Add parallel Print Page Options

22 Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

"Þú mannsson, vilt þú dæma, vilt þú dæma hina blóðseku borg? Leið henni þá fyrir sjónir allar svívirðingar hennar

og seg: Svo segir Drottinn Guð: Ó borg, sem úthellti blóði innan borgarveggja sinna, til þess að tími hennar kæmi, og gjörði sér skurðgoð til þess að saurga sig.

Fyrir blóðið, sem þú hefir úthellt, ert þú sek orðin, og fyrir skurðgoðin, sem þú gjörðir, ert þú óhrein orðin. Þú hefir flýtt fyrir degi þínum, og ævilok þín eru komin. Þess vegna gjöri ég þig að háðung meðal þjóðanna og að athlægi allra landa.

Þeir sem eru nálægt þér og þeir sem eru langt frá þér munu hæða þig, þú borg með flekkað mannorð, full af róstum.

Sjá, höfðingjar Ísraels, sem í þér búa, úthella blóði, hver sem betur getur.

Hjá þér eru faðir og móðir fyrirlitin, við útlendinga beita menn kúgun í þér, munaðarleysingja og ekkjur undiroka menn hjá þér.

Þú fyrirlítur helgidóma mína og vanhelgar hvíldardaga mína.

Hjá þér eru bakmælgismenn, sem koma manndrápum til leiðar, hjá þér eta menn fórnarkjöt á fjöllunum, menn fremja saurlifnað í þér miðri.

10 Hjá þér bera menn blygðan föður síns, hjá þér nauðga menn konum, sem óhreinar eru vegna tíða.

11 Einn fremur svívirðu með konu náunga síns, annar flekkar tengdadóttur sína með saurlifnaði og enn annar nauðgar hjá þér systur sinni, dóttur föður síns.

12 Menn þiggja mútur hjá þér til þess að úthella blóði. Þú hefir tekið fjárleigu og vexti og haft af náunga þínum með ofríki, en mér hefir þú gleymt, _ segir Drottinn Guð.

13 En sjá: Ég slæ höndum saman yfir því rangfengna fé, sem þú hefir dregið þér, og yfir blóðskuld þeirri, sem í þér er.

14 Mun kjarkur þinn standast og hendur þínar haldast styrkar, þegar þeir dagarnir koma, er ég tek þig fyrir? Ég, Drottinn, tala það og mun framkvæma það.

15 Og ég mun tvístra þér meðal þjóðanna og dreifa þér út um löndin og gjörsamlega uppræta óhreinleik þinn úr þér,

16 og þú skalt vanhelguð verða í augsýn heiðingjanna, og þá skalt þú viðurkenna, að ég er Drottinn."

17 Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

18 "Mannsson, Ísraelsmenn eru orðnir fyrir mér eins og sori. Þeir eru allir eins og eir og tin og járn og blý í bræðsluofni, þeir eru orðnir sorasilfur.

19 Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Af því að þér eruð allir orðnir að sora, þá vil ég safna yður saman í Jerúsalem.

20 Eins og silfur og eir og járn og blý og tin er látið saman inn í bræðsluofn til þess að blása eldi að því og bræða það, þannig mun ég safna yður saman í reiði minni og gremi, láta yður þar inn og bræða yður.

21 Og ég mun stefna yður saman og blása að yður eldi gremi minnar, svo að þér skuluð bráðna þar.

22 Eins og silfrið er brætt í bræðsluofninum, svo skuluð þér bráðna í borginni og þá munuð þér viðurkenna, að ég, Drottinn, hefi úthellt reiði minni yfir yður."

23 Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

24 "Þú mannsson, seg við hana: Þú ert eins og land, sem ekki rigndi á, sem eigi var vökvað á degi reiðinnar,

25 en þjóðhöfðingjar þess voru í því sem öskrandi ljón, er rífur sundur bráð sína. Mannslífum hafa þeir eytt, eignir og dýrgripi hafa þeir tekið og fjölgað ekkjum í landinu.

26 Prestar hennar hafa brjálað lögmáli mínu og vanhelgað helgidóma mína. Þeir hafa engan mun gjört á því, sem heilagt er og óheilagt, og eigi frætt menn um muninn á óhreinu og hreinu, og þeir hafa lokað augum sínum fyrir hvíldardögum mínum, svo að ég vanhelgaðist meðal þeirra.

27 Yfirmenn hennar voru í henni eins og sundurrífandi vargar og hugsuðu ekki um annað en að úthella blóði og eyða mannslífum til þess að afla sér rangfengins gróða.

28 En spámenn hennar riðu á kalki fyrir þá með því að boða þeim hégómasýnir og flytja þeim lygispádóma og segja: ,Svo segir Drottinn Guð!` þótt Drottinn hafi ekki talað.

29 Landslýðurinn hefir haft kúgun og rán í frammi, þeir hafa undirokað volaða og snauða og kúgað útlendinga án nokkurs réttar.

30 Og ég leitaði að einhverjum meðal þeirra, er hlaða vildi garð eða skipa sér í skarðið móti mér, landinu til varnar, til þess að ég legði það ekki í eyði, en ég fann engan.

31 Þá úthellti ég reiði minni yfir þá, gjöreyddi þeim með eldi gremi minnar, ég lét athæfi þeirra þeim í koll koma, _ segir Drottinn Guð."

23 Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

"Mannsson, konur voru tvær, dætur sömu móður.

Þær frömdu hórdóm á Egyptalandi, þær hóruðust í æsku. Þar létu þær þukla um brjóst sér og þar fóru menn höndum um meyjarbarm þeirra.

Hin eldri hét Ohola og systir hennar Oholíba. Og ég eignaðist þær báðar, og þær ólu sonu og dætur. Og Ohola hét síðar Samaría og Oholíba Jerúsalem.

En Ohola tók fram hjá mér og brann af girnd til friðla sinna, til Assýringa, hinna nafntoguðu,

sem klæddir voru bláum purpura, jarlar og landstjórar, allt saman fríðir æskumenn, riddarar ríðandi hestum.

Og hún helgaði þeim hóranir sínar, öllum úrvalsmönnum Assýringa, og hún saurgaði sig á skurðgoðum allra þeirra, er hún brann af girnd til.

Þó lét hún ekki af hórunum sínum frá Egyptalandi, því að þeir höfðu legið með henni í ungdæmi hennar og farið höndum um meyjarbarm hennar og hellt yfir hana hóran sinni.

Fyrir því seldi ég hana í hendur friðla sinna, í hendur Assýringa, er hún brann af girnd til.

10 Þeir beruðu blygðan hennar, tóku burt sonu hennar og dætur og vógu hana sjálfa með sverði, svo að hún varð öðrum konum til viðvörunar, og framkvæmdu þannig refsingardóminn á henni.

11 En þótt systir hennar Oholíba sæi það, þá varð hún þó enn frekari í lostanum og drýgði enn meiri saurlifnað en systir hennar.

12 Hún brann af girnd til Assýringa, nafntogaðra jarla og landstjóra, sem voru frábærlega prúðbúnir, til riddara, sem riðu hestum, allt saman fríðir æskumenn.

13 Og ég sá, hversu hún saurgaði sig. Eitt og hið sama var háttalag beggja þeirra systra.

14 En hún hélt áfram að drýgja hórdóm, og er hún sá menn dregna á vegg, myndir af Kaldeum, málaða með menju,

15 gyrta belti um lendarnar, með vefjarhöttu um höfuðin, alla saman hina hermannlegustu, mynd af Babýloníumönnum, en ættland þeirra er Kaldea,

16 _ þá brann hún af girnd til þeirra, er hún leit þá augum, og gjörði sendimenn til þeirra til Kaldeu.

17 Og Babýloníumenn gengu inn til hennar, til ástasamlags við hana, og flekkuðu hana með saurlifnaði sínum, og hún saurgaði sig á þeim. Þá sneri sál hennar sér frá þeim.

18 Og er hún framdi saurlifnað sinn berlega og beraði blygðan sína, þá sneri sál mín sér frá henni, eins og sál mín hafði snúið sér frá systur hennar.

19 En hún varð enn frekari í hórdómi sínum, með því að hún minntist æskudaga sinna, þá er hún framdi saurlifnað á Egyptalandi.

20 Og hún brann af girnd til friðla þeirra, sem voru eins hreðurmiklir og asnar og gusan úr þeim sem úr stóðhestum.

21 Og þú saknaðir saurlifnaðar æsku þinnar, þá er Egyptar fóru höndum um barm þinn og þukluðu um meyjarbrjóst þín.

22 Fyrir því, Oholíba, svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég mun egna friðla þína upp í móti þér, þá er sál þín hefir snúið sér frá, og láta þá veitast að þér úr öllum áttum:

23 Babýloníumenn og alla Kaldea, Pekód, Sjóa og Kóa og alla Assýringa með þeim, allt saman fríða æskumenn, jarla og landstjóra, tóma liðsforingja og nafntogaða menn, ríðandi hestum.

24 Og þeir munu koma í móti þér úr norðri með vögnum og hjólum og liðsafnaði margra þjóða. Törgu, skjöld og hjálm munu þeir setja upp í móti þér hringinn í kring, og ég mun leggja fyrir þá málið, og þeir skulu dæma þig eftir sínum lögum.

25 Og ég mun snúa vandlæting minni gegn þér, og þeir munu fara grimmdarlega með þig. Þeir munu skera af þér nef og eyru, og það, sem eftir verður af þér, skal fyrir sverði falla. Sonu þína og dætur munu þeir hafa á burt, og það, sem eftir verður af þér, mun eyðast af eldi.

26 Og þeir munu færa þig af klæðum og taka af þér skartgripi þína.

27 Og ég vil gjöra enda á saurlifnaði þínum og hórdómi þínum frá Egyptalandi, svo að þú hefjir eigi framar augu þín til þeirra og hugsir eigi framar um Egyptaland.

28 Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég mun selja þig á vald þeirra, er þú hatar, á vald þeirra, er sál þín hefir snúið sér frá.

29 Og þeir munu fara haturslega með þig og hafa á burt allan afla þinn og láta þig eftir nakta og bera, og þá mun verða flett ofan af hinni hórgjörnu blygðan þinni, lauslæti þínu og saurlifnaði þínum.

30 Svo mun með þig farið, af því að þú eltir þjóðirnar, fyrir þá sök að þú saurgaðir þig á skurðgoðum þeirra.

31 Þú hefir gengið götu systur þinnar, þess vegna rétti ég að þér bikar hennar.

32 Svo segir Drottinn Guð: Þú skalt drekka bikar systur þinnar, hinn djúpa og víða, sem tekur svo mikið, _

33 vímu og hörmung skalt þú fyllast _, bikar hryllings og skelfingar, bikar Samaríu systur þinnar.

34 Og þú skalt drekka hann og tæma og sötra dreggjarnar og sundurrífa brjóst þín, því að ég hefi talað það, segir Drottinn Guð.

35 Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Sökum þess að þú hefir gleymt mér og varpað mér aftur fyrir bak þér, þá skalt þú nú og gjöld taka fyrir lauslæti þitt og saurlifnað."

36 Og Drottinn sagði við mig: "Mannsson, vilt þú dæma Oholu og Oholíbu? Leið þeim þá fyrir sjónir svívirðingar þeirra,

37 hversu þær hafa hórdóm drýgt og flekkað hendur sínar með blóði, og hversu þær hafa drýgt hórdóm með skurðgoðum sínum og jafnvel látið sonu sína, er þær fæddu mér, ganga gegnum eld þeim til fæðslu.

38 Enn fremur gjörðu þær mér þetta: Þær saurguðu sama daginn helgidóm minn og vanhelguðu hvíldardaga mína.

39 Og þegar þær slátruðu sonum sínum skurðgoðunum til fórnar, gengu þær sama daginn inn í helgidóm minn til þess að vanhelga hann. Já, slíkt höfðust þær að í mínu eigin musteri.

40 Þær sendu jafnvel eftir mönnum, er komu af fjarlægum löndum, og er sendimaður hafði verið gjörður til þeirra, komu þeir. Þeirra vegna laugaðir þú þig, barst lit í augu þér og bjóst þig í skart.

41 Síðan settist þú á veglegan hvílubekk, fyrir framan hann stóð uppbúið borð, og á það lagðir þú reykelsi mitt og olífuolíu mína.

42 Og með háværum söng hvíldu þeir á bekknum, og auk mannanna úr mannfjöldanum var komið með Sabea úr eyðimörkinni. Þeir spenntu armbaugum um handleggi kvennanna og settu dýrlega kórónu á höfuð þeirra.

43 Þá sagði ég: ,Mun hin útslitna enn drýgja hórdóm? Munu menn enn hórast með henni?`

44 Og menn gengu inn til hennar, eins og gengið er inn til hórkonu, þannig gengu þeir inn til Oholu og Oholíbu, saurlífiskvennanna.

45 En réttlátir menn munu dæma þær sama dómi og hórkonur eru dæmdar og þær konur, er úthella blóði, því að hórkonur eru þær, og hendur þeirra eru blóði flekkaðar.

46 Svo segir Drottinn Guð: Mannsafnaður sé gjörður að þeim og þær framseldar til misþyrmingar og rána.

47 Og mannsafnaðurinn skal lemja þær grjóti og höggva þær sundur með sverðum sínum. Sonu þeirra og dætur skulu menn drepa og brenna hús þeirra í eldi.

48 Þannig vil ég útrýma saurlifnaðinum úr landinu, til þess að allar konur láti sér að kenningu verða og breyti eigi eftir saurlifnaðar-dæmi yðar.

49 Og menn munu láta saurlifnað yðar koma niður á yður, og þér skuluð gjalda þeirra synda, er þér hafið framið með skurðgoðum yðar, til þess að þér viðurkennið, að ég er Drottinn Guð."

Judgment on Jerusalem’s Sins

22 The word of the Lord came to me:

“Son of man, will you judge her? Will you judge this city of bloodshed?(A) Then confront her with all her detestable practices(B) and say: ‘This is what the Sovereign Lord says: You city that brings on herself doom by shedding blood(C) in her midst and defiles herself by making idols, you have become guilty because of the blood you have shed(D) and have become defiled by the idols you have made. You have brought your days to a close, and the end of your years has come.(E) Therefore I will make you an object of scorn(F) to the nations and a laughingstock to all the countries.(G) Those who are near and those who are far away will mock you, you infamous city, full of turmoil.(H)

“‘See how each of the princes of Israel who are in you uses his power to shed blood.(I) In you they have treated father and mother with contempt;(J) in you they have oppressed the foreigner(K) and mistreated the fatherless and the widow.(L) You have despised my holy things and desecrated my Sabbaths.(M) In you are slanderers(N) who are bent on shedding blood;(O) in you are those who eat at the mountain shrines(P) and commit lewd acts.(Q) 10 In you are those who dishonor their father’s bed;(R) in you are those who violate women during their period,(S) when they are ceremonially unclean.(T) 11 In you one man commits a detestable offense with his neighbor’s wife,(U) another shamefully defiles his daughter-in-law,(V) and another violates his sister,(W) his own father’s daughter.(X) 12 In you are people who accept bribes(Y) to shed blood; you take interest(Z) and make a profit from the poor. You extort unjust gain from your neighbors.(AA) And you have forgotten(AB) me, declares the Sovereign Lord.(AC)

13 “‘I will surely strike my hands(AD) together at the unjust gain(AE) you have made and at the blood(AF) you have shed in your midst.(AG) 14 Will your courage endure(AH) or your hands(AI) be strong in the day I deal with you? I the Lord have spoken,(AJ) and I will do it.(AK) 15 I will disperse you among the nations and scatter(AL) you through the countries; and I will put an end to(AM) your uncleanness.(AN) 16 When you have been defiled[a] in the eyes of the nations, you will know that I am the Lord.’”

17 Then the word of the Lord came to me: 18 “Son of man, the people of Israel have become dross(AO) to me; all of them are the copper, tin, iron and lead left inside a furnace.(AP) They are but the dross of silver.(AQ) 19 Therefore this is what the Sovereign Lord says: ‘Because you have all become dross,(AR) I will gather you into Jerusalem. 20 As silver, copper, iron, lead and tin are gathered into a furnace to be melted with a fiery blast, so will I gather you in my anger and my wrath and put you inside the city and melt you.(AS) 21 I will gather you and I will blow(AT) on you with my fiery wrath, and you will be melted inside her.(AU) 22 As silver is melted(AV) in a furnace, so you will be melted inside her, and you will know that I the Lord have poured out my wrath(AW) on you.’”(AX)

23 Again the word of the Lord came to me: 24 “Son of man, say to the land, ‘You are a land that has not been cleansed or rained on in the day of wrath.’(AY) 25 There is a conspiracy(AZ) of her princes[b] within her like a roaring lion(BA) tearing its prey; they devour people,(BB) take treasures and precious things and make many widows(BC) within her. 26 Her priests do violence to my law(BD) and profane my holy things; they do not distinguish between the holy and the common;(BE) they teach that there is no difference between the unclean and the clean;(BF) and they shut their eyes to the keeping of my Sabbaths, so that I am profaned(BG) among them.(BH) 27 Her officials(BI) within her are like wolves(BJ) tearing their prey; they shed blood and kill people(BK) to make unjust gain.(BL) 28 Her prophets whitewash(BM) these deeds for them by false visions and lying divinations.(BN) They say, ‘This is what the Sovereign Lord says’—when the Lord has not spoken.(BO) 29 The people of the land practice extortion and commit robbery;(BP) they oppress the poor and needy and mistreat the foreigner,(BQ) denying them justice.(BR)

30 “I looked for someone among them who would build up the wall(BS) and stand before me in the gap on behalf of the land so I would not have to destroy it, but I found no one.(BT) 31 So I will pour out my wrath on them and consume them with my fiery anger,(BU) bringing down(BV) on their own heads all they have done, declares the Sovereign Lord.(BW)

Two Adulterous Sisters

23 The word of the Lord came to me: “Son of man, there were two women, daughters of the same mother.(BX) They became prostitutes in Egypt,(BY) engaging in prostitution(BZ) from their youth.(CA) In that land their breasts were fondled and their virgin bosoms caressed.(CB) The older was named Oholah, and her sister was Oholibah. They were mine and gave birth to sons and daughters. Oholah is Samaria, and Oholibah is Jerusalem.(CC)

“Oholah engaged in prostitution while she was still mine; and she lusted after her lovers, the Assyrians(CD)—warriors(CE) clothed in blue, governors and commanders, all of them handsome young men, and mounted horsemen. She gave herself as a prostitute to all the elite of the Assyrians and defiled herself with all the idols of everyone she lusted after.(CF) She did not give up the prostitution she began in Egypt,(CG) when during her youth men slept with her, caressed her virgin bosom and poured out their lust on her.(CH)

“Therefore I delivered her into the hands(CI) of her lovers,(CJ) the Assyrians, for whom she lusted.(CK) 10 They stripped(CL) her naked, took away her sons and daughters and killed her with the sword. She became a byword among women,(CM) and punishment was inflicted(CN) on her.(CO)

11 “Her sister Oholibah saw this,(CP) yet in her lust and prostitution she was more depraved than her sister.(CQ) 12 She too lusted after the Assyrians—governors and commanders, warriors in full dress, mounted horsemen, all handsome young men.(CR) 13 I saw that she too defiled herself; both of them went the same way.(CS)

14 “But she carried her prostitution still further. She saw men portrayed on a wall,(CT) figures of Chaldeans[c] portrayed in red,(CU) 15 with belts(CV) around their waists and flowing turbans on their heads; all of them looked like Babylonian chariot officers, natives of Chaldea.[d] 16 As soon as she saw them, she lusted after them and sent messengers(CW) to them in Chaldea.(CX) 17 Then the Babylonians(CY) came to her, to the bed of love, and in their lust they defiled her. After she had been defiled by them, she turned away from them in disgust.(CZ) 18 When she carried on her prostitution openly and exposed her naked body,(DA) I turned away(DB) from her in disgust, just as I had turned away from her sister.(DC) 19 Yet she became more and more promiscuous as she recalled the days of her youth, when she was a prostitute in Egypt. 20 There she lusted after her lovers, whose genitals were like those of donkeys and whose emission was like that of horses. 21 So you longed for the lewdness of your youth, when in Egypt your bosom was caressed and your young breasts fondled.[e](DD)

22 “Therefore, Oholibah, this is what the Sovereign Lord says: I will stir up your lovers(DE) against you, those you turned away from in disgust, and I will bring them against you from every side(DF) 23 the Babylonians(DG) and all the Chaldeans,(DH) the men of Pekod(DI) and Shoa and Koa, and all the Assyrians with them, handsome young men, all of them governors and commanders, chariot officers and men of high rank, all mounted on horses.(DJ) 24 They will come against you with weapons,[f] chariots and wagons(DK) and with a throng of people; they will take up positions against you on every side with large and small shields and with helmets. I will turn you over to them for punishment,(DL) and they will punish you according to their standards. 25 I will direct my jealous anger(DM) against you, and they will deal with you in fury. They will cut off your noses and your ears, and those of you who are left will fall by the sword. They will take away your sons and daughters,(DN) and those of you who are left will be consumed by fire.(DO) 26 They will also strip(DP) you of your clothes and take your fine jewelry.(DQ) 27 So I will put a stop(DR) to the lewdness and prostitution you began in Egypt. You will not look on these things with longing or remember Egypt anymore.

28 “For this is what the Sovereign Lord says: I am about to deliver you into the hands(DS) of those you hate, to those you turned away from in disgust. 29 They will deal with you in hatred and take away everything you have worked for. They will leave you stark naked,(DT) and the shame of your prostitution will be exposed.(DU) Your lewdness(DV) and promiscuity(DW) 30 have brought this on you, because you lusted after the nations and defiled yourself with their idols.(DX) 31 You have gone the way of your sister; so I will put her cup(DY) into your hand.(DZ)

32 “This is what the Sovereign Lord says:

“You will drink your sister’s cup,
    a cup large and deep;
it will bring scorn and derision,(EA)
    for it holds so much.(EB)
33 You will be filled with drunkenness and sorrow,
    the cup of ruin and desolation,
    the cup of your sister Samaria.(EC)
34 You will drink it(ED) and drain it dry
    and chew on its pieces—
    and you will tear your breasts.

I have spoken, declares the Sovereign Lord.(EE)

35 “Therefore this is what the Sovereign Lord says: Since you have forgotten(EF) me and turned your back on me,(EG) you must bear(EH) the consequences of your lewdness and prostitution.”

36 The Lord said to me: “Son of man, will you judge Oholah and Oholibah? Then confront(EI) them with their detestable practices,(EJ) 37 for they have committed adultery and blood is on their hands. They committed adultery with their idols; they even sacrificed their children, whom they bore to me, as food for them.(EK) 38 They have also done this to me: At that same time they defiled my sanctuary(EL) and desecrated my Sabbaths.(EM) 39 On the very day they sacrificed their children to their idols, they entered my sanctuary and desecrated(EN) it. That is what they did in my house.(EO)

40 “They even sent messengers for men who came from far away,(EP) and when they arrived you bathed yourself for them, applied eye makeup(EQ) and put on your jewelry.(ER) 41 You sat on an elegant couch,(ES) with a table(ET) spread before it on which you had placed the incense(EU) and olive oil that belonged to me.(EV)

42 “The noise of a carefree(EW) crowd was around her; drunkards(EX) were brought from the desert along with men from the rabble, and they put bracelets(EY) on the wrists of the woman and her sister and beautiful crowns on their heads.(EZ) 43 Then I said about the one worn out by adultery, ‘Now let them use her as a prostitute,(FA) for that is all she is.’ 44 And they slept with her. As men sleep with a prostitute, so they slept with those lewd women, Oholah and Oholibah. 45 But righteous judges will sentence them to the punishment of women who commit adultery and shed blood,(FB) because they are adulterous and blood is on their hands.(FC)

46 “This is what the Sovereign Lord says: Bring a mob(FD) against them and give them over to terror and plunder.(FE) 47 The mob will stone them and cut them down with their swords; they will kill their sons and daughters(FF) and burn(FG) down their houses.(FH)

48 “So I will put an end(FI) to lewdness in the land, that all women may take warning and not imitate you.(FJ) 49 You will suffer the penalty for your lewdness and bear the consequences of your sins of idolatry.(FK) Then you will know that I am the Sovereign Lord.(FL)

Footnotes

  1. Ezekiel 22:16 Or When I have allotted you your inheritance
  2. Ezekiel 22:25 Septuagint; Hebrew prophets
  3. Ezekiel 23:14 Or Babylonians
  4. Ezekiel 23:15 Or Babylonia; also in verse 16
  5. Ezekiel 23:21 Syriac (see also verse 3); Hebrew caressed because of your young breasts
  6. Ezekiel 23:24 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.