Add parallel Print Page Options

26 Eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum Mannssonarins:

27 Menn átu og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina, og flóðið kom og tortímdi öllum.

28 Eins var og á dögum Lots: Menn átu og drukku, keyptu og seldu, gróðursettu og byggðu.

29 En daginn, sem Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortímdi öllum.

30 Eins mun verða á þeim degi, er Mannssonurinn opinberast.

Read full chapter