Add parallel Print Page Options

Páll tók saman hrísvöndul og lagði á eldinn. Skreið þá út naðra undan hitanum og festi sig á hönd hans.

Þegar eyjarskeggjar sáu kvikindið hanga á hendi hans, sögðu þeir hver við annan: "Það er víst, að þessi maður er manndrápari, fyrst refsinornin lofar honum ekki að lifa, þótt hann hafi bjargast úr sjónum."

En hann hristi kvikindið af sér í eldinn og sakaði ekki.

Þeir bjuggust við, að hann mundi bólgna upp eða detta sviplega dauður niður. En þá er þeir höfðu beðið þess lengi og sáu, að honum varð ekkert meint af, skiptu þeir um og sögðu hann guð vera.

Read full chapter