Add parallel Print Page Options

Á þessum dögum, er lærisveinum fjölgaði, fóru grískumælandi menn að kvarta út af því, að hebreskir settu ekkjur þeirra hjá við daglega úthlutun.

Hinir tólf kölluðu þá lærisveinahópinn saman og sögðu: "Ekki hæfir, að vér hverfum frá boðun Guðs orðs til að þjóna fyrir borðum.

Finnið því, bræður, sjö vel kynnta menn úr yðar hópi, sem fullir eru anda og visku. Munum vér setja þá yfir þetta starf.

En vér munum helga oss bæninni og þjónustu orðsins."

Öll samkoman gerði góðan róm að máli þeirra, og kusu þeir Stefán, mann fullan af trú og heilögum anda, Filippus, Prókorus, Níkanor, Tímon, Parmenas og Nikolás frá Antíokkíu, sem tekið hafði gyðingatrú.

Þeir leiddu þá fram fyrir postulana, sem báðust fyrir og lögðu hendur yfir þá.

Orð Guðs breiddist út, og tala lærisveinanna í Jerúsalem fór stórum vaxandi, einnig snerist mikill fjöldi presta til hlýðni við trúna.

Stefán var fullur af náð og krafti og gjörði undur og tákn mikil meðal fólksins.

Þá komu til nokkrir menn úr svonefndri Leysingjasamkundu. Þeir voru frá Kýrene og Alexandríu, en aðrir frá Kilikíu og Asíu, og tóku að þrátta við Stefán.

10 En þeir gátu ekki staðið gegn visku þeirri og anda, sem hann talaði af.

11 Þá fengu þeir menn nokkra til að segja: "Vér höfum heyrt hann tala lastmæli gegn Móse og Guði."

12 Þeir æstu upp fólkið, öldungana og fræðimennina, og þeir veittust að honum, gripu hann og færðu hann fyrir ráðið.

13 Þá leiddu þeir fram ljúgvotta, er sögðu: "Þessi maður er alltaf að tala gegn þessum heilaga stað og lögmálinu.

14 Vér höfum heyrt hann segja, að þessi Jesús frá Nasaret muni brjóta niður musterið og breyta þeim siðum, sem Móse hefur sett oss."

15 Allir sem í ráðinu sátu, störðu á hann og sáu, að ásjóna hans var sem engils ásjóna.

Þá spurði æðsti presturinn: "Er þessu svo farið?"

Stefán svaraði: "Heyrið mig, bræður og feður. Guð dýrðarinnar birtist föður vorum, Abraham, er hann var enn í Mesópótamíu, áður en hann settist að í Haran,

og sagði við hann: ,Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu til landsins, sem ég mun vísa þér á.`

Þá fór hann burt úr Kaldealandi og settist að í Haran. En eftir lát föður hans leiddi Guð hann þaðan til þessa lands, sem þér nú byggið.

Ekki gaf hann honum óðal hér, ekki eitt fótmál. En hann hét honum að gefa honum landið til eignar og niðjum hans eftir hann, þótt hann væri enn barnlaus.

Guð sagði, að niðjar hans mundu búa sem útlendingar í ókunnu landi og verða þjáðir og þrælkaðir í fjögur hundruð ár.

,En þjóðina, sem þrælkar þá, mun ég dæma,` sagði Guð, ,og eftir það munu þeir fara þaðan og þjóna mér á þessum stað.`

Þá gaf hann honum sáttmála umskurnarinnar. Síðan gat Abraham Ísak og umskar hann á áttunda degi, og Ísak gat Jakob og Jakob ættfeðurna tólf.

Og ættfeðurnir öfunduðu Jósef og seldu hann til Egyptalands. En Guð var með honum,

10 frelsaði hann úr öllum þrengingum hans og veitti honum hylli og visku í augum Faraós, Egyptalandskonungs, svo að hann skipaði hann höfðingja yfir Egyptaland og yfir allt sitt hús.

11 Nú kom hallæri á öllu Egyptalandi og Kanaan og mikil þrenging, og feður vorir höfðu ekki lífsbjörg.

12 En er Jakob heyrði, að korn væri til á Egyptalandi, sendi hann feður vora þangað hið fyrra sinn.

13 Og í síðara skiptið gaf Jósef sig fram við bræður sína, og Faraó varð kunn ætt Jósefs.

14 En Jósef sendi eftir Jakobi föður sínum og öllu ættfólki sínu, sjötíu og fimm manns,

15 og Jakob fór suður til Egyptalands. Þar andaðist hann og feður vorir.

16 Þeir voru fluttir til Síkem og lagðir í grafreitinn, er Abraham hafði keypt fyrir silfur af sonum Hemors í Síkem.

17 Nú tók að nálgast sá tími, er rætast skyldi fyrirheitið, sem Guð hafði gefið Abraham. Fólkið hafði vaxið og margfaldast í Egyptalandi.

18 ,Þá hófst til ríkis þar annar konungur, er eigi vissi skyn á Jósef.`

19 Hann beitti kyn vort slægð og lék feður vora illa. Hann lét þá bera út ungbörn sín, til þess að þjóðin skyldi eigi lífi halda.

20 Um þessar mundir fæddist Móse og var forkunnar fríður. Þrjá mánuði var hann fóstraður í húsi föður síns.

21 En er hann var út borinn, tók dóttir Faraós hann og fóstraði sem sinn son.

22 Móse var fræddur í allri speki Egypta, og hann var máttugur í orðum sínum og verkum.

23 Þegar hann var fertugur að aldri, kom honum í hug að vitja bræðra sinna, Ísraelsmanna.

24 Hann sá einn þeirra verða fyrir ójöfnuði, og rétti hann hlut hans, hefndi þess, sem meingjörðina þoldi, og drap Egyptann.

25 Hann hugði, að bræður hans mundu skilja, að Guð ætlaði að nota hann til að bjarga þeim, en þeir skildu það ekki.

26 Næsta dag kom hann að tveim þeirra, sem slógust. Hann reyndi að stilla til friðar með þeim og sagði: ,Góðir menn, þið eruð bræður, hví eigist þið illt við?`

27 En sá sem beitti náunga sinn órétti, hratt honum frá sér og sagði: ,Hver skipaði þig höfðingja og dómara yfir okkur?

28 Þú munt þó ekki vilja drepa mig, eins og þú drapst Egyptann í gær?`

29 Við þessi orð flýði Móse og settist að sem útlendingur í Midíanslandi. Þar gat hann tvo sonu.

30 Að fjörutíu árum liðnum ,birtist honum engill í eyðimörk Sínaífjalls í logandi þyrnirunna.`

31 Móse undraðist sýnina, gekk nær og vildi hyggja að. Þá hljómaði rödd Drottins:

32 ,Ég er Guð feðra þinna, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs.` En Móse skelfdist og þorði ekki að hyggja frekar að.

33 En Drottinn sagði við hann: ,Leys af þér skó þína, því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.

34 Ég hef sannlega séð áþján lýðs míns á Egyptalandi og heyrt andvörp þeirra og er ofan kominn að frelsa þá. Kom nú, ég vil senda þig til Egyptalands.`

35 Þennan Móse, er þeir afneituðu með því að segja: ,Hver skipaði þig höfðingja og dómara?` hann sendi Guð sem höfðingja og lausnara með fulltingi engilsins, er honum birtist í þyrnirunnanum.

36 Það var Móse, sem leiddi þá út og gjörði undur og tákn á Egyptalandi, í Rauðahafinu og á eyðimörkinni í fjörutíu ár.

37 Þessi er sá Móse, sem sagði við Ísraelsmenn: ,Spámann eins og mig mun Guð upp vekja yður, einn af bræðrum yðar.`

38 Hann er sá, sem var í söfnuðinum í eyðimörkinni, með englinum, er við hann talaði á Sínaífjalli, og með feðrum vorum. Hann tók á móti lifandi orðum að gefa oss.

39 Eigi vildu feður vorir hlýðnast honum, heldur hrundu honum frá sér og þráðu í hjörtum sínum Egyptaland.

40 Þeir sögðu við Aron: ,Gjör oss guði, er fyrir oss fari, því að ekki vitum vér, hvað orðið er af Móse þeim, sem leiddi oss brott af Egyptalandi.`

41 Og á þeim dögum smíðuðu þeir kálf, færðu skurðgoðinu fórn og kættust af verki handa sinna.

42 En Guð sneri sér frá þeim og lét þeim eftir að dýrka her himinsins, eins og ritað er í spámannabókinni: Hvort færðuð þér mér, Ísraels ætt, sláturdýr og fórnir árin fjörutíu í eyðimörkinni?

43 Nei, þér báruð búð Móloks og stjörnu guðsins Refans, myndirnar, sem þér smíðuðuð til þess að tilbiðja þær. Ég mun herleiða yður austur fyrir Babýlon.

44 Vitnisburðartjaldbúðina höfðu feður vorir í eyðimörkinni. Hún var gjörð eins og sá bauð, er við Móse mælti, eftir þeirri fyrirmynd, sem Móse sá.

45 Við henni tóku og feður vorir, fluttu hana með Jósúa inn í landið, sem þeir tóku til eignar af heiðingjunum, er Guð rak brott undan þeim. Stóð svo allt til daga Davíðs.

46 Hann fann náð hjá Guði og bað, að hann mætti finna bústað fyrir Jakobs Guð.

47 En Salómon reisti honum hús.

48 En eigi býr hinn hæsti í því, sem með höndum er gjört. Spámaðurinn segir:

49 Himinninn er hásæti mitt og jörðin skör fóta minna. Hvaða hús munuð þér reisa mér, segir Drottinn, eða hver er hvíldarstaður minn?

50 Hefur ekki hönd mín skapað allt þetta?

51 Þér harðsvíraðir og óumskornir í hjörtum og á eyrum, þér standið ávallt gegn heilögum anda, þér eins og feður yðar.

52 Hver var sá spámaður, sem feður yðar ofsóttu eigi? Þeir drápu þá, er boðuðu fyrirfram komu hins réttláta, og nú hafið þér svikið hann og myrt.

53 Þér sem lögmálið fenguð fyrir umsýslan engla, en hafið þó eigi haldið það."

54 Þegar þeir heyrðu þetta, trylltust þeir og gnístu tönnum gegn honum.

55 En hann horfði til himins, fullur af heilögum anda og leit dýrð Guðs og Jesú standa til hægri handar Guði

56 og sagði: "Ég sé himnana opna og Mannssoninn standa til hægri handar Guði."

57 Þá æptu þeir hástöfum, héldu fyrir eyrun og réðust að honum, allir sem einn maður.

58 Þeir hröktu hann út úr borginni og tóku að grýta hann. En vottarnir lögðu yfirhafnir sínar að fótum ungum manni, er Sál hét.

59 Þannig grýttu þeir Stefán. En hann ákallaði Drottin og sagði: "Drottinn Jesús, meðtak þú anda minn."

60 Síðan féll hann á kné og hrópaði hárri röddu: "Drottinn, lát þá ekki gjalda þessarar syndar." Þegar hann hafði þetta mælt, sofnaði hann.

Sál lét sér vel líka líflát hans. Á þeim degi hófst mikil ofsókn gegn söfnuðinum í Jerúsalem. Allir dreifðust út um byggðir Júdeu og Samaríu nema postularnir.

Guðræknir menn greftruðu Stefán og höfðu sorgarathöfn mikla.

En Sál gjörði sér allt far um að uppræta söfnuðinn. Hann óð inn í hvert hús, dró þaðan bæði karla og konur og lét setja í varðhald.

Þeir sem dreifst höfðu, fóru víðs vegar og fluttu fagnaðarerindið.

Filippus fór norður til höfuðborgar Samaríu og prédikaði Krist þar.

Menn hlýddu með athygli á orð Filippusar, þegar þeir heyrðu hann tala og sáu táknin, sem hann gjörði.

Margir höfðu óhreina anda, og fóru þeir út af þeim með ópi miklu. Og margir lama menn og haltir voru læknaðir.

Mikill fögnuður varð í þeirri borg.

Maður nokkur, Símon að nafni, var fyrir í borginni. Hann lagði stund á töfra og vakti hrifningu fólksins í Samaríu. Hann þóttist vera næsta mikill.

10 Allir flykktust til hans, háir og lágir, og sögðu: "Þessi maður er kraftur Guðs, sá hinn mikli."

11 En því flykktust menn um hann, að hann hafði lengi heillað þá með töfrum.

12 Nú trúðu menn Filippusi, þegar hann flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki og nafn Jesú Krists, og létu skírast, bæði karlar og konur.

13 Meira að segja Símon tók trú. Hann var skírður og gjörðist mjög fylgisamur Filippusi. Og er hann sá tákn og mikil kraftaverk gjörast, var hann frá sér numinn.

14 Þegar postularnir í Jerúsalem heyrðu, að Samaría hefði tekið við orði Guðs, sendu þeir til þeirra þá Pétur og Jóhannes.

15 Þeir fóru norður þangað og báðu fyrir þeim, að þeir mættu öðlast heilagan anda,

16 því að enn var hann ekki kominn yfir neinn þeirra. Þeir voru aðeins skírðir til nafns Drottins Jesú.

17 Nú lögðu þeir hendur yfir þá, og fengu þeir heilagan anda.

18 En er Símon sá, að heilagur andi veittist fyrir handayfirlagning postulanna, bauð hann þeim fé og sagði:

19 "Gefið einnig mér þetta vald, að hver sá, er ég legg hendur yfir, fái heilagan anda."

20 En Pétur svaraði: "Þrífist aldrei silfur þitt né sjálfur þú, fyrst þú hugðist eignast gjöf Guðs fyrir fé.

21 Eigi átt þú skerf né hlut í þessu, því að hjarta þitt er ekki einlægt gagnvart Guði.

22 Snú því huga þínum frá þessari illsku þinni og bið Drottin, að þér mætti fyrirgefast hugsun hjarta þíns,

23 því ég sé, að þú ert fullur gallbeiskju og í fjötrum ranglætis."

24 Símon sagði: "Biðjið þér fyrir mér til Drottins, að ekkert komi það yfir mig, sem þér hafið mælt."

25 Er þeir höfðu nú vitnað og talað orð Drottins, sneru þeir aftur áleiðis til Jerúsalem og boðuðu fagnaðarerindið í mörgum þorpum Samverja.

26 En engill Drottins mælti til Filippusar: "Statt upp og gakk suður á veginn, sem liggur ofan frá Jerúsalem til Gasa." Þar er óbyggð.

27 Hann hlýddi og fór. Þá bar að mann frá Eþíópíu. Hann var hirðmaður og höfðingi hjá Kandake, drottningu Eþíópa, og settur yfir alla fjárhirslu hennar. Hann hafði farið til Jerúsalem til að biðjast fyrir

28 og var á heimleið, sat í vagni sínum og las Jesaja spámann.

29 Andinn sagði þá við Filippus: "Gakk að þessum vagni og vertu sem næst honum."

30 Filippus skundaði þangað og heyrði manninn vera að lesa Jesaja spámann. Hann spurði: "Hvort skilur þú það, sem þú ert að lesa?"

31 Hinn svaraði: "Hvernig ætti ég að geta það, ef enginn leiðbeinir mér?" Og hann bað Filippus stíga upp í og setjast hjá sér.

32 En orð þeirrar ritningar, sem hann var að lesa, voru þessi: Eins og sauður til slátrunar leiddur, og sem lamb þegir hjá þeim, er klippir það, svo lauk hann ekki upp munni sínum.

33 Í niðurlægingunni var hann sviptur rétti. Hver getur sagt frá ætt hans? Því að líf hans var hrifið burt af jörðinni.

34 Hirðmaðurinn mælti þá við Filippus: "Seg þú mér: Um hvern segir spámaðurinn þetta, sjálfan sig eða einhvern annan?"

35 Filippus tók þá til orða, hóf máls á ritningu þessari og boðaði honum fagnaðarerindið um Jesú.

36 Þegar þeir fóru áfram veginn, komu þeir að vatni nokkru. Þá mælti hirðmaðurinn: "Hér er vatn, hvað hamlar mér að skírast?"

38 Hann lét stöðva vagninn, og stigu báðir niður í vatnið, Filippus og hirðmaðurinn, og Filippus skírði hann.

39 En er þeir stigu upp úr vatninu, hreif andi Drottins Filippus burt. Hirðmaðurinn sá hann ekki framar og fór fagnandi leiðar sinnar.

40 En Filippus kom fram í Asdód, fór um og flutti fagnaðarerindið í hverri borg, uns hann kom til Sesareu.

En Sál blés enn ógnum og manndrápum gegn lærisveinum Drottins. Gekk hann til æðsta prestsins

og beiddist bréfa af honum til samkundanna í Damaskus, að hann mætti flytja í böndum til Jerúsalem þá, er hann kynni að finna og væru þessa vegar, hvort heldur karla eða konur.

En þegar hann var á ferð sinni kominn í nánd við Damaskus, leiftraði skyndilega um hann ljós af himni.

Hann féll til jarðar og heyrði rödd segja við sig: "Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?"

En hann sagði: "Hver ert þú, herra?" Þá var svarað: "Ég er Jesús, sem þú ofsækir.

En statt upp og gakk inn í borgina, og þér mun verða sagt, hvað þú átt að gjöra."

Förunautar hans stóðu orðlausir. Þeir heyrðu að vísu raustina, en sáu engan.

Sál reis á fætur, en þegar hann lauk upp augunum, sá hann ekkert. Þeir leiddu hann við hönd sér inn í Damaskus.

Þrjá daga var hann sjónlaus og át hvorki né drakk.

10 Í Damaskus var lærisveinn nokkur, sem hét Ananías. Við hann sagði Drottinn í sýn: "Ananías." Hann svaraði: "Hér er ég, Drottinn."

11 Drottinn sagði við hann: "Far þegar í stræti það, sem kallað er Hið beina, og í húsi Júdasar skaltu spyrja eftir manni frá Tarsus, er heitir Sál. Hann er að biðja.

12 Og hann hefur í sýn séð mann, Ananías að nafni, koma inn og leggja hendur yfir sig, til þess að hann fái aftur sjón."

13 Ananías svaraði: "Drottinn, heyrt hef ég marga segja frá manni þessum, hve mikið illt hann hefur gjört þínum heilögu í Jerúsalem.

14 Og hér fer hann með vald frá æðstu prestunum að færa í bönd alla þá, sem ákalla nafn þitt."

15 Drottinn sagði við hann: "Far þú, því að þennan mann hef ég valið mér að verkfæri til þess að bera nafn mitt fram fyrir heiðingja, konunga og börn Ísraels,

16 og ég mun sýna honum, hversu mikið hann verður að þola vegna nafns míns."

17 Þá fór Ananías af stað, gekk inn í húsið og lagði hendur yfir hann og mælti: "Sál, bróðir, Drottinn hefur sent mig, Jesús, sá er birtist þér á leið þinni hingað. Þú átt að fá aftur sjón þína og fyllast heilögum anda."

18 Jafnskjótt var sem hreistur félli af augum hans, hann fékk aftur sjónina og lét þegar skírast.

19 Síðan neytti hann matar og styrktist. Sál var nokkra daga hjá lærisveinunum í Damaskus

20 og tók þegar að prédika í samkunduhúsunum, að Jesús væri sonur Guðs.

21 Allir þeir, sem heyrðu það, undruðust stórum og sögðu: "Er þetta ekki maðurinn, sem í Jerúsalem hugðist eyða þeim, er ákölluðu þetta nafn? Kom hann ekki hingað til að fara með þá í böndum til æðstu prestanna?"

22 En Sál efldist æ meir og gjörði þá Gyðinga, sem bjuggu í Damaskus, rökþrota, er hann sannaði, að Jesús væri Kristur.

23 Að allmörgum dögum liðnum réðu Gyðingar með sér að taka hann af lífi.

24 En Sál fékk vitneskju um ráðagjörð þeirra. Þeir gættu borgarhliðanna nótt og dag til að ná lífi hans.

25 En lærisveinarnir tóku hann um nótt og komu honum út fyrir borgarmúrinn með því að láta hann síga ofan í körfu.

26 Þá er hann kom til Jerúsalem, reyndi hann að samlaga sig lærisveinunum, en þeir hræddust hann allir og trúðu ekki, að hann væri lærisveinn.

27 En Barnabas tók hann að sér, fór með hann til postulanna og skýrði þeim frá, hvernig hann hefði séð Drottin á veginum, hvað hann hefði sagt við hann og hversu einarðlega hann hefði talað í Jesú nafni í Damaskus.

28 Dvaldist hann nú með þeim í Jerúsalem, gekk þar út og inn og talaði einarðlega í nafni Drottins.

29 Hann talaði og háði kappræður við grískumælandi Gyðinga, en þeir leituðust við að ráða hann af dögum.

30 Þegar bræðurnir urðu þessa vísir, fóru þeir með hann til Sesareu og sendu hann áfram til Tarsus.

31 Nú hafði kirkjan frið um alla Júdeu, Galíleu og Samaríu. Hún byggðist upp og gekk fram í ótta Drottins og óx við styrkingu heilags anda.

32 Svo bar við, er Pétur var að ferðast um og vitja allra, að hann kom og til hinna heilögu, sem áttu heima í Lýddu.

33 Þar fann hann mann nokkurn, Eneas að nafni, er í átta ár hafði legið rúmfastur. Hann var lami.

34 Pétur sagði við hann: "Eneas, Jesús Kristur læknar þig, statt upp og bú um þig." Jafnskjótt stóð hann upp.

35 Allir þeir, sem áttu heima í Lýddu og Saron, sáu hann, og þeir sneru sér til Drottins.

36 Í Joppe var lærisveinn, kona að nafni Tabíþa, á grísku Dorkas. Hún var mjög góðgerðasöm og örlát við snauða.

37 En á þeim dögum tók hún sótt og andaðist. Var hún lauguð og lögð í loftstofu.

38 Nú er Lýdda í grennd við Joppe, og höfðu lærisveinarnir heyrt, að Pétur væri þar. Sendu þeir tvo menn til hans og báðu hann: "Kom án tafar til vor."

39 Pétur brá við og fór með þeim. Þegar þangað kom, fóru þeir með hann upp í loftstofuna, og allar ekkjurnar komu til hans grátandi og sýndu honum kyrtla og yfirhafnir, sem Dorkas hafði gjört, meðan hún var hjá þeim.

40 En Pétur lét alla fara út, féll á kné og baðst fyrir. Síðan sneri hann sér að líkinu og sagði: "Tabíþa, rís upp." En hún opnaði augun, sá Pétur og settist upp.

41 Og hann rétti henni höndina og reisti hana á fætur, kallaði síðan á hina heilögu og ekkjurnar og leiddi hana fram lifandi.

42 Þetta varð hljóðbært um alla Joppe, og margir tóku trú á Drottin.

43 Var Pétur um kyrrt í Joppe allmarga daga hjá Símoni nokkrum sútara.

10 Maður nokkur var í Sesareu, Kornelíus að nafni, hundraðshöfðingi í ítölsku hersveitinni.

Hann var trúmaður og dýrkaði Guð og heimafólk hans allt. Gaf hann lýðnum miklar ölmusur og var jafnan á bæn til Guðs.

Dag einn um nón sá hann berlega í sýn engil Guðs koma inn til sín, er sagði við hann: "Kornelíus!"

Hann starði á hann, varð óttasleginn og sagði: "Hvað er það, herra?" Engillinn svaraði: "Bænir þínar og ölmusur eru stignar upp til Guðs, og hann minnist þeirra.

Send þú nú menn til Joppe og lát sækja Símon nokkurn, er kallast Pétur.

Hann gistir hjá Símoni nokkrum sútara, sem á hús við sjóinn."

Þegar engillinn, sem talaði við hann, var farinn, kallaði hann á tvo heimamenn sína og guðrækinn hermann, einn þeirra, er honum voru handgengnir,

sagði þeim frá öllu og sendi þá til Joppe.

Daginn eftir, er þeir voru á leiðinni og nálguðust bæinn, gekk Pétur upp á húsþakið um hádegi til að biðjast fyrir.

10 Kenndi hann þá hungurs og vildi matast. En meðan verið var að matreiða, varð hann frá sér numinn,

11 sá himininn opinn og hlut nokkurn koma niður, líkan stórum dúki. Var hann látinn síga til jarðar á fjórum skautum.

12 Þar voru á alls kyns ferfætt dýr, skriðdýr jarðar, svo og fuglar himins.

13 Og honum barst rödd: "Slátra nú, Pétur, og et!"

14 Pétur sagði: "Nei, Drottinn, engan veginn, aldrei hef ég etið neitt vanheilagt né óhreint."

15 Aftur barst honum rödd: "Eigi skalt þú kalla það vanheilagt, sem Guð hefur lýst hreint!"

16 Þetta gjörðist þrem sinnum, og jafnskjótt var hluturinn upp numinn til himins.

17 Meðan Pétur var að reyna að ráða í, hvað þessi sýn ætti að merkja, höfðu sendimenn Kornelíusar spurt uppi hús Símonar. Nú stóðu þeir fyrir dyrum úti

18 og kölluðu: "Er Símon sá, er nefnist Pétur, gestur hér?"

19 Pétur var enn að hugsa um sýnina, þegar andinn sagði við hann: "Menn eru að leita þín.

20 Flýt þér nú ofan og far hiklaust með þeim, því að ég hef sent þá."

21 Pétur gekk þá niður til mannanna og sagði: "Ég er sá sem þér leitið að. Hvers vegna eruð þér komnir hér?"

22 Þeir sögðu: "Kornelíus hundraðshöfðingi, réttlátur maður og guðhræddur og orðsæll af allri Gyðinga þjóð, fékk bendingu frá heilögum engli að senda eftir þér og fá þig heim til sín og heyra, hvað þú hefðir að flytja."

23 Þá bauð hann þeim inn og lét þá gista. Daginn eftir tók hann sig upp og fór með þeim og nokkrir bræður frá Joppe með honum.

24 Næsta dag komu þeir til Sesareu. Kornelíus bjóst við þeim og hafði boðið til sín frændum og virktavinum.

25 Þegar Pétur kom, fór Kornelíus á móti honum, féll til fóta honum og veitti honum lotningu.

26 Pétur reisti hann upp og sagði: "Statt upp, ég er maður sem þú."

27 Og hann ræddi við hann og gekk inn og fann þar marga menn saman komna.

28 Hann sagði við þá: "Þér vitið, að Gyðingi er bannað að eiga samneyti við annarrar þjóðar mann eða koma til hans. En Guð hefur sýnt mér, að ég á engan að kalla vanheilagan eða óhreinan.

29 Fyrir því kom ég mótmælalaust, er eftir mér var sent. Nú spyr ég, hvers vegna þér senduð eftir mér."

30 Kornelíus mælti: "Í þetta mund fyrir fjórum dögum var ég að biðjast fyrir að nóni í húsi mínu. Þá stóð maður frammi fyrir mér í skínandi klæðum

31 og mælti: ,Kornelíus, bæn þín er heyrð, og Guð hefur minnst ölmusugjörða þinna.

32 Nú skalt þú senda til Joppe eftir Símoni, er kallast Pétur. Hann gistir í húsi Símonar sútara við sjóinn.`

33 Því sendi ég jafnskjótt til þín, og vel gjörðir þú að koma. Nú erum vér hér allir fyrir augsýn Guðs til að heyra allt, sem Drottinn hefur boðið þér."

34 Þá tók Pétur til máls og sagði: "Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinarálit.

35 Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.

36 Orðið, sem hann sendi börnum Ísraels, þá er hann flutti fagnaðarboðin um frið fyrir Jesú Krist, sem er Drottinn allra, þekkið þér.

37 Þér vitið, hvað gjörst hefur um alla Júdeu, en hófst í Galíleu eftir skírnina, sem Jóhannes prédikaði.

38 Það er sagan um Jesú frá Nasaret, hvernig Guð smurði hann heilögum anda og krafti. Hann gekk um, gjörði gott og græddi alla, sem af djöflinum voru undirokaðir, því Guð var með honum.

39 Vér erum vottar alls þess, er hann gjörði, bæði í landi Gyðinga og í Jerúsalem. Og hann hengdu þeir upp á tré og tóku af lífi.

40 En Guð uppvakti hann á þriðja degi og lét hann birtast,

41 ekki öllum lýðnum, heldur þeim vottum, sem Guð hafði áður kjörið, oss, sem átum og drukkum með honum, eftir að hann var risinn upp frá dauðum.

42 Og hann bauð oss að prédika fyrir lýðnum og vitna, að hann er sá dómari lifenda og dauðra, sem Guð hefur fyrirhugað.

43 Honum bera allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrirgefningu syndanna."

44 Meðan Pétur var enn að mæla þessi orð, kom heilagur andi yfir alla þá, er orðið heyrðu.

45 Hinir trúuðu Gyðingar, sem komið höfðu með Pétri, urðu furðu lostnir, að heilögum anda, gjöf Guðs, skyldi einnig úthellt yfir heiðingjana,

46 því þeir heyrðu þá tala tungum og mikla Guð.

47 Þá mælti Pétur: "Hver getur varnað þess, að þeir verði skírðir í vatni? Þeir hafa fengið heilagan anda sem vér."

48 Og hann bauð, að þeir skyldu skírðir verða í nafni Jesú Krists. Síðan báðu þeir hann að standa við í nokkra daga.

11 En postularnir og bræðurnir í Júdeu heyrðu, að heiðingjarnir hefðu einnig tekið við orði Guðs.

Þegar Pétur kom upp til Jerúsalem, deildu umskurnarmennirnir á hann og sögðu:

"Þú hefur farið inn til óumskorinna manna og etið með þeim."

En Pétur sagði þeim þá alla söguna frá rótum og mælti:

"Ég var að biðjast fyrir í borginni Joppe og sá, frá mér numinn, sýn, hlut nokkurn koma niður, eins og stór dúkur væri látinn síga á fjórum skautum frá himni, og hann kom til mín.

Ég starði á hann og hugði að og sá þá ferfætt dýr jarðar, villidýr, skriðdýr og fugla himins,

og ég heyrði rödd segja við mig: ,Slátra nú, Pétur, og et!`

En ég sagði: ,Nei, Drottinn, engan veginn, því að aldrei hefur neitt vanheilagt né óhreint komið mér í munn.`

Í annað sinn sagði rödd af himni: ,Eigi skalt þú kalla það vanheilagt, sem Guð hefur lýst hreint!`

10 Þetta gjörðist þrem sinnum, og aftur var allt dregið upp til himins.

11 Samstundis stóðu þrír menn við húsið, sem ég var í, sendir til mín frá Sesareu.

12 Og andinn sagði mér að fara með þeim hiklaust. Þessir sex bræður urðu mér einnig samferða, og vér gengum inn í hús mannsins.

13 Hann sagði oss, hvernig hann hefði séð engil standa í húsi sínu, er sagði: ,Send þú til Joppe og lát sækja Símon, er kallast Pétur.

14 Hann mun orð til þín mæla, og fyrir þau munt þú hólpinn verða og allt heimili þitt.`

15 En þegar ég var farinn að tala, kom heilagur andi yfir þá, eins og yfir oss í upphafi.

16 Ég minntist þá orða Drottins, er hann sagði: ,Jóhannes skírði með vatni, en þér skuluð skírðir verða með heilögum anda.`

17 Fyrst Guð gaf þeim nú sömu gjöf og oss, er vér tókum trú á Drottin Jesú Krist, hvernig var ég þá þess umkominn að standa gegn Guði?"

18 Þegar þeir heyrðu þetta, stilltust þeir, og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: "Guð hefur þá einnig gefið heiðingjunum afturhvarf til lífs."

19 Þeir, sem dreifst höfðu vegna ofsóknarinnar, sem varð út af Stefáni, fóru allt til Fönikíu, Kýpur og Antíokkíu. En Gyðingum einum fluttu þeir orðið.

20 Nokkrir þeirra voru frá Kýpur og Kýrene, og er þeir komu til Antíokkíu, tóku þeir einnig að tala til Grikkja og boða þeim fagnaðarerindið um Drottin Jesú.

21 Og hönd Drottins var með þeim, og mikill fjöldi tók trú og sneri sér til Drottins.

22 Og fregnin um þá barst til eyrna safnaðarins í Jerúsalem, og þeir sendu Barnabas til Antíokkíu.

23 Þegar hann kom og sá verk Guðs náðar, gladdist hann, og hann áminnti alla um að halda sér fast við Drottin af öllu hjarta.

24 Því hann var góður maður, fullur af heilögum anda og trú. Og mikill fjöldi manna gafst Drottni.

25 Þá fór hann til Tarsus að leita Sál uppi.

26 Þegar hann hafði fundið hann, fór hann með hann til Antíokkíu. Þeir voru síðan saman heilt ár í söfnuðinum og kenndu fjölda fólks. Í Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir.

27 Á þessum dögum komu spámenn frá Jerúsalem til Antíokkíu.

28 Einn þeirra, Agabus að nafni, steig fram, og af gift andans sagði hann fyrir, að mikil hungursneyð mundi koma yfir alla heimsbyggðina. Kom það fram á dögum Kládíusar.

29 En lærisveinarnir samþykktu þá, að hver þeirra skyldi eftir efnum senda nokkuð til hjálpar bræðrunum, sem bjuggu í Júdeu.

30 Þetta gjörðu þeir og sendu það til öldunganna með þeim Barnabasi og Sál.

The Choosing of the Seven

In those days when the number of disciples was increasing,(A) the Hellenistic Jews[a](B) among them complained against the Hebraic Jews because their widows(C) were being overlooked in the daily distribution of food.(D) So the Twelve gathered all the disciples(E) together and said, “It would not be right for us to neglect the ministry of the word of God(F) in order to wait on tables. Brothers and sisters,(G) choose seven men from among you who are known to be full of the Spirit(H) and wisdom. We will turn this responsibility over to them(I) and will give our attention to prayer(J) and the ministry of the word.”

This proposal pleased the whole group. They chose Stephen,(K) a man full of faith and of the Holy Spirit;(L) also Philip,(M) Procorus, Nicanor, Timon, Parmenas, and Nicolas from Antioch, a convert to Judaism. They presented these men to the apostles, who prayed(N) and laid their hands on them.(O)

So the word of God spread.(P) The number of disciples in Jerusalem increased rapidly,(Q) and a large number of priests became obedient to the faith.

Stephen Seized

Now Stephen, a man full of God’s grace and power, performed great wonders and signs(R) among the people. Opposition arose, however, from members of the Synagogue of the Freedmen (as it was called)—Jews of Cyrene(S) and Alexandria as well as the provinces of Cilicia(T) and Asia(U)—who began to argue with Stephen. 10 But they could not stand up against the wisdom the Spirit gave him as he spoke.(V)

11 Then they secretly(W) persuaded some men to say, “We have heard Stephen speak blasphemous words against Moses and against God.”(X)

12 So they stirred up the people and the elders and the teachers of the law. They seized Stephen and brought him before the Sanhedrin.(Y) 13 They produced false witnesses,(Z) who testified, “This fellow never stops speaking against this holy place(AA) and against the law. 14 For we have heard him say that this Jesus of Nazareth will destroy this place(AB) and change the customs Moses handed down to us.”(AC)

15 All who were sitting in the Sanhedrin(AD) looked intently at Stephen, and they saw that his face was like the face of an angel.

Stephen’s Speech to the Sanhedrin

Then the high priest asked Stephen, “Are these charges true?”

To this he replied: “Brothers and fathers,(AE) listen to me! The God of glory(AF) appeared to our father Abraham while he was still in Mesopotamia, before he lived in Harran.(AG) ‘Leave your country and your people,’ God said, ‘and go to the land I will show you.’[b](AH)

“So he left the land of the Chaldeans and settled in Harran. After the death of his father, God sent him to this land where you are now living.(AI) He gave him no inheritance here,(AJ) not even enough ground to set his foot on. But God promised him that he and his descendants after him would possess the land,(AK) even though at that time Abraham had no child. God spoke to him in this way: ‘For four hundred years your descendants will be strangers in a country not their own, and they will be enslaved and mistreated.(AL) But I will punish the nation they serve as slaves,’ God said, ‘and afterward they will come out of that country and worship me in this place.’[c](AM) Then he gave Abraham the covenant of circumcision.(AN) And Abraham became the father of Isaac and circumcised him eight days after his birth.(AO) Later Isaac became the father of Jacob,(AP) and Jacob became the father of the twelve patriarchs.(AQ)

“Because the patriarchs were jealous of Joseph,(AR) they sold him as a slave into Egypt.(AS) But God was with him(AT) 10 and rescued him from all his troubles. He gave Joseph wisdom and enabled him to gain the goodwill of Pharaoh king of Egypt. So Pharaoh made him ruler over Egypt and all his palace.(AU)

11 “Then a famine struck all Egypt and Canaan, bringing great suffering, and our ancestors could not find food.(AV) 12 When Jacob heard that there was grain in Egypt, he sent our forefathers on their first visit.(AW) 13 On their second visit, Joseph told his brothers who he was,(AX) and Pharaoh learned about Joseph’s family.(AY) 14 After this, Joseph sent for his father Jacob and his whole family,(AZ) seventy-five in all.(BA) 15 Then Jacob went down to Egypt, where he and our ancestors died.(BB) 16 Their bodies were brought back to Shechem and placed in the tomb that Abraham had bought from the sons of Hamor at Shechem for a certain sum of money.(BC)

17 “As the time drew near for God to fulfill his promise to Abraham, the number of our people in Egypt had greatly increased.(BD) 18 Then ‘a new king, to whom Joseph meant nothing, came to power in Egypt.’[d](BE) 19 He dealt treacherously with our people and oppressed our ancestors by forcing them to throw out their newborn babies so that they would die.(BF)

20 “At that time Moses was born, and he was no ordinary child.[e] For three months he was cared for by his family.(BG) 21 When he was placed outside, Pharaoh’s daughter took him and brought him up as her own son.(BH) 22 Moses was educated in all the wisdom of the Egyptians(BI) and was powerful in speech and action.

23 “When Moses was forty years old, he decided to visit his own people, the Israelites. 24 He saw one of them being mistreated by an Egyptian, so he went to his defense and avenged him by killing the Egyptian. 25 Moses thought that his own people would realize that God was using him to rescue them, but they did not. 26 The next day Moses came upon two Israelites who were fighting. He tried to reconcile them by saying, ‘Men, you are brothers; why do you want to hurt each other?’

27 “But the man who was mistreating the other pushed Moses aside and said, ‘Who made you ruler and judge over us?(BJ) 28 Are you thinking of killing me as you killed the Egyptian yesterday?’[f] 29 When Moses heard this, he fled to Midian, where he settled as a foreigner and had two sons.(BK)

30 “After forty years had passed, an angel appeared to Moses in the flames of a burning bush in the desert near Mount Sinai. 31 When he saw this, he was amazed at the sight. As he went over to get a closer look, he heard the Lord say:(BL) 32 ‘I am the God of your fathers,(BM) the God of Abraham, Isaac and Jacob.’[g] Moses trembled with fear and did not dare to look.(BN)

33 “Then the Lord said to him, ‘Take off your sandals, for the place where you are standing is holy ground.(BO) 34 I have indeed seen the oppression of my people in Egypt. I have heard their groaning and have come down to set them free. Now come, I will send you back to Egypt.’[h](BP)

35 “This is the same Moses they had rejected with the words, ‘Who made you ruler and judge?’(BQ) He was sent to be their ruler and deliverer by God himself, through the angel who appeared to him in the bush. 36 He led them out of Egypt(BR) and performed wonders and signs(BS) in Egypt, at the Red Sea(BT) and for forty years in the wilderness.(BU)

37 “This is the Moses who told the Israelites, ‘God will raise up for you a prophet like me from your own people.’[i](BV) 38 He was in the assembly in the wilderness, with the angel(BW) who spoke to him on Mount Sinai, and with our ancestors;(BX) and he received living words(BY) to pass on to us.(BZ)

39 “But our ancestors refused to obey him. Instead, they rejected him and in their hearts turned back to Egypt.(CA) 40 They told Aaron, ‘Make us gods who will go before us. As for this fellow Moses who led us out of Egypt—we don’t know what has happened to him!’[j](CB) 41 That was the time they made an idol in the form of a calf. They brought sacrifices to it and reveled in what their own hands had made.(CC) 42 But God turned away from them(CD) and gave them over to the worship of the sun, moon and stars.(CE) This agrees with what is written in the book of the prophets:

“‘Did you bring me sacrifices and offerings
    forty years in the wilderness, people of Israel?
43 You have taken up the tabernacle of Molek
    and the star of your god Rephan,
    the idols you made to worship.
Therefore I will send you into exile’[k](CF) beyond Babylon.

44 “Our ancestors had the tabernacle of the covenant law(CG) with them in the wilderness. It had been made as God directed Moses, according to the pattern he had seen.(CH) 45 After receiving the tabernacle, our ancestors under Joshua brought it with them when they took the land from the nations God drove out before them.(CI) It remained in the land until the time of David,(CJ) 46 who enjoyed God’s favor and asked that he might provide a dwelling place for the God of Jacob.[l](CK) 47 But it was Solomon who built a house for him.(CL)

48 “However, the Most High(CM) does not live in houses made by human hands.(CN) As the prophet says:

49 “‘Heaven is my throne,
    and the earth is my footstool.(CO)
What kind of house will you build for me?
says the Lord.
    Or where will my resting place be?
50 Has not my hand made all these things?’[m](CP)

51 “You stiff-necked people!(CQ) Your hearts(CR) and ears are still uncircumcised. You are just like your ancestors: You always resist the Holy Spirit! 52 Was there ever a prophet your ancestors did not persecute?(CS) They even killed those who predicted the coming of the Righteous One. And now you have betrayed and murdered him(CT) 53 you who have received the law that was given through angels(CU) but have not obeyed it.”

The Stoning of Stephen

54 When the members of the Sanhedrin heard this, they were furious(CV) and gnashed their teeth at him. 55 But Stephen, full of the Holy Spirit,(CW) looked up to heaven and saw the glory of God, and Jesus standing at the right hand of God.(CX) 56 “Look,” he said, “I see heaven open(CY) and the Son of Man(CZ) standing at the right hand of God.”

57 At this they covered their ears and, yelling at the top of their voices, they all rushed at him, 58 dragged him out of the city(DA) and began to stone him.(DB) Meanwhile, the witnesses(DC) laid their coats(DD) at the feet of a young man named Saul.(DE)

59 While they were stoning him, Stephen prayed, “Lord Jesus, receive my spirit.”(DF) 60 Then he fell on his knees(DG) and cried out, “Lord, do not hold this sin against them.”(DH) When he had said this, he fell asleep.(DI)

And Saul(DJ) approved of their killing him.

The Church Persecuted and Scattered

On that day a great persecution broke out against the church in Jerusalem, and all except the apostles were scattered(DK) throughout Judea and Samaria.(DL) Godly men buried Stephen and mourned deeply for him. But Saul(DM) began to destroy the church.(DN) Going from house to house, he dragged off both men and women and put them in prison.

Philip in Samaria

Those who had been scattered(DO) preached the word wherever they went.(DP) Philip(DQ) went down to a city in Samaria and proclaimed the Messiah there. When the crowds heard Philip and saw the signs he performed, they all paid close attention to what he said. For with shrieks, impure spirits came out of many,(DR) and many who were paralyzed or lame were healed.(DS) So there was great joy in that city.

Simon the Sorcerer

Now for some time a man named Simon had practiced sorcery(DT) in the city and amazed all the people of Samaria. He boasted that he was someone great,(DU) 10 and all the people, both high and low, gave him their attention and exclaimed, “This man is rightly called the Great Power of God.”(DV) 11 They followed him because he had amazed them for a long time with his sorcery. 12 But when they believed Philip as he proclaimed the good news of the kingdom of God(DW) and the name of Jesus Christ, they were baptized,(DX) both men and women. 13 Simon himself believed and was baptized. And he followed Philip everywhere, astonished by the great signs and miracles(DY) he saw.

14 When the apostles in Jerusalem heard that Samaria(DZ) had accepted the word of God,(EA) they sent Peter and John(EB) to Samaria. 15 When they arrived, they prayed for the new believers there that they might receive the Holy Spirit,(EC) 16 because the Holy Spirit had not yet come on any of them;(ED) they had simply been baptized in the name of the Lord Jesus.(EE) 17 Then Peter and John placed their hands on them,(EF) and they received the Holy Spirit.(EG)

18 When Simon saw that the Spirit was given at the laying on of the apostles’ hands, he offered them money 19 and said, “Give me also this ability so that everyone on whom I lay my hands may receive the Holy Spirit.”

20 Peter answered: “May your money perish with you, because you thought you could buy the gift of God with money!(EH) 21 You have no part or share(EI) in this ministry, because your heart is not right(EJ) before God. 22 Repent(EK) of this wickedness and pray to the Lord in the hope that he may forgive you for having such a thought in your heart. 23 For I see that you are full of bitterness and captive to sin.”

24 Then Simon answered, “Pray to the Lord for me(EL) so that nothing you have said may happen to me.”

25 After they had further proclaimed the word of the Lord(EM) and testified about Jesus, Peter and John returned to Jerusalem, preaching the gospel in many Samaritan villages.(EN)

Philip and the Ethiopian

26 Now an angel(EO) of the Lord said to Philip,(EP) “Go south to the road—the desert road—that goes down from Jerusalem to Gaza.” 27 So he started out, and on his way he met an Ethiopian[n](EQ) eunuch,(ER) an important official in charge of all the treasury of the Kandake (which means “queen of the Ethiopians”). This man had gone to Jerusalem to worship,(ES) 28 and on his way home was sitting in his chariot reading the Book of Isaiah the prophet. 29 The Spirit told(ET) Philip, “Go to that chariot and stay near it.”

30 Then Philip ran up to the chariot and heard the man reading Isaiah the prophet. “Do you understand what you are reading?” Philip asked.

31 “How can I,” he said, “unless someone explains it to me?” So he invited Philip to come up and sit with him.

32 This is the passage of Scripture the eunuch was reading:

“He was led like a sheep to the slaughter,
    and as a lamb before its shearer is silent,
    so he did not open his mouth.
33 In his humiliation he was deprived of justice.
    Who can speak of his descendants?
    For his life was taken from the earth.”[o](EU)

34 The eunuch asked Philip, “Tell me, please, who is the prophet talking about, himself or someone else?” 35 Then Philip began(EV) with that very passage of Scripture(EW) and told him the good news(EX) about Jesus.

36 As they traveled along the road, they came to some water and the eunuch said, “Look, here is water. What can stand in the way of my being baptized?”(EY) [37] [p] 38 And he gave orders to stop the chariot. Then both Philip and the eunuch went down into the water and Philip baptized him. 39 When they came up out of the water, the Spirit of the Lord suddenly took Philip away,(EZ) and the eunuch did not see him again, but went on his way rejoicing. 40 Philip, however, appeared at Azotus and traveled about, preaching the gospel in all the towns(FA) until he reached Caesarea.(FB)

Saul’s Conversion(FC)

Meanwhile, Saul was still breathing out murderous threats against the Lord’s disciples.(FD) He went to the high priest and asked him for letters to the synagogues in Damascus,(FE) so that if he found any there who belonged to the Way,(FF) whether men or women, he might take them as prisoners to Jerusalem. As he neared Damascus on his journey, suddenly a light from heaven flashed around him.(FG) He fell to the ground and heard a voice(FH) say to him, “Saul, Saul, why do you persecute me?”

“Who are you, Lord?” Saul asked.

“I am Jesus, whom you are persecuting,” he replied. “Now get up and go into the city, and you will be told what you must do.”(FI)

The men traveling with Saul stood there speechless; they heard the sound(FJ) but did not see anyone.(FK) Saul got up from the ground, but when he opened his eyes he could see nothing.(FL) So they led him by the hand into Damascus. For three days he was blind, and did not eat or drink anything.

10 In Damascus there was a disciple named Ananias. The Lord called to him in a vision,(FM) “Ananias!”

“Yes, Lord,” he answered.

11 The Lord told him, “Go to the house of Judas on Straight Street and ask for a man from Tarsus(FN) named Saul, for he is praying. 12 In a vision he has seen a man named Ananias come and place his hands on(FO) him to restore his sight.”

13 “Lord,” Ananias answered, “I have heard many reports about this man and all the harm he has done to your holy people(FP) in Jerusalem.(FQ) 14 And he has come here with authority from the chief priests(FR) to arrest all who call on your name.”(FS)

15 But the Lord said to Ananias, “Go! This man is my chosen instrument(FT) to proclaim my name to the Gentiles(FU) and their kings(FV) and to the people of Israel. 16 I will show him how much he must suffer for my name.”(FW)

17 Then Ananias went to the house and entered it. Placing his hands on(FX) Saul, he said, “Brother Saul, the Lord—Jesus, who appeared to you on the road as you were coming here—has sent me so that you may see again and be filled with the Holy Spirit.”(FY) 18 Immediately, something like scales fell from Saul’s eyes, and he could see again. He got up and was baptized,(FZ) 19 and after taking some food, he regained his strength.

Saul in Damascus and Jerusalem

Saul spent several days with the disciples(GA) in Damascus.(GB) 20 At once he began to preach in the synagogues(GC) that Jesus is the Son of God.(GD) 21 All those who heard him were astonished and asked, “Isn’t he the man who raised havoc in Jerusalem among those who call on this name?(GE) And hasn’t he come here to take them as prisoners to the chief priests?”(GF) 22 Yet Saul grew more and more powerful and baffled the Jews living in Damascus by proving that Jesus is the Messiah.(GG)

23 After many days had gone by, there was a conspiracy among the Jews to kill him,(GH) 24 but Saul learned of their plan.(GI) Day and night they kept close watch on the city gates in order to kill him. 25 But his followers took him by night and lowered him in a basket through an opening in the wall.(GJ)

26 When he came to Jerusalem,(GK) he tried to join the disciples, but they were all afraid of him, not believing that he really was a disciple. 27 But Barnabas(GL) took him and brought him to the apostles. He told them how Saul on his journey had seen the Lord and that the Lord had spoken to him,(GM) and how in Damascus he had preached fearlessly in the name of Jesus.(GN) 28 So Saul stayed with them and moved about freely in Jerusalem, speaking boldly in the name of the Lord. 29 He talked and debated with the Hellenistic Jews,[q](GO) but they tried to kill him.(GP) 30 When the believers(GQ) learned of this, they took him down to Caesarea(GR) and sent him off to Tarsus.(GS)

31 Then the church throughout Judea, Galilee and Samaria(GT) enjoyed a time of peace and was strengthened. Living in the fear of the Lord and encouraged by the Holy Spirit, it increased in numbers.(GU)

Aeneas and Dorcas

32 As Peter traveled about the country, he went to visit the Lord’s people(GV) who lived in Lydda. 33 There he found a man named Aeneas, who was paralyzed and had been bedridden for eight years. 34 “Aeneas,” Peter said to him, “Jesus Christ heals you.(GW) Get up and roll up your mat.” Immediately Aeneas got up. 35 All those who lived in Lydda and Sharon(GX) saw him and turned to the Lord.(GY)

36 In Joppa(GZ) there was a disciple named Tabitha (in Greek her name is Dorcas); she was always doing good(HA) and helping the poor. 37 About that time she became sick and died, and her body was washed and placed in an upstairs room.(HB) 38 Lydda was near Joppa; so when the disciples(HC) heard that Peter was in Lydda, they sent two men to him and urged him, “Please come at once!”

39 Peter went with them, and when he arrived he was taken upstairs to the room. All the widows(HD) stood around him, crying and showing him the robes and other clothing that Dorcas had made while she was still with them.

40 Peter sent them all out of the room;(HE) then he got down on his knees(HF) and prayed. Turning toward the dead woman, he said, “Tabitha, get up.”(HG) She opened her eyes, and seeing Peter she sat up. 41 He took her by the hand and helped her to her feet. Then he called for the believers, especially the widows, and presented her to them alive. 42 This became known all over Joppa, and many people believed in the Lord.(HH) 43 Peter stayed in Joppa for some time with a tanner named Simon.(HI)

Cornelius Calls for Peter

10 At Caesarea(HJ) there was a man named Cornelius, a centurion in what was known as the Italian Regiment. He and all his family were devout and God-fearing;(HK) he gave generously to those in need and prayed to God regularly. One day at about three in the afternoon(HL) he had a vision.(HM) He distinctly saw an angel(HN) of God, who came to him and said, “Cornelius!”

Cornelius stared at him in fear. “What is it, Lord?” he asked.

The angel answered, “Your prayers and gifts to the poor have come up as a memorial offering(HO) before God.(HP) Now send men to Joppa(HQ) to bring back a man named Simon who is called Peter. He is staying with Simon the tanner,(HR) whose house is by the sea.”

When the angel who spoke to him had gone, Cornelius called two of his servants and a devout soldier who was one of his attendants. He told them everything that had happened and sent them to Joppa.(HS)

Peter’s Vision(HT)

About noon the following day as they were on their journey and approaching the city, Peter went up on the roof(HU) to pray. 10 He became hungry and wanted something to eat, and while the meal was being prepared, he fell into a trance.(HV) 11 He saw heaven opened(HW) and something like a large sheet being let down to earth by its four corners. 12 It contained all kinds of four-footed animals, as well as reptiles and birds. 13 Then a voice told him, “Get up, Peter. Kill and eat.”

14 “Surely not, Lord!”(HX) Peter replied. “I have never eaten anything impure or unclean.”(HY)

15 The voice spoke to him a second time, “Do not call anything impure that God has made clean.”(HZ)

16 This happened three times, and immediately the sheet was taken back to heaven.

17 While Peter was wondering about the meaning of the vision,(IA) the men sent by Cornelius(IB) found out where Simon’s house was and stopped at the gate. 18 They called out, asking if Simon who was known as Peter was staying there.

19 While Peter was still thinking about the vision,(IC) the Spirit said(ID) to him, “Simon, three[r] men are looking for you. 20 So get up and go downstairs. Do not hesitate to go with them, for I have sent them.”(IE)

21 Peter went down and said to the men, “I’m the one you’re looking for. Why have you come?”

22 The men replied, “We have come from Cornelius the centurion. He is a righteous and God-fearing man,(IF) who is respected by all the Jewish people. A holy angel told him to ask you to come to his house so that he could hear what you have to say.”(IG) 23 Then Peter invited the men into the house to be his guests.

Peter at Cornelius’s House

The next day Peter started out with them, and some of the believers(IH) from Joppa went along.(II) 24 The following day he arrived in Caesarea.(IJ) Cornelius was expecting them and had called together his relatives and close friends. 25 As Peter entered the house, Cornelius met him and fell at his feet in reverence. 26 But Peter made him get up. “Stand up,” he said, “I am only a man myself.”(IK)

27 While talking with him, Peter went inside and found a large gathering of people.(IL) 28 He said to them: “You are well aware that it is against our law for a Jew to associate with or visit a Gentile.(IM) But God has shown me that I should not call anyone impure or unclean.(IN) 29 So when I was sent for, I came without raising any objection. May I ask why you sent for me?”

30 Cornelius answered: “Three days ago I was in my house praying at this hour, at three in the afternoon. Suddenly a man in shining clothes(IO) stood before me 31 and said, ‘Cornelius, God has heard your prayer and remembered your gifts to the poor. 32 Send to Joppa for Simon who is called Peter. He is a guest in the home of Simon the tanner, who lives by the sea.’ 33 So I sent for you immediately, and it was good of you to come. Now we are all here in the presence of God to listen to everything the Lord has commanded you to tell us.”

34 Then Peter began to speak: “I now realize how true it is that God does not show favoritism(IP) 35 but accepts from every nation the one who fears him and does what is right.(IQ) 36 You know the message(IR) God sent to the people of Israel, announcing the good news(IS) of peace(IT) through Jesus Christ, who is Lord of all.(IU) 37 You know what has happened throughout the province of Judea, beginning in Galilee after the baptism that John preached— 38 how God anointed(IV) Jesus of Nazareth with the Holy Spirit and power, and how he went around doing good and healing(IW) all who were under the power of the devil, because God was with him.(IX)

39 “We are witnesses(IY) of everything he did in the country of the Jews and in Jerusalem. They killed him by hanging him on a cross,(IZ) 40 but God raised him from the dead(JA) on the third day and caused him to be seen. 41 He was not seen by all the people,(JB) but by witnesses whom God had already chosen—by us who ate(JC) and drank with him after he rose from the dead. 42 He commanded us to preach to the people(JD) and to testify that he is the one whom God appointed as judge of the living and the dead.(JE) 43 All the prophets testify about him(JF) that everyone(JG) who believes(JH) in him receives forgiveness of sins through his name.”(JI)

44 While Peter was still speaking these words, the Holy Spirit came on(JJ) all who heard the message. 45 The circumcised believers who had come with Peter(JK) were astonished that the gift of the Holy Spirit had been poured out(JL) even on Gentiles.(JM) 46 For they heard them speaking in tongues[s](JN) and praising God.

Then Peter said, 47 “Surely no one can stand in the way of their being baptized with water.(JO) They have received the Holy Spirit just as we have.”(JP) 48 So he ordered that they be baptized in the name of Jesus Christ.(JQ) Then they asked Peter to stay with them for a few days.

Peter Explains His Actions

11 The apostles and the believers(JR) throughout Judea heard that the Gentiles also had received the word of God.(JS) So when Peter went up to Jerusalem, the circumcised believers(JT) criticized him and said, “You went into the house of uncircumcised men and ate with them.”(JU)

Starting from the beginning, Peter told them the whole story: “I was in the city of Joppa praying, and in a trance I saw a vision.(JV) I saw something like a large sheet being let down from heaven by its four corners, and it came down to where I was. I looked into it and saw four-footed animals of the earth, wild beasts, reptiles and birds. Then I heard a voice telling me, ‘Get up, Peter. Kill and eat.’

“I replied, ‘Surely not, Lord! Nothing impure or unclean has ever entered my mouth.’

“The voice spoke from heaven a second time, ‘Do not call anything impure that God has made clean.’(JW) 10 This happened three times, and then it was all pulled up to heaven again.

11 “Right then three men who had been sent to me from Caesarea(JX) stopped at the house where I was staying. 12 The Spirit told(JY) me to have no hesitation about going with them.(JZ) These six brothers(KA) also went with me, and we entered the man’s house. 13 He told us how he had seen an angel(KB) appear in his house and say, ‘Send to Joppa for Simon who is called Peter. 14 He will bring you a message(KC) through which you and all your household(KD) will be saved.’

15 “As I began to speak, the Holy Spirit came on(KE) them as he had come on us at the beginning.(KF) 16 Then I remembered what the Lord had said: ‘John baptized with[t] water,(KG) but you will be baptized with[u] the Holy Spirit.’(KH) 17 So if God gave them the same gift(KI) he gave us(KJ) who believed in the Lord Jesus Christ, who was I to think that I could stand in God’s way?”

18 When they heard this, they had no further objections and praised God, saying, “So then, even to Gentiles God has granted repentance that leads to life.”(KK)

The Church in Antioch

19 Now those who had been scattered by the persecution that broke out when Stephen was killed(KL) traveled as far as Phoenicia, Cyprus and Antioch,(KM) spreading the word only among Jews. 20 Some of them, however, men from Cyprus(KN) and Cyrene,(KO) went to Antioch(KP) and began to speak to Greeks also, telling them the good news(KQ) about the Lord Jesus. 21 The Lord’s hand was with them,(KR) and a great number of people believed and turned to the Lord.(KS)

22 News of this reached the church in Jerusalem, and they sent Barnabas(KT) to Antioch. 23 When he arrived and saw what the grace of God had done,(KU) he was glad and encouraged them all to remain true to the Lord with all their hearts.(KV) 24 He was a good man, full of the Holy Spirit(KW) and faith, and a great number of people were brought to the Lord.(KX)

25 Then Barnabas went to Tarsus(KY) to look for Saul, 26 and when he found him, he brought him to Antioch. So for a whole year Barnabas and Saul met with the church and taught great numbers of people. The disciples(KZ) were called Christians first(LA) at Antioch.

27 During this time some prophets(LB) came down from Jerusalem to Antioch. 28 One of them, named Agabus,(LC) stood up and through the Spirit predicted that a severe famine would spread over the entire Roman world.(LD) (This happened during the reign of Claudius.)(LE) 29 The disciples,(LF) as each one was able, decided to provide help(LG) for the brothers and sisters(LH) living in Judea. 30 This they did, sending their gift to the elders(LI) by Barnabas(LJ) and Saul.(LK)

Footnotes

  1. Acts 6:1 That is, Jews who had adopted the Greek language and culture
  2. Acts 7:3 Gen. 12:1
  3. Acts 7:7 Gen. 15:13,14
  4. Acts 7:18 Exodus 1:8
  5. Acts 7:20 Or was fair in the sight of God
  6. Acts 7:28 Exodus 2:14
  7. Acts 7:32 Exodus 3:6
  8. Acts 7:34 Exodus 3:5,7,8,10
  9. Acts 7:37 Deut. 18:15
  10. Acts 7:40 Exodus 32:1
  11. Acts 7:43 Amos 5:25-27 (see Septuagint)
  12. Acts 7:46 Some early manuscripts the house of Jacob
  13. Acts 7:50 Isaiah 66:1,2
  14. Acts 8:27 That is, from the southern Nile region
  15. Acts 8:33 Isaiah 53:7,8 (see Septuagint)
  16. Acts 8:37 Some manuscripts include here Philip said, “If you believe with all your heart, you may.” The eunuch answered, “I believe that Jesus Christ is the Son of God.”
  17. Acts 9:29 That is, Jews who had adopted the Greek language and culture
  18. Acts 10:19 One early manuscript two; other manuscripts do not have the number.
  19. Acts 10:46 Or other languages
  20. Acts 11:16 Or in
  21. Acts 11:16 Or in