Add parallel Print Page Options

En Esaú varð þess vís, að Ísak hafði blessað Jakob og sent hann til Mesópótamíu til að taka sér þar konu, að hann hafði blessað hann, boðið honum og sagt: "Þú skalt ekki taka þér konu af Kanaans dætrum,"

og að Jakob hafði hlýðnast föður sínum og móður sinni og farið til Mesópótamíu.

Þá sá Esaú, að Kanaans dætur geðjuðust eigi Ísak föður hans.

Fór Esaú því til Ísmaels og tók Mahalat, dóttur Ísmaels Abrahamssonar, systur Nebajóts, sér fyrir konu, auk þeirra kvenna, sem hann átti áður.

Read full chapter