Add parallel Print Page Options

Þá minntist Guð Nóa og allra dýranna og alls fénaðarins, sem með honum var í örkinni, og Guð lét vind blása yfir jörðina, svo að vatnið sjatnaði.

Og uppsprettur undirdjúpsins luktust aftur og flóðgáttir himinsins, og steypiregninu úr loftinu linnti.

Og vatnið rénaði meir og meir á jörðinni og þvarr eftir hundrað og fimmtíu daga.

Og örkin nam staðar í sjöunda mánuðinum, á seytjánda degi mánaðarins, á Araratsfjöllunum.

Og vatnið var að réna allt til hins tíunda mánaðar. Í tíunda mánuðinum, á fyrsta degi mánaðarins, sáust fjallatindarnir.

Eftir fjörutíu daga lauk Nói upp glugga arkarinnar, sem hann hafði gjört,

og lét út hrafn. Hann flaug fram og aftur, þangað til vatnið þornaði á jörðinni.

Þá sendi hann út frá sér dúfu til að vita, hvort vatnið væri þorrið á jörðinni.

En dúfan fann ekki hvíldarstað fæti sínum og hvarf til hans aftur í örkina, því að vatn var enn yfir allri jörðinni. Og hann rétti út hönd sína og tók hana og fór með hana inn til sín í örkina.

10 Og hann beið enn aðra sjö daga og sendi svo dúfuna aftur úr örkinni.

11 Þá kom dúfan til hans aftur undir kveld og var þá með grænt olíuviðarblað í nefinu. Þá sá Nói, að vatnið var þorrið á jörðinni.

12 Og enn beið hann aðra sjö daga og lét þá dúfuna út, en hún hvarf ekki framar til hans aftur.

13 Og á sexhundraðasta og fyrsta ári, í fyrsta mánuðinum, á fyrsta degi mánaðarins, var vatnið þornað á jörðinni. Og Nói tók þakið af örkinni og litaðist um, og var þá yfirborð jarðarinnar orðið þurrt.

14 Í öðrum mánuðinum, á tuttugasta og sjöunda degi mánaðarins, var jörðin þurr.

15 Þá talaði Guð við Nóa og mælti:

16 "Gakk þú úr örkinni, þú og kona þín og synir þínir og sonakonur þínar með þér.

17 Og láttu fara út með þér öll dýr, sem með þér eru, af öllu holdi, bæði fuglana og fénaðinn og öll skriðkvikindin, sem skríða á jörðinni. Verði krökkt af þeim á jörðinni, verði þau frjósöm og fjölgi á jörðinni."

18 Þá gekk Nói út og synir hans og kona hans og sonakonur hans með honum.

19 Öll dýr, öll skriðkvikindi, allir fuglar, allt, sem bærist á jörðinni, hvað eftir sinni tegund, gekk út úr örkinni.

20 Nói reisti þá Drottni altari og tók af öllum hreinum dýrum og hreinum fuglum og fórnaði brennifórn á altarinu.

21 Og Drottinn kenndi þægilegan ilm, og Drottinn sagði við sjálfan sig: "Ég vil upp frá þessu ekki bölva jörðinni framar vegna mannsins, því að hugrenningar mannshjartans eru illar frá bernsku hans, og ég mun upp frá þessu ekki framar deyða allt, sem lifir, eins og ég hefi gjört.

22 Meðan jörðin stendur, skal ekki linna sáning og uppskera, frost og hiti, sumar og vetur, dagur og nótt."

Guð blessaði Nóa og sonu hans og sagði við þá: "Verið frjósamir, margfaldist og uppfyllið jörðina.

Ótti við yður og skelfing skal vera yfir öllum dýrum jarðarinnar, yfir öllum fuglum loftsins, yfir öllu, sem hrærist á jörðinni, og yfir öllum fiskum sjávarins. Á yðar vald er þetta gefið.

Allt sem hrærist og lifir, skal vera yður til fæðu, ég gef yður það allt, eins og grænu jurtirnar.

Aðeins hold, sem sálin, það er blóðið, er í, skuluð þér ekki eta.

En yðar eigin blóðs mun ég hins vegar krefjast. Af hverri skepnu mun ég þess krefjast, og af manninum, af bróður hans, mun ég krefjast lífs mannsins.

Hver sem úthellir mannsblóði, hans blóði skal af manni úthellt verða. Því að eftir Guðs mynd gjörði hann manninn.

En ávaxtist þér og margfaldist og vaxið stórum á jörðinni og margfaldist á henni."

Og Guð mælti þannig við Nóa og sonu hans, sem voru með honum:

"Sjá, ég gjöri minn sáttmála við yður og við niðja yðar eftir yður

10 og við allar lifandi skepnur, sem með yður eru, bæði við fuglana og fénaðinn og öll villidýrin, sem hjá yður eru, allt, sem út gekk úr örkinni, það er öll dýr jarðarinnar.

11 Minn sáttmála vil ég gjöra við yður: Aldrei framar skal allt hold tortímast af vatnsflóði, og aldrei framar mun flóð koma til að eyða jörðina."

12 Og Guð sagði: "Þetta er merki sáttmálans, sem ég gjöri milli mín og yðar og allra lifandi skepna, sem hjá yður eru, um allar ókomnar aldir:

13 Boga minn set ég í skýin, að hann sé merki sáttmálans milli mín og jarðarinnar.

14 Og þegar ég dreg ský saman yfir jörðinni og boginn sést í skýjunum,

15 þá mun ég minnast sáttmála míns, sem er milli mín og yðar og allra lifandi sálna í öllu holdi, og aldrei framar skal vatnið verða að flóði til að tortíma öllu holdi.

16 Og boginn skal standa í skýjunum, og ég mun horfa á hann til þess að minnast hins eilífa sáttmála milli Guðs og allra lifandi sálna í öllu holdi, sem er á jörðinni."

17 Og Guð sagði við Nóa: "Þetta er teikn sáttmálans, sem ég hefi gjört milli mín og alls holds, sem er á jörðinni."

18 Synir Nóa, sem gengu úr örkinni, voru þeir Sem, Kam og Jafet, en Kam var faðir Kanaans.

19 Þessir eru synir Nóa þrír, og frá þeim byggðist öll jörðin.

20 Nói gjörðist akuryrkjumaður og plantaði víngarð.

21 Og hann drakk af víninu og varð drukkinn og lá nakinn í tjaldi sínu.

22 Og Kam, faðir Kanaans, sá nekt föður síns og sagði báðum bræðrum sínum frá, sem úti voru.

23 Þá tóku þeir Sem og Jafet skikkjuna og lögðu á herðar sér og gengu aftur á bak og huldu nekt föður síns, en andlit þeirra sneru undan, svo að þeir sáu ekki nekt föður síns.

24 Er Nói vaknaði af vímunni, varð hann þess áskynja, hvað sonur hans hinn yngri hafði gjört honum.

25 Þá mælti hann: Bölvaður sé Kanaan, auvirðilegur þræll sé hann bræðra sinna.

26 Og hann sagði: Lofaður sé Drottinn, Sems Guð, en Kanaan sé þræll þeirra.

27 Guð gefi Jafet mikið landrými, og hann búi í tjaldbúðum Sems, en Kanaan sé þræll þeirra.

28 Nói lifði eftir flóðið þrjú hundruð og fimmtíu ár.

29 Og allir dagar Nóa voru níu hundruð og fimmtíu ár. Þá andaðist hann.

10 Þetta er ættartala Nóa sona, Sems, Kams og Jafets. Þeim fæddust synir eftir flóðið.

Synir Jafets: Gómer, Magog, Madaí, Javan, Túbal, Mesek og Tíras.

Og synir Gómers: Askenas, Rífat og Tógarma.

Og synir Javans: Elísa, Tarsis, Kittar og Ródanítar.

Út frá þeim kvísluðust þeir, sem byggja eylönd heiðingjanna. Þetta eru synir Jafets eftir löndum þeirra, hver eftir sinni tungu, eftir kynþáttum þeirra og samkvæmt þjóðerni þeirra.

Synir Kams: Kús, Mísraím, Pút og Kanaan.

Og synir Kúss: Seba, Havíla, Sabta, Raema og Sabteka. Og synir Raema: Séba og Dedan.

Kús gat Nimrod. Hann tók að gjörast voldugur á jörðinni.

Hann var mikill veiðimaður fyrir Drottni. Því er máltækið: "Mikill veiðimaður fyrir Drottni eins og Nimrod."

10 Og upphaf ríkis hans var Babel, Erek, Akkad og Kalne í Sínearlandi.

11 Frá þessu landi hélt hann til Assýríu og byggði Níníve, Rehóbót-Ír og Kala,

12 og Resen milli Níníve og Kala, það er borgin mikla.

13 Mísraím gat Lúdíta, Anamíta, Lekabíta, Naftúkíta,

14 Patrúsíta, Kaslúkíta (þaðan eru komnir Filistar) og Kaftóríta.

15 Kanaan gat Sídon, frumgetning sinn, og Het

16 og Jebúsíta, Amoríta, Gírgasíta,

17 Hevíta, Arkíta, Síníta,

18 Arvadíta, Semaríta og Hamatíta. Og síðan breiddust út kynkvíslir Kanaanítanna.

19 Landamerki Kanaanítanna eru frá Sídon um Gerar allt til Gasa, þá er stefnan til Sódómu og Gómorru og Adma og Sebóím, allt til Lasa.

20 Þetta eru synir Kams eftir kynþáttum þeirra, eftir tungum þeirra, samkvæmt löndum þeirra og þjóðerni.

21 En Sem, ættfaðir allra Ebers sona, eldri bróðir Jafets, eignaðist og sonu.

22 Synir Sems: Elam, Assúr, Arpaksad, Lúd og Aram.

23 Og synir Arams: Ús, Húl, Geter og Mas.

24 Arpaksad gat Sela, og Sela gat Eber.

25 Og Eber fæddust tveir synir. Hét annar Peleg, því að á hans dögum greindist fólkið á jörðinni, en bróðir hans hét Joktan.

26 Og Joktan gat Almódad, Salef, Hasarmavet, Jara,

27 Hadóram, Úsal, Dikla,

28 Óbal, Abímael, Seba,

29 Ófír, Havíla og Jóbab. Þessir allir eru synir Joktans.

30 Og bústaður þeirra var frá Mesa til Sefar, til austurfjallanna.

31 Þetta eru synir Sems, eftir ættkvíslum þeirra, eftir tungum þeirra, samkvæmt löndum þeirra, eftir þjóðerni þeirra.

32 Þetta eru ættkvíslir Nóa sona eftir ættartölum þeirra, samkvæmt þjóðerni þeirra, og frá þeim kvísluðust þjóðirnar út um jörðina eftir flóðið.

11 Öll jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð.

Og svo bar við, er þeir fóru stað úr stað í austurlöndum, að þeir fundu láglendi í Sínearlandi og settust þar að.

Og þeir sögðu hver við annan: "Gott og vel, vér skulum hnoða tigulsteina og herða í eldi." Og þeir notuðu tigulsteina í stað grjóts og jarðbik í stað kalks.

Og þeir sögðu: "Gott og vel, vér skulum byggja oss borg og turn, sem nái til himins, og gjörum oss minnismerki, svo að vér tvístrumst ekki um alla jörðina."

Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn, sem mannanna synir voru að byggja.

Og Drottinn mælti: "Sjá, þeir eru ein þjóð og hafa allir sama tungumál, og þetta er hið fyrsta fyrirtæki þeirra. Og nú mun þeim ekkert ófært verða, sem þeir taka sér fyrir hendur að gjöra.

Gott og vel, stígum niður og ruglum þar tungumál þeirra, svo að enginn skilji framar annars mál."

Og Drottinn tvístraði þeim þaðan út um alla jörðina, svo að þeir urðu af að láta að byggja borgina.

Þess vegna heitir hún Babel, því að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar, og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina.

10 Þetta er ættartala Sems: Sem var hundrað ára gamall, er hann gat Arpaksad, tveim árum eftir flóðið.

11 Og Sem lifði, eftir að hann gat Arpaksad, fimm hundruð ár og gat sonu og dætur.

12 Er Arpaksad var þrjátíu og fimm ára, gat hann Sela.

13 Og Arpaksad lifði, eftir að hann gat Sela, fjögur hundruð og þrjú ár og gat sonu og dætur.

14 Er Sela var þrjátíu ára, gat hann Eber.

15 Og Sela lifði, eftir að hann gat Eber, fjögur hundruð og þrjú ár og gat sonu og dætur.

16 Er Eber var þrjátíu og fjögurra ára, gat hann Peleg.

17 Og Eber lifði, eftir að hann gat Peleg, fjögur hundruð og þrjátíu ár og gat sonu og dætur.

18 Er Peleg var þrjátíu ára, gat hann Reú.

19 Og Peleg lifði, eftir að hann gat Reú, tvö hundruð og níu ár og gat sonu og dætur.

20 Er Reú var þrjátíu og tveggja ára, gat hann Serúg.

21 Og Reú lifði, eftir að hann gat Serúg, tvö hundruð og sjö ár og gat sonu og dætur.

22 Er Serúg var þrjátíu ára, gat hann Nahor.

23 Og Serúg lifði, eftir að hann gat Nahor, tvö hundruð ár og gat sonu og dætur.

24 Er Nahor var tuttugu og níu ára, gat hann Tara.

25 Og Nahor lifði, eftir að hann gat Tara, hundrað og nítján ár og gat sonu og dætur.

26 Er Tara var sjötíu ára, gat hann Abram, Nahor og Haran.

27 Þetta er saga Tara: Tara gat Abram, Nahor og Haran, en Haran gat Lot.

28 Og Haran dó á undan Tara föður sínum í ættlandi sínu, í Úr í Kaldeu.

29 Og Abram og Nahor tóku sér konur. Kona Abrams hét Saraí, en kona Nahors Milka, dóttir Harans, föður Milku og föður Ísku.

30 En Saraí var óbyrja, hún átti eigi börn.

31 Þá tók Tara Abram son sinn og Lot Haransson, sonarson sinn, og Saraí tengdadóttur sína, konu Abrams sonar síns, og lagði af stað með þau frá Úr í Kaldeu áleiðis til Kanaanlands, og þau komu til Harran og settust þar að.

32 Og dagar Tara voru tvö hundruð og fimm ár. Þá andaðist Tara í Harran.

But God remembered(A) Noah and all the wild animals and the livestock that were with him in the ark, and he sent a wind over the earth,(B) and the waters receded. Now the springs of the deep and the floodgates of the heavens(C) had been closed, and the rain(D) had stopped falling from the sky. The water receded steadily from the earth. At the end of the hundred and fifty days(E) the water had gone down, and on the seventeenth day of the seventh month(F) the ark came to rest on the mountains(G) of Ararat.(H) The waters continued to recede until the tenth month, and on the first day of the tenth month the tops of the mountains became visible.

After forty days(I) Noah opened a window he had made in the ark and sent out a raven,(J) and it kept flying back and forth until the water had dried up from the earth.(K) Then he sent out a dove(L) to see if the water had receded from the surface of the ground. But the dove could find nowhere to perch because there was water over all the surface of the earth; so it returned to Noah in the ark. He reached out his hand and took the dove and brought it back to himself in the ark. 10 He waited seven more days and again sent out the dove from the ark. 11 When the dove returned to him in the evening, there in its beak was a freshly plucked olive leaf! Then Noah knew that the water had receded from the earth.(M) 12 He waited seven more days and sent the dove out again, but this time it did not return to him.

13 By the first day of the first month of Noah’s six hundred and first year,(N) the water had dried up from the earth. Noah then removed the covering from the ark and saw that the surface of the ground was dry. 14 By the twenty-seventh day of the second month(O) the earth was completely dry.

15 Then God said to Noah, 16 “Come out of the ark, you and your wife and your sons and their wives.(P) 17 Bring out every kind of living creature that is with you—the birds, the animals, and all the creatures that move along the ground—so they can multiply on the earth and be fruitful and increase in number on it.”(Q)

18 So Noah came out, together with his sons and his wife and his sons’ wives.(R) 19 All the animals and all the creatures that move along the ground and all the birds—everything that moves on land—came out of the ark, one kind after another.

20 Then Noah built an altar to the Lord(S) and, taking some of all the clean animals and clean(T) birds, he sacrificed burnt offerings(U) on it. 21 The Lord smelled the pleasing aroma(V) and said in his heart: “Never again will I curse the ground(W) because of humans, even though[a] every inclination of the human heart is evil from childhood.(X) And never again will I destroy(Y) all living creatures,(Z) as I have done.

22 “As long as the earth endures,
seedtime and harvest,(AA)
cold and heat,
summer and winter,(AB)
day and night
will never cease.”(AC)

God’s Covenant With Noah

Then God blessed Noah and his sons, saying to them, “Be fruitful and increase in number and fill the earth.(AD) The fear and dread of you will fall on all the beasts of the earth, and on all the birds in the sky, on every creature that moves along the ground, and on all the fish in the sea; they are given into your hands.(AE) Everything that lives and moves about will be food for you.(AF) Just as I gave you the green plants, I now give you everything.(AG)

“But you must not eat meat that has its lifeblood still in it.(AH) And for your lifeblood I will surely demand an accounting.(AI) I will demand an accounting from every animal.(AJ) And from each human being, too, I will demand an accounting for the life of another human being.(AK)

“Whoever sheds human blood,
    by humans shall their blood be shed;(AL)
for in the image of God(AM)
    has God made mankind.

As for you, be fruitful and increase in number; multiply on the earth and increase upon it.”(AN)

Then God said to Noah and to his sons with him: “I now establish my covenant with you(AO) and with your descendants after you 10 and with every living creature that was with you—the birds, the livestock and all the wild animals, all those that came out of the ark with you—every living creature on earth. 11 I establish my covenant(AP) with you:(AQ) Never again will all life be destroyed by the waters of a flood; never again will there be a flood to destroy the earth.(AR)

12 And God said, “This is the sign of the covenant(AS) I am making between me and you and every living creature with you, a covenant for all generations to come:(AT) 13 I have set my rainbow(AU) in the clouds, and it will be the sign of the covenant between me and the earth. 14 Whenever I bring clouds over the earth and the rainbow(AV) appears in the clouds, 15 I will remember my covenant(AW) between me and you and all living creatures of every kind. Never again will the waters become a flood to destroy all life.(AX) 16 Whenever the rainbow(AY) appears in the clouds, I will see it and remember the everlasting covenant(AZ) between God and all living creatures of every kind on the earth.”

17 So God said to Noah, “This is the sign of the covenant(BA) I have established between me and all life on the earth.”

The Sons of Noah

18 The sons of Noah who came out of the ark were Shem, Ham and Japheth.(BB) (Ham was the father of Canaan.)(BC) 19 These were the three sons of Noah,(BD) and from them came the people who were scattered over the whole earth.(BE)

20 Noah, a man of the soil, proceeded[b] to plant a vineyard. 21 When he drank some of its wine,(BF) he became drunk and lay uncovered inside his tent. 22 Ham, the father of Canaan, saw his father naked(BG) and told his two brothers outside. 23 But Shem and Japheth took a garment and laid it across their shoulders; then they walked in backward and covered their father’s naked body. Their faces were turned the other way so that they would not see their father naked.

24 When Noah awoke from his wine and found out what his youngest son had done to him, 25 he said,

“Cursed(BH) be Canaan!(BI)
    The lowest of slaves
    will he be to his brothers.(BJ)

26 He also said,

“Praise be to the Lord, the God of Shem!(BK)
    May Canaan be the slave(BL) of Shem.
27 May God extend Japheth’s[c] territory;(BM)
    may Japheth live in the tents of Shem,(BN)
    and may Canaan be the slave of Japheth.”

28 After the flood Noah lived 350 years. 29 Noah lived a total of 950 years, and then he died.(BO)

The Table of Nations

10 This is the account(BP) of Shem, Ham and Japheth,(BQ) Noah’s sons,(BR) who themselves had sons after the flood.

The Japhethites(BS)

The sons[d] of Japheth:

Gomer,(BT) Magog,(BU) Madai, Javan,(BV) Tubal,(BW) Meshek(BX) and Tiras.

The sons of Gomer:

Ashkenaz,(BY) Riphath and Togarmah.(BZ)

The sons of Javan:

Elishah,(CA) Tarshish,(CB) the Kittites(CC) and the Rodanites.[e] (From these the maritime peoples spread out into their territories by their clans within their nations, each with its own language.)(CD)

The Hamites(CE)

The sons of Ham:

Cush,(CF) Egypt, Put(CG) and Canaan.(CH)

The sons of Cush:

Seba,(CI) Havilah,(CJ) Sabtah, Raamah(CK) and Sabteka.

The sons of Raamah:

Sheba(CL) and Dedan.(CM)

Cush was the father[f] of Nimrod,(CN) who became a mighty warrior on the earth. He was a mighty(CO) hunter(CP) before the Lord; that is why it is said, “Like Nimrod, a mighty hunter before the Lord.” 10 The first centers of his kingdom were Babylon,(CQ) Uruk,(CR) Akkad and Kalneh,(CS) in[g] Shinar.[h](CT) 11 From that land he went to Assyria,(CU) where he built Nineveh,(CV) Rehoboth Ir,[i] Calah 12 and Resen, which is between Nineveh and Calah—which is the great city.

13 Egypt was the father of

the Ludites, Anamites, Lehabites, Naphtuhites, 14 Pathrusites, Kasluhites (from whom the Philistines(CW) came) and Caphtorites.(CX)

15 Canaan(CY) was the father of

Sidon(CZ) his firstborn,[j](DA) and of the Hittites,(DB) 16 Jebusites,(DC) Amorites,(DD) Girgashites,(DE) 17 Hivites,(DF) Arkites, Sinites, 18 Arvadites,(DG) Zemarites and Hamathites.(DH)

Later the Canaanite(DI) clans scattered 19 and the borders of Canaan(DJ) reached from Sidon(DK) toward Gerar(DL) as far as Gaza,(DM) and then toward Sodom, Gomorrah, Admah and Zeboyim,(DN) as far as Lasha.

20 These are the sons of Ham by their clans and languages, in their territories and nations.

The Semites(DO)

21 Sons were also born to Shem, whose older brother was[k] Japheth; Shem was the ancestor of all the sons of Eber.(DP)

22 The sons of Shem:

Elam,(DQ) Ashur,(DR) Arphaxad,(DS) Lud and Aram.(DT)

23 The sons of Aram:

Uz,(DU) Hul, Gether and Meshek.[l]

24 Arphaxad was the father of[m] Shelah,

and Shelah the father of Eber.(DV)

25 Two sons were born to Eber:

One was named Peleg,[n] because in his time the earth was divided; his brother was named Joktan.

26 Joktan was the father of

Almodad, Sheleph, Hazarmaveth, Jerah, 27 Hadoram, Uzal,(DW) Diklah, 28 Obal, Abimael, Sheba,(DX) 29 Ophir,(DY) Havilah and Jobab. All these were sons of Joktan.

30 The region where they lived stretched from Mesha toward Sephar, in the eastern hill country.

31 These are the sons of Shem by their clans and languages, in their territories and nations.

32 These are the clans of Noah’s sons,(DZ) according to their lines of descent, within their nations. From these the nations spread out over the earth(EA) after the flood.

The Tower of Babel

11 Now the whole world had one language(EB) and a common speech. As people moved eastward,[o] they found a plain in Shinar[p](EC) and settled there.

They said to each other, “Come, let’s make bricks(ED) and bake them thoroughly.” They used brick instead of stone,(EE) and tar(EF) for mortar. Then they said, “Come, let us build ourselves a city, with a tower that reaches to the heavens,(EG) so that we may make a name(EH) for ourselves; otherwise we will be scattered(EI) over the face of the whole earth.”(EJ)

But the Lord came down(EK) to see the city and the tower the people were building. The Lord said, “If as one people speaking the same language(EL) they have begun to do this, then nothing they plan to do will be impossible for them. Come, let us(EM) go down(EN) and confuse their language so they will not understand each other.”(EO)

So the Lord scattered them from there over all the earth,(EP) and they stopped building the city. That is why it was called Babel[q](EQ)—because there the Lord confused the language(ER) of the whole world.(ES) From there the Lord scattered(ET) them over the face of the whole earth.

From Shem to Abram(EU)

10 This is the account(EV) of Shem’s family line.

Two years after the flood, when Shem was 100 years old, he became the father[r] of Arphaxad.(EW) 11 And after he became the father of Arphaxad, Shem lived 500 years and had other sons and daughters.

12 When Arphaxad had lived 35 years, he became the father of Shelah.(EX) 13 And after he became the father of Shelah, Arphaxad lived 403 years and had other sons and daughters.[s]

14 When Shelah had lived 30 years, he became the father of Eber.(EY) 15 And after he became the father of Eber, Shelah lived 403 years and had other sons and daughters.

16 When Eber had lived 34 years, he became the father of Peleg.(EZ) 17 And after he became the father of Peleg, Eber lived 430 years and had other sons and daughters.

18 When Peleg had lived 30 years, he became the father of Reu.(FA) 19 And after he became the father of Reu, Peleg lived 209 years and had other sons and daughters.

20 When Reu had lived 32 years, he became the father of Serug.(FB) 21 And after he became the father of Serug, Reu lived 207 years and had other sons and daughters.

22 When Serug had lived 30 years, he became the father of Nahor.(FC) 23 And after he became the father of Nahor, Serug lived 200 years and had other sons and daughters.

24 When Nahor had lived 29 years, he became the father of Terah.(FD) 25 And after he became the father of Terah, Nahor lived 119 years and had other sons and daughters.

26 After Terah had lived 70 years, he became the father of Abram,(FE) Nahor(FF) and Haran.(FG)

Abram’s Family

27 This is the account(FH) of Terah’s family line.

Terah became the father of Abram, Nahor(FI) and Haran. And Haran became the father of Lot.(FJ) 28 While his father Terah was still alive, Haran died in Ur of the Chaldeans,(FK) in the land of his birth. 29 Abram and Nahor(FL) both married. The name of Abram’s wife was Sarai,(FM) and the name of Nahor’s wife was Milkah;(FN) she was the daughter of Haran, the father of both Milkah and Iskah. 30 Now Sarai was childless because she was not able to conceive.(FO)

31 Terah took his son Abram, his grandson Lot(FP) son of Haran, and his daughter-in-law(FQ) Sarai, the wife of his son Abram, and together they set out from Ur of the Chaldeans(FR) to go to Canaan.(FS) But when they came to Harran,(FT) they settled there.

32 Terah(FU) lived 205 years, and he died in Harran.

Footnotes

  1. Genesis 8:21 Or humans, for
  2. Genesis 9:20 Or soil, was the first
  3. Genesis 9:27 Japheth sounds like the Hebrew for extend.
  4. Genesis 10:2 Sons may mean descendants or successors or nations; also in verses 3, 4, 6, 7, 20-23, 29 and 31.
  5. Genesis 10:4 Some manuscripts of the Masoretic Text and Samaritan Pentateuch (see also Septuagint and 1 Chron. 1:7); most manuscripts of the Masoretic Text Dodanites
  6. Genesis 10:8 Father may mean ancestor or predecessor or founder; also in verses 13, 15, 24 and 26.
  7. Genesis 10:10 Or Uruk and Akkad—all of them in
  8. Genesis 10:10 That is, Babylonia
  9. Genesis 10:11 Or Nineveh with its city squares
  10. Genesis 10:15 Or of the Sidonians, the foremost
  11. Genesis 10:21 Or Shem, the older brother of
  12. Genesis 10:23 See Septuagint and 1 Chron. 1:17; Hebrew Mash.
  13. Genesis 10:24 Hebrew; Septuagint father of Cainan, and Cainan was the father of
  14. Genesis 10:25 Peleg means division.
  15. Genesis 11:2 Or from the east; or in the east
  16. Genesis 11:2 That is, Babylonia
  17. Genesis 11:9 That is, Babylon; Babel sounds like the Hebrew for confused.
  18. Genesis 11:10 Father may mean ancestor; also in verses 11-25.
  19. Genesis 11:13 Hebrew; Septuagint (see also Luke 3:35, 36 and note at Gen. 10:24) 35 years, he became the father of Cainan. 13 And after he became the father of Cainan, Arphaxad lived 430 years and had other sons and daughters, and then he died. When Cainan had lived 130 years, he became the father of Shelah. And after he became the father of Shelah, Cainan lived 330 years and had other sons and daughters