Add parallel Print Page Options

20 Þá sendi Jesaja Amozson til Hiskía og lét segja honum: "Svo segir Drottinn, Ísraels Guð: Þar sem þú hefir beðið til mín um hjálp gegn Sanheríb Assýríukonungi, þá hefi ég heyrt það.

21 Þetta er orðið, er Drottinn hefir um hann sagt: Mærin, dóttirin Síon, fyrirlítur þig og gjörir gys að þér. Dóttirin Jerúsalem skekur höfuðið á eftir þér.

22 Hvern hefir þú smánað og spottað og gegn hverjum hefir þú hafið upp raustina og lyft augum þínum í hæðirnar? Gegn Hinum Heilaga í Ísrael!

23 Þú hefir látið sendimenn þína smána Drottin og sagt: ,Með fjölda hervagna minna steig ég upp á hæðir fjallanna, efst upp á Líbanonfjall. Ég hjó hin hávöxnu sedrustré þess og hin ágætu kýprestré þess. Ég braust upp í efsta herbergi þess, inn í aldinskóginn, þar sem hann var þéttastur.

24 Ég gróf til vatns og drakk útlent vatn, og með iljum fóta minna þurrkaði ég upp öll vatnsföll Egyptalands.`

25 Hefir þú þá ekki tekið eftir því, að ég hefi ráðstafað þessu svo fyrir löngu og hagað því svo frá öndverðu? Og nú hefi ég látið það koma fram, svo að þú mættir leggja víggirtar borgir í eyði og gjöra þær að eyðilegum grjóthrúgum.

26 En íbúar þeirra voru aflvana og skelfdust því og urðu sér til minnkunar. Jurtir vallarins og grængresið varð sem gras á þekjum og í hlaðvarpa.

27 Ég sé þig þegar þú stendur og þegar þú situr, og ég veit af því, þegar þú fer og kemur, svo og um ofsa þinn gegn mér.

28 Sökum ofsa þíns í gegn mér og af því að ofmetnaður þinn er kominn mér til eyrna, þá vil ég setja hring minn í nasir þínar og bitil minn í munn þér og færa þig aftur sama veg og þú komst.

29 Og þetta skalt þú til marks hafa: Þetta árið munuð þér eta sjálfsáið korn, annað árið sjálfvaxið korn, en þriðja árið munuð þér sá og uppskera, planta víngarða og eta ávöxtu þeirra.

30 Og leifarnar af Júda húsi, sem komist hafa undan, skulu að nýju festa rætur að neðan og bera ávöxt að ofan.

31 Því að frá Jerúsalem munu leifar út ganga og þeir, er undan komust, frá Síonfjalli. Vandlæti Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma.

32 Já, svo segir Drottinn um Assýríukonung: Eigi skal hann inn komast í þessa borg, engri ör þangað inn skjóta, engan herskjöld að henni bera og engan virkisvegg hlaða gegn henni.

33 Hann skal aftur snúa sömu leiðina sem hann kom, og inn í þessa borg skal hann ekki koma _ segir Drottinn.

34 Og ég vil vernda þessa borg og frelsa hana, mín vegna og vegna Davíðs þjóns míns."

35 En þessa sömu nótt fór engill Drottins og laust hundrað áttatíu og fimm þúsundir manns í herbúðum Assýringa. Og er menn risu morguninn eftir, sjá, þá voru þeir allir liðin lík.

36 Þá tók Sanheríb Assýríukonungur sig upp, hélt af stað og sneri heim aftur og sat um kyrrt í Níníve.

Read full chapter

Isaiah Prophesies Sennacherib’s Fall(A)(B)

20 Then Isaiah son of Amoz sent a message to Hezekiah: “This is what the Lord, the God of Israel, says: I have heard(C) your prayer concerning Sennacherib king of Assyria. 21 This is the word that the Lord has spoken against(D) him:

“‘Virgin Daughter(E) Zion
    despises(F) you and mocks(G) you.
Daughter Jerusalem
    tosses her head(H) as you flee.
22 Who is it you have ridiculed and blasphemed?(I)
    Against whom have you raised your voice
and lifted your eyes in pride?
    Against the Holy One(J) of Israel!
23 By your messengers
    you have ridiculed the Lord.
And you have said,(K)
    “With my many chariots(L)
I have ascended the heights of the mountains,
    the utmost heights of Lebanon.
I have cut down(M) its tallest cedars,
    the choicest of its junipers.
I have reached its remotest parts,
    the finest of its forests.
24 I have dug wells in foreign lands
    and drunk the water there.
With the soles of my feet
    I have dried up all the streams of Egypt.”

25 “‘Have you not heard?(N)
    Long ago I ordained it.
In days of old I planned(O) it;
    now I have brought it to pass,
that you have turned fortified cities
    into piles of stone.(P)
26 Their people, drained of power,(Q)
    are dismayed(R) and put to shame.
They are like plants in the field,
    like tender green shoots,(S)
like grass sprouting on the roof,
    scorched(T) before it grows up.

27 “‘But I know(U) where you are
    and when you come and go
    and how you rage against me.
28 Because you rage against me
    and because your insolence has reached my ears,
I will put my hook(V) in your nose
    and my bit(W) in your mouth,
and I will make you return(X)
    by the way you came.’

29 “This will be the sign(Y) for you, Hezekiah:

“This year you will eat what grows by itself,(Z)
    and the second year what springs from that.
But in the third year sow and reap,
    plant vineyards(AA) and eat their fruit.
30 Once more a remnant(AB) of the kingdom of Judah
    will take root(AC) below and bear fruit above.
31 For out of Jerusalem will come a remnant,(AD)
    and out of Mount Zion a band of survivors.(AE)

“The zeal(AF) of the Lord Almighty will accomplish this.

32 “Therefore this is what the Lord says concerning the king of Assyria:

“‘He will not enter this city
    or shoot an arrow here.
He will not come before it with shield
    or build a siege ramp against it.
33 By the way that he came he will return;(AG)
    he will not enter this city,
declares the Lord.
34 I will defend(AH) this city and save it,
    for my sake and for the sake of David(AI) my servant.’”

35 That night the angel of the Lord(AJ) went out and put to death a hundred and eighty-five thousand in the Assyrian camp. When the people got up the next morning—there were all the dead bodies!(AK) 36 So Sennacherib king of Assyria broke camp and withdrew.(AL) He returned to Nineveh(AM) and stayed there.

Read full chapter