safni þjóðirnar nýjum kröftum, gangi svo nær og tali máli sínu. Vér skulum eigast lög við.

Hver hefir vakið upp manninn í austrinu, sem réttlætið kveður til fylgdar? Hver leggur þjóðir undir vald hans og lætur hann drottna yfir konungum? Hver gjörir sverð þeirra að moldarryki og boga þeirra sem fjúkandi hálmleggi,

svo að hann veitir þeim eftirför og fer ósakaður þann veg, er hann aldrei hefir stigið á fæti sínum?

Hver hefir gjört það og framkvæmt? _ Hann sem kallaði fram kynþáttu mannanna í öndverðu, ég, Drottinn, sem er hinn fyrsti, og með hinum síðustu enn hinn sami.

Eylöndin sáu það og urðu hrædd, endimörk jarðarinnar skulfu. Þeir þyrptust saman og komu.

Hver hjálpar öðrum og segir við félaga sinn: "Vertu hughraustur!"

Trésmiðurinn hughreystir gullsmiðinn, koparsmiðurinn járnsmiðinn og segir: "Kveikingin er góð!" Síðan festir hann goðalíkneskið með nöglum, til þess að það haggist ekki.

En þú Ísrael, þjónn minn, Jakob, sem ég hefi útvalið, þú afsprengi Abrahams ástvinar míns.

Þú, sem ég þreif frá endimörkum jarðarinnar og kallaði þig frá ystu landsálfum hennar og sagði við þig: "Þú ert þjónn minn, ég hefi útvalið þig og eigi hafnað þér!"

10 Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.

11 Sjá, allir fjandmenn þínir skulu verða til skammar og háðungar. Sökudólgar þínir skulu verða að engu og tortímast.

12 Þó að þú leitir að þrætudólgum þínum, skalt þú ekki finna þá. Þeir sem á þig herja, skulu hverfa og að engu verða.

13 Því að ég, Drottinn, Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig: "Óttast þú eigi, ég hjálpa þér!"

14 Óttast þú eigi, maðkurinn þinn Jakob, þú fámenni hópur Ísrael! Ég hjálpa þér, segir Drottinn, og frelsari þinn er Hinn heilagi í Ísrael.

15 Sjá, ég gjöri þig að nýhvesstum þreskisleða, sem alsettur er göddum. Þú skalt þreskja sundur fjöllin og mylja þau í smátt og gjöra hálsana sem sáðir.

16 Þú skalt sáldra þeim, og vindurinn mun feykja þeim og stormbylurinn tvístra þeim. En sjálfur skalt þú fagna yfir Drottni og miklast af Hinum heilaga í Ísrael.

17 Hinir fátæku og voluðu leita vatns, en finna ekki, tunga þeirra verður þurr af þorsta. Ég, Drottinn, mun bænheyra þá, ég, Ísraels Guð, mun ekki yfirgefa þá.

18 Ég læt ár spretta upp á gróðurlausum hæðum og vatnslindir í dölunum miðjum. Ég gjöri eyðimörkina að vatnstjörnum og þurrlendið að uppsprettum.

19 Ég læt sedrustré, akasíutré, myrtustré og olíutré vaxa í eyðimörkinni, og kýpresviður, álmviður og sortulyngsviður spretta hver með öðrum á sléttunum,

20 svo að þeir allir sjái og viti, skynji og skilji, að hönd Drottins hefir gjört þetta og Hinn heilagi í Ísrael hefir því til vegar komið.

21 Berið nú fram málefni yðar, segir Drottinn. Færið fram varnir yðar, segir konungur Jakobsættar.

22 Látum þá koma með málefni sín og kunngjöra oss, hvað verða muni. Gjörið kunnugt það sem áður var, svo að vér getum hugleitt það! Látið oss heyra, hvað koma á, svo að vér vitum, hvað í vændum er!

23 Gjörið kunnugt, hvað hér eftir muni fram koma, svo að vér megum sjá, að þér eruð guðir! Gjörið annaðhvort af yður gott eða illt, svo að við fáum reynt með okkur og sjón verði sögu ríkari.

24 Sjá, þér eruð ekkert og verk yðar ekki neitt! Andstyggilegur er sá, sem yður kýs!

25 Ég vakti upp mann í norðri, og hann kom. Frá upprás sólar kallaði ég þann, er ákallar nafn mitt. Hann gengur yfir landstjóra sem leir, eins og leirkerasmiður treður deigulmó.

26 Hver hefir kunngjört það frá öndverðu, svo að vér vissum það, eða fyrirfram, svo að vér gætum sagt: "Hann hefir rétt fyrir sér"? Nei, enginn hefir kunngjört það, enginn látið til sín heyra, enginn hefir heyrt yður segja neitt.

27 Ég var hinn fyrsti, sem sagði við Síon: "Sjá, þar kemur það fram!" og hinn fyrsti, er sendi Jerúsalem fagnaðarboða.

28 Ég litast um, en þar er enginn, og á meðal þeirra er ekki neinn, er úrskurð veiti, svo að ég geti spurt þá og þeir svarað mér.

29 Sjá, þeir eru allir hégómi og verk þeirra ekki neitt, líkneski þeirra vindur og hjóm.

Sennacherib Threatens Jerusalem(A)

36 In the fourteenth year of King Hezekiah’s(B) reign, Sennacherib(C) king of Assyria attacked all the fortified cities of Judah and captured them.(D) Then the king of Assyria sent his field commander with a large army from Lachish(E) to King Hezekiah at Jerusalem. When the commander stopped at the aqueduct of the Upper Pool, on the road to the Launderer’s Field,(F) Eliakim(G) son of Hilkiah the palace administrator,(H) Shebna(I) the secretary,(J) and Joah(K) son of Asaph the recorder(L) went out to him.

The field commander said to them, “Tell Hezekiah:

“‘This is what the great king, the king of Assyria, says: On what are you basing this confidence of yours? You say you have counsel and might for war—but you speak only empty words. On whom are you depending, that you rebel(M) against me? Look, I know you are depending(N) on Egypt,(O) that splintered reed(P) of a staff, which pierces the hand of anyone who leans on it! Such is Pharaoh king of Egypt to all who depend on him. But if you say to me, “We are depending(Q) on the Lord our God”—isn’t he the one whose high places and altars Hezekiah removed,(R) saying to Judah and Jerusalem, “You must worship before this altar”?(S)

“‘Come now, make a bargain with my master, the king of Assyria: I will give you two thousand horses(T)—if you can put riders on them! How then can you repulse one officer of the least of my master’s officials, even though you are depending on Egypt(U) for chariots(V) and horsemen[a]?(W) 10 Furthermore, have I come to attack and destroy this land without the Lord? The Lord himself told(X) me to march against this country and destroy it.’”

11 Then Eliakim, Shebna and Joah(Y) said to the field commander, “Please speak to your servants in Aramaic,(Z) since we understand it. Don’t speak to us in Hebrew in the hearing of the people on the wall.”

12 But the commander replied, “Was it only to your master and you that my master sent me to say these things, and not to the people sitting on the wall—who, like you, will have to eat their own excrement and drink their own urine?(AA)

13 Then the commander stood and called out in Hebrew,(AB) “Hear the words of the great king, the king of Assyria!(AC) 14 This is what the king says: Do not let Hezekiah deceive(AD) you. He cannot deliver you! 15 Do not let Hezekiah persuade you to trust in the Lord when he says, ‘The Lord will surely deliver(AE) us; this city will not be given into the hand of the king of Assyria.’(AF)

16 “Do not listen to Hezekiah. This is what the king of Assyria says: Make peace with me and come out to me. Then each of you will eat fruit from your own vine and fig tree(AG) and drink water from your own cistern,(AH) 17 until I come and take you to a land like your own(AI)—a land of grain and new wine,(AJ) a land of bread and vineyards.

18 “Do not let Hezekiah mislead you when he says, ‘The Lord will deliver us.’ Have the gods of any nations ever delivered their lands from the hand of the king of Assyria? 19 Where are the gods of Hamath and Arpad?(AK) Where are the gods of Sepharvaim?(AL) Have they rescued Samaria(AM) from my hand? 20 Who of all the gods(AN) of these countries have been able to save their lands from me? How then can the Lord deliver Jerusalem from my hand?”(AO)

21 But the people remained silent and said nothing in reply, because the king had commanded, “Do not answer him.”(AP)

22 Then Eliakim(AQ) son of Hilkiah the palace administrator, Shebna the secretary and Joah son of Asaph the recorder(AR) went to Hezekiah, with their clothes torn,(AS) and told him what the field commander had said.

Jerusalem’s Deliverance Foretold(AT)

37 When King Hezekiah heard this, he tore his clothes(AU) and put on sackcloth(AV) and went into the temple(AW) of the Lord. He sent Eliakim(AX) the palace administrator, Shebna(AY) the secretary, and the leading priests, all wearing sackcloth, to the prophet Isaiah son of Amoz.(AZ) They told him, “This is what Hezekiah says: This day is a day of distress(BA) and rebuke and disgrace, as when children come to the moment of birth(BB) and there is no strength to deliver them. It may be that the Lord your God will hear the words of the field commander, whom his master, the king of Assyria, has sent to ridicule(BC) the living God,(BD) and that he will rebuke him for the words the Lord your God has heard.(BE) Therefore pray(BF) for the remnant(BG) that still survives.”

When King Hezekiah’s officials came to Isaiah, Isaiah said to them, “Tell your master, ‘This is what the Lord says: Do not be afraid(BH) of what you have heard—those words with which the underlings of the king of Assyria have blasphemed(BI) me. Listen! When he hears a certain report,(BJ) I will make him want(BK) to return to his own country, and there I will have him cut down(BL) with the sword.’”

When the field commander heard that the king of Assyria had left Lachish,(BM) he withdrew and found the king fighting against Libnah.(BN)

Now Sennacherib(BO) received a report(BP) that Tirhakah, the king of Cush,[b](BQ) was marching out to fight against him. When he heard it, he sent messengers to Hezekiah with this word: 10 “Say to Hezekiah king of Judah: Do not let the god you depend on deceive(BR) you when he says, ‘Jerusalem will not be given into the hands of the king of Assyria.’(BS) 11 Surely you have heard what the kings of Assyria have done to all the countries, destroying them completely. And will you be delivered?(BT) 12 Did the gods of the nations that were destroyed by my predecessors(BU) deliver them—the gods of Gozan, Harran,(BV) Rezeph and the people of Eden(BW) who were in Tel Assar? 13 Where is the king of Hamath or the king of Arpad?(BX) Where are the kings of Lair, Sepharvaim,(BY) Hena and Ivvah?”(BZ)

Hezekiah’s Prayer(CA)

14 Hezekiah received the letter(CB) from the messengers and read it. Then he went up to the temple(CC) of the Lord and spread it out before the Lord. 15 And Hezekiah prayed(CD) to the Lord: 16 Lord Almighty, the God of Israel, enthroned(CE) between the cherubim,(CF) you alone are God(CG) over all the kingdoms(CH) of the earth. You have made heaven and earth.(CI) 17 Give ear, Lord, and hear;(CJ) open your eyes, Lord, and see;(CK) listen to all the words Sennacherib(CL) has sent to ridicule(CM) the living God.(CN)

18 “It is true, Lord, that the Assyrian kings have laid waste all these peoples and their lands.(CO) 19 They have thrown their gods into the fire(CP) and destroyed them,(CQ) for they were not gods(CR) but only wood and stone, fashioned by human hands.(CS) 20 Now, Lord our God, deliver(CT) us from his hand, so that all the kingdoms of the earth(CU) may know that you, Lord, are the only God.[c](CV)

Sennacherib’s Fall(CW)

21 Then Isaiah son of Amoz(CX) sent a message to Hezekiah: “This is what the Lord, the God of Israel, says: Because you have prayed to me concerning Sennacherib king of Assyria, 22 this is the word the Lord has spoken against him:

“Virgin Daughter(CY) Zion(CZ)
    despises and mocks you.
Daughter Jerusalem
    tosses her head(DA) as you flee.
23 Who is it you have ridiculed and blasphemed?(DB)
    Against whom have you raised your voice(DC)
and lifted your eyes in pride?(DD)
    Against the Holy One(DE) of Israel!
24 By your messengers
    you have ridiculed the Lord.
And you have said,
    ‘With my many chariots(DF)
I have ascended the heights of the mountains,
    the utmost heights(DG) of Lebanon.(DH)
I have cut down its tallest cedars,
    the choicest of its junipers.(DI)
I have reached its remotest heights,
    the finest of its forests.
25 I have dug wells in foreign lands[d]
    and drunk the water there.
With the soles of my feet
    I have dried up(DJ) all the streams of Egypt.(DK)

26 “Have you not heard?
    Long ago I ordained(DL) it.
In days of old I planned(DM) it;
    now I have brought it to pass,
that you have turned fortified cities
    into piles of stone.(DN)
27 Their people, drained of power,
    are dismayed and put to shame.
They are like plants in the field,
    like tender green shoots,
like grass(DO) sprouting on the roof,(DP)
    scorched[e] before it grows up.

28 “But I know where you are
    and when you come and go(DQ)
    and how you rage(DR) against me.
29 Because you rage against me
    and because your insolence(DS) has reached my ears,
I will put my hook(DT) in your nose(DU)
    and my bit in your mouth,
and I will make you return
    by the way you came.(DV)

30 “This will be the sign(DW) for you, Hezekiah:

“This year(DX) you will eat what grows by itself,
    and the second year what springs from that.
But in the third year(DY) sow and reap,
    plant vineyards(DZ) and eat their fruit.(EA)
31 Once more a remnant of the kingdom of Judah
    will take root(EB) below and bear fruit(EC) above.
32 For out of Jerusalem will come a remnant,(ED)
    and out of Mount Zion a band of survivors.(EE)
The zeal(EF) of the Lord Almighty
    will accomplish this.

33 “Therefore this is what the Lord says concerning the king of Assyria:

“He will not enter this city(EG)
    or shoot an arrow here.
He will not come before it with shield
    or build a siege ramp(EH) against it.
34 By the way that he came he will return;(EI)
    he will not enter this city,”
declares the Lord.
35 “I will defend(EJ) this city and save it,
    for my sake(EK) and for the sake of David(EL) my servant!”

36 Then the angel(EM) of the Lord went out and put to death(EN) a hundred and eighty-five thousand in the Assyrian(EO) camp. When the people got up the next morning—there were all the dead bodies! 37 So Sennacherib(EP) king of Assyria broke camp and withdrew. He returned to Nineveh(EQ) and stayed there.

38 One day, while he was worshiping in the temple(ER) of his god Nisrok, his sons Adrammelek and Sharezer killed him with the sword, and they escaped to the land of Ararat.(ES) And Esarhaddon(ET) his son succeeded him as king.(EU)

Hezekiah’s Illness(EV)

38 In those days Hezekiah became ill and was at the point of death. The prophet Isaiah son of Amoz(EW) went to him and said, “This is what the Lord says: Put your house in order,(EX) because you are going to die; you will not recover.”(EY)

Hezekiah turned his face to the wall and prayed to the Lord, “Remember, Lord, how I have walked(EZ) before you faithfully and with wholehearted devotion(FA) and have done what is good in your eyes.(FB)” And Hezekiah wept(FC) bitterly.

Then the word(FD) of the Lord came to Isaiah: “Go and tell Hezekiah, ‘This is what the Lord, the God of your father David,(FE) says: I have heard your prayer and seen your tears;(FF) I will add fifteen years(FG) to your life. And I will deliver you and this city from the hand of the king of Assyria. I will defend(FH) this city.

“‘This is the Lord’s sign(FI) to you that the Lord will do what he has promised: I will make the shadow cast by the sun go back the ten steps it has gone down on the stairway of Ahaz.’” So the sunlight went back the ten steps it had gone down.(FJ)

A writing of Hezekiah king of Judah after his illness and recovery:

10 I said, “In the prime of my life(FK)
    must I go through the gates of death(FL)
    and be robbed of the rest of my years?(FM)
11 I said, “I will not again see the Lord himself(FN)
    in the land of the living;(FO)
no longer will I look on my fellow man,
    or be with those who now dwell in this world.
12 Like a shepherd’s tent(FP) my house
    has been pulled down(FQ) and taken from me.
Like a weaver I have rolled(FR) up my life,
    and he has cut me off from the loom;(FS)
    day and night(FT) you made an end of me.
13 I waited patiently(FU) till dawn,
    but like a lion he broke(FV) all my bones;(FW)
    day and night(FX) you made an end of me.
14 I cried like a swift or thrush,
    I moaned like a mourning dove.(FY)
My eyes grew weak(FZ) as I looked to the heavens.
    I am being threatened; Lord, come to my aid!”(GA)

15 But what can I say?(GB)
    He has spoken to me, and he himself has done this.(GC)
I will walk humbly(GD) all my years
    because of this anguish of my soul.(GE)
16 Lord, by such things people live;
    and my spirit finds life in them too.
You restored me to health
    and let me live.(GF)
17 Surely it was for my benefit(GG)
    that I suffered such anguish.(GH)
In your love you kept me
    from the pit(GI) of destruction;
you have put all my sins(GJ)
    behind your back.(GK)
18 For the grave(GL) cannot praise you,
    death cannot sing your praise;(GM)
those who go down to the pit(GN)
    cannot hope for your faithfulness.
19 The living, the living—they praise(GO) you,
    as I am doing today;
parents tell their children(GP)
    about your faithfulness.

20 The Lord will save me,
    and we will sing(GQ) with stringed instruments(GR)
all the days of our lives(GS)
    in the temple(GT) of the Lord.

21 Isaiah had said, “Prepare a poultice of figs and apply it to the boil, and he will recover.”

22 Hezekiah had asked, “What will be the sign(GU) that I will go up to the temple of the Lord?”

Envoys From Babylon(GV)

39 At that time Marduk-Baladan son of Baladan king of Babylon(GW) sent Hezekiah letters and a gift, because he had heard of his illness and recovery. Hezekiah received the envoys(GX) gladly and showed them what was in his storehouses—the silver, the gold,(GY) the spices, the fine olive oil—his entire armory and everything found among his treasures.(GZ) There was nothing in his palace or in all his kingdom that Hezekiah did not show them.

Then Isaiah the prophet went to King Hezekiah and asked, “What did those men say, and where did they come from?”

“From a distant land,(HA)” Hezekiah replied. “They came to me from Babylon.”

The prophet asked, “What did they see in your palace?”

“They saw everything in my palace,” Hezekiah said. “There is nothing among my treasures that I did not show them.”

Then Isaiah said to Hezekiah, “Hear the word(HB) of the Lord Almighty: The time will surely come when everything in your palace, and all that your predecessors have stored up until this day, will be carried off to Babylon.(HC) Nothing will be left, says the Lord. And some of your descendants, your own flesh and blood who will be born to you, will be taken away, and they will become eunuchs in the palace of the king of Babylon.(HD)

“The word of the Lord you have spoken is good,(HE)” Hezekiah replied. For he thought, “There will be peace and security in my lifetime.(HF)

Comfort for God’s People

40 Comfort, comfort(HG) my people,
    says your God.
Speak tenderly(HH) to Jerusalem,
    and proclaim to her
that her hard service(HI) has been completed,(HJ)
    that her sin has been paid for,(HK)
that she has received from the Lord’s hand
    double(HL) for all her sins.

A voice of one calling:
“In the wilderness prepare
    the way(HM) for the Lord[f];
make straight(HN) in the desert
    a highway for our God.[g](HO)
Every valley shall be raised up,(HP)
    every mountain and hill(HQ) made low;
the rough ground shall become level,(HR)
    the rugged places a plain.
And the glory(HS) of the Lord will be revealed,
    and all people will see it together.(HT)
For the mouth of the Lord has spoken.”(HU)

A voice says, “Cry out.”
    And I said, “What shall I cry?”

“All people are like grass,(HV)
    and all their faithfulness is like the flowers of the field.
The grass withers(HW) and the flowers fall,
    because the breath(HX) of the Lord blows(HY) on them.
    Surely the people are grass.
The grass withers and the flowers(HZ) fall,
    but the word(IA) of our God endures(IB) forever.(IC)

You who bring good news(ID) to Zion,
    go up on a high mountain.
You who bring good news to Jerusalem,[h](IE)
    lift up your voice with a shout,
lift it up, do not be afraid;
    say to the towns of Judah,
    “Here is your God!”(IF)
10 See, the Sovereign Lord comes(IG) with power,(IH)
    and he rules(II) with a mighty arm.(IJ)
See, his reward(IK) is with him,
    and his recompense accompanies him.
11 He tends his flock like a shepherd:(IL)
    He gathers the lambs in his arms(IM)
and carries them close to his heart;(IN)
    he gently leads(IO) those that have young.(IP)

12 Who has measured the waters(IQ) in the hollow of his hand,(IR)
    or with the breadth of his hand marked off the heavens?(IS)
Who has held the dust of the earth in a basket,
    or weighed the mountains on the scales
    and the hills in a balance?(IT)
13 Who can fathom the Spirit[i](IU) of the Lord,
    or instruct the Lord as his counselor?(IV)
14 Whom did the Lord consult to enlighten him,
    and who taught him the right way?
Who was it that taught him knowledge,(IW)
    or showed him the path of understanding?(IX)

15 Surely the nations are like a drop in a bucket;
    they are regarded as dust on the scales;(IY)
    he weighs the islands as though they were fine dust.(IZ)
16 Lebanon(JA) is not sufficient for altar fires,
    nor its animals(JB) enough for burnt offerings.
17 Before him all the nations(JC) are as nothing;(JD)
    they are regarded by him as worthless
    and less than nothing.(JE)

18 With whom, then, will you compare God?(JF)
    To what image(JG) will you liken him?
19 As for an idol,(JH) a metalworker casts it,
    and a goldsmith(JI) overlays it with gold(JJ)
    and fashions silver chains for it.
20 A person too poor to present such an offering
    selects wood(JK) that will not rot;
they look for a skilled worker
    to set up an idol(JL) that will not topple.(JM)

21 Do you not know?
    Have you not heard?(JN)
Has it not been told(JO) you from the beginning?(JP)
    Have you not understood(JQ) since the earth was founded?(JR)
22 He sits enthroned(JS) above the circle of the earth,
    and its people are like grasshoppers.(JT)
He stretches out the heavens(JU) like a canopy,(JV)
    and spreads them out like a tent(JW) to live in.(JX)
23 He brings princes(JY) to naught
    and reduces the rulers of this world to nothing.(JZ)
24 No sooner are they planted,
    no sooner are they sown,
    no sooner do they take root(KA) in the ground,
than he blows(KB) on them and they wither,(KC)
    and a whirlwind sweeps them away like chaff.(KD)

25 “To whom will you compare me?(KE)
    Or who is my equal?” says the Holy One.(KF)
26 Lift up your eyes and look to the heavens:(KG)
    Who created(KH) all these?
He who brings out the starry host(KI) one by one
    and calls forth each of them by name.
Because of his great power and mighty strength,(KJ)
    not one of them is missing.(KK)

27 Why do you complain, Jacob?
    Why do you say, Israel,
“My way is hidden from the Lord;
    my cause is disregarded by my God”?(KL)
28 Do you not know?
    Have you not heard?(KM)
The Lord is the everlasting(KN) God,
    the Creator(KO) of the ends of the earth.(KP)
He will not grow tired or weary,(KQ)
    and his understanding no one can fathom.(KR)
29 He gives strength(KS) to the weary(KT)
    and increases the power of the weak.
30 Even youths grow tired and weary,
    and young men(KU) stumble and fall;(KV)
31 but those who hope(KW) in the Lord
    will renew their strength.(KX)
They will soar on wings like eagles;(KY)
    they will run and not grow weary,
    they will walk and not be faint.(KZ)

The Helper of Israel

41 “Be silent(LA) before me, you islands!(LB)
    Let the nations renew their strength!(LC)
Let them come forward(LD) and speak;
    let us meet together(LE) at the place of judgment.

“Who has stirred(LF) up one from the east,(LG)
    calling him in righteousness(LH) to his service[j]?(LI)
He hands nations over to him
    and subdues kings before him.
He turns them to dust(LJ) with his sword,
    to windblown chaff(LK) with his bow.(LL)
He pursues them and moves on unscathed,(LM)
    by a path his feet have not traveled before.
Who has done this and carried it through,
    calling(LN) forth the generations from the beginning?(LO)
I, the Lord—with the first of them
    and with the last(LP)—I am he.(LQ)

The islands(LR) have seen it and fear;
    the ends of the earth(LS) tremble.
They approach and come forward;
    they help each other
    and say to their companions, “Be strong!(LT)
The metalworker(LU) encourages the goldsmith,(LV)
    and the one who smooths with the hammer
    spurs on the one who strikes the anvil.
One says of the welding, “It is good.”
    The other nails down the idol so it will not topple.(LW)

“But you, Israel, my servant,(LX)
    Jacob, whom I have chosen,(LY)
    you descendants of Abraham(LZ) my friend,(MA)
I took you from the ends of the earth,(MB)
    from its farthest corners I called(MC) you.
I said, ‘You are my servant’;(MD)
    I have chosen(ME) you and have not rejected you.
10 So do not fear,(MF) for I am with you;(MG)
    do not be dismayed, for I am your God.
I will strengthen(MH) you and help(MI) you;
    I will uphold you(MJ) with my righteous right hand.(MK)

11 “All who rage(ML) against you
    will surely be ashamed and disgraced;(MM)
those who oppose(MN) you
    will be as nothing and perish.(MO)
12 Though you search for your enemies,
    you will not find them.(MP)
Those who wage war against you
    will be as nothing(MQ) at all.
13 For I am the Lord your God
    who takes hold of your right hand(MR)
and says to you, Do not fear;
    I will help(MS) you.
14 Do not be afraid,(MT) you worm(MU) Jacob,
    little Israel, do not fear,
for I myself will help(MV) you,” declares the Lord,
    your Redeemer,(MW) the Holy One(MX) of Israel.
15 “See, I will make you into a threshing sledge,(MY)
    new and sharp, with many teeth.
You will thresh the mountains(MZ) and crush them,
    and reduce the hills to chaff.(NA)
16 You will winnow(NB) them, the wind will pick them up,
    and a gale(NC) will blow them away.(ND)
But you will rejoice(NE) in the Lord
    and glory(NF) in the Holy One(NG) of Israel.

17 “The poor and needy search for water,(NH)
    but there is none;
    their tongues are parched with thirst.(NI)
But I the Lord will answer(NJ) them;
    I, the God of Israel, will not forsake(NK) them.
18 I will make rivers flow(NL) on barren heights,
    and springs within the valleys.
I will turn the desert(NM) into pools of water,(NN)
    and the parched ground into springs.(NO)
19 I will put in the desert(NP)
    the cedar and the acacia,(NQ) the myrtle and the olive.
I will set junipers(NR) in the wasteland,
    the fir and the cypress(NS) together,(NT)
20 so that people may see and know,(NU)
    may consider and understand,(NV)
that the hand(NW) of the Lord has done this,
    that the Holy One(NX) of Israel has created(NY) it.

21 “Present your case,(NZ)” says the Lord.
    “Set forth your arguments,” says Jacob’s King.(OA)
22 “Tell us, you idols,
    what is going to happen.(OB)
Tell us what the former things(OC) were,
    so that we may consider them
    and know their final outcome.
Or declare to us the things to come,(OD)
23     tell us what the future holds,
    so we may know(OE) that you are gods.
Do something, whether good or bad,(OF)
    so that we will be dismayed(OG) and filled with fear.
24 But you are less than nothing(OH)
    and your works are utterly worthless;(OI)
    whoever chooses you is detestable.(OJ)

25 “I have stirred(OK) up one from the north,(OL) and he comes—
    one from the rising sun who calls on my name.
He treads(OM) on rulers as if they were mortar,
    as if he were a potter treading the clay.
26 Who told of this from the beginning,(ON) so we could know,
    or beforehand, so we could say, ‘He was right’?
No one told of this,
    no one foretold(OO) it,
    no one heard any words(OP) from you.
27 I was the first to tell(OQ) Zion, ‘Look, here they are!’
    I gave to Jerusalem a messenger of good news.(OR)
28 I look but there is no one(OS)
    no one among the gods to give counsel,(OT)
    no one to give answer(OU) when I ask them.
29 See, they are all false!
    Their deeds amount to nothing;(OV)
    their images(OW) are but wind(OX) and confusion.

Footnotes

  1. Isaiah 36:9 Or charioteers
  2. Isaiah 37:9 That is, the upper Nile region
  3. Isaiah 37:20 Dead Sea Scrolls (see also 2 Kings 19:19); Masoretic Text you alone are the Lord
  4. Isaiah 37:25 Dead Sea Scrolls (see also 2 Kings 19:24); Masoretic Text does not have in foreign lands.
  5. Isaiah 37:27 Some manuscripts of the Masoretic Text, Dead Sea Scrolls and some Septuagint manuscripts (see also 2 Kings 19:26); most manuscripts of the Masoretic Text roof / and terraced fields
  6. Isaiah 40:3 Or A voice of one calling in the wilderness: / “Prepare the way for the Lord
  7. Isaiah 40:3 Hebrew; Septuagint make straight the paths of our God
  8. Isaiah 40:9 Or Zion, bringer of good news, / go up on a high mountain. / Jerusalem, bringer of good news
  9. Isaiah 40:13 Or mind
  10. Isaiah 41:2 Or east, / whom victory meets at every step