Añadir traducción en paralelo Imprimir Opciones de la página

13 En verndarengill Persaríkis stóð í móti mér tuttugu og einn dag, en sjá, Míkael, einn af fremstu verndarenglunum, kom mér til hjálpar, og hann skildi ég eftir þar hjá Persakonungum.

14 Og nú er ég kominn til að fræða þig á því, sem fram við þjóð þína mun koma á hinum síðustu tímum, því að enn á sýnin við þá daga."

15 Og er hann talaði þessum orðum til mín, leit ég til jarðar og þagði.

16 Og sjá, einhver í mannslíki snart varir mínar, og ég lauk upp munni mínum, talaði og sagði við þann, sem stóð frammi fyrir mér: "Herra minn, sökum sýnarinnar eru kvalir þessar yfir mig komnar, og kraftur minn er þrotinn.

17 Og hvernig ætti ég, þjónn þinn, herra, að geta talað við slíkan mann sem þú ert, herra? Og nú er allur kraftur minn að þrotum kominn, og enginn lífsandi er í mér eftir orðinn."

18 Sá sem í mannslíki var, snart mig þá aftur, styrkti mig

19 og sagði: "Óttast þú ekki, ástmögur, friður sé með þér! Vertu hughraustur, vertu hughraustur!" Og er hann talaði við mig, fann ég að ég styrktist og sagði: "Tala þú, herra minn, því að þú hefir gjört mig styrkan."

20 Þá sagði hann: "Veistu, hvers vegna ég er til þín kominn? En nú verð ég að snúa aftur til þess að berjast við verndarengil Persíu, og þegar ég fer af stað, sjá, þá kemur verndarengill Grikklands.

21 Þó vil ég gjöra þér kunnugt, hvað skrifað er í bók sannleikans, þótt enginn veiti mér lið móti þeim, nema Míkael, verndarengill yðar.

Read full chapter