Add parallel Print Page Options

35 Guð sagði við Jakob: "Tak þig upp og far upp til Betel og dvel þú þar og gjör þar altari Guði, sem birtist þér, þegar þú flýðir undan Esaú bróður þínum."

Jakob sagði við heimafólk sitt og alla, sem með honum voru: "Kastið burt þeim útlendu goðum, sem þér hafið hjá yður, og hreinsið yður og hafið fataskipti,

og skulum vér taka oss upp og fara upp til Betel. Vil ég reisa þar altari þeim Guði, sem bænheyrði mig á tíma neyðar minnar og hefir verið með mér á þeim vegi, sem ég hefi farið."

Og þeir fengu Jakob öll þau útlendu goð, sem þeir höfðu hjá sér, og hringana, sem þeir höfðu í eyrum sér, og gróf Jakob það undir eikinni, sem er hjá Síkem.

Því næst fóru þeir af stað. En ótti frá Guði var yfir öllum borgunum, sem voru umhverfis þá, svo að sonum Jakobs var ekki veitt eftirför.

Og Jakob kom til Lúz, sem er í Kanaanlandi (það er Betel), hann og allt fólkið, sem með honum var.

Og hann reisti þar altari og kallaði staðinn El-Betel, því að Guð hafði birst honum þar, þegar hann flýði undan bróður sínum.

Þar andaðist Debóra, fóstra Rebekku, og var jörðuð fyrir neðan Betel, undir eikinni, og fyrir því heitir hún Gráteik.

Enn birtist Guð Jakob, er hann var á heimleið frá Mesópótamíu, og blessaði hann.

10 Og Guð sagði við hann: "Nafn þitt er Jakob. Eigi skalt þú héðan af Jakob heita, heldur skal nafn þitt vera Ísrael." Og hann nefndi hann Ísrael.

11 Og Guð sagði við hann: "Ég er Almáttugur Guð. Ver þú frjósamur og auk kyn þitt. Þjóð, já fjöldi þjóða skal frá þér koma, og konungar skulu út ganga af lendum þínum.

12 Og landið, sem ég gaf Abraham og Ísak, mun ég gefa þér, og niðjum þínum eftir þig mun ég gefa landið."

13 Því næst sté Guð upp frá honum, þaðan sem hann talaði við hann.

14 Jakob reisti upp merki á þeim stað, sem Guð talaði við hann, merkisstein, og dreypti yfir hann dreypifórn og hellti yfir hann olíu.

15 Og Jakob nefndi staðinn, þar sem Guð talaði við hann, Betel.

16 Þeir tóku sig upp frá Betel. En er þeir áttu skammt eftir ófarið til Efrata, tók Rakel léttasótt og kom hart niður.

17 Og er hún kom svo hart niður í barnburðinum, sagði ljósmóðirin við hana: "Óttast þú ekki, því að nú eignast þú annan son."

18 Og er hún var í andlátinu, _ því að hún dó _, þá nefndi hún hann Benóní, en faðir hans nefndi hann Benjamín.

19 Því næst andaðist Rakel og var jörðuð við veginn til Efrata, það er Betlehem.

20 Jakob reisti minnismerki á leiði hennar. Þar er legsteinn Rakelar allt til þessa dags.

21 Ísrael hélt áfram ferðinni og sló tjöldum sínum hinumegin við Mígdal Eder.

22 Meðan Ísrael hafðist við í því byggðarlagi, bar svo við, að Rúben fór og lagðist með Bílu, hjákonu föður síns. Og Ísrael varð þess áskynja. Jakob átti tólf sonu.

23 Synir Leu: Rúben, frumgetinn son Jakobs, Símeon, Leví, Júda, Íssakar og Sebúlon.

24 Synir Rakelar: Jósef og Benjamín.

25 Synir Bílu, þernu Rakelar: Dan og Naftalí.

26 Synir Silpu, þernu Leu: Gað og Asser. Þetta eru synir Jakobs, sem honum fæddust í Mesópótamíu.

27 Og Jakob kom til Ísaks föður síns í Mamre við Kirjat Arba, það er Hebron, þar sem Abraham og Ísak höfðu dvalist sem útlendingar.

28 En dagar Ísaks voru hundrað og áttatíu ár.

29 Og Ísak andaðist og dó og safnaðist til síns fólks, gamall og saddur lífdaga, og Esaú og Jakob synir hans jörðuðu hann.

36 Þetta er ættartala Esaú, það er Edóms.

Esaú hafði tekið sér konur af dætrum Kanaaníta: Ada, dóttur Hetítans Elons, og Oholíbama, dóttur Ana, sonar Hórítans Síbeons,

og Basmat, dóttur Ísmaels, systur Nebajóts.

Og Ada ól Esaú Elífas, Basmat ól Regúel

og Oholíbama ól Jehús, Jaelam og Kóra. Þessir eru synir Esaú, sem honum fæddust í Kanaanlandi.

Esaú tók konur sínar, sonu sína og dætur og allar sálir í húsi sínu og hjörð sína og kvikfénað og allan þann fjárhlut, sem hann hafði aflað sér í Kanaanlandi, og fór í burtu frá Jakob bróður sínum til Seírlands.

Því að eign þeirra var meiri en svo, að þeir gætu saman verið, og landið, er þeir bjuggu í sem útlendingar, bar þá ekki sökum hjarða þeirra.

Esaú settist að á Seírfjöllum; en Esaú er Edóm.

Þetta er saga Esaú, ættföður Edómíta, á Seírfjöllum.

10 Þetta eru nöfn Esaú sona: Elífas, sonur Ada, konu Esaú; Regúel, sonur Basmat, konu Esaú.

11 Synir Elífas voru: Teman, Ómar, Sefó, Gaetam og Kenas.

12 Timna var hjákona Elífas, sonar Esaú, og hún ól Elífas Amalek. Þetta eru synir Ada, konu Esaú.

13 Þessir eru synir Regúels: Nahat, Sera, Samma og Missa. Þessir voru synir Basmat, konu Esaú.

14 Og þessir voru synir Oholíbama, dóttur Ana, sonar Síbeons, konu Esaú, hún ól Esaú Jehús, Jaelam og Kóra.

15 Þessir eru ætthöfðingjar meðal Esaú sona: Synir Elífas, frumgetins sonar Esaú: Höfðinginn Teman, höfðinginn Ómar, höfðinginn Sefó, höfðinginn Kenas,

16 höfðinginn Kóra, höfðinginn Gaetam, höfðinginn Amalek. Þessir eru þeir höfðingjar, sem komnir eru frá Elífas í Edómlandi, þessir eru synir Ada.

17 Þessir voru synir Regúels, sonar Esaú: Höfðinginn Nahat, höfðinginn Sera, höfðinginn Samma, höfðinginn Missa. Þessir eru þeir höfðingjar, sem komnir eru frá Regúel í Edómlandi, þessir eru synir Basmat, konu Esaú.

18 Þessir eru synir Oholíbama, konu Esaú: Höfðinginn Jehús, höfðinginn Jaelam, höfðinginn Kóra. Þessir eru þeir höfðingjar, sem komnir eru frá Oholíbama, dóttur Ana, konu Esaú.

19 Þessir eru synir Esaú og þessir eru höfðingjar þeirra, það er Edóm.

20 Þessir eru synir Hórítans Seírs, frumbyggjar landsins: Lótan, Sóbal, Síbeon, Ana,

21 Díson, Eser og Dísan. Þessir eru höfðingjar Hórítanna, synir Seírs í Edómlandi.

22 Synir Lótans voru Hórí og Hemam, og systir Lótans var Timna.

23 Þessir eru synir Sóbals: Alvan, Manahat, Ebal, Sefó og Ónam.

24 Þessir eru synir Síbeons: Aja og Ana, það er sá Ana, sem fann laugarnar á öræfunum, er hann gætti asna Síbeons föður síns.

25 Þessi eru börn Ana: Díson og Oholíbama, dóttir Ana.

26 Þessir eru synir Dísons: Hemdan, Esban, Jítran og Keran.

27 Þessir eru synir Esers: Bílhan, Saavan og Akan.

28 Þessir eru synir Dísans: Ús og Aran.

29 Þessir eru höfðingjar Hórítanna: Höfðinginn Lótan, höfðinginn Sóbal, höfðinginn Síbeon, höfðinginn Ana,

30 höfðinginn Díson, höfðinginn Eser, höfðinginn Dísan. Þessir eru höfðingjar Hórítanna eftir höfðingjum þeirra í Seírlandi.

31 Þessir eru þeir konungar, sem ríktu í Edómlandi, áður en konungar ríktu yfir Ísraelsmönnum:

32 Bela, sonur Beórs, var konungur í Edóm, og hét borg hans Dínhaba.

33 Og er Bela dó, tók Jóbab, sonur Sera frá Bosra, ríki eftir hann.

34 Og er Jóbab dó, tók Húsam frá Temanítalandi ríki eftir hann.

35 Og er Húsam dó, tók Hadad, sonur Bedads, ríki eftir hann. Hann vann sigur á Midíanítum á Móabsvöllum, og borg hans hét Avít.

36 Og er Hadad dó, tók Samla frá Masreka ríki eftir hann.

37 Og er Samla dó, tók Sál frá Rehóbót hjá Efrat ríki eftir hann.

38 Og er Sál dó, tók Baal Hanan, sonur Akbórs, ríki eftir hann.

39 Og er Baal Hanan sonur Akbórs dó, tók Hadar ríki eftir hann, og hét borg hans Pagú, en kona hans Mehetabeel, dóttir Matredar, dóttur Me-Sahabs.

40 Þessi eru nöfn höfðingja þeirra, er frá Esaú eru komnir, eftir ættkvíslum þeirra, eftir bústöðum þeirra, eftir nöfnum þeirra: Höfðinginn Timna, höfðinginn Alva, höfðinginn Jetet,

41 höfðinginn Oholíbama, höfðinginn Ela, höfðinginn Pínon,

42 höfðinginn Kenas, höfðinginn Teman, höfðinginn Mibsar,

43 höfðinginn Magdíel, höfðinginn Íram. Þessir eru höfðingjar Edómíta, eftir bústöðum þeirra í landi því, sem þeir höfðu numið. Þessi Esaú er ættfaðir Edómíta.

37 Jakob bjó í landi því, er faðir hans hafði dvalist í sem útlendingur, í Kanaanlandi.

Þetta er ættarsaga Jakobs. Þegar Jósef var seytján ára gamall, gætti hann sauða með bræðrum sínum. En hann var smásveinn hjá þeim sonum Bílu og sonum Silpu, er voru konur föður hans. Og Jósef bar föður sínum illan orðróm um þá.

Ísrael unni Jósef mest allra sona sinna, því að hann hafði átt hann í elli sinni. Og hann lét gjöra honum dragkyrtil.

En er bræður hans sáu, að faðir þeirra elskaði hann meir en alla sonu sína, lögðu þeir hatur á hann og gátu ekki talað við hann vinsamlegt orð.

Jósef dreymdi draum og sagði hann bræðrum sínum. Hötuðu þeir hann þá enn meir.

Og hann sagði við þá: "Heyrið nú draum þennan, sem mig dreymdi:

Sjá, vér vorum að binda kornbundin á akrinum, og mitt kornbundin reisti sig og stóð upprétt, en yðar kornbundin skipuðu sér umhverfis og lutu mínu kornbundini."

Þá sögðu bræður hans við hann: "Munt þú þá verða konungur yfir oss? Munt þú þá drottna yfir oss?" Og þeir hötuðu hann enn meir sakir drauma hans og sakir orða hans.

Enn dreymdi hann annan draum og sagði hann bræðrum sínum og mælti: "Sjá, mig hefir enn dreymt draum: Mér þótti sólin, tunglið og ellefu stjörnur lúta mér."

10 En er hann sagði föður sínum og bræðrum frá þessu, ávítti faðir hans hann og mælti til hans: "Hvaða draumur er þetta, sem þig hefir dreymt? Munum vér eiga að koma, ég og móðir þín og bræður þínir, og lúta til jarðar fyrir þér?"

11 Og bræður hans öfunduðu hann, en faðir hans festi þetta í huga sér.

12 Er bræður hans voru að heiman farnir til þess að halda hjörð föður þeirra á haga í Síkem,

13 mælti Ísrael við Jósef: "Bræður þínir halda hjörðinni á beit í Síkem. Kom þú, ég ætla að senda þig til þeirra." Og hann svaraði honum: "Hér er ég."

14 Og hann sagði við hann: "Far þú og vit þú, hvort bræðrum þínum og hjörðinni líður vel, og láttu mig svo vita það." Og hann sendi hann úr Hebronsdal, og hann kom til Síkem.

15 Þá hitti hann maður nokkur, er hann var að reika á víðavangi. Og maðurinn spurði hann og mælti: "Að hverju leitar þú?"

16 Hann svaraði: "Ég er að leita að bræðrum mínum. Seg mér hvar þeir eru með hjörðina."

17 Og maðurinn sagði: "Þeir eru farnir héðan, því að ég heyrði þá segja: ,Vér skulum fara til Dótan."` Fór Jósef þá eftir bræðrum sínum og fann þá í Dótan.

18 Er þeir sáu hann álengdar, áður en hann var kominn nærri þeim, tóku þeir saman ráð sín að drepa hann.

19 Og þeir sögðu hver við annan: "Sjá, þarna kemur draumamaðurinn.

20 Förum nú til og drepum hann og köstum honum í einhverja gryfjuna og segjum svo, að óargadýr hafi etið hann. Þá skulum vér sjá, hvað úr draumum hans verður."

21 En er Rúben heyrði þetta, vildi hann frelsa hann úr höndum þeirra og mælti: "Ekki skulum vér drepa hann."

22 Og Rúben sagði við þá, til þess að hann gæti frelsað hann úr höndum þeirra og fært hann aftur föður sínum: "Úthellið ekki blóði. Kastið honum í þessa gryfju, sem er hér á eyðimörkinni, en leggið ekki hendur á hann."

23 En er Jósef kom til bræðra sinna, færðu þeir hann úr kyrtli hans, dragkyrtlinum, sem hann var í,

24 tóku hann og köstuðu honum í gryfjuna. En gryfjan var tóm, ekkert vatn var í henni.

25 Settust þeir nú niður að neyta matar. En er þeim varð litið upp, sáu þeir lest Ísmaelíta koma frá Gíleað, og báru úlfaldar þeirra reykelsi, balsam og myrru. Voru þeir á leið með þetta til Egyptalands.

26 Þá mælti Júda við bræður sína: "Hver ávinningur er oss það, að drepa bróður vorn og leyna morðinu?

27 Komið, vér skulum selja hann Ísmaelítum, en ekki leggja hendur á hann, því hann er bróðir vor, hold vort og blóð." Og bræður hans féllust á það.

28 En midíanítískir kaupmenn fóru þar fram hjá, tóku Jósef og drógu hann upp úr gryfjunni. Og þeir seldu Jósef Ísmaelítunum fyrir tuttugu sikla silfurs, en þeir fóru með Jósef til Egyptalands.

29 En er Rúben kom aftur að gryfjunni, þá var Jósef ekki í gryfjunni. Reif hann þá klæði sín.

30 Og hann sneri aftur til bræðra sinna og mælti: "Sveinninn er horfinn, og hvert skal ég nú fara?"

31 Þá tóku þeir kyrtil Jósefs, skáru geithafur og velktu kyrtilinn í blóðinu.

32 Því næst sendu þeir dragkyrtilinn og létu færa hann föður sínum með þeirri orðsending: "Þetta höfum vér fundið. Gæt þú að, hvort það muni vera kyrtill sonar þíns eða ekki."

33 Og hann skoðaði hann og mælti: "Það er kyrtill sonar míns. Óargadýr hefir etið hann. Sannlega er Jósef sundur rifinn."

34 Þá reif Jakob klæði sín og lagði hærusekk um lendar sínar og harmaði son sinn langan tíma.

35 Og allir synir hans og allar dætur hans leituðust við að hugga hann, en hann vildi ekki huggast láta og sagði: "Með harmi mun ég niður stíga til sonar míns til heljar." Og faðir hans grét hann.

36 En Midíanítar seldu hann til Egyptalands, Pótífar hirðmanni Faraós og lífvarðarforingja.

Jacob Returns to Bethel

35 Then God said to Jacob, “Go up to Bethel(A) and settle there, and build an altar(B) there to God,(C) who appeared to you(D) when you were fleeing from your brother Esau.”(E)

So Jacob said to his household(F) and to all who were with him, “Get rid of the foreign gods(G) you have with you, and purify yourselves and change your clothes.(H) Then come, let us go up to Bethel, where I will build an altar to God,(I) who answered me in the day of my distress(J) and who has been with me wherever I have gone.(K) So they gave Jacob all the foreign gods they had and the rings in their ears,(L) and Jacob buried them under the oak(M) at Shechem.(N) Then they set out, and the terror of God(O) fell on the towns all around them so that no one pursued them.(P)

Jacob and all the people with him came to Luz(Q) (that is, Bethel) in the land of Canaan.(R) There he built an altar,(S) and he called the place El Bethel,[a](T) because it was there that God revealed himself to him(U) when he was fleeing from his brother.(V)

Now Deborah, Rebekah’s nurse,(W) died and was buried under the oak(X) outside Bethel.(Y) So it was named Allon Bakuth.[b]

After Jacob returned from Paddan Aram,[c](Z) God appeared to him again and blessed him.(AA) 10 God said to him, “Your name is Jacob,[d] but you will no longer be called Jacob; your name will be Israel.[e](AB) So he named him Israel.

11 And God said to him, “I am God Almighty[f];(AC) be fruitful and increase in number.(AD) A nation(AE) and a community of nations will come from you, and kings will be among your descendants.(AF) 12 The land I gave to Abraham and Isaac I also give to you, and I will give this land to your descendants after you.(AG)(AH) 13 Then God went up from him(AI) at the place where he had talked with him.

14 Jacob set up a stone pillar(AJ) at the place where God had talked with him, and he poured out a drink offering(AK) on it; he also poured oil on it.(AL) 15 Jacob called the place where God had talked with him Bethel.[g](AM)

The Deaths of Rachel and Isaac(AN)

16 Then they moved on from Bethel. While they were still some distance from Ephrath,(AO) Rachel(AP) began to give birth and had great difficulty. 17 And as she was having great difficulty in childbirth, the midwife(AQ) said to her, “Don’t despair, for you have another son.”(AR) 18 As she breathed her last—for she was dying—she named her son Ben-Oni.[h](AS) But his father named him Benjamin.[i](AT)

19 So Rachel died and was buried on the way to Ephrath(AU) (that is, Bethlehem(AV)). 20 Over her tomb Jacob set up a pillar, and to this day(AW) that pillar marks Rachel’s tomb.(AX)

21 Israel moved on again and pitched his tent beyond Migdal Eder.(AY) 22 While Israel was living in that region, Reuben went in and slept with his father’s concubine(AZ) Bilhah,(BA) and Israel heard of it.

Jacob had twelve sons:

23 The sons of Leah:(BB)

Reuben the firstborn(BC) of Jacob,

Simeon, Levi, Judah,(BD) Issachar and Zebulun.(BE)

24 The sons of Rachel:

Joseph(BF) and Benjamin.(BG)

25 The sons of Rachel’s servant Bilhah:(BH)

Dan and Naphtali.(BI)

26 The sons of Leah’s servant Zilpah:(BJ)

Gad(BK) and Asher.(BL)

These were the sons of Jacob,(BM) who were born to him in Paddan Aram.(BN)

27 Jacob came home to his father Isaac(BO) in Mamre,(BP) near Kiriath Arba(BQ) (that is, Hebron),(BR) where Abraham and Isaac had stayed.(BS) 28 Isaac lived a hundred and eighty years.(BT) 29 Then he breathed his last and died and was gathered to his people,(BU) old and full of years.(BV) And his sons Esau and Jacob buried him.(BW)

Esau’s Descendants(BX)(BY)

36 This is the account(BZ) of the family line of Esau (that is, Edom).(CA)

Esau took his wives from the women of Canaan:(CB) Adah daughter of Elon the Hittite,(CC) and Oholibamah(CD) daughter of Anah(CE) and granddaughter of Zibeon the Hivite(CF) also Basemath(CG) daughter of Ishmael and sister of Nebaioth.(CH)

Adah bore Eliphaz to Esau, Basemath bore Reuel,(CI) and Oholibamah bore Jeush, Jalam and Korah.(CJ) These were the sons of Esau, who were born to him in Canaan.

Esau took his wives and sons and daughters and all the members of his household, as well as his livestock and all his other animals and all the goods he had acquired in Canaan,(CK) and moved to a land some distance from his brother Jacob.(CL) Their possessions were too great for them to remain together; the land where they were staying could not support them both because of their livestock.(CM) So Esau(CN) (that is, Edom)(CO) settled in the hill country of Seir.(CP)

This is the account(CQ) of the family line of Esau the father of the Edomites(CR) in the hill country of Seir.

10 These are the names of Esau’s sons:

Eliphaz, the son of Esau’s wife Adah, and Reuel, the son of Esau’s wife Basemath.(CS)

11 The sons of Eliphaz:(CT)

Teman,(CU) Omar, Zepho, Gatam and Kenaz.(CV)

12 Esau’s son Eliphaz also had a concubine(CW) named Timna, who bore him Amalek.(CX) These were grandsons of Esau’s wife Adah.(CY)

13 The sons of Reuel:

Nahath, Zerah, Shammah and Mizzah. These were grandsons of Esau’s wife Basemath.(CZ)

14 The sons of Esau’s wife Oholibamah(DA) daughter of Anah and granddaughter of Zibeon, whom she bore to Esau:

Jeush, Jalam and Korah.(DB)

15 These were the chiefs(DC) among Esau’s descendants:

The sons of Eliphaz the firstborn of Esau:

Chiefs Teman,(DD) Omar, Zepho, Kenaz,(DE) 16 Korah,[j] Gatam and Amalek. These were the chiefs descended from Eliphaz(DF) in Edom;(DG) they were grandsons of Adah.(DH)

17 The sons of Esau’s son Reuel:(DI)

Chiefs Nahath, Zerah, Shammah and Mizzah. These were the chiefs descended from Reuel in Edom; they were grandsons of Esau’s wife Basemath.(DJ)

18 The sons of Esau’s wife Oholibamah:(DK)

Chiefs Jeush, Jalam and Korah.(DL) These were the chiefs descended from Esau’s wife Oholibamah daughter of Anah.

19 These were the sons of Esau(DM) (that is, Edom),(DN) and these were their chiefs.(DO)

20 These were the sons of Seir the Horite,(DP) who were living in the region:

Lotan, Shobal, Zibeon, Anah,(DQ) 21 Dishon, Ezer and Dishan. These sons of Seir in Edom were Horite chiefs.(DR)

22 The sons of Lotan:

Hori and Homam.[k] Timna was Lotan’s sister.

23 The sons of Shobal:

Alvan, Manahath, Ebal, Shepho and Onam.

24 The sons of Zibeon:(DS)

Aiah and Anah. This is the Anah who discovered the hot springs[l](DT) in the desert while he was grazing the donkeys(DU) of his father Zibeon.

25 The children of Anah:(DV)

Dishon and Oholibamah(DW) daughter of Anah.

26 The sons of Dishon[m]:

Hemdan, Eshban, Ithran and Keran.

27 The sons of Ezer:

Bilhan, Zaavan and Akan.

28 The sons of Dishan:

Uz and Aran.

29 These were the Horite chiefs:

Lotan, Shobal, Zibeon, Anah,(DX) 30 Dishon, Ezer and Dishan. These were the Horite chiefs,(DY) according to their divisions, in the land of Seir.

The Rulers of Edom(DZ)

31 These were the kings who reigned in Edom before any Israelite king(EA) reigned:

32 Bela son of Beor became king of Edom. His city was named Dinhabah.

33 When Bela died, Jobab son of Zerah from Bozrah(EB) succeeded him as king.

34 When Jobab died, Husham from the land of the Temanites(EC) succeeded him as king.

35 When Husham died, Hadad son of Bedad, who defeated Midian(ED) in the country of Moab,(EE) succeeded him as king. His city was named Avith.

36 When Hadad died, Samlah from Masrekah succeeded him as king.

37 When Samlah died, Shaul from Rehoboth(EF) on the river succeeded him as king.

38 When Shaul died, Baal-Hanan son of Akbor succeeded him as king.

39 When Baal-Hanan son of Akbor died, Hadad[n] succeeded him as king. His city was named Pau, and his wife’s name was Mehetabel daughter of Matred, the daughter of Me-Zahab.

40 These were the chiefs(EG) descended from Esau, by name, according to their clans and regions:

Timna, Alvah, Jetheth, 41 Oholibamah, Elah, Pinon, 42 Kenaz, Teman, Mibzar, 43 Magdiel and Iram. These were the chiefs of Edom, according to their settlements in the land they occupied.

This is the family line of Esau, the father of the Edomites.(EH)

Joseph’s Dreams

37 Jacob lived in the land where his father had stayed,(EI) the land of Canaan.(EJ)

This is the account(EK) of Jacob’s family line.

Joseph,(EL) a young man of seventeen,(EM) was tending the flocks(EN) with his brothers, the sons of Bilhah(EO) and the sons of Zilpah,(EP) his father’s wives, and he brought their father a bad report(EQ) about them.

Now Israel(ER) loved Joseph more than any of his other sons,(ES) because he had been born to him in his old age;(ET) and he made an ornate[o] robe(EU) for him.(EV) When his brothers saw that their father loved him more than any of them, they hated him(EW) and could not speak a kind word to him.

Joseph had a dream,(EX) and when he told it to his brothers,(EY) they hated him all the more.(EZ) He said to them, “Listen to this dream I had: We were binding sheaves(FA) of grain out in the field when suddenly my sheaf rose and stood upright, while your sheaves gathered around mine and bowed down to it.”(FB)

His brothers said to him, “Do you intend to reign over us? Will you actually rule us?”(FC) And they hated him all the more(FD) because of his dream and what he had said.

Then he had another dream,(FE) and he told it to his brothers. “Listen,” he said, “I had another dream, and this time the sun and moon and eleven stars(FF) were bowing down to me.”(FG)

10 When he told his father as well as his brothers,(FH) his father rebuked(FI) him and said, “What is this dream you had? Will your mother and I and your brothers actually come and bow down to the ground before you?”(FJ) 11 His brothers were jealous of him,(FK) but his father kept the matter in mind.(FL)

Joseph Sold by His Brothers

12 Now his brothers had gone to graze their father’s flocks near Shechem,(FM) 13 and Israel(FN) said to Joseph, “As you know, your brothers are grazing the flocks near Shechem.(FO) Come, I am going to send you to them.”

“Very well,” he replied.

14 So he said to him, “Go and see if all is well with your brothers(FP) and with the flocks, and bring word back to me.” Then he sent him off from the Valley of Hebron.(FQ)

When Joseph arrived at Shechem, 15 a man found him wandering around in the fields and asked him, “What are you looking for?”

16 He replied, “I’m looking for my brothers. Can you tell me where they are grazing their flocks?”

17 “They have moved on from here,” the man answered. “I heard them say, ‘Let’s go to Dothan.(FR)’”

So Joseph went after his brothers and found them near Dothan. 18 But they saw him in the distance, and before he reached them, they plotted to kill him.(FS)

19 “Here comes that dreamer!(FT)” they said to each other. 20 “Come now, let’s kill him and throw him into one of these cisterns(FU) and say that a ferocious animal(FV) devoured him.(FW) Then we’ll see what comes of his dreams.”(FX)

21 When Reuben(FY) heard this, he tried to rescue him from their hands. “Let’s not take his life,” he said.(FZ) 22 “Don’t shed any blood. Throw him into this cistern(GA) here in the wilderness, but don’t lay a hand on him.” Reuben said this to rescue him from them and take him back to his father.(GB)

23 So when Joseph came to his brothers, they stripped him of his robe—the ornate robe(GC) he was wearing— 24 and they took him and threw him into the cistern.(GD) The cistern was empty; there was no water in it.

25 As they sat down to eat their meal, they looked up and saw a caravan of Ishmaelites(GE) coming from Gilead.(GF) Their camels were loaded with spices, balm(GG) and myrrh,(GH) and they were on their way to take them down to Egypt.(GI)

26 Judah(GJ) said to his brothers, “What will we gain if we kill our brother and cover up his blood?(GK) 27 Come, let’s sell him to the Ishmaelites and not lay our hands on him; after all, he is our brother,(GL) our own flesh and blood.(GM)” His brothers agreed.

28 So when the Midianite(GN) merchants came by, his brothers pulled Joseph up out of the cistern(GO) and sold(GP) him for twenty shekels[p] of silver(GQ) to the Ishmaelites,(GR) who took him to Egypt.(GS)

29 When Reuben returned to the cistern and saw that Joseph was not there, he tore his clothes.(GT) 30 He went back to his brothers and said, “The boy isn’t there! Where can I turn now?”(GU)

31 Then they got Joseph’s robe,(GV) slaughtered a goat and dipped the robe in the blood.(GW) 32 They took the ornate robe(GX) back to their father and said, “We found this. Examine it to see whether it is your son’s robe.”

33 He recognized it and said, “It is my son’s robe! Some ferocious animal(GY) has devoured him. Joseph has surely been torn to pieces.”(GZ)

34 Then Jacob tore his clothes,(HA) put on sackcloth(HB) and mourned for his son many days.(HC) 35 All his sons and daughters came to comfort him,(HD) but he refused to be comforted.(HE) “No,” he said, “I will continue to mourn until I join my son(HF) in the grave.(HG)” So his father wept for him.

36 Meanwhile, the Midianites[q](HH) sold Joseph(HI) in Egypt to Potiphar, one of Pharaoh’s officials, the captain of the guard.(HJ)

Footnotes

  1. Genesis 35:7 El Bethel means God of Bethel.
  2. Genesis 35:8 Allon Bakuth means oak of weeping.
  3. Genesis 35:9 That is, Northwest Mesopotamia; also in verse 26
  4. Genesis 35:10 Jacob means he grasps the heel, a Hebrew idiom for he deceives.
  5. Genesis 35:10 Israel probably means he struggles with God.
  6. Genesis 35:11 Hebrew El-Shaddai
  7. Genesis 35:15 Bethel means house of God.
  8. Genesis 35:18 Ben-Oni means son of my trouble.
  9. Genesis 35:18 Benjamin means son of my right hand.
  10. Genesis 36:16 Masoretic Text; Samaritan Pentateuch (also verse 11 and 1 Chron. 1:36) does not have Korah.
  11. Genesis 36:22 Hebrew Hemam, a variant of Homam (see 1 Chron. 1:39)
  12. Genesis 36:24 Vulgate; Syriac discovered water; the meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  13. Genesis 36:26 Hebrew Dishan, a variant of Dishon
  14. Genesis 36:39 Many manuscripts of the Masoretic Text, Samaritan Pentateuch and Syriac (see also 1 Chron. 1:50); most manuscripts of the Masoretic Text Hadar
  15. Genesis 37:3 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain; also in verses 23 and 32.
  16. Genesis 37:28 That is, about 8 ounces or about 230 grams
  17. Genesis 37:36 Samaritan Pentateuch, Septuagint, Vulgate and Syriac (see also verse 28); Masoretic Text Medanites