Add parallel Print Page Options

Sjálfur taldi ég mér skylt að vinna af öllu megni gegn nafni Jesú frá Nasaret.

10 Það gjörði ég og í Jerúsalem, hneppti marga hinna heilögu í fangelsi með valdi frá æðstu prestunum og galt því jákvæði, að þeir væru teknir af lífi.

11 Og í öllum samkundunum reyndi ég þrásinnis með pyndingum að neyða þá til að afneita trú sinni. Svo freklega æddi ég gegn þeim, að ég fór til borga erlendis að ofsækja þá.

12 Þá er ég var á leið til Damaskus slíkra erinda með vald og umboð frá æðstu prestunum,

13 sá ég, konungur, á veginum um miðjan dag ljós af himni sólu bjartara leiftra um mig og þá, sem mér voru samferða.

14 Vér féllum allir til jarðar, og ég heyrði rödd, er sagði við mig á hebresku: ,Sál, Sál, hví ofsækir þú mig? Erfitt verður þér að spyrna móti broddunum.`

15 En ég sagði: ,Hver ert þú, herra?` Og Drottinn sagði: ,Ég er Jesús, sem þú ofsækir.

16 Rís nú upp og statt á fætur þína. Til þess birtist ég þér, að ég vel þig til þess að vera þjónn minn og vitni þess, að þú hefur séð mig bæði nú og síðar, er ég mun birtast þér.

17 Ég mun frelsa þig frá lýðnum og frá heiðingjunum, og til þeirra sendi ég þig

18 að opna augu þeirra og snúa þeim frá myrkri til ljóss, frá Satans valdi til Guðs, svo að þeir öðlist fyrir trú á mig fyrirgefningu syndanna og arf með þeim, sem helgaðir eru.`

19 Fyrir því gjörðist ég, Agrippa konungur, eigi óhlýðinn hinni himnesku vitrun,

20 heldur boðaði ég fyrst þeim í Damaskus og í Jerúsalem, síðan um alla Júdeubyggð og heiðingjunum að iðrast og snúa sér til Guðs og vinna verk samboðin iðruninni.

21 Sakir þessa gripu Gyðingar mig í helgidóminum og reyndu að ráða mér bana.

22 En Guð hefur hjálpað mér, og því stend ég allt til þessa dags og vitna bæði fyrir háum og lágum. Mæli ég ekki annað en það, sem bæði spámennirnir og Móse hafa sagt að verða mundi,

23 að Kristur ætti að líða og fyrstur rísa upp frá dauðum og boða bæði lýðnum og heiðingjunum ljósið."

24 Þegar Páll var hér kominn í vörn sinni, segir Festus hárri raustu: "Óður ert þú, Páll. Þitt mikla bókvit gjörir þig óðan."

Read full chapter

“I too was convinced(A) that I ought to do all that was possible to oppose(B) the name of Jesus of Nazareth.(C) 10 And that is just what I did in Jerusalem. On the authority of the chief priests I put many of the Lord’s people(D) in prison,(E) and when they were put to death, I cast my vote against them.(F) 11 Many a time I went from one synagogue to another to have them punished,(G) and I tried to force them to blaspheme. I was so obsessed with persecuting them that I even hunted them down in foreign cities.

12 “On one of these journeys I was going to Damascus with the authority and commission of the chief priests. 13 About noon, King Agrippa, as I was on the road, I saw a light from heaven, brighter than the sun, blazing around me and my companions. 14 We all fell to the ground, and I heard a voice(H) saying to me in Aramaic,[a](I) ‘Saul, Saul, why do you persecute me? It is hard for you to kick against the goads.’

15 “Then I asked, ‘Who are you, Lord?’

‘I am Jesus, whom you are persecuting,’ the Lord replied. 16 ‘Now get up and stand on your feet.(J) I have appeared to you to appoint you as a servant and as a witness of what you have seen and will see of me.(K) 17 I will rescue you(L) from your own people and from the Gentiles.(M) I am sending you to them 18 to open their eyes(N) and turn them from darkness to light,(O) and from the power of Satan to God, so that they may receive forgiveness of sins(P) and a place among those who are sanctified by faith in me.’(Q)

19 “So then, King Agrippa, I was not disobedient(R) to the vision from heaven. 20 First to those in Damascus,(S) then to those in Jerusalem(T) and in all Judea, and then to the Gentiles,(U) I preached that they should repent(V) and turn to God and demonstrate their repentance by their deeds.(W) 21 That is why some Jews seized me(X) in the temple courts and tried to kill me.(Y) 22 But God has helped me to this very day; so I stand here and testify to small and great alike. I am saying nothing beyond what the prophets and Moses said would happen(Z) 23 that the Messiah would suffer(AA) and, as the first to rise from the dead,(AB) would bring the message of light to his own people and to the Gentiles.”(AC)

24 At this point Festus interrupted Paul’s defense. “You are out of your mind,(AD) Paul!” he shouted. “Your great learning(AE) is driving you insane.”

Read full chapter

Footnotes

  1. Acts 26:14 Or Hebrew