Print Page Options
Previous Prev Day Next DayNext

Revised Common Lectionary (Semicontinuous)

Daily Bible readings that follow the church liturgical year, with sequential stories told across multiple weeks.
Duration: 1245 days
Icelandic Bible (ICELAND)
Version
Sálmarnir 71:1-6

71 Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldrei verða til skammar.

Frelsa mig og bjarga mér eftir réttlæti þínu, hneig eyru þín til mín og hjálpa mér.

Ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar, því að þú ert bjarg mitt og vígi.

Guð minn, bjarga mér úr hendi illgjarnra, undan valdi illvirkja og harðstjóra.

Því að þú ert von mín, þú, Drottinn, ert athvarf mitt frá æsku.

Við þig hefi ég stuðst frá móðurlífi, frá móðurskauti hefir þú verið skjól mitt, um þig hljómar ætíð lofsöngur minn.

Jeremía 6:20-30

20 Hvað skal mér reykelsi, sem kemur frá Saba, og hinn dýri reyr úr fjarlægu landi? Brennifórnir yðar eru mér eigi þóknanlegar og sláturfórnir yðar geðjast mér eigi.

21 Fyrir því segir Drottinn svo: Sjá, ég legg fótakefli fyrir þessa þjóð, til þess að um þau hrasi bæði feður og synir, hver nábúinn farist með öðrum.

22 Svo segir Drottinn: Sjá, lýður kemur úr landi í norðurátt og mikil þjóð rís upp á útkjálkum jarðar.

23 Þeir bera boga og skotspjót, þeir eru grimmir og sýna enga miskunn. Háreysti þeirra er sem hafgnýr, og þeir ríða hestum, búnir sem hermenn til bardaga gegn þér, dóttirin Síon.

24 Vér höfum fengið fregnir af honum, hendur vorar eru magnlausar. Angist hefir gripið oss, kvalir eins og jóðsjúka konu.

25 Farið ekki út á bersvæði og gangið ekki um veginn, því að óvinurinn hefir sverð _ skelfing allt um kring.

26 Þjóð mín, gyrð þig hærusekk og velt þér í ösku, stofna til sorgarhalds, eins og eftir einkason væri, beisklegs harmakveins, því að skyndilega mun eyðandinn yfir oss koma.

27 Ég hefi gjört þig að rannsakara hjá þjóð minni, til þess að þú kynnir þér atferli þeirra og rannsakir það.

28 Allir eru þeir svæsnir uppreisnarmenn, rógberendur, tómur eir og járn, allir eru þeir spillingarmenn.

29 Smiðjubelgurinn másaði, blýið átti að eyðast í eldinum, til einskis hafa menn verið að bræða og bræða, hinir illu urðu ekki skildir frá.

30 Ógilt silfur nefna menn þá, því að Drottinn hefir fellt þá úr gildi.

Postulasagan 17:1-9

17 Þeir fóru nú um Amfípólis og Apollóníu og komu til Þessaloníku. Þar áttu Gyðingar samkundu.

Eftir venju sinni gekk Páll inn til þeirra, og þrjá hvíldardaga ræddi hann við þá og lagði út af ritningunum,

lauk þeim upp fyrir þeim og setti þeim fyrir sjónir, að Kristur átti að líða og rísa upp frá dauðum. Hann sagði: "Jesús, sem ég boða yður, hann er Kristur."

Nokkrir þeirra létu sannfærast og gengu til fylgis við Pál og Sílas, auk þess mikill fjöldi guðrækinna Grikkja og mikilsháttar konur eigi allfáar.

En Gyðingar fylltust afbrýði og fengu með sér götuskríl, æstu til uppþota og hleyptu borginni í uppnám. Þustu þeir að húsi Jasonar og vildu færa þá fyrir lýðinn.

En þegar þeir fundu þá ekki, drógu þeir Jason og nokkra bræður fyrir borgarstjórana og hrópuðu: "Mennirnir, sem komið hafa allri heimsbyggðinni í uppnám, þeir eru nú komnir hingað,

og Jason hefur tekið á móti þeim. Allir þessir breyta gegn boðum keisarans, því þeir segja, að annar sé konungur og það sé Jesús."

Og þeir vöktu óhug með fólkinu og einnig borgarstjórunum með þessum orðum.

Slepptu þeir ekki þeim Jasoni fyrr en þeir höfðu látið þá setja tryggingu.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society