Add parallel Print Page Options

12 En svo ég minnist á gáfur andans, bræður, þá vil ég ekki að þér séuð fáfróðir um þær.

Þér vitið, að þegar þér voruð heiðingjar, þá létuð þér leiða yður til mállausra skurðgoðanna, rétt eins og verkast vildi.

Fyrir því læt ég yður vita, að enginn, sem talar af Guðs anda, segir: "Bölvaður sé Jesús!" og enginn getur sagt: "Jesús er Drottinn!" nema af heilögum anda.

Mismunur er á náðargáfum, en andinn er hinn sami,

og mismunur er á embættum, en Drottinn hinn sami,

og mismunur er á hæfileikum að framkvæma, en Guð hinn sami, sem öllu kemur til leiðar í öllum.

Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er.

Einum er fyrir andann gefið að mæla af speki, öðrum að mæla af þekkingu í krafti sama anda.

Hinn sami andi veitir einum trú, öðrum lækningagáfu

10 og öðrum kraft til að framkvæma undur. Einn fær spádómsgáfu, annar hæfileika að greina anda, einn að tala tungum og annar að útleggja tungutal.

11 En öllu þessu kemur til leiðar eini og sami andinn, og hann útbýtir hverjum einum eftir vild sinni.

12 Því að eins og líkaminn er einn og hefur marga limi, en allir limir líkamans, þótt margir séu, eru einn líkami, þannig er og Kristur.

13 Í einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn líkami, hvort sem vér erum Gyðingar eða Grikkir, þrælar eða frjálsir, og allir fengum vér einn anda að drekka.

14 Því að líkaminn er ekki einn limur, heldur margir.

15 Ef fóturinn segði: "Fyrst ég er ekki hönd, heyri ég ekki líkamanum til," þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður.

16 Og ef eyrað segði: "Fyrst ég er ekki auga, heyri ég ekki líkamanum til," þá er það ekki þar fyrir líkamanum óháð.

17 Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin? Ef hann væri allur heyrn, hvar væri þá ilmanin?

18 En nú hefur Guð sett hvern einstakan lim á líkamann eins og honum þóknaðist.

19 Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn?

20 En nú eru limirnir margir, en líkaminn einn.

21 Augað getur ekki sagt við höndina: "Ég þarfnast þín ekki!" né heldur höfuðið við fæturna: "Ég þarfnast ykkar ekki!"

22 Nei, miklu fremur eru þeir limir á líkamanum nauðsynlegir, sem virðast vera í veikbyggðara lagi.

23 Og þeim, sem oss virðast vera í óvirðulegra lagi á líkamanum, þeim veitum vér því meiri sæmd, og þeim, sem vér blygðumst vor fyrir, sýnum vér því meiri blygðunarsemi.

24 Þess þarfnast hinir ásjálegu limir vorir ekki. En Guð setti líkamann svo saman, að hann gaf þeim, sem síðri var, því meiri sæmd,

25 til þess að ekki yrði ágreiningur í líkamanum, heldur skyldu limirnir bera sameiginlega umhyggju hver fyrir öðrum.

26 Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum, eða einn limur er í hávegum hafður, samgleðjast allir limirnir honum.

27 Þér eruð líkami Krists og limir hans hver um sig.

28 Guð hefur sett nokkra í kirkjunni, fyrst postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi fræðara, sumum hefur hann veitt gáfu að gjöra kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala tungum.

29 Hvort eru allir postular? Hvort eru allir spámenn? Hvort eru allir fræðarar? Hvort eru allir kraftaverkamenn?

30 Hvort hafa allir hlotið lækningagáfu? Hvort tala allir tungum? Hvort útlista allir tungutal?

31 Nei, sækist heldur eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri. Og nú bendi ég yður á enn þá miklu ágætari leið.

13 Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.

Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.

Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.

Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.

Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.

Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.

10 En þegar hið fullkomna kemur, þá líður það undir lok, sem er í molum.

11 Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.

12 Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja, eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.

13 En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.

14 Keppið eftir kærleikanum. Sækist eftir gáfum andans, en einkum eftir spádómsgáfu.

Því að sá, sem talar tungum, talar ekki við menn, heldur við Guð. Enginn skilur hann, í anda talar hann leyndardóma.

En spámaðurinn talar til manna, þeim til uppbyggingar, áminningar og huggunar.

Sá, sem talar tungum, byggir upp sjálfan sig, en spámaðurinn byggir upp söfnuðinn.

Ég vildi að þér töluðuð allir tungum, en þó enn meir, að þér hefðuð spádómsgáfu. Það er meira vert en að tala tungum, nema það sé útlagt, til þess að söfnuðurinn hljóti uppbygging.

Hvað mundi ég gagna yður, bræður, ef ég nú kæmi til yðar og talaði tungum, en flytti yður ekki opinberun eða þekkingu eða spádóm eða kenningu?

Jafnvel hinir dauðu hlutir, sem gefa hljóð frá sér, hvort heldur er pípa eða harpa, _ ef þær gefa ekki mismunandi hljóð frá sér, hvernig ætti þá að skiljast það, sem leikið er á pípuna eða hörpuna?

Gefi lúðurinn óskilmerkilegt hljóð, hver býr sig þá til bardaga?

Svo er og um yður: Ef þér mælið ekki með tungu yðar fram skilmerkileg orð, hvernig verður það þá skilið, sem talað er? Því að þér talið þá út í bláinn.

10 Hversu margar tegundir tungumála, sem kunna að vera til í heiminum, ekkert þeirra er þó málleysa.

11 Ef ég nú þekki ekki merkingu málsins, verð ég sem útlendingur fyrir þeim, sem talar, og hann útlendingur fyrir mér.

12 Eins er um yður. Fyrst þér sækist eftir gáfum andans, leitist þá við að vera auðugir að þeim, söfnuðinum til uppbyggingar.

13 Biðji því sá, er talar tungum, um að geta útlagt.

14 Því að ef ég biðst fyrir með tungum, þá biður andi minn, en skilningur minn ber engan ávöxt.

15 Hvernig er því þá farið? Ég vil biðja með anda, en ég vil einnig biðja með skilningi. Ég vil lofsyngja með anda, en ég vil einnig lofsyngja með skilningi.

16 Því ef þú vegsamar með anda, hvernig á þá sá, er skipar sess hins fáfróða, að segja amen við þakkargjörð þinni, þar sem hann veit ekki, hvað þú ert að segja?

17 Að vísu getur þakkargjörð þín verið fögur, en hinn uppbyggist ekki.

18 Ég þakka Guði, að ég tala tungum öllum yður fremur,

19 en á safnaðarsamkomu vil ég heldur tala fimm orð með skilningi mínum, til þess að ég geti frætt aðra, en tíu þúsund orð með tungum.

20 Bræður, verið ekki börn í dómgreind, heldur sem ungbörn í illskunni, en fullorðnir í dómgreind.

21 Í lögmálinu er ritað: Með annarlegu tungutaki og annarlegum vörum mun ég tala til lýðs þessa, og eigi að heldur munu þeir heyra mig, segir Drottinn.

22 Þannig er þá tungutalið til tákns, ekki þeim sem trúa, heldur hinum vantrúuðu. En spámannlega gáfan er ekki til tákns fyrir hina vantrúuðu, heldur þá sem trúa.

23 Ef nú allur söfnuðurinn kæmi saman og allir töluðu tungum, og inn kæmu fáfróðir menn eða vantrúaðir, mundu þeir þá ekki segja: "Þér eruð óðir"?

24 En ef allir töluðu af spámannlegri gáfu, og inn kæmi einhver vantrúaður eða fáfróður þá sannfærðist hann og dæmdist af öllum.

25 Leyndardómar hjarta hans verða opinberir, og hann fellur fram á ásjónu sína og tilbiður Guð og lýsir því yfir, að Guð er sannarlega hjá yður.

26 Hvernig er það þá, bræður? Þegar þér komið saman, þá hefur hver sitt fram að færa: Sálm, kenningu, opinberun, tungutal, útlistun. Allt skal miða til uppbyggingar.

27 Séu einhverjir, sem tala tungum, mega þeir vera tveir eða í mesta lagi þrír, hver á eftir öðrum, og einn útlisti.

28 En ef ekki er neinn til að útlista, þá þegi sá á safnaðarsamkomunni, sem talar tungum, en tali við sjálfan sig og við Guð.

29 En spámenn tali tveir eða þrír og hinir skulu dæma um.

30 Fái einhver annar, sem þar situr, opinberun, þá þagni hinn fyrri.

31 Því að þér getið allir, hver á eftir öðrum, talað af spámannlegri andagift, til þess að allir hljóti fræðslu og uppörvun.

32 Andar spámanna eru spámönnum undirgefnir,

33 því að Guð er ekki Guð truflunarinnar, heldur friðarins. Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu

34 skulu konur þegja á safnaðarsamkomunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir.

35 En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.

36 Eða er Guðs orð frá yður komið? Eða er það komið til yðar einna?

37 Ef nokkur þykist spámaður vera eða gæddur gáfum andans, hann skynji, að það, sem ég skrifa yður, er boðorð Drottins.

38 Vilji einhver ekki við það kannast, þá verður ekki við hann kannast.

39 Þess vegna, bræður mínir, sækist eftir spádómsgáfunni og aftrið því ekki, að talað sé tungum.

40 En allt fari sómasamlega fram og með reglu.

Concerning Spiritual Gifts

12 Now about the gifts of the Spirit,(A) brothers and sisters, I do not want you to be uninformed.(B) You know that when you were pagans,(C) somehow or other you were influenced and led astray to mute idols.(D) Therefore I want you to know that no one who is speaking by the Spirit of God says, “Jesus be cursed,”(E) and no one can say, “Jesus is Lord,”(F) except by the Holy Spirit.(G)

There are different kinds of gifts, but the same Spirit(H) distributes them. There are different kinds of service, but the same Lord. There are different kinds of working, but in all of them and in everyone(I) it is the same God(J) at work.

Now to each one the manifestation of the Spirit is given for the common good.(K) To one there is given through the Spirit a message of wisdom,(L) to another a message of knowledge(M) by means of the same Spirit, to another faith(N) by the same Spirit, to another gifts of healing(O) by that one Spirit, 10 to another miraculous powers,(P) to another prophecy,(Q) to another distinguishing between spirits,(R) to another speaking in different kinds of tongues,[a](S) and to still another the interpretation of tongues.[b] 11 All these are the work of one and the same Spirit,(T) and he distributes them to each one, just as he determines.

Unity and Diversity in the Body

12 Just as a body, though one, has many parts, but all its many parts form one body,(U) so it is with Christ.(V) 13 For we were all baptized(W) by[c] one Spirit(X) so as to form one body—whether Jews or Gentiles, slave or free(Y)—and we were all given the one Spirit to drink.(Z) 14 Even so the body is not made up of one part but of many.(AA)

15 Now if the foot should say, “Because I am not a hand, I do not belong to the body,” it would not for that reason stop being part of the body. 16 And if the ear should say, “Because I am not an eye, I do not belong to the body,” it would not for that reason stop being part of the body. 17 If the whole body were an eye, where would the sense of hearing be? If the whole body were an ear, where would the sense of smell be? 18 But in fact God has placed(AB) the parts in the body, every one of them, just as he wanted them to be.(AC) 19 If they were all one part, where would the body be? 20 As it is, there are many parts, but one body.(AD)

21 The eye cannot say to the hand, “I don’t need you!” And the head cannot say to the feet, “I don’t need you!” 22 On the contrary, those parts of the body that seem to be weaker are indispensable, 23 and the parts that we think are less honorable we treat with special honor. And the parts that are unpresentable are treated with special modesty, 24 while our presentable parts need no special treatment. But God has put the body together, giving greater honor to the parts that lacked it, 25 so that there should be no division in the body, but that its parts should have equal concern for each other. 26 If one part suffers, every part suffers with it; if one part is honored, every part rejoices with it.

27 Now you are the body of Christ,(AE) and each one of you is a part of it.(AF) 28 And God has placed in the church(AG) first of all apostles,(AH) second prophets,(AI) third teachers, then miracles, then gifts of healing,(AJ) of helping, of guidance,(AK) and of different kinds of tongues.(AL) 29 Are all apostles? Are all prophets? Are all teachers? Do all work miracles? 30 Do all have gifts of healing? Do all speak in tongues[d]?(AM) Do all interpret? 31 Now eagerly desire(AN) the greater gifts.

Love Is Indispensable

And yet I will show you the most excellent way.

13 If I speak in the tongues[e](AO) of men or of angels, but do not have love, I am only a resounding gong or a clanging cymbal. If I have the gift of prophecy(AP) and can fathom all mysteries(AQ) and all knowledge,(AR) and if I have a faith(AS) that can move mountains,(AT) but do not have love, I am nothing. If I give all I possess to the poor(AU) and give over my body to hardship that I may boast,[f](AV) but do not have love, I gain nothing.

Love is patient,(AW) love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud.(AX) It does not dishonor others, it is not self-seeking,(AY) it is not easily angered,(AZ) it keeps no record of wrongs.(BA) Love does not delight in evil(BB) but rejoices with the truth.(BC) It always protects, always trusts, always hopes, always perseveres.(BD)

Love never fails. But where there are prophecies,(BE) they will cease; where there are tongues,(BF) they will be stilled; where there is knowledge, it will pass away. For we know in part(BG) and we prophesy in part, 10 but when completeness comes,(BH) what is in part disappears. 11 When I was a child, I talked like a child, I thought like a child, I reasoned like a child. When I became a man, I put the ways of childhood(BI) behind me. 12 For now we see only a reflection as in a mirror;(BJ) then we shall see face to face.(BK) Now I know in part; then I shall know fully, even as I am fully known.(BL)

13 And now these three remain: faith, hope and love.(BM) But the greatest of these is love.(BN)

Intelligibility in Worship

14 Follow the way of love(BO) and eagerly desire(BP) gifts of the Spirit,(BQ) especially prophecy.(BR) For anyone who speaks in a tongue[g](BS) does not speak to people but to God. Indeed, no one understands them;(BT) they utter mysteries(BU) by the Spirit. But the one who prophesies speaks to people for their strengthening,(BV) encouraging(BW) and comfort. Anyone who speaks in a tongue(BX) edifies(BY) themselves, but the one who prophesies(BZ) edifies the church. I would like every one of you to speak in tongues,[h] but I would rather have you prophesy.(CA) The one who prophesies is greater than the one who speaks in tongues,[i] unless someone interprets, so that the church may be edified.(CB)

Now, brothers and sisters, if I come to you and speak in tongues, what good will I be to you, unless I bring you some revelation(CC) or knowledge(CD) or prophecy or word of instruction?(CE) Even in the case of lifeless things that make sounds, such as the pipe or harp, how will anyone know what tune is being played unless there is a distinction in the notes? Again, if the trumpet does not sound a clear call, who will get ready for battle?(CF) So it is with you. Unless you speak intelligible words with your tongue, how will anyone know what you are saying? You will just be speaking into the air. 10 Undoubtedly there are all sorts of languages in the world, yet none of them is without meaning. 11 If then I do not grasp the meaning of what someone is saying, I am a foreigner to the speaker, and the speaker is a foreigner to me.(CG) 12 So it is with you. Since you are eager for gifts of the Spirit,(CH) try to excel in those that build up(CI) the church.

13 For this reason the one who speaks in a tongue should pray that they may interpret what they say.(CJ) 14 For if I pray in a tongue, my spirit prays,(CK) but my mind is unfruitful. 15 So what shall I do? I will pray with my spirit,(CL) but I will also pray with my understanding; I will sing(CM) with my spirit, but I will also sing with my understanding. 16 Otherwise when you are praising God in the Spirit, how can someone else, who is now put in the position of an inquirer,[j] say “Amen”(CN) to your thanksgiving,(CO) since they do not know what you are saying? 17 You are giving thanks well enough, but no one else is edified.(CP)

18 I thank God that I speak in tongues more than all of you. 19 But in the church I would rather speak five intelligible words to instruct others than ten thousand words in a tongue.(CQ)

20 Brothers and sisters, stop thinking like children.(CR) In regard to evil be infants,(CS) but in your thinking be adults. 21 In the Law(CT) it is written:

“With other tongues
    and through the lips of foreigners
I will speak to this people,
    but even then they will not listen to me,(CU)
says the Lord.”[k]

22 Tongues, then, are a sign, not for believers but for unbelievers; prophecy,(CV) however, is not for unbelievers but for believers. 23 So if the whole church comes together and everyone speaks in tongues, and inquirers or unbelievers come in, will they not say that you are out of your mind?(CW) 24 But if an unbeliever or an inquirer comes in while everyone is prophesying, they are convicted of sin and are brought under judgment by all, 25 as the secrets(CX) of their hearts are laid bare. So they will fall down and worship God, exclaiming, “God is really among you!”(CY)

Good Order in Worship

26 What then shall we say, brothers and sisters?(CZ) When you come together, each of you(DA) has a hymn,(DB) or a word of instruction,(DC) a revelation, a tongue(DD) or an interpretation.(DE) Everything must be done so that the church may be built up.(DF) 27 If anyone speaks in a tongue, two—or at the most three—should speak, one at a time, and someone must interpret. 28 If there is no interpreter, the speaker should keep quiet in the church and speak to himself and to God.

29 Two or three prophets(DG) should speak, and the others should weigh carefully what is said.(DH) 30 And if a revelation comes to someone who is sitting down, the first speaker should stop. 31 For you can all prophesy in turn so that everyone may be instructed and encouraged. 32 The spirits of prophets are subject to the control of prophets.(DI) 33 For God is not a God of disorder(DJ) but of peace(DK)—as in all the congregations(DL) of the Lord’s people.(DM)

34 Women[l] should remain silent in the churches. They are not allowed to speak,(DN) but must be in submission,(DO) as the law(DP) says. 35 If they want to inquire about something, they should ask their own husbands at home; for it is disgraceful for a woman to speak in the church.[m]

36 Or did the word of God(DQ) originate with you? Or are you the only people it has reached? 37 If anyone thinks they are a prophet(DR) or otherwise gifted by the Spirit,(DS) let them acknowledge that what I am writing to you is the Lord’s command.(DT) 38 But if anyone ignores this, they will themselves be ignored.[n]

39 Therefore, my brothers and sisters, be eager(DU) to prophesy,(DV) and do not forbid speaking in tongues. 40 But everything should be done in a fitting and orderly(DW) way.

Footnotes

  1. 1 Corinthians 12:10 Or languages; also in verse 28
  2. 1 Corinthians 12:10 Or languages; also in verse 28
  3. 1 Corinthians 12:13 Or with; or in
  4. 1 Corinthians 12:30 Or other languages
  5. 1 Corinthians 13:1 Or languages
  6. 1 Corinthians 13:3 Some manuscripts body to the flames
  7. 1 Corinthians 14:2 Or in another language; also in verses 4, 13, 14, 19, 26 and 27
  8. 1 Corinthians 14:5 Or in other languages; also in verses 6, 18, 22, 23 and 39
  9. 1 Corinthians 14:5 Or in other languages; also in verses 6, 18, 22, 23 and 39
  10. 1 Corinthians 14:16 The Greek word for inquirer is a technical term for someone not fully initiated into a religion; also in verses 23 and 24.
  11. 1 Corinthians 14:21 Isaiah 28:11,12
  12. 1 Corinthians 14:34 Or peace. As in all the congregations of the Lord’s people, 34 women
  13. 1 Corinthians 14:35 In a few manuscripts these verses come after verse 40.
  14. 1 Corinthians 14:38 Some manuscripts But anyone who is ignorant of this will be ignorant