Add parallel Print Page Options

20 Davíð flýði frá Najót í Rama og kom til Jónatans og sagði: "Hvað hefi ég gjört? Í hverju hefi ég misgjört og í hverju hefi ég syndgað á móti föður þínum, fyrst hann situr um líf mitt?"

Jónatan sagði við hann: "Það skal aldrei verða! Þú munt eigi lífi týna. Sjá, faðir minn gjörir ekkert, hvorki stórt né smátt, að hann láti mig eigi vita það. Og hví skyldi faðir minn þá leyna mig þessu? Nei, slíkt á sér ekki stað."

Davíð svaraði aftur og mælti: "Faðir þinn veit það vel, að þér þykir vænt um mig, og hugsar með sér: ,Jónatan má eigi vita þetta, það kynni að fá honum hryggðar.` En svo sannarlega sem Drottinn lifir og þú lifir: Milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál."

Jónatan sagði við Davíð: "Hvað sem þú biður um mun ég fyrir þig gjöra."

Þá sagði Davíð við Jónatan: "Sjá, á morgun er tunglkomudagur, og ég get ekki með neinu móti setið til borðs með konunginum. Leyf mér því að fara burt, svo að ég geti falið mig úti á víðavangi til kvelds.

Ef nú faðir þinn saknar mín, þá skalt þú segja: ,Davíð beiddist leyfis af mér að mega bregða sér til Betlehem, föðurborgar sinnar, því að ársfórn allrar ættarinnar fer þar fram.`

Ef hann þá segir: ,Það er gott!` þá er þjóni þínum óhætt, en verði hann reiður, þá vit, að hann hefir illt af ráðið.

Auðsýn nú þjóni þínum kærleika, úr því að þú hefir látið þjón þinn ganga í Drottins-fóstbræðralag við þig. En hafi ég misgjört, þá drep þú mig sjálfur. Hví skyldir þú fara með mig til föður þíns?"

Jónatan mælti: "Lát þér eigi koma það til hugar! Ef ég yrði þess áskynja, að faðir minn hafi illt af ráðið gegn þér, mundi ég þá ekki segja þér frá því?"

10 Davíð sagði við Jónatan: "Hver lætur mig nú vita, hvort faðir þinn svarar þér illu til?"

11 Jónatan sagði við Davíð: "Kom þú, við skulum ganga út á víðavang." Og þeir gengu báðir út á víðavang.

12 En Jónatan sagði við Davíð: "Drottinn, Ísraels Guð, veri vitni: Þegar ég á morgun um þetta leyti hefi komist eftir, hvað föður mínum býr í skapi, og ég sé að þér er óhætt, mun ég senda til þín og láta þig vita.

13 Drottinn láti mig gjalda þess nú og síðar, ef faðir minn hefir illt í huga gegn þér, og ég læt þig ekki vita það. Ég leyfi þér að fara, svo að þú megir fara óhultur. Drottinn mun vera með þér, eins og hann hefir verið með föður mínum.

14 Og vilt þú ekki, verði ég þá enn á lífi, auðsýna mér miskunn Drottins, svo að ég týni eigi lífi?

15 Og svipt hús mitt aldrei miskunn þinni, og þegar Drottinn upprætir alla óvini Davíðs af jörðinni,

16 þá skal nafn Jónatans eigi verða slitið frá húsi Davíðs. Drottinn hefni Davíðs á óvinum hans!"

17 Jónatan vann Davíð enn eið við ást þá, er hann bar til hans, því að hann unni honum hugástum.

18 Og Jónatan sagði við hann: "Á morgun er tunglkomudagur. Þá verður þín saknað, því að sæti þitt mun verða autt.

19 En á þriðja degi mun þín mjög verða saknað. Þá skalt þú fara til þess staðar, þar sem þú fólst þig fyrri daginn, og sestu hjá þeim hól.

20 Ég mun þá á þriðja degi skjóta örvum í hólinn, eins og ég væri að skjóta til marks.

21 Og sjá, ég mun senda sveininn og segja: ,Farðu og sæktu örina.` Ef ég nú kalla til sveinsins: ,Sjá, örin liggur hérnamegin við þig, kom þú með hana!` þá skalt þú koma heim, því að þá er þér óhætt og ekkert er að, svo sannarlega sem Drottinn lifir.

22 En ef ég kalla svo til piltsins: ,Örin liggur hinumegin við þig!` þá far þú, því að Drottinn hefir þá sent þig burt.

23 En viðvíkjandi því, sem við höfum talað, ég og þú, þá er Drottinn vitni milli mín og þín að eilífu."

24 Þá fól Davíð sig úti á víðavangi. Er tunglkomudagurinn kom, settist konungur undir borð að máltíð.

25 Sat konungur í sæti sínu, eins og vant var, í sætinu við vegginn, en Jónatan sat gegnt honum, og Abner sat við hliðina á Sál. En sæti Davíðs var autt.

26 Þó sagði Sál ekkert þann dag, því að hann hugsaði: "Það er tilviljun: hann er ekki hreinn. Hann hefir ekki látið hreinsa sig."

27 En daginn eftir tunglkomuna var sæti Davíðs enn autt. Þá sagði Sál við Jónatan son sinn: "Hvers vegna hefir sonur Ísaí ekki komið til máltíðar, hvorki í gær né í dag?"

28 Jónatan svaraði Sál: "Davíð beiddist þess af mér að mega fara til Betlehem.

29 Hann sagði: ,Leyf mér að fara, því að vér ætlum að halda ættarfórn í borginni, og bræður mínir hafa beðið mig að koma, og hafi ég fundið náð í augum þínum, þá lofaðu mér að komast burt, svo að ég geti heimsótt bræður mína.` Fyrir því hefir hann ekki komið að konungsborði."

30 Þá reiddist Sál Jónatan og sagði við hann: "Þú sonur þrjóskrar móður! Ætli ég viti ekki að þú ert vinur Ísaísonar, þér til skammar, og blygðun móður þinnar til skammar!

31 Því að alla þá stund, sem Ísaísonur er lifandi á jörðinni, munt þú og konungdómur þinn eigi fastur standa. Send því nú og lát koma með hann til mín, því að hann er dauðamaður."

32 Þá svaraði Jónatan Sál föður sínum og sagði við hann: "Hví skal deyða hann? Hvað hefir hann gjört?"

33 Þá snaraði Sál að honum spjótinu og ætlaði að leggja hann í gegn. Sá Jónatan þá, að faðir hans hafði fastráðið að drepa Davíð.

34 Og Jónatan stóð upp frá borðinu ævareiður og neytti ekki matar annan tunglkomudaginn, því að hann tók sárt til Davíðs, af því að faðir hans hafði smánað hann.

35 Morguninn eftir gekk Jónatan út á víðavang á þeim tíma, er þeir Davíð höfðu til tekið, og var ungur sveinn með honum.

36 Og hann sagði við svein sinn: "Hlauptu og sæktu örina, sem ég ætla að skjóta." Sveinninn hljóp af stað, en hann skaut örinni yfir hann fram.

37 En er sveinninn kom þar að, er örin lá, sem Jónatan hafði skotið, þá kallaði Jónatan á eftir sveininum og sagði: "Örin liggur hinumegin við þig!"

38 Og Jónatan kallaði enn á eftir sveininum: "Áfram, flýttu þér, stattu ekki kyrr!" Og sveinn Jónatans tók upp örina og færði húsbónda sínum.

39 En sveinninn vissi ekki neitt. Þeir Jónatan og Davíð vissu einir, hvað þetta átti að þýða.

40 Og Jónatan fékk sveini sínum vopn sín og sagði við hann: "Farðu með þau inn í borgina."

41 Sveinninn fór nú heim, en Davíð reis upp undan hólnum, féll fram á ásjónu sína til jarðar og laut þrisvar sinnum, og þeir kysstu hvor annan og grétu hvor með öðrum, þó Davíð miklu meir.

42 Og Jónatan sagði við Davíð: "Far þú í friði. En viðvíkjandi því, sem við báðir höfum unnið eið að í nafni Drottins, þá sé Drottinn vitni milli mín og þín, og milli minna niðja og þinna niðja að eilífu." Síðan hélt Davíð af stað og fór burt, en Jónatan gekk inn í borgina.

David and Jonathan

20 Then David fled from Naioth at Ramah and went to Jonathan and asked, “What have I done? What is my crime? How have I wronged(A) your father, that he is trying to kill me?”(B)

“Never!” Jonathan replied. “You are not going to die! Look, my father doesn’t do anything, great or small, without letting me know. Why would he hide this from me? It isn’t so!”

But David took an oath(C) and said, “Your father knows very well that I have found favor in your eyes, and he has said to himself, ‘Jonathan must not know this or he will be grieved.’ Yet as surely as the Lord lives and as you live, there is only a step between me and death.”

Jonathan said to David, “Whatever you want me to do, I’ll do for you.”

So David said, “Look, tomorrow is the New Moon feast,(D) and I am supposed to dine with the king; but let me go and hide(E) in the field until the evening of the day after tomorrow. If your father misses me at all, tell him, ‘David earnestly asked my permission(F) to hurry to Bethlehem,(G) his hometown, because an annual(H) sacrifice is being made there for his whole clan.’ If he says, ‘Very well,’ then your servant is safe. But if he loses his temper,(I) you can be sure that he is determined(J) to harm me. As for you, show kindness to your servant, for you have brought him into a covenant(K) with you before the Lord. If I am guilty, then kill(L) me yourself! Why hand me over to your father?”

“Never!” Jonathan said. “If I had the least inkling that my father was determined to harm you, wouldn’t I tell you?”

10 David asked, “Who will tell me if your father answers you harshly?”

11 “Come,” Jonathan said, “let’s go out into the field.” So they went there together.

12 Then Jonathan said to David, “I swear by the Lord, the God of Israel, that I will surely sound(M) out my father by this time the day after tomorrow! If he is favorably disposed toward you, will I not send you word and let you know? 13 But if my father intends to harm you, may the Lord deal with Jonathan, be it ever so severely,(N) if I do not let you know and send you away in peace. May the Lord be with(O) you as he has been with my father. 14 But show me unfailing kindness(P) like the Lord’s kindness as long as I live, so that I may not be killed, 15 and do not ever cut off your kindness from my family(Q)—not even when the Lord has cut off every one of David’s enemies from the face of the earth.”

16 So Jonathan(R) made a covenant(S) with the house of David, saying, “May the Lord call David’s enemies to account.(T) 17 And Jonathan had David reaffirm his oath(U) out of love for him, because he loved him as he loved himself.

18 Then Jonathan said to David, “Tomorrow is the New Moon feast. You will be missed, because your seat will be empty.(V) 19 The day after tomorrow, toward evening, go to the place where you hid(W) when this trouble began, and wait by the stone Ezel. 20 I will shoot three arrows(X) to the side of it, as though I were shooting at a target. 21 Then I will send a boy and say, ‘Go, find the arrows.’ If I say to him, ‘Look, the arrows are on this side of you; bring them here,’ then come, because, as surely as the Lord lives, you are safe; there is no danger. 22 But if I say to the boy, ‘Look, the arrows are beyond(Y) you,’ then you must go, because the Lord has sent you away. 23 And about the matter you and I discussed—remember, the Lord is witness(Z) between you and me forever.”

24 So David hid in the field, and when the New Moon feast(AA) came, the king sat down to eat. 25 He sat in his customary place by the wall, opposite Jonathan,[a] and Abner sat next to Saul, but David’s place was empty.(AB) 26 Saul said nothing that day, for he thought, “Something must have happened to David to make him ceremonially unclean—surely he is unclean.(AC) 27 But the next day, the second day of the month, David’s place was empty again. Then Saul said to his son Jonathan, “Why hasn’t the son of Jesse come to the meal, either yesterday or today?”

28 Jonathan answered, “David earnestly asked me for permission(AD) to go to Bethlehem. 29 He said, ‘Let me go, because our family is observing a sacrifice(AE) in the town and my brother has ordered me to be there. If I have found favor in your eyes, let me get away to see my brothers.’ That is why he has not come to the king’s table.”

30 Saul’s anger flared up at Jonathan and he said to him, “You son of a perverse and rebellious woman! Don’t I know that you have sided with the son of Jesse to your own shame and to the shame of the mother who bore you? 31 As long as the son of Jesse lives on this earth, neither you nor your kingdom(AF) will be established. Now send someone to bring him to me, for he must die!”

32 “Why(AG) should he be put to death? What(AH) has he done?” Jonathan asked his father. 33 But Saul hurled his spear at him to kill him. Then Jonathan knew that his father intended(AI) to kill David.

34 Jonathan got up from the table in fierce anger; on that second day of the feast he did not eat, because he was grieved at his father’s shameful treatment of David.

35 In the morning Jonathan went out to the field for his meeting with David. He had a small boy with him, 36 and he said to the boy, “Run and find the arrows I shoot.” As the boy ran, he shot an arrow beyond him. 37 When the boy came to the place where Jonathan’s arrow had fallen, Jonathan called out after him, “Isn’t the arrow beyond(AJ) you?” 38 Then he shouted, “Hurry! Go quickly! Don’t stop!” The boy picked up the arrow and returned to his master. 39 (The boy knew nothing about all this; only Jonathan and David knew.) 40 Then Jonathan gave his weapons to the boy and said, “Go, carry them back to town.”

41 After the boy had gone, David got up from the south side of the stone and bowed down before Jonathan three times, with his face to the ground.(AK) Then they kissed each other and wept together—but David wept the most.

42 Jonathan said to David, “Go in peace,(AL) for we have sworn friendship(AM) with each other in the name of the Lord,(AN) saying, ‘The Lord is witness(AO) between you and me, and between your descendants and my descendants forever.(AP)’” Then David left, and Jonathan went back to the town.[b]

Footnotes

  1. 1 Samuel 20:25 Septuagint; Hebrew wall. Jonathan arose
  2. 1 Samuel 20:42 In Hebrew texts this sentence (20:42b) is numbered 21:1.