Add parallel Print Page Options

21 Á dögum Davíðs varð hallæri í þrjú ár samfleytt. Gekk þá Davíð til frétta við Drottin, en Drottinn svaraði: "Á Sál og ætt hans hvílir blóðsök fyrir það, að hann drap Gíbeoníta."

Þá lét konungur kalla Gíbeoníta og sagði við þá _ (Gíbeonítar heyrðu ekki til Ísraelsmönnum, heldur leifum Amoríta, og þótt Ísraelsmenn hefðu unnið þeim eiða, leitaðist Sál við að drepa þá, af vandlætingasemi vegna Ísraelsmanna og Júda.) _

Og Davíð sagði við Gíbeoníta: "Hvað á ég að gjöra fyrir yður, og með hverju á ég að friðþægja, til þess að þér blessið arfleifð Drottins?"

Þá sögðu Gíbeonítar við hann: "Það er ekki silfur og gull, sem vér sækjumst eftir af Sál og ætt hans, og engan mann viljum vér feigan í Ísrael." Hann svaraði: "Hvað segið þér, að ég eigi að gjöra fyrir yður?"

Þá sögðu þeir við konung: "Maðurinn sem eyddi oss og hugði að afmá oss, svo að vér værum ekki lengur til í öllu Ísraels landi, _

af niðjum hans skulu oss fengnir sjö menn, svo að vér megum bera þá út fyrir Drottin í Gíbeon á fjalli Drottins." Konungur sagði: "Ég skal fá yður þá."

Konungur þyrmdi þó Mefíbóset, Jónatanssyni, Sálssonar, vegna eiðs þess við Drottin, er þeir höfðu unnið hvor öðrum, Davíð og Jónatan, sonur Sáls.

En konungur tók báða sonu Rispu Ajasdóttur, er hún hafði fætt Sál, Armóní og Mefíbóset, og fimm sonu Merab, dóttur Sáls, er hún hafði fætt Adríel Barsillaísyni frá Mehóla,

og fékk þá í hendur Gíbeonítum. Og þeir báru þá út fyrir Drottin á fjallinu, svo að þeir dóu sjö saman. Voru þeir teknir af lífi fyrstu daga uppskerunnar.

10 En Rispa Ajasdóttir tók hærusekk og breiddi hann út á klettinum handa sér að hvílurúmi, frá byrjun uppskerunnar þar til er regn streymdi af himni yfir þá, og eigi leyfði hún fuglum himinsins að setjast að þeim um daga, né dýrum merkurinnar um nætur.

11 En er Davíð var sagt frá, hvað Rispa Ajasdóttir, hjákona Sáls, hafði gjört,

12 fór Davíð og sótti bein Sáls og bein Jónatans sonar hans til Jabesmanna í Gíleað, en þeir höfðu stolið þeim á torginu í Bet San, þar sem Filistar höfðu hengt þá upp, daginn sem Filistar drápu Sál á Gilbóa.

13 Hann kom þaðan með bein Sáls og bein Jónatans sonar hans. Var síðan safnað saman beinum hinna útbornu

14 og þau grafin með beinum Sáls og beinum Jónatans sonar hans í landi Benjamíns í Sela, í gröf Kíss föður hans. Var allt gjört sem konungur bauð, og eftir það líknaði Guð landinu.

15 Enn áttu Filistar ófrið við Ísrael. Fór Davíð með menn sína til þess að berjast við Filista, og varð Davíð móður.

16 Þá hugði Jisbi Benob, einn af niðjum Refaíta (spjót hans vó þrjú hundruð sikla eirs, og hann var gyrtur nýju sverði), að drepa Davíð.

17 Þá kom Abísaí Serújuson honum til hjálpar og hjó Filistann banahögg. Þá sárbændu menn Davíðs hann og sögðu: "Þú mátt eigi framar með oss fara í hernað, svo að þú slökkvir eigi lampa Ísraels."

18 Seinna tókst enn orusta hjá Gób við Filista. Þá drap Sibbekaí Húsatíti Saf, sem og var einn af niðjum Refaíta.

19 Og enn tókst orusta hjá Gób við Filista. Þá drap Elkanan, sonur Jaare Orgím frá Betlehem, Golíat frá Gat, en spjótskaft hans var sem vefjarrifur.

20 Og er enn tókst orusta hjá Gat, var þar tröllaukinn maður, er hafði sex fingur á hvorri hendi og sex tær á hvorum fæti, tuttugu og fjögur að tölu. Var hann og kominn af Refaítum.

21 Hann smánaði Ísrael, en Jónatan sonur Símea, bróður Davíðs, drap hann.

22 Þessir fjórir voru komnir af Refaítum í Gat, og féllu þeir fyrir Davíð og mönnum hans.

22 Davíð flutti Drottni orð þessa ljóðs, þá er Drottinn frelsaði hann af hendi allra óvina hans og af hendi Sáls.

Hann mælti: Drottinn er bjarg mitt og vígi, hann er sá sem hjálpar mér.

Guð minn er hellubjarg mitt, þar sem ég leita hælis, skjöldur minn og horn hjálpræðis míns, háborg mín og hæli, frelsari minn, sem frelsar mig frá ofbeldi.

Lofaður sé Drottinn, hrópa ég, og ég frelsast frá óvinum mínum.

Brimöldur dauðans umkringdu mig, elfur glötunarinnar skelfdu mig,

snörur Heljar luktu um mig, möskvar dauðans féllu yfir mig.

Í angist minni kallaði ég á Drottin, og til Guðs míns hrópaði ég. Í helgidómi sínum heyrði hann raust mína, óp mitt barst til eyrna honum.

Jörðin bifaðist og nötraði, undirstöður fjallanna skulfu, þær bifuðust, því að hann var reiður.

Reykur gekk fram úr nösum hans og eyðandi eldur af munni hans, glóðir brunnu út frá honum.

10 Hann sveigði himininn og steig niður, og skýsorti var undir fótum hans.

11 Hann steig á bak kerúb og flaug af stað og sveif á vængjum vindarins.

12 Hann gjörði myrkrið í kringum sig að skýli, regnsortann og skýþykknið.

13 Frá ljómanum fyrir honum flugu hagl og eldglæringar.

14 Drottinn þrumaði af himni, hinn hæsti lét raust sína gjalla.

15 Hann skaut örvum sínum og tvístraði þeim, lét eldingarnar leiftra og hræddi þá.

16 Þá sá í mararbotn, og undirstöður jarðarinnar urðu berar fyrir ógnum Drottins, fyrir andgustinum úr nösum hans.

17 Hann seildist niður af hæðum og greip mig, dró mig upp úr hinum miklu vötnum.

18 Hann frelsaði mig frá hinum sterku óvinum mínum, frá fjandmönnum mínum, er voru mér yfirsterkari.

19 Þeir réðust á mig á mínum óheilladegi, en Drottinn var mín stoð.

20 Hann leiddi mig út á víðlendi, hann frelsaði mig, af því að hann hafði þóknun á mér.

21 Drottinn fór með mig eftir réttlæti mínu, eftir hreinleik handa minna galt hann mér,

22 því að ég hefi varðveitt vegu Drottins og hefi ekki reynst ótrúr Guði mínum.

23 Allar skipanir hans hefi ég fyrir augum og frá boðorðum hans hefi ég ekki vikið.

24 Ég var lýtalaus fyrir honum og gætti mín við misgjörðum.

25 Drottinn galt mér eftir réttlæti mínu, eftir hreinleik handa minna fyrir augliti hans.

26 Gagnvart ástríkum ert þú ástríkur, gagnvart ráðvöndum ráðvandur,

27 gagnvart hreinum hreinn, en gagnvart rangsnúnum ert þú afundinn.

28 Þú hjálpar þjáðum lýð, en gjörir alla hrokafulla niðurlúta.

29 Já, þú ert lampi minn, Drottinn, Guð minn lýsir mér í myrkrinu.

30 Fyrir þína hjálp hleyp ég yfir virkisgrafir, fyrir hjálp Guðs míns stekk ég yfir borgarveggi.

31 Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er skírt. Skjöldur er hann öllum þeim, sem leita hælis hjá honum.

32 Því að hver er Guð, nema Drottinn, og hver er hellubjarg, utan vor Guð?

33 Sá Guð, sem gyrðir mig styrkleika og gjörir veg minn sléttan.

34 Hann gjörir fætur mína sem hindanna og veitir mér fótfestu á hæðunum.

35 Hann æfir hendur mínar til hernaðar, svo að armar mínir benda eirbogann.

36 Þú gafst mér skjöld hjálpræðis þíns, og lítillæti þitt gjörði mig mikinn.

37 Þú rýmdir til fyrir skrefum mínum og ökklar mínir riðuðu ekki.

38 Ég elti óvini mína og náði þeim, og sneri ekki aftur fyrr en ég hafði gjöreytt þeim.

39 Ég gjöreyddi þeim og molaði þá sundur, svo að þeir risu ekki upp framar og hnigu undir fætur mér.

40 Þú gyrtir mig styrkleika til ófriðarins, beygðir fjendur mína undir mig.

41 Þú lést mig sjá bak óvina minna, þeim eyddi ég, sem hata mig.

42 Þeir hrópuðu, en enginn kom til hjálpar, þeir hrópuðu til Drottins, en hann svaraði þeim ekki.

43 Ég muldi þá sem mold á jörð, tróð þá fótum sem skarn á strætum.

44 Þú frelsaðir mig úr fólkorustum, gjörðir mig að höfðingja þjóðanna. Lýður, sem ég þekkti ekki, þjónar mér.

45 Framandi menn smjaðra fyrir mér, óðara en þeir heyra mín getið, hlýða þeir mér.

46 Framandi menn dragast upp og koma skjálfandi fram úr fylgsnum sínum.

47 Lifi Drottinn, lofað sé mitt bjarg, og hátt upp hafinn sé Guð hjálpræðis míns!

48 Þú Guð, sem veittir mér hefndir og braust þjóðir undir mig,

49 sem hreifst mig úr höndum óvina minna og hófst mig yfir mótstöðumenn mína. Frá ójafnaðarmönnum frelsaðir þú mig.

50 Fyrir því vil ég vegsama þig, Drottinn, meðal þjóðanna og lofsyngja þínu nafni.

51 Hann veitir konungi sínum mikla hjálp og auðsýnir miskunn sínum smurða, Davíð og niðjum hans að eilífu.

The Gibeonites Avenged

21 During the reign of David, there was a famine(A) for three successive years; so David sought(B) the face of the Lord. The Lord said, “It is on account of Saul and his blood-stained house; it is because he put the Gibeonites to death.”

The king summoned the Gibeonites(C) and spoke to them. (Now the Gibeonites were not a part of Israel but were survivors of the Amorites; the Israelites had sworn to spare them, but Saul in his zeal for Israel and Judah had tried to annihilate them.) David asked the Gibeonites, “What shall I do for you? How shall I make atonement so that you will bless the Lord’s inheritance?”(D)

The Gibeonites answered him, “We have no right to demand silver or gold from Saul or his family, nor do we have the right to put anyone in Israel to death.”(E)

“What do you want me to do for you?” David asked.

They answered the king, “As for the man who destroyed us and plotted against us so that we have been decimated and have no place anywhere in Israel, let seven of his male descendants be given to us to be killed and their bodies exposed(F) before the Lord at Gibeah of Saul—the Lord’s chosen(G) one.”

So the king said, “I will give them to you.”

The king spared Mephibosheth(H) son of Jonathan, the son of Saul, because of the oath(I) before the Lord between David and Jonathan son of Saul. But the king took Armoni and Mephibosheth, the two sons of Aiah’s daughter Rizpah,(J) whom she had borne to Saul, together with the five sons of Saul’s daughter Merab,[a] whom she had borne to Adriel son of Barzillai the Meholathite.(K) He handed them over to the Gibeonites, who killed them and exposed their bodies on a hill before the Lord. All seven of them fell together; they were put to death(L) during the first days of the harvest, just as the barley harvest was beginning.(M)

10 Rizpah daughter of Aiah took sackcloth and spread it out for herself on a rock. From the beginning of the harvest till the rain poured down from the heavens on the bodies, she did not let the birds touch them by day or the wild animals by night.(N) 11 When David was told what Aiah’s daughter Rizpah, Saul’s concubine, had done, 12 he went and took the bones of Saul(O) and his son Jonathan from the citizens of Jabesh Gilead.(P) (They had stolen their bodies from the public square at Beth Shan,(Q) where the Philistines had hung(R) them after they struck Saul down on Gilboa.)(S) 13 David brought the bones of Saul and his son Jonathan from there, and the bones of those who had been killed and exposed were gathered up.

14 They buried the bones of Saul and his son Jonathan in the tomb of Saul’s father Kish, at Zela(T) in Benjamin, and did everything the king commanded. After that,(U) God answered prayer(V) in behalf of the land.(W)

Wars Against the Philistines(X)

15 Once again there was a battle between the Philistines(Y) and Israel. David went down with his men to fight against the Philistines, and he became exhausted. 16 And Ishbi-Benob, one of the descendants of Rapha, whose bronze spearhead weighed three hundred shekels[b] and who was armed with a new sword, said he would kill David. 17 But Abishai(Z) son of Zeruiah came to David’s rescue; he struck the Philistine down and killed him. Then David’s men swore to him, saying, “Never again will you go out with us to battle, so that the lamp(AA) of Israel will not be extinguished.(AB)

18 In the course of time, there was another battle with the Philistines, at Gob. At that time Sibbekai(AC) the Hushathite killed Saph, one of the descendants of Rapha.

19 In another battle with the Philistines at Gob, Elhanan son of Jair[c] the Bethlehemite killed the brother of[d] Goliath the Gittite,(AD) who had a spear with a shaft like a weaver’s rod.(AE)

20 In still another battle, which took place at Gath, there was a huge man with six fingers on each hand and six toes on each foot—twenty-four in all. He also was descended from Rapha. 21 When he taunted(AF) Israel, Jonathan son of Shimeah,(AG) David’s brother, killed him.

22 These four were descendants of Rapha in Gath, and they fell at the hands of David and his men.

David’s Song of Praise(AH)

22 David sang(AI) to the Lord the words of this song when the Lord delivered him from the hand of all his enemies and from the hand of Saul. He said:

“The Lord is my rock,(AJ) my fortress(AK) and my deliverer;(AL)
    my God is my rock, in whom I take refuge,(AM)
    my shield[e](AN) and the horn[f](AO) of my salvation.
He is my stronghold,(AP) my refuge and my savior—
    from violent people you save me.

“I called to the Lord, who is worthy(AQ) of praise,
    and have been saved from my enemies.
The waves(AR) of death swirled about me;
    the torrents of destruction overwhelmed me.
The cords of the grave(AS) coiled around me;
    the snares of death confronted me.

“In my distress(AT) I called(AU) to the Lord;
    I called out to my God.
From his temple he heard my voice;
    my cry came to his ears.
The earth(AV) trembled and quaked,(AW)
    the foundations(AX) of the heavens[g] shook;
    they trembled because he was angry.
Smoke rose from his nostrils;
    consuming fire(AY) came from his mouth,
    burning coals(AZ) blazed out of it.
10 He parted the heavens and came down;
    dark clouds(BA) were under his feet.
11 He mounted the cherubim(BB) and flew;
    he soared[h] on the wings of the wind.(BC)
12 He made darkness(BD) his canopy around him—
    the dark[i] rain clouds of the sky.
13 Out of the brightness of his presence
    bolts of lightning(BE) blazed forth.
14 The Lord thundered(BF) from heaven;
    the voice of the Most High resounded.
15 He shot his arrows(BG) and scattered the enemy,
    with great bolts of lightning he routed them.
16 The valleys of the sea were exposed
    and the foundations of the earth laid bare
at the rebuke(BH) of the Lord,
    at the blast(BI) of breath from his nostrils.

17 “He reached down from on high(BJ) and took hold of me;
    he drew(BK) me out of deep waters.
18 He rescued(BL) me from my powerful enemy,
    from my foes, who were too strong for me.
19 They confronted me in the day of my disaster,
    but the Lord was my support.(BM)
20 He brought me out into a spacious(BN) place;
    he rescued(BO) me because he delighted(BP) in me.(BQ)

21 “The Lord has dealt with me according to my righteousness;(BR)
    according to the cleanness(BS) of my hands(BT) he has rewarded me.
22 For I have kept(BU) the ways of the Lord;
    I am not guilty of turning from my God.
23 All his laws are before me;(BV)
    I have not turned(BW) away from his decrees.
24 I have been blameless(BX) before him
    and have kept myself from sin.
25 The Lord has rewarded me according to my righteousness,(BY)
    according to my cleanness[j] in his sight.

26 “To the faithful you show yourself faithful,
    to the blameless you show yourself blameless,
27 to the pure(BZ) you show yourself pure,
    but to the devious you show yourself shrewd.(CA)
28 You save the humble,(CB)
    but your eyes are on the haughty(CC) to bring them low.(CD)
29 You, Lord, are my lamp;(CE)
    the Lord turns my darkness into light.
30 With your help I can advance against a troop[k];
    with my God I can scale a wall.

31 “As for God, his way is perfect:(CF)
    The Lord’s word is flawless;(CG)
    he shields(CH) all who take refuge in him.
32 For who is God besides the Lord?
    And who is the Rock(CI) except our God?(CJ)
33 It is God who arms me with strength[l]
    and keeps my way secure.
34 He makes my feet like the feet of a deer;(CK)
    he causes me to stand on the heights.(CL)
35 He trains my hands(CM) for battle;
    my arms can bend a bow(CN) of bronze.
36 You make your saving help my shield;(CO)
    your help has made[m] me great.
37 You provide a broad path(CP) for my feet,
    so that my ankles do not give way.

38 “I pursued my enemies and crushed them;
    I did not turn back till they were destroyed.
39 I crushed(CQ) them completely, and they could not rise;
    they fell beneath my feet.
40 You armed me with strength for battle;
    you humbled my adversaries before me.(CR)
41 You made my enemies turn their backs(CS) in flight,
    and I destroyed my foes.
42 They cried for help,(CT) but there was no one to save them—(CU)
    to the Lord, but he did not answer.(CV)
43 I beat them as fine as the dust(CW) of the earth;
    I pounded and trampled(CX) them like mud(CY) in the streets.

44 “You have delivered(CZ) me from the attacks of the peoples;
    you have preserved(DA) me as the head of nations.
People(DB) I did not know now serve me,
45     foreigners cower(DC) before me;
    as soon as they hear of me, they obey me.(DD)
46 They all lose heart;
    they come trembling[n](DE) from their strongholds.

47 “The Lord lives! Praise be to my Rock!
    Exalted(DF) be my God, the Rock, my Savior!(DG)
48 He is the God who avenges(DH) me,(DI)
    who puts the nations under me,
49     who sets me free from my enemies.(DJ)
You exalted me(DK) above my foes;
    from a violent man you rescued me.
50 Therefore I will praise you, Lord, among the nations;
    I will sing the praises(DL) of your name.(DM)

51 “He gives his king great victories;(DN)
    he shows unfailing kindness to his anointed,(DO)
    to David(DP) and his descendants forever.”(DQ)

Footnotes

  1. 2 Samuel 21:8 Two Hebrew manuscripts, some Septuagint manuscripts and Syriac (see also 1 Samuel 18:19); most Hebrew and Septuagint manuscripts Michal
  2. 2 Samuel 21:16 That is, about 7 1/2 pounds or about 3.5 kilograms
  3. 2 Samuel 21:19 See 1 Chron. 20:5; Hebrew Jaare-Oregim.
  4. 2 Samuel 21:19 See 1 Chron. 20:5; Hebrew does not have the brother of.
  5. 2 Samuel 22:3 Or sovereign
  6. 2 Samuel 22:3 Horn here symbolizes strength.
  7. 2 Samuel 22:8 Hebrew; Vulgate and Syriac (see also Psalm 18:7) mountains
  8. 2 Samuel 22:11 Many Hebrew manuscripts (see also Psalm 18:10); most Hebrew manuscripts appeared
  9. 2 Samuel 22:12 Septuagint (see also Psalm 18:11); Hebrew massed
  10. 2 Samuel 22:25 Hebrew; Septuagint and Vulgate (see also Psalm 18:24) to the cleanness of my hands
  11. 2 Samuel 22:30 Or can run through a barricade
  12. 2 Samuel 22:33 Dead Sea Scrolls, some Septuagint manuscripts, Vulgate and Syriac (see also Psalm 18:32); Masoretic Text who is my strong refuge
  13. 2 Samuel 22:36 Dead Sea Scrolls; Masoretic Text shield; / you stoop down to make
  14. 2 Samuel 22:46 Some Septuagint manuscripts and Vulgate (see also Psalm 18:45); Masoretic Text they arm themselves

24 Jesús sá það og sagði: "Hve torvelt er þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki.

25 Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki."

26 En þeir, sem á hlýddu, spurðu: "Hver getur þá orðið hólpinn?"

27 Hann mælti: "Það sem mönnum er um megn, það megnar Guð."

28 Þá sagði Pétur: "Vér yfirgáfum allt, sem vér áttum, og fylgdum þér."

29 Jesús sagði við þá: "Sannlega segi ég yður, að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn Guðs ríkis vegna

30 án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf."

31 Hann tók þá tólf til sín og sagði við þá: "Nú förum vér upp til Jerúsalem, og mun allt það koma fram við Mannssoninn, sem skrifað er hjá spámönnunum.

32 Hann verður framseldur heiðingjum, menn munu hæða hann, misþyrma honum og hrækja á hann.

33 Þeir munu húðstrýkja hann og lífláta, en á þriðja degi mun hann upp rísa."

34 En þeir skildu ekkert af þessu, orð þessi voru þeim hulin, og þeir skynjuðu ekki það, sem sagt var.

35 Svo bar við, er hann nálgaðist Jeríkó, að blindur maður sat þar við veginn og betlaði.

36 Hann heyrði, að mannfjöldi gekk hjá, og spurði, hvað um væri að vera.

37 Var honum sagt, að Jesús frá Nasaret færi hjá.

38 Þá hrópaði hann: "Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér!"

39 En þeir sem á undan fóru, höstuðu á hann, að hann þegði. En hann hrópaði því meir: "Sonur Davíðs, miskunna þú mér!"

40 Jesús nam staðar og bauð að leiða hann til sín. Er hann kom nær, spurði Jesús hann:

41 "Hvað vilt þú, að ég gjöri fyrir þig?" Hinn svaraði: "Herra, að ég fái aftur sjón."

42 Jesús sagði við hann: "Fá þú aftur sjónina. Trú þín hefur bjargað þér."

43 Jafnskjótt fékk hann sjónina. Og hann fylgdi honum og lofaði Guð. En allt fólkið, er sá þetta, vegsamaði Guð.

Read full chapter

24 Jesus looked at him and said, “How hard it is for the rich to enter the kingdom of God!(A) 25 Indeed, it is easier for a camel to go through the eye of a needle than for someone who is rich to enter the kingdom of God.”

26 Those who heard this asked, “Who then can be saved?”

27 Jesus replied, “What is impossible with man is possible with God.”(B)

28 Peter said to him, “We have left all we had to follow you!”(C)

29 “Truly I tell you,” Jesus said to them, “no one who has left home or wife or brothers or sisters or parents or children for the sake of the kingdom of God 30 will fail to receive many times as much in this age, and in the age to come(D) eternal life.”(E)

Jesus Predicts His Death a Third Time(F)

31 Jesus took the Twelve aside and told them, “We are going up to Jerusalem,(G) and everything that is written by the prophets(H) about the Son of Man(I) will be fulfilled. 32 He will be delivered over to the Gentiles.(J) They will mock him, insult him and spit on him; 33 they will flog him(K) and kill him.(L) On the third day(M) he will rise again.”(N)

34 The disciples did not understand any of this. Its meaning was hidden from them, and they did not know what he was talking about.(O)

A Blind Beggar Receives His Sight(P)

35 As Jesus approached Jericho,(Q) a blind man was sitting by the roadside begging. 36 When he heard the crowd going by, he asked what was happening. 37 They told him, “Jesus of Nazareth is passing by.”(R)

38 He called out, “Jesus, Son of David,(S) have mercy(T) on me!”

39 Those who led the way rebuked him and told him to be quiet, but he shouted all the more, “Son of David, have mercy on me!”(U)

40 Jesus stopped and ordered the man to be brought to him. When he came near, Jesus asked him, 41 “What do you want me to do for you?”

“Lord, I want to see,” he replied.

42 Jesus said to him, “Receive your sight; your faith has healed you.”(V) 43 Immediately he received his sight and followed Jesus, praising God. When all the people saw it, they also praised God.(W)

Read full chapter