Add parallel Print Page Options

27 Þá komu dætur Selofhaðs Heferssonar, Gíleaðssonar, Makírssonar, Manassesonar, af kynkvíslum Manasse Jósefssonar. Þær hétu Mahla, Nóa, Hogla, Milka og Tirsa.

Gengu þær fyrir Móse og Eleasar prest og fyrir höfuðsmennina og allan söfnuðinn, fyrir dyrum samfundatjaldsins, og sögðu:

"Faðir vor dó í eyðimörkinni, og var hann þó ekki í flokki þeirra manna, er samblástur gjörðu gegn Drottni, í flokki Kóra, því að hann dó vegna sinnar eigin syndar. En hann átti enga sonu.

Hvers vegna á nú nafn föður vors að hverfa úr ætt hans, af því að hann átti engan son? Fá oss óðal meðal bræðra föður vors."

Móse flutti mál þeirra fyrir Drottin.

Og Drottinn sagði við Móse: "Dætur Selofhaðs hafa rétt að mæla.

Fá þeim óðalsland meðal bræðra föður þeirra, og þú skalt láta eignarland föður þeirra ganga til þeirra.

En til Ísraelsmanna skalt þú mæla þessum orðum: ,Nú deyr maður og á ekki son. Skuluð þér þá láta eignarland hans ganga til dóttur hans.

En eigi hann enga dóttur, þá skuluð þér fá bræðrum hans eignarland hans.

10 En eigi hann enga bræður, þá skuluð þér fá föðurbræðrum hans eignarland hans.

11 En eigi faðir hans enga bræður, þá skuluð þér fá nánasta skyldmenni hans í ættinni eignarland hans, hann skal eignast það."` Þetta skulu lög vera með Ísraelsmönnum, svo sem Drottinn hefir boðið Móse.

12 Drottinn sagði við Móse: "Gakk þú hér upp á Abarímfjall og lít yfir landið, sem ég hefi gefið Ísraelsmönnum.

13 Og er þú hefir litið það, skalt þú einnig safnast til þíns fólks, eins og Aron bróðir þinn gjörði,

14 sökum þess að þið þrjóskuðust gegn skipun minni í Síneyðimörk, þá er lýðurinn möglaði og þið skylduð helga mig fyrir augum þeirra með vatninu." _ Þar eru nú Meríbavötn hjá Kades í Síneyðimörk.

15 En Móse talaði við Drottin og sagði:

16 "Drottinn, Guð lífsandans í öllu holdi, setji mann yfir lýðinn,

17 sem gangi út fyrir þeim og gangi inn fyrir þeim, sem leiði þá út og leiði þá inn, svo að söfnuður Drottins sé eigi eins og hjörð, sem engan hirði hefir."

18 Þá sagði Drottinn við Móse: "Tak þú Jósúa Núnsson, mann sem andi er í, og legg hönd þína yfir hann.

19 Leið hann fyrir Eleasar prest og fram fyrir allan söfnuðinn og skipa hann í embætti í augsýn þeirra.

20 Og þú skalt leggja yfir hann af tign þinni, svo að allur söfnuður Ísraelsmanna hlýði honum.

21 Og hann skal ganga fyrir Eleasar prest, en Eleasar leita úrskurðar með úrím fyrir hann frammi fyrir Drottni. Að hans boði skulu þeir ganga út, og að hans boði skulu þeir ganga inn, hann og allir Ísraelsmenn með honum og allur söfnuðurinn."

22 Og Móse gjörði eins og Drottinn hafði boðið honum. Tók hann Jósúa og leiddi hann fyrir Eleasar prest og fram fyrir allan söfnuðinn,

23 lagði því næst hendur sínar yfir hann og skipaði hann í embætti, eins og Drottinn hafði sagt fyrir Móse.

Zelophehad’s Daughters(A)

27 The daughters of Zelophehad(B) son of Hepher,(C) the son of Gilead,(D) the son of Makir,(E) the son of Manasseh, belonged to the clans of Manasseh son of Joseph. The names of the daughters were Mahlah, Noah, Hoglah, Milkah and Tirzah. They came forward and stood before Moses,(F) Eleazar the priest, the leaders(G) and the whole assembly at the entrance to the tent of meeting(H) and said, “Our father died in the wilderness.(I) He was not among Korah’s followers, who banded together against the Lord,(J) but he died for his own sin and left no sons.(K) Why should our father’s name disappear from his clan because he had no son? Give us property among our father’s relatives.”

So Moses brought their case(L) before the Lord,(M) and the Lord said to him, “What Zelophehad’s daughters are saying is right. You must certainly give them property as an inheritance(N) among their father’s relatives and give their father’s inheritance to them.(O)

“Say to the Israelites, ‘If a man dies and leaves no son, give his inheritance to his daughter. If he has no daughter, give his inheritance to his brothers. 10 If he has no brothers, give his inheritance to his father’s brothers. 11 If his father had no brothers, give his inheritance to the nearest relative in his clan, that he may possess it. This is to have the force of law(P) for the Israelites, as the Lord commanded Moses.’”

Joshua to Succeed Moses

12 Then the Lord said to Moses, “Go up this mountain(Q) in the Abarim Range(R) and see the land(S) I have given the Israelites.(T) 13 After you have seen it, you too will be gathered to your people,(U) as your brother Aaron(V) was, 14 for when the community rebelled at the waters in the Desert of Zin,(W) both of you disobeyed my command to honor me as holy(X) before their eyes.” (These were the waters of Meribah(Y) Kadesh, in the Desert of Zin.)

15 Moses said to the Lord, 16 “May the Lord, the God who gives breath to all living things,(Z) appoint someone over this community 17 to go out and come in before them, one who will lead them out and bring them in, so the Lord’s people will not be like sheep without a shepherd.”(AA)

18 So the Lord said to Moses, “Take Joshua son of Nun, a man in whom is the spirit of leadership,[a](AB) and lay your hand on him.(AC) 19 Have him stand before Eleazar the priest and the entire assembly and commission him(AD) in their presence.(AE) 20 Give him some of your authority so the whole Israelite community will obey him.(AF) 21 He is to stand before Eleazar the priest, who will obtain decisions for him by inquiring(AG) of the Urim(AH) before the Lord. At his command he and the entire community of the Israelites will go out, and at his command they will come in.”

22 Moses did as the Lord commanded him. He took Joshua and had him stand before Eleazar the priest and the whole assembly. 23 Then he laid his hands on him and commissioned him,(AI) as the Lord instructed through Moses.

Footnotes

  1. Numbers 27:18 Or the Spirit