Add parallel Print Page Options

43 Þá leiddi hann mig að hliðinu, sem vissi til austurs,

og sjá, þá kom dýrð Ísraels Guðs úr austri, og var að heyra sem nið mikilla vatna, og landið var uppljómað af dýrð hans.

Og sú sýn, sem ég sá, var eins og sýnin, er ég sá, þá er hann kom til þess að eyða borgina, og sem sýnin, er ég sá við Kebarfljótið. Og ég féll fram á ásjónu mína.

Og dýrð Drottins fór nú inn í musterið um hliðið, sem til austurs vissi.

Kraftur andans hóf mig upp og færði mig inn í innri forgarðinn, og sjá, musterið var fullt af dýrð Drottins.

Og ég heyrði einhvern tala til mín úr musterinu, og stóð þó maðurinn enn hjá mér,

og hann sagði við mig: "Mannsson, þetta er staður hásætis míns og þetta er skör fóta minna, hér vil ég búa meðal Ísraelsmanna að eilífu. Og Ísraelsmenn skulu eigi framar flekka mitt heilaga nafn, hvorki þeir né konungar þeirra, með hórdómi sínum og líkum konunga sinna,

með því að þeir settu þröskuld sinn hjá mínum þröskuldi og dyrastafi sína hjá mínum dyrastaf, svo að ekki var nema veggurinn milli mín og þeirra. Og þannig flekkuðu þeir mitt heilaga nafn með svívirðingum sínum, þeim er þeir frömdu, svo að ég tortímdi þeim í reiði minni.

Nú munu þeir láta hórdóm sinn og lík konunga sinna vera langt í burtu frá mér, og ég mun búa meðal þeirra að eilífu.

10 En þú, mannsson, lýs þú musterinu fyrir Ísraelsmönnum, til þess að þeir blygðist sín fyrir misgjörðir sínar.

11 Og þegar þeir blygðast sín fyrir allt það, sem þeir hafa framið, þá skalt þú draga upp musterið og skipulag þess, útgangana úr því og inngangana í það og alla lögun þess og kunngjöra þeim allar tilskipanir og lagafyrirmæli um það, og skrifa þú það upp fyrir augum þeirra, til þess að þeir athugi alla lögun þess og öll ákvæði um það og fari eftir þeim.

12 Þetta er ákvæðið um musterið: Efst uppi á fjallinu skal allt svæði þess hringinn í kring teljast háheilagt. Sjá, þetta er ákvæðið um musterið."

13 Þetta er mál altarisins að álnatali, alinin talin ein alin og þverhönd: Umgjörðin niður við jörðina skal vera álnar há og álnar breið og brúnin út á röndinni hringinn í kring spannarbreið. Og þetta er hæð altarisins:

14 Frá umgjörðinni niður við jörðina upp að neðri stallinum tvær álnir og breiddin ein alin, og frá minni stallinum upp á meiri stallinn fjórar álnir og breiddin ein alin.

15 Og eldstæðið var fjórar álnir, og upp af eldstæðinu gengu hornin fjögur.

16 Og eldstæðið var tólf álna langt og tólf álna breitt, ferhyrningur með fjórum jöfnum hliðum.

17 Og meiri stallurinn var fjórtán álna langur og fjórtán álna breiður á hliðarnar fjórar, og brúnin í kringum hann hálf alin og umgjörðin um hann ein alin hringinn í kring. En þrepin upp að altarinu vissu í austur.

18 Og hann sagði við mig: "Mannsson, svo segir Drottinn Guð: Þetta eru ákvæðin um altarið þann dag, er það er albúið, svo að á því verði fórnað brennifórn og blóði stökkt á það.

19 Þá skalt þú fá ungan uxa til syndafórnar levítaprestunum, sem eru af ætt Sadóks og mega nálgast mig, _ segir Drottinn Guð _ til þess að þjóna mér.

20 Þú skalt taka nokkuð af blóði hans og ríða því á fjögur horn altarisins, og á fjórar hyrningar stallanna og á umgjörðina hringinn í kring og syndhreinsa það og friðþægja fyrir það.

21 Síðan skalt þú taka syndafórnaruxann og láta brenna hann hjá varðhúsi musterisins fyrir utan helgidóminn.

22 Annan daginn skalt þú færa gallalausan geithafur í syndafórn, til þess að altarið verði syndhreinsað með honum, eins og það var syndhreinsað með uxanum.

23 Þegar þú hefir lokið syndhreinsuninni, skaltu leiða fram ungan uxa, gallalausan, og hrút af hjörðinni gallalausan.

24 Skalt þú leiða þá fram fyrir Drottin, og skulu prestarnir dreifa salti á þá og fórna þeim í brennifórn Drottni til handa.

25 Sjö daga samfleytt skalt þú daglega fórna hafri í syndafórn, og auk þess skal fórna ungum uxa og hrút af hjörðinni, báðum gallalausum.

26 Sjö daga skulu menn þiggja altarið í frið og hreinsa það og vígja það.

27 Og er þeir hafa fullnað dagana, þá skulu prestarnir áttunda daginn og þaðan í frá fórna á altarinu brennifórnum yðar og heillafórnum, og ég vil taka yður náðarsamlega, segir Drottinn Guð."

44 Hann leiddi mig nú aftur út að ytra hliði helgidómsins, því er til austurs vissi. Það var lokað.

Og Drottinn sagði við mig: "Þetta hlið skal vera lokað og ekki opnað verða. Enginn maður skal inn um það ganga, því að Drottinn, Ísraels Guð, hefir inn um það gengið. Fyrir því skal það lokað vera.

Þó má landshöfðinginn setjast þar niður til þess að eta fórnarmáltíð frammi fyrir Drottni. Skal hann fara inn um forsal hliðsins og fara út aftur sama veg."

Því næst leiddi hann mig að norðurhliðinu fyrir framan framhlið musterisins. Sá ég þá, hversu dýrð Drottins fyllti musteri Drottins, og ég féll fram á ásjónu mína.

En Drottinn sagði við mig: "Mannsson, legg þér á hjarta, sjá með augum þínum og hlýð með eyrum þínum á allt það, sem ég segi þér um öll ákvæði viðvíkjandi musteri Drottins og um allar þær tilskipanir, er það snerta, og gæt vandlega að inngöngunni í musterið og öllum útgöngum úr helgidóminum.

Seg við hina þverúðarfullu, við Ísraelsmenn: Svo segir Drottinn Guð: Nú hafið þér, Ísraelsmenn, nógu lengi framið allar yðar svívirðingar,

þar sem þér leidduð inn útlenda menn, óumskorna bæði á hjarta og á holdi, að þeir væru í helgidómi mínum, til þess að vanhelga musteri mitt, þegar þér færðuð mér mat minn, mör og blóð, og rufuð þannig sáttmála minn ofan á allar svívirðingar yðar.

Þér hafið eigi annast þjónustu helgidóma minna, heldur settuð þér þá til þess að annast þjónustuna í helgidómi mínum.

Svo segir Drottinn Guð: Enginn útlendur maður, óumskorinn bæði á hjarta og holdi, má inn í helgidóm minn koma _ enginn af þeim útlendingum, sem búa meðal Ísraelsmanna.

10 Levítarnir fjarlægðu sig frá mér, þá er Ísrael fór villur vegar. Með því að þeir villtust burt frá mér og eltu falsguði sína, skulu þeir gjöld taka fyrir misgjörð sína.

11 Þeir skulu gegna þjónustu í helgidómi mínum sem varðflokkar við hlið musterisins og sem musterisþjónar. Þeir skulu slátra brennifórninni og sláturfórninni fyrir lýðinn og standa frammi fyrir þeim til þess að þjóna þeim.

12 Af því að þeir þjónuðu þeim frammi fyrir skurðgoðum þeirra og urðu Ísraelsmönnum fótakefli til hrösunar, fyrir því hefi ég hafið hönd mína gegn þeim, _ segir Drottinn Guð _ og þeir skulu taka gjöld fyrir misgjörð sína.

13 Þeir skulu ekki nálgast mig til þess að veita mér prestþjónustu og nálgast alla helgidóma mína, hina háheilögu, heldur skulu þeir bera vanvirðu sína og taka gjöld fyrir þær svívirðingar, sem þeir frömdu.

14 Ég vil setja þá til þess að gegna þjónustu við musterið, til þess að annast það að öllu leyti og allt, sem þar er að gjöra.

15 En levítaprestarnir, niðjar Sadóks, þeir er ræktu þjónustu helgidóms míns, þá er Ísraelsmenn villtust frá mér, þeir skulu nálgast mig til þess að þjóna mér, og þeir skulu ganga fram fyrir mig til þess að færa mér mör og blóð _ segir Drottinn Guð.

16 Þeir skulu ganga inn í helgidóm minn og þeir skulu nálgast borð mitt til að þjóna mér, og þeir skulu rækja þjónustu mína.

17 Og er þeir ganga inn í hlið innri forgarðsins, skulu þeir klæðast línklæðum. Ekkert ullarfat skulu þeir á sér bera, þá er þeir gegna þjónustu í hliðum innri forgarðsins og þar innar af.

18 Þeir skulu hafa ennidúka af líni um höfuð sér og línbrækur um lendar sér. Eigi skulu þeir gyrðast neinu, er svita veldur.

19 En þegar þeir ganga út í ytri forgarðinn til lýðsins, skulu þeir fara úr þeim klæðum, er þeir gegna þjónustu í, og leggja þau í herbergi helgidómsins og fara í önnur klæði, svo að þeir helgi ekki lýðinn með klæðum sínum.

20 Þeir skulu ekki raka höfuð sín, né láta hárið flaka, heldur hafa stýft hár.

21 Vín skal enginn prestur drekka, þegar hann gengur inn í innri forgarðinn.

22 Enga ekkju né þá konu, sem við mann er skilin, mega þeir taka sér að eiginkonu, heldur aðeins meyjar af ætt Ísraelsmanna. Þó mega þeir kvongast ekkju, sé hún ekkja eftir prest.

23 Þeir skulu kenna lýð mínum að gjöra greinarmun á heilögu og óheilögu og fræða hann um muninn á óhreinu og hreinu.

24 Og þeir skulu standa frammi til þess að dæma í deilumálum manna. Eftir mínum lögum skulu þeir dæma þá, og boðorða minna og ákvæða skulu þeir gæta á öllum löghátíðum mínum og halda helga hvíldardaga mína.

25 Eigi mega þeir koma nærri líki, svo að þeir saurgist af, nema sé lík föður eða móður, sonar eða dóttur, bróður eða systur, sem ekki hefir verið manni gefin, á því mega þeir saurga sig.

26 Og eftir að hann er hreinn orðinn, skulu honum taldir sjö dagar.

27 Og daginn sem hann gengur aftur inn í helgidóminn, inn í innri forgarðinn til þess að gegna þjónustu í helgidóminum, skal hann fram bera syndafórn sína _ segir Drottinn Guð.

28 Óðal skulu þeir ekkert fá. Ég er óðal þeirra. Og ekki skuluð þér gefa þeim fasteign í Ísrael, ég er fasteign þeirra.

29 Þeir skulu hafa uppeldi sitt af matfórnum, syndafórnum og sektarfórnum, og allt, sem er banni helgað í Ísrael, skal tilheyra þeim.

30 Og hið besta af öllum frumgróða, hvers kyns sem er, og allar fórnir, hvers kyns sem eru af öllu því, er þér færið að fórnargjöf, skal tilheyra prestunum. Þér skuluð og gefa prestunum hið besta af deigi yðar til þess að leiða blessun niður yfir hús yðar.

31 Prestarnir mega ekki eta neitt sjálfdautt né það, sem dýrrifið er, hvort heldur er fugl eða fénaður.

45 Þegar þér skiptið landinu með hlutkesti til arfleifðar, skuluð þér gefa Drottni fórnargjöf af því, heilaga landspildu, 25.000 álna á lengd og 20.000 álna á breidd. Skal hún heilög vera innan takmarka sinna í allar áttir.

(Þar af skal falla undir helgidóminn ferhyrndur flötur, fimm hundruð álna á hvern veg, og fimmtíu álna teigur skal vera kringum hann.)

Af þessum mælda reit skalt þú mæla spildu 25.000 álna langa og 10.000 álna breiða. Á henni skal helgidómurinn, hinn háheilagi, standa.

Það er helgigjöf í jarðeign. Skal hún tilheyra prestunum, þeim er gegna þjónustu við helgidóminn og nálgast mega Drottin til að þjóna honum. Skal það vera húsastæði handa þeim og tilheyra helgidóminum sem heilagt svæði.

Og 25.000 álna löng landspilda og 10.000 álna breið skal falla undir levítana, þá er þjónustu gegna við musterið, sem þeirra land fyrir borgir til þess að búa í.

Og sem fasteign borgarinnar skuluð þér tiltaka 5.000 álna breiða spildu og 25.000 álna langa, jafnlanga hinni heilögu fórnargjöf. Skal hún vera eign allra Ísraelsmanna.

En handa landshöfðingjanum skuluð þér tiltaka landshluta beggja vegna við helguðu landspilduna og borgarreitinn, meðfram hinni helguðu landspildu og meðfram borgarreitnum, vestanmegin til vesturs og austanmegin til austurs, og skal hann vera jafnlangur einum erfðahluta ættkvíslanna og ná frá vesturtakmörkum til austurtakmarka landsins.

Þetta skal vera landeign hans í Ísrael, svo að höfðingjar mínir veiti eigi framar þjóð minni yfirgang, heldur fái Ísraelsmönnum landið eftir ættkvíslum þeirra.

Svo segir Drottinn Guð: Látið yður nægja þetta, þér Ísraels höfðingjar! Látið af ofríki og yfirgangi, en iðkið rétt og réttlæti! Látið af að reka þjóð mína af eignum hennar! _ segir Drottinn Guð.

10 Þér skuluð hafa rétta vog, rétta efu og rétta bat.

11 Efa og bat skulu vera jafnar að máli, svo að bat taki tíunda part gómers og sömuleiðis efa tíunda part gómers. Eftir gómer skal hvort tveggja mælast.

12 Sikill skal vera tuttugu gerur. Fimm siklar skulu vera réttir fimm og tíu siklar réttir tíu. Fimmtíu siklar skulu vera í mínu.

13 Þetta er fórnargjöfin, sem þér skuluð gefa: 1/6 efu af hverjum gómer hveitis og 1/6 efu af hverjum gómer byggs.

14 Og ákvæðið um olífuolíuna er þetta: 1/10 úr bat af hverju kór (því að tíu bat eru í einu kór).

15 Enn fremur einn sauð af hjörðinni, af hverjum tveim hundruðum, sem fórnargjöf frá öllum kynkvíslum Ísraels til matfórnar, brennifórnar og heillafórnar, til þess að friðþægja fyrir þá _ segir Drottinn Guð.

16 Allur landslýðurinn skal vera skyldur til að færa landshöfðingjanum í Ísrael þessa fórnargjöf.

17 En landshöfðinginn skal vera skyldur að leggja til brennifórnir, matfórn og dreypifórn á hátíðum, tunglkomum og hvíldardögum við allar hátíðasamkomur Ísraelsmanna. Hann skal láta fram bera syndafórnina og matfórnina og brennifórnina og heillafórnirnar til þess að friðþægja fyrir Ísraelsmenn.

18 Svo segir Drottinn Guð: Á fyrsta degi hins fyrsta mánaðar skalt þú taka ungan uxa gallalausan og syndhreinsa helgidóminn.

19 Og presturinn skal taka af blóði syndafórnarinnar og ríða á dyrastafi musterisins og á fjóra hyrninga altarisstallanna og á dyrastafi hliðsins að innri forgarðinum.

20 Og eins skalt þú gjöra á fyrsta degi hins sjöunda mánaðar vegna þeirra, sem af vangá eða fákænsku kynnu að hafa misgjört eitthvað, og þannig skuluð þér þiggja musterið í frið.

21 Á fjórtánda degi hins fyrsta mánaðar skuluð þér halda páskahátíðina, í sjö daga skulu etin ósýrð brauð.

22 Og á þeim degi skal landshöfðinginn láta bera fram uxa í syndafórn fyrir sig og allan landslýðinn.

23 Og sjö daga hátíðarinnar skal hann láta fram bera sem brennifórn Drottni til handa sjö uxa og sjö hrúta gallalausa, á hverjum degi þessa sjö daga, svo og daglega geithafur í syndafórn.

24 Og sem matfórn skal hann láta fram bera efu með hverjum uxa og efu með hverjum hrút, og olíu, hín með hverri efu.

25 Á fimmtánda degi hins sjöunda mánaðar, á hátíðinni, skal hann í sjö daga láta fram bera jafnmikið þessu, bæði syndafórn og brennifórn og matfórn og olíu.

God’s Glory Returns to the Temple

43 Then the man brought me to the gate facing east,(A) and I saw the glory of the God of Israel coming from the east. His voice was like the roar of rushing waters,(B) and the land was radiant with his glory.(C) The vision I saw was like the vision I had seen when he[a] came to destroy the city and like the visions I had seen by the Kebar River, and I fell facedown. The glory(D) of the Lord entered the temple through the gate facing east.(E) Then the Spirit(F) lifted me up(G) and brought me into the inner court, and the glory(H) of the Lord filled the temple.(I)

While the man was standing beside me, I heard someone speaking to me from inside the temple. He said: “Son of man, this is the place of my throne(J) and the place for the soles of my feet. This is where I will live among the Israelites forever. The people of Israel will never again defile(K) my holy name—neither they nor their kings—by their prostitution and the funeral offerings[b] for their kings at their death.[c](L) When they placed their threshold next to my threshold and their doorposts beside my doorposts, with only a wall between me and them, they defiled my holy name by their detestable practices. So I destroyed them in my anger. Now let them put away from me their prostitution and the funeral offerings for their kings, and I will live among them forever.(M)

10 “Son of man, describe the temple to the people of Israel, that they may be ashamed(N) of their sins. Let them consider its perfection, 11 and if they are ashamed of all they have done, make known to them the design of the temple—its arrangement, its exits and entrances—its whole design and all its regulations[d] and laws. Write these down before them so that they may be faithful to its design and follow all its regulations.(O)

12 “This is the law of the temple: All the surrounding area(P) on top of the mountain will be most holy.(Q) Such is the law of the temple.

The Great Altar Restored

13 “These are the measurements of the altar(R) in long cubits,[e] that cubit being a cubit and a handbreadth: Its gutter is a cubit deep and a cubit wide, with a rim of one span[f] around the edge. And this is the height of the altar: 14 From the gutter on the ground up to the lower ledge that goes around the altar it is two cubits high, and the ledge is a cubit wide.[g] From this lower ledge to the upper ledge that goes around the altar it is four cubits high, and that ledge is also a cubit wide.[h] 15 Above that, the altar hearth(S) is four cubits high, and four horns(T) project upward from the hearth. 16 The altar hearth is square, twelve cubits[i] long and twelve cubits wide.(U) 17 The upper ledge(V) also is square, fourteen cubits[j] long and fourteen cubits wide. All around the altar is a gutter of one cubit with a rim of half a cubit.[k] The steps(W) of the altar face east.(X)

18 Then he said to me, “Son of man, this is what the Sovereign Lord says: These will be the regulations for sacrificing burnt offerings(Y) and splashing blood(Z) against the altar when it is built: 19 You are to give a young bull(AA) as a sin offering[l] to the Levitical priests of the family of Zadok,(AB) who come near(AC) to minister before me, declares the Sovereign Lord. 20 You are to take some of its blood and put it on the four horns of the altar(AD) and on the four corners of the upper ledge(AE) and all around the rim, and so purify the altar(AF) and make atonement for it. 21 You are to take the bull for the sin offering and burn it in the designated part of the temple area outside the sanctuary.(AG)

22 “On the second day you are to offer a male goat without defect for a sin offering, and the altar is to be purified as it was purified with the bull. 23 When you have finished purifying it, you are to offer a young bull and a ram from the flock, both without defect.(AH) 24 You are to offer them before the Lord, and the priests are to sprinkle salt(AI) on them and sacrifice them as a burnt offering to the Lord.

25 “For seven days(AJ) you are to provide a male goat daily for a sin offering; you are also to provide a young bull and a ram from the flock, both without defect.(AK) 26 For seven days they are to make atonement for the altar and cleanse it; thus they will dedicate it. 27 At the end of these days, from the eighth day(AL) on, the priests are to present your burnt offerings(AM) and fellowship offerings(AN) on the altar. Then I will accept you, declares the Sovereign Lord.”

The Priesthood Restored

44 Then the man brought me back to the outer gate of the sanctuary, the one facing east,(AO) and it was shut. The Lord said to me, “This gate is to remain shut. It must not be opened; no one may enter through it.(AP) It is to remain shut because the Lord, the God of Israel, has entered through it. The prince himself is the only one who may sit inside the gateway to eat in the presence(AQ) of the Lord. He is to enter by way of the portico of the gateway and go out the same way.(AR)

Then the man brought me by way of the north gate(AS) to the front of the temple. I looked and saw the glory of the Lord filling the temple(AT) of the Lord, and I fell facedown.(AU)

The Lord said to me, “Son of man, look carefully, listen closely and give attention to everything I tell you concerning all the regulations and instructions regarding the temple of the Lord. Give attention to the entrance(AV) to the temple and all the exits of the sanctuary.(AW) Say to rebellious Israel,(AX) ‘This is what the Sovereign Lord says: Enough of your detestable practices, people of Israel! In addition to all your other detestable practices, you brought foreigners uncircumcised in heart(AY) and flesh into my sanctuary, desecrating my temple while you offered me food, fat and blood, and you broke my covenant.(AZ) Instead of carrying out your duty in regard to my holy things, you put others in charge of my sanctuary.(BA) This is what the Sovereign Lord says: No foreigner uncircumcised in heart and flesh is to enter my sanctuary, not even the foreigners who live among the Israelites.(BB)

10 “‘The Levites who went far from me when Israel went astray(BC) and who wandered from me after their idols must bear the consequences of their sin.(BD) 11 They may serve in my sanctuary, having charge of the gates of the temple and serving in it; they may slaughter the burnt offerings(BE) and sacrifices for the people and stand before the people and serve them.(BF) 12 But because they served them in the presence of their idols and made the people of Israel fall(BG) into sin, therefore I have sworn with uplifted hand(BH) that they must bear the consequences of their sin, declares the Sovereign Lord.(BI) 13 They are not to come near to serve me as priests or come near any of my holy things or my most holy offerings; they must bear the shame(BJ) of their detestable practices.(BK) 14 And I will appoint them to guard the temple for all the work that is to be done in it.(BL)

15 “‘But the Levitical priests, who are descendants of Zadok(BM) and who guarded my sanctuary when the Israelites went astray from me, are to come near to minister before me; they are to stand before me to offer sacrifices of fat(BN) and blood, declares the Sovereign Lord.(BO) 16 They alone are to enter my sanctuary; they alone are to come near my table(BP) to minister before me and serve me as guards.(BQ)

17 “‘When they enter the gates of the inner court, they are to wear linen clothes;(BR) they must not wear any woolen garment while ministering at the gates of the inner court or inside the temple. 18 They are to wear linen turbans(BS) on their heads and linen undergarments(BT) around their waists. They must not wear anything that makes them perspire.(BU) 19 When they go out into the outer court where the people are, they are to take off the clothes they have been ministering in and are to leave them in the sacred rooms, and put on other clothes, so that the people are not consecrated(BV) through contact with their garments.(BW)

20 “‘They must not shave(BX) their heads or let their hair grow long, but they are to keep the hair of their heads trimmed.(BY) 21 No priest is to drink wine when he enters the inner court.(BZ) 22 They must not marry widows or divorced women; they may marry only virgins of Israelite descent or widows of priests.(CA) 23 They are to teach my people the difference between the holy and the common(CB) and show them how to distinguish between the unclean and the clean.(CC)

24 “‘In any dispute, the priests are to serve as judges(CD) and decide it according to my ordinances. They are to keep my laws and my decrees for all my appointed festivals,(CE) and they are to keep my Sabbaths holy.(CF)

25 “‘A priest must not defile himself by going near a dead person; however, if the dead person was his father or mother, son or daughter, brother or unmarried sister, then he may defile himself.(CG) 26 After he is cleansed, he must wait seven days.(CH) 27 On the day he goes into the inner court of the sanctuary(CI) to minister in the sanctuary, he is to offer a sin offering[m](CJ) for himself, declares the Sovereign Lord.

28 “‘I am to be the only inheritance(CK) the priests have. You are to give them no possession in Israel; I will be their possession. 29 They will eat(CL) the grain offerings, the sin offerings and the guilt offerings; and everything in Israel devoted[n] to the Lord(CM) will belong to them.(CN) 30 The best of all the firstfruits(CO) and of all your special gifts will belong to the priests. You are to give them the first portion of your ground meal(CP) so that a blessing(CQ) may rest on your household.(CR) 31 The priests must not eat anything, whether bird or animal, found dead(CS) or torn by wild animals.(CT)

Israel Fully Restored

45 “‘When you allot the land as an inheritance,(CU) you are to present to the Lord a portion of the land as a sacred district, 25,000 cubits[o] long and 20,000[p] cubits[q] wide; the entire area will be holy.(CV) Of this, a section 500 cubits[r] square(CW) is to be for the sanctuary, with 50 cubits[s] around it for open land. In the sacred district, measure off a section 25,000 cubits long and 10,000 cubits[t] wide. In it will be the sanctuary, the Most Holy Place. It will be the sacred portion of the land for the priests,(CX) who minister in the sanctuary and who draw near to minister before the Lord. It will be a place for their houses as well as a holy place for the sanctuary.(CY) An area 25,000 cubits long and 10,000 cubits wide will belong to the Levites, who serve in the temple, as their possession for towns to live in.[u](CZ)

“‘You are to give the city as its property an area 5,000 cubits[v] wide and 25,000 cubits long, adjoining the sacred portion; it will belong to all Israel.(DA)

“‘The prince will have the land bordering each side of the area formed by the sacred district and the property of the city. It will extend westward from the west side and eastward from the east side, running lengthwise from the western to the eastern border parallel to one of the tribal portions.(DB) This land will be his possession in Israel. And my princes will no longer oppress my people but will allow the people of Israel to possess the land according to their tribes.(DC)

“‘This is what the Sovereign Lord says: You have gone far enough, princes of Israel! Give up your violence and oppression(DD) and do what is just and right.(DE) Stop dispossessing my people, declares the Sovereign Lord. 10 You are to use accurate scales,(DF) an accurate ephah[w](DG) and an accurate bath.[x] 11 The ephah(DH) and the bath are to be the same size, the bath containing a tenth of a homer and the ephah a tenth of a homer; the homer is to be the standard measure for both. 12 The shekel[y] is to consist of twenty gerahs.(DI) Twenty shekels plus twenty-five shekels plus fifteen shekels equal one mina.[z]

13 “‘This is the special gift you are to offer: a sixth of an ephah[aa] from each homer of wheat and a sixth of an ephah[ab] from each homer of barley. 14 The prescribed portion of olive oil, measured by the bath, is a tenth of a bath[ac] from each cor (which consists of ten baths or one homer, for ten baths are equivalent to a homer). 15 Also one sheep is to be taken from every flock of two hundred from the well-watered pastures of Israel. These will be used for the grain offerings, burnt offerings(DJ) and fellowship offerings to make atonement(DK) for the people, declares the Sovereign Lord. 16 All the people of the land will be required to give this special offering to the prince in Israel. 17 It will be the duty of the prince to provide the burnt offerings, grain offerings and drink offerings at the festivals, the New Moons(DL) and the Sabbaths(DM)—at all the appointed festivals of Israel. He will provide the sin offerings,[ad] grain offerings, burnt offerings and fellowship offerings to make atonement for the Israelites.(DN)

18 “‘This is what the Sovereign Lord says: In the first month(DO) on the first day you are to take a young bull without defect(DP) and purify the sanctuary.(DQ) 19 The priest is to take some of the blood of the sin offering and put it on the doorposts of the temple, on the four corners of the upper ledge(DR) of the altar(DS) and on the gateposts of the inner court. 20 You are to do the same on the seventh day of the month for anyone who sins unintentionally(DT) or through ignorance; so you are to make atonement for the temple.

21 “‘In the first month on the fourteenth day you are to observe the Passover,(DU) a festival lasting seven days, during which you shall eat bread made without yeast. 22 On that day the prince is to provide a bull as a sin offering for himself and for all the people of the land.(DV) 23 Every day during the seven days of the festival he is to provide seven bulls and seven rams(DW) without defect as a burnt offering to the Lord, and a male goat for a sin offering.(DX) 24 He is to provide as a grain offering(DY) an ephah for each bull and an ephah for each ram, along with a hin[ae] of olive oil for each ephah.(DZ)

25 “‘During the seven days of the festival,(EA) which begins in the seventh month on the fifteenth day, he is to make the same provision for sin offerings, burnt offerings, grain offerings and oil.(EB)

Footnotes

  1. Ezekiel 43:3 Some Hebrew manuscripts and Vulgate; most Hebrew manuscripts I
  2. Ezekiel 43:7 Or the memorial monuments; also in verse 9
  3. Ezekiel 43:7 Or their high places
  4. Ezekiel 43:11 Some Hebrew manuscripts and Septuagint; most Hebrew manuscripts regulations and its whole design
  5. Ezekiel 43:13 That is, about 21 inches or about 53 centimeters; also in verses 14 and 17. The long cubit is the basic unit for linear measurement throughout Ezekiel 40–48.
  6. Ezekiel 43:13 That is, about 11 inches or about 27 centimeters
  7. Ezekiel 43:14 That is, about 3 1/2 feet high and 1 3/4 feet wide or about 105 centimeters high and 53 centimeters wide
  8. Ezekiel 43:14 That is, about 7 feet high and 1 3/4 feet wide or about 2.1 meters high and 53 centimeters wide
  9. Ezekiel 43:16 That is, about 21 feet or about 6.4 meters
  10. Ezekiel 43:17 That is, about 25 feet or about 7.4 meters
  11. Ezekiel 43:17 That is, about 11 inches or about 27 centimeters
  12. Ezekiel 43:19 Or purification offering; also in verses 21, 22 and 25
  13. Ezekiel 44:27 Or purification offering; also in verse 29
  14. Ezekiel 44:29 The Hebrew term refers to the irrevocable giving over of things or persons to the Lord.
  15. Ezekiel 45:1 That is, about 8 miles or about 13 kilometers; also in verses 3, 5 and 6
  16. Ezekiel 45:1 Septuagint (see also verses 3 and 5 and 48:9); Hebrew 10,000
  17. Ezekiel 45:1 That is, about 6 1/2 miles or about 11 kilometers
  18. Ezekiel 45:2 That is, about 875 feet or about 265 meters
  19. Ezekiel 45:2 That is, about 88 feet or about 27 meters
  20. Ezekiel 45:3 That is, about 3 1/3 miles or about 5.3 kilometers; also in verse 5
  21. Ezekiel 45:5 Septuagint; Hebrew temple; they will have as their possession 20 rooms
  22. Ezekiel 45:6 That is, about 1 2/3 miles or about 2.7 kilometers
  23. Ezekiel 45:10 An ephah was a dry measure having the capacity of about 3/5 bushel or about 22 liters.
  24. Ezekiel 45:10 A bath was a liquid measure equaling about 6 gallons or about 22 liters.
  25. Ezekiel 45:12 A shekel weighed about 2/5 ounce or about 12 grams.
  26. Ezekiel 45:12 That is, 60 shekels; the common mina was 50 shekels. Sixty shekels were about 1 1/2 pounds or about 690 grams.
  27. Ezekiel 45:13 That is, probably about 6 pounds or about 2.7 kilograms
  28. Ezekiel 45:13 That is, probably about 5 pounds or about 2.3 kilograms
  29. Ezekiel 45:14 That is, about 2 1/2 quarts or about 2.2 liters
  30. Ezekiel 45:17 Or purification offerings; also in verses 19, 22, 23 and 25
  31. Ezekiel 45:24 That is, about 1 gallon or about 3.8 liters