Add parallel Print Page Options

Flýið, Benjamínítar, út úr Jerúsalem! Þeytið lúður í Tekóa og reisið upp merki í Betkerem, því að ógæfa vofir yfir úr norðurátt og mikil eyðing.

Dóttirin Síon, hin fagra og fínláta, er þögul.

Til hennar koma hirðar með hjarðir sínar, slá tjöldum hringinn í kringum hana, hver beitir sitt svæði.

"Vígið yður til bardaga móti henni! Standið upp og gjörum áhlaup um hádegið!" Vei oss, því að degi hallar og kveldskuggarnir lengjast.

"Standið upp og gjörum áhlaup að næturþeli og rífum niður hallir hennar!"

Svo segir Drottinn allsherjar: Fellið tré hennar og hlaðið virkisvegg gegn Jerúsalem. Það er borgin, sem hegna á. Undirokun ríkir alls staðar í henni.

Því eins og vatnsþróin heldur vatninu fersku, þannig heldur hún illsku sinni ferskri. Ofbeldi og kúgun heyrist í henni, frammi fyrir augliti mínu er stöðuglega þjáning og misþyrming.

Lát þér segjast, Jerúsalem, til þess að sál mín slíti sig ekki frá þér, til þess að ég gjöri þig ekki að auðn, að óbyggðu landi.

Svo segir Drottinn allsherjar: Menn munu gjöra nákvæma eftirleit á leifum Ísraels, eins og gjört er á vínviði með því að rétta æ að nýju höndina upp að vínviðargreinunum, eins og vínlestursmaðurinn gjörir.

10 Við hvern á ég að tala og hvern á ég að gjöra varan við, svo að þeir heyri? Sjá, eyra þeirra er óumskorið, svo að þeir geta ekki tekið eftir. Já, orð Drottins er orðið þeim að háði, þeir hafa engar mætur á því.

11 En ég er fullur af heiftarreiði Drottins, ég er orðinn uppgefinn að halda henni niðri í mér. "Helltu henni þá út yfir börnin á götunni og út yfir allan unglingahópinn, því að karl sem kona munu hertekin verða, aldraðir jafnt sem háaldraðir.

12 En hús þeirra munu verða annarra eign, akrar og konur hvað með öðru, því að ég rétti hönd mína út gegn íbúum landsins" _ segir Drottinn.

13 Bæði ungir og gamlir, allir eru þeir fíknir í rangfenginn gróða, og bæði spámenn og prestar, allir hafa þeir svik í frammi.

14 Þeir hyggjast að lækna áfall þjóðar minnar með hægu móti, segjandi: "Heill, heill!" þar sem engin heill er.

15 Þeir munu hljóta að skammast sín fyrir að hafa framið svívirðing! En þeir skammast sín ekki og vita ekki hvað það er, að blygðast sín. Fyrir því munu þeir falla meðal þeirra, sem falla. Þegar minn tími kemur að hegna þeim, munu þeir steypast _ segir Drottinn.

16 Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld. En þeir sögðu: "Vér viljum ekki fara hana."

17 Þá setti ég varðmenn gegn yður: "Takið eftir lúðurhljóminum!" En þeir sögðu: "Vér viljum ekki taka eftir honum."

18 Heyrið því, þjóðir! Sjá þú, söfnuður, hvað í þeim býr!

19 Heyr það, jörð! Sjá, ég leiði ógæfu yfir þessa þjóð! Það er ávöxturinn af ráðabruggi þeirra, því að orðum mínum hafa þeir engan gaum gefið og leiðbeining minni hafa þeir hafnað.

20 Hvað skal mér reykelsi, sem kemur frá Saba, og hinn dýri reyr úr fjarlægu landi? Brennifórnir yðar eru mér eigi þóknanlegar og sláturfórnir yðar geðjast mér eigi.

21 Fyrir því segir Drottinn svo: Sjá, ég legg fótakefli fyrir þessa þjóð, til þess að um þau hrasi bæði feður og synir, hver nábúinn farist með öðrum.

22 Svo segir Drottinn: Sjá, lýður kemur úr landi í norðurátt og mikil þjóð rís upp á útkjálkum jarðar.

23 Þeir bera boga og skotspjót, þeir eru grimmir og sýna enga miskunn. Háreysti þeirra er sem hafgnýr, og þeir ríða hestum, búnir sem hermenn til bardaga gegn þér, dóttirin Síon.

24 Vér höfum fengið fregnir af honum, hendur vorar eru magnlausar. Angist hefir gripið oss, kvalir eins og jóðsjúka konu.

25 Farið ekki út á bersvæði og gangið ekki um veginn, því að óvinurinn hefir sverð _ skelfing allt um kring.

26 Þjóð mín, gyrð þig hærusekk og velt þér í ösku, stofna til sorgarhalds, eins og eftir einkason væri, beisklegs harmakveins, því að skyndilega mun eyðandinn yfir oss koma.

27 Ég hefi gjört þig að rannsakara hjá þjóð minni, til þess að þú kynnir þér atferli þeirra og rannsakir það.

28 Allir eru þeir svæsnir uppreisnarmenn, rógberendur, tómur eir og járn, allir eru þeir spillingarmenn.

29 Smiðjubelgurinn másaði, blýið átti að eyðast í eldinum, til einskis hafa menn verið að bræða og bræða, hinir illu urðu ekki skildir frá.

30 Ógilt silfur nefna menn þá, því að Drottinn hefir fellt þá úr gildi.

Jerusalem Under Siege

“Flee for safety, people of Benjamin!
    Flee from Jerusalem!
Sound the trumpet(A) in Tekoa!(B)
    Raise the signal over Beth Hakkerem!(C)
For disaster looms out of the north,(D)
    even terrible destruction.
I will destroy Daughter Zion,(E)
    so beautiful and delicate.(F)
Shepherds(G) with their flocks will come against her;
    they will pitch their tents around(H) her,
    each tending his own portion.”

“Prepare for battle against her!
    Arise, let us attack at noon!(I)
But, alas, the daylight is fading,
    and the shadows of evening grow long.
So arise, let us attack at night
    and destroy her fortresses!”

This is what the Lord Almighty says:

“Cut down the trees(J)
    and build siege ramps(K) against Jerusalem.
This city must be punished;
    it is filled with oppression.(L)
As a well pours out its water,
    so she pours out her wickedness.
Violence(M) and destruction(N) resound in her;
    her sickness and wounds are ever before me.
Take warning, Jerusalem,
    or I will turn away(O) from you
and make your land desolate
    so no one can live in it.”

This is what the Lord Almighty says:

“Let them glean the remnant(P) of Israel
    as thoroughly as a vine;
pass your hand over the branches again,
    like one gathering grapes.”

10 To whom can I speak and give warning?
    Who will listen(Q) to me?
Their ears are closed[a](R)
    so they cannot hear.(S)
The word(T) of the Lord is offensive to them;
    they find no pleasure in it.
11 But I am full of the wrath(U) of the Lord,
    and I cannot hold it in.(V)

“Pour it out on the children in the street
    and on the young men(W) gathered together;
both husband and wife will be caught in it,
    and the old, those weighed down with years.(X)
12 Their houses will be turned over to others,(Y)
    together with their fields and their wives,(Z)
when I stretch out my hand(AA)
    against those who live in the land,”
declares the Lord.
13 “From the least to the greatest,
    all(AB) are greedy for gain;(AC)
prophets and priests alike,
    all practice deceit.(AD)
14 They dress the wound of my people
    as though it were not serious.
‘Peace, peace,’ they say,
    when there is no peace.(AE)
15 Are they ashamed of their detestable conduct?
    No, they have no shame at all;
    they do not even know how to blush.(AF)
So they will fall among the fallen;
    they will be brought down when I punish(AG) them,”
says the Lord.

16 This is what the Lord says:

“Stand at the crossroads and look;
    ask for the ancient paths,(AH)
ask where the good way(AI) is, and walk in it,
    and you will find rest(AJ) for your souls.
    But you said, ‘We will not walk in it.’
17 I appointed watchmen(AK) over you and said,
    ‘Listen to the sound of the trumpet!’(AL)
    But you said, ‘We will not listen.’(AM)
18 Therefore hear, you nations;
    you who are witnesses,
    observe what will happen to them.
19 Hear, you earth:(AN)
    I am bringing disaster(AO) on this people,
    the fruit of their schemes,(AP)
because they have not listened to my words(AQ)
    and have rejected my law.(AR)
20 What do I care about incense from Sheba(AS)
    or sweet calamus(AT) from a distant land?
Your burnt offerings are not acceptable;(AU)
    your sacrifices(AV) do not please me.”(AW)

21 Therefore this is what the Lord says:

“I will put obstacles before this people.
    Parents and children alike will stumble(AX) over them;
    neighbors and friends will perish.”

22 This is what the Lord says:

“Look, an army is coming
    from the land of the north;(AY)
a great nation is being stirred up
    from the ends of the earth.(AZ)
23 They are armed with bow and spear;
    they are cruel and show no mercy.(BA)
They sound like the roaring sea(BB)
    as they ride on their horses;(BC)
they come like men in battle formation
    to attack you, Daughter Zion.(BD)

24 We have heard reports about them,
    and our hands hang limp.(BE)
Anguish(BF) has gripped us,
    pain like that of a woman in labor.(BG)
25 Do not go out to the fields
    or walk on the roads,
for the enemy has a sword,
    and there is terror on every side.(BH)
26 Put on sackcloth,(BI) my people,
    and roll in ashes;(BJ)
mourn with bitter wailing(BK)
    as for an only son,(BL)
for suddenly the destroyer(BM)
    will come upon us.

27 “I have made you a tester(BN) of metals
    and my people the ore,
that you may observe
    and test their ways.
28 They are all hardened rebels,(BO)
    going about to slander.(BP)
They are bronze and iron;(BQ)
    they all act corruptly.
29 The bellows blow fiercely
    to burn away the lead with fire,
but the refining(BR) goes on in vain;
    the wicked are not purged out.
30 They are called rejected silver,(BS)
    because the Lord has rejected them.”(BT)

Footnotes

  1. Jeremiah 6:10 Hebrew uncircumcised