Add parallel Print Page Options

47 Meðan hann var enn að tala, kom Júdas, einn þeirra tólf, og með honum mikill flokkur frá æðstu prestunum og öldungum lýðsins, og höfðu þeir sverð og barefli.

48 Svikarinn hafði sagt þeim þetta til marks: "Sá sem ég kyssi, hann er það. Takið hann höndum."

49 Hann gekk beint að Jesú og sagði: "Heill, rabbí!" og kyssti hann.

50 Jesús sagði við hann: "Vinur, hví ertu hér?" Þá komu hinir, lögðu hendur á Jesú og tóku hann.

51 Einn þeirra, sem með Jesú voru, greip til sverðs og brá því, hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum eyrað.

52 Jesús sagði við hann: "Slíðra sverð þitt! Allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla.

53 Hyggur þú, að ég geti ekki beðið föður minn að senda mér nú meira en tólf sveitir engla?

54 Hvernig ættu þá ritningarnar að rætast, sem segja, að þetta eigi svo að verða?"

55 Á þeirri stundu sagði Jesús við flokkinn: "Eruð þér að fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja til að handtaka mig? Daglega sat ég í helgidóminum og kenndi, og þér tókuð mig ekki höndum.

56 En allt verður þetta til þess, að ritningar spámannanna rætist." Þá yfirgáfu hann lærisveinarnir allir og flýðu.

Read full chapter

Jesus Arrested(A)

47 While he was still speaking, Judas,(B) one of the Twelve, arrived. With him was a large crowd armed with swords and clubs, sent from the chief priests and the elders of the people. 48 Now the betrayer had arranged a signal with them: “The one I kiss is the man; arrest him.” 49 Going at once to Jesus, Judas said, “Greetings, Rabbi!”(C) and kissed him.

50 Jesus replied, “Do what you came for, friend.”[a](D)

Then the men stepped forward, seized Jesus and arrested him. 51 With that, one of Jesus’ companions reached for his sword,(E) drew it out and struck the servant of the high priest, cutting off his ear.(F)

52 “Put your sword back in its place,” Jesus said to him, “for all who draw the sword will die by the sword.(G) 53 Do you think I cannot call on my Father, and he will at once put at my disposal more than twelve legions of angels?(H) 54 But how then would the Scriptures be fulfilled(I) that say it must happen in this way?”

55 In that hour Jesus said to the crowd, “Am I leading a rebellion, that you have come out with swords and clubs to capture me? Every day I sat in the temple courts teaching,(J) and you did not arrest me. 56 But this has all taken place that the writings of the prophets might be fulfilled.”(K) Then all the disciples deserted him and fled.

Read full chapter

Footnotes

  1. Matthew 26:50 Or “Why have you come, friend?”