A A A A A
Bible Book List

Fyrri Kroníkubók 7-9 Icelandic Bible (ICELAND)

Synir Íssakars: Tóla, Púa, Jasúb og Simron _ fjórir alls.

Synir Tóla: Ússí, Refaja, Jeríel, Jahemaí, Jíbsam og Samúel. Voru þeir höfðingjar í ættum sínum í Tóla, kappar miklir í ættum sínum; voru þeir á dögum Davíðs tuttugu og tvö þúsund og sex hundruð að tölu.

Synir Ússí voru: Jísrahja; synir Jísrahja: Míkael, Óbadía, Jóel, Jissía, alls fimm ætthöfðingjar.

Og til þeirra töldust eftir ættum þeirra, eftir frændliði þeirra, hermannasveitir, þrjátíu og sex þúsund manns, því að þeir áttu margar konur og börn.

Og frændur þeirra, allar ættir Íssakars, voru kappar miklir. Töldust þeir alls vera áttatíu og sjö þúsundir.

Synir Benjamíns: Bela, Beker, Jedíael _ þrír alls.

Og synir Bela: Esbón, Ússí, Ússíel, Jerímót og Írí, fimm alls. Voru þeir ætthöfðingjar og kappar miklir, og töldust þeir að vera tuttugu og tvö þúsund þrjátíu og fjórir.

Og synir Bekers: Semíra, Jóas, Elíeser, Eljóenaí, Omrí, Jeremót, Abía, Anatót og Alemet. Allir þessir voru synir Bekers.

Og þeir töldust eftir ættum sínum, ætthöfðingjum sínum, er voru kappar miklir, tuttugu þúsund og tvö hundruð.

10 Og synir Jedíaels: Bílhan; og synir Bílhans: Jeús, Benjamín, Ehúð, Kenaana, Setan, Tarsis og Ahísahar.

11 Allir þessir voru synir Jedíaels, ætthöfðingjar, kappar miklir, seytján þúsund og tvö hundruð vígra manna.

12 Súppím og Húppím voru synir Írs, en Húsím sonur Akers.

13 Synir Naftalí: Jahsíel, Gúní, Jeser og Sallúm, synir Bílu.

14 Synir Manasse: Asríel, er kona hans ól. Hin sýrlenska hjákona hans ól Makír, föður Gíleaðs.

15 Og Makír tók konu handa Húppím og Súppím, en systir hans hét Maaka. Hinn annar hét Selófhað, og Selófhað átti dætur.

16 Og Maaka, kona Makírs, ól son og nefndi hann Peres. En bróðir hans hét Seres, og synir hans voru Úlam og Rekem.

17 Og synir Úlams: Bedan. Þessir eru synir Gíleaðs Makírssonar, Manassesonar.

18 En Hammóleket systir hans ól Íshód, Abíeser og Mahela.

19 Og synir Semída voru: Ahjan, Sekem, Líkhí og Aníam.

20 Synir Efraíms: Sútela, hans son var Bered, hans son Tahat, hans son Eleada, hans son Tahat,

21 hans son Sóbad, hans son Sútela, Eser og Elead, en Gat-menn, þeir er fæddir voru í landinu, drápu þá, er þeir fóru til þess að ræna hjörðum þeirra.

22 Þá harmaði Efraím faðir þeirra lengi, og bræður hans komu til þess að hugga hann.

23 Og hann gekk inn til konu sinnar, og hún varð þunguð og ól son, og hann nefndi hann Bería, því að ógæfu hafði að borið í húsi hans.

24 En dóttir hans var Seera. Hún byggði neðri og efri Bet Hóron og Ússen Seera.

25 Og sonur hans var Refa og Resef. Hans son var Tela, hans son Tahan,

26 hans son Laedan, hans son Ammíhúd, hans son Elísama,

27 hans son Nún, hans son Jósúa.

28 Óðal þeirra og bústaðir voru: Betel og þorpin umhverfis, austur að Naaran og vestur að Geser og þorpunum umhverfis, enn fremur Síkem og þorpin umhverfis til Aja og þorpanna umhverfis.

29 Og í höndum Manassesona voru: Bet Sean og þorpin umhverfis, Taana og þorpin umhverfis, Megiddó og þorpin umhverfis, Dór og þorpin umhverfis. Þar bjuggu synir Jósefs, sonar Ísraels.

30 Synir Assers: Jímna, Jísva, Jísví og Bería, og systir þeirra var Seera.

31 Og synir Bería: Heber og Malkíel. Hann er faðir Birsaíts.

32 En Heber gat Jaflet, Semer, Hótam og Súu, systur þeirra.

33 Og synir Jaflets: Pasak, Bímehal og Asvat. Þessir voru synir Jaflets.

34 Og synir Semers: Ahí, Róhga, Húbba og Aram.

35 Og synir Helems, bróður hans: Sófa, Jímna, Seles og Amal.

36 Synir Sófa voru: Súa, Harnefer, Súal, Berí, Jímra,

37 Beser, Hód, Samma, Silsa, Jítran og Beera.

38 Og synir Jeters: Jefúnne, Pispa og Ara.

39 Og synir Úlla: Ara, Hanníel og Risja.

40 Allir þessir voru synir Assers, ætthöfðingjar, frábærir kappar, höfðingjar meðal þjóðhöfðingja. Töldust þeir, er skráðir voru til herþjónustu, tuttugu og sex þúsundir manns.

Benjamín gat Bela, frumgetning sinn, annan Asbel, þriðja Ahra,

fjórða Nóha, fimmta Rafa.

Og Bela átti að sonum: Addar, Gera, Abíhúd,

Abísúa, Naaman, Ahóa,

Gera, Sefúfan og Húram.

Þessir voru synir Ehúðs _ þessir voru ætthöfðingjar Gebabúa, og þeir herleiddu þá til Manahat,

og Naaman, Ahía og Gera, hann herleiddi þá _ hann gat Ússa og Ahíhúd.

Saharaím gat í Móabslandi, er hann hafði rekið þær frá sér, Húsím og Baöru konur sínar _

þá gat hann við Hódes konu sinni: Jóbab, Síbja, Mesa, Malkam,

10 Jeús, Sokja og Mirma. Þessir voru synir hans, ætthöfðingjar.

11 Og við Húsím gat hann Abítúb og Elpaal.

12 Og synir Elpaals voru: Eber, Míseam og Semer. Hann byggði Ónó og Lód og þorpin umhverfis.

13 Bería og Sema _ þeir voru ætthöfðingjar Ajalonbúa, þeir ráku burt íbúana í Gat _

14 og Elpaal bróðir hans og Sasak og Jeremót.

15 Sebadja, Arad, Eder,

16 Míkael, Jispa og Jóha voru synir Bería.

17 Sebadja, Mesúllam, Hiskí, Heber,

18 Jísmeraí, Jíslía og Jóbab voru synir Elpaals.

19 Jakím, Síkrí, Sabdí,

20 Elíenaí, Silletaí, Elíel,

21 Adaja, Beraja og Simrat voru synir Símeí.

22 Jíspan, Eber, Elíel,

23 Abdón, Síkrí, Hanan,

24 Hananja, Elam, Antótía,

25 Jífdeja og Penúel voru synir Sasaks.

26 Samseraí, Seharja, Atalja,

27 Jaaresja, Elía og Síkrí voru synir Jeróhams.

28 Þessir voru ætthöfðingjar í ættum sínum, höfðingjar. Þeir bjuggu í Jerúsalem.

29 Í Gíbeon bjuggu: Jegúel, faðir að Gíbeon, og kona hans hét Maaka.

30 Frumgetinn sonur hans var Abdón, þá Súr, Kís, Baal, Ner, Nadab,

31 Gedór, Ahjó og Seker.

32 En Míklót gat Símea. Einnig þeir bjuggu andspænis bræðrum sínum, hjá bræðrum sínum í Jerúsalem.

33 Ner gat Kís, og Kís gat Sál, og Sál gat Jónatan, Malkísúa, Abínadab og Esbaal.

34 Og sonur Jónatans var Meríbaal, og Meríbaal gat Míka,

35 og synir Míka voru: Píton, Melek, Tarea og Akas.

36 En Akas gat Jóadda, Jóadda gat Alemet, Asmavet og Simrí. Simrí gat Mósa,

37 Mósa gat Bínea, hans son var Rafa, hans son Eleasa, hans son Asel.

38 En Asel átti sex sonu. Þeir hétu: Asríkam, Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía og Hanan. Allir þessir voru synir Asels.

39 Synir Eseks bróður hans voru: Úlam, frumgetningurinn, annar Jeús, þriðji Elífelet.

40 Og synir Úlams voru kappar miklir, bogmenn góðir og áttu marga sonu og sonasonu, hundrað og fimmtíu alls. Allir þessir heyra til Benjamínssona.

Allir Ísraelsmenn voru skráðir í ættartölur. Eru þeir ritaðir í bók Ísraelskonunga. Og Júdamenn voru herleiddir til Babel sakir ótrúmennsku þeirra.

En hinir fyrri íbúar, er voru í landeign þeirra og borgum, voru Ísraelsmenn, prestarnir, levítarnir og musterisþjónarnir.

Og í Jerúsalem bjuggu menn af Júdasonum, Benjamínssonum, Efraímssonum og Manassesonum:

Útaí Ammíhúdsson, Omrísonar, Imrísonar, Banísonar, er var af niðjum Peres, sonar Júda.

Og af Sílónítum: Asaja, frumgetningurinn og synir hans.

Og af niðjum Sera: Jegúel. Og bræður þeirra voru sex hundruð og níutíu alls.

Af Benjamínítum: Sallúm Mesúllamsson, Hódavjasonar, Hassenúasonar,

enn fremur Jíbneja Jeróhamsson, Ela Ússíson, Míkrísonar, Mésúllam Sefatjason, Regúelssonar, Jíbnejasonar,

og bræður þeirra eftir ættum þeirra, níu hundruð fimmtíu og sex alls. Allir þessir menn voru ætthöfðingjar í ættum sínum.

10 Af prestunum: Jedaja, Jójaríb, Jakín

11 og Asarja Hilkíason, Mesúllamssonar, Sadókssonar, Merajótssonar, Ahítúbssonar, höfuðsmaður yfir musteri Guðs.

12 Enn fremur Adaja Jeróhamsson, Pashúrssonar, Malkíasonar, og Maesí Adíelsson, Jahserasonar, Mesúllamssonar, Mesillemítssonar, Immerssonar.

13 Og bræður þeirra, ætthöfðingjar, voru alls eitt þúsund, sjö hundruð og sextíu, dugandi menn til þess að gegna þjónustu við musteri Guðs.

14 Af levítunum: Semaja Hassúbsson, Asríkamssonar, Hasabjasonar, af Meraríniðjum.

15 Enn fremur Bakbakkar, Heres, Galal, Mattanja Míkason, Síkrísonar, Asafssonar,

16 og Óbadía Semajason, Galalssonar, Jedútúnssonar og Berekía Asason, Elkanasonar, er bjó í þorpum Netófatíta.

17 Hliðverðirnir: Sallúm, Akkúb, Talmon og Ahíman og bræður þeirra. Var Sallúm æðstur,

18 og gætir hann enn konungshliðsins gegnt austri. Þetta eru hliðverðirnir í hópi levíta.

19 En Sallúm Kóreson, Ebjasafssonar, Kórasonar, og bræður hans, er voru af ætt hans, Kóraítarnir, höfðu þjónustu á hendi, þar sem þeir gættu þröskulda tjaldsins. Höfðu feður þeirra gætt dyranna í herbúðum Drottins,

20 og var Pínehas Eleasarsson forðum höfðingi þeirra. Drottinn sé með honum!

21 En Sakaría Meselemjason gætti dyra samfundatjalds-búðarinnar.

22 Alls voru þessir, er teknir voru til þess að vera dyraverðir, tvö hundruð og tólf. Voru þeir skráðir í ættartölur í þorpum sínum _ höfðu þeir Davíð og Samúel, sjáandinn, skipað þá í embætti þeirra _,

23 voru þeir og synir þeirra við hliðin á húsi Drottins, tjaldbúðinni, til þess að gæta þeirra.

24 Stóðu hliðverðirnir gegnt hinum fjórum áttum, gegnt austri, vestri, norðri og suðri.

25 En bræður þeirra, er bjuggu í þorpum sínum, áttu að koma inn við og við, sjö daga í senn, til þess að aðstoða þá,

26 því að þeir, fjórir yfirhliðverðirnir, höfðu stöðugt starf á hendi. Þetta eru levítarnir. Þeir höfðu og umsjón með herbergjum og fjársjóðum Guðs húss,

27 og héldu til um nætur umhverfis musteri Guðs, því að þeir áttu að halda vörð, og á hverjum morgni áttu þeir að ljúka upp.

28 Og nokkrir þeirra áttu að sjá um þjónustuáhöldin. Skyldu þeir telja þau, er þeir báru þau út og inn.

29 Og nokkrir skyldu sjá um áhöldin, og það öll hin helgu áhöld, og hveitimjölið, vínið og olíuna, reykelsið og kryddjurtirnar,

30 og nokkrir af sonum prestanna skyldu gjöra smyrsl af kryddjurtunum,

31 en Mattitja, einum af levítum, frumgetningi Sallúms Kóraíta, var falinn pönnubaksturinn.

32 Og nokkrir af Kahatítum, bræðrum þeirra, skyldu sjá um raðsettu brauðin og leggja þau fram á hverjum hvíldardegi.

33 Söngvararnir, ætthöfðingjar levíta, búa í herbergjunum, lausir við önnur störf, því að þeir hafa starfs að gæta dag og nótt.

34 Þessir eru ætthöfðingjar levíta eftir ættum þeirra, höfðingjar. Þeir bjuggu í Jerúsalem.

35 Í Gíbeon bjuggu: Jeíel, faðir að Gíbeon, og kona hans hét Maaka.

36 Og frumgetinn sonur hans var Abdón, þá Súr, Kís, Baal, Ner, Nadab,

37 Gedór, Ahjó, Sakaría og Miklót.

38 En Miklót gat Símeam. Einnig þeir bjuggu andspænis bræðrum sínum, hjá bræðrum sínum í Jerúsalem.

39 Ner gat Kís og Kís gat Sál, og Sál gat Jónatan, Malkísúa, Abínadab og Esbaal.

40 Og sonur Jónatans var Meríbaal, og Meríbaal gat Míka.

41 Og synir Míka voru: Píton, Melek, Tahrea og Akas.

42 En Akas gat Jaera, Jaera gat Alemet, Asmavet og Simrí, en Simrí gat Mósa,

43 Mósa gat Bínea. Hans son var Refaja, hans son Eleasa, hans son Asel.

44 En Asel átti sex sonu. Þeir hétu: Asríkam, Bokrú, Ísmael, Searja, Óbadía, Hanan. Þessir eru synir Asels.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society

Jóhannesarguðspjall 6:22-44 Icelandic Bible (ICELAND)

22 Daginn eftir sá fólkið, sem eftir var handan vatnsins, að þar hafði ekki verið nema einn bátur og að Jesús hafði ekki stigið í bátinn með lærisveinum sínum, heldur höfðu þeir farið burt einir saman.

23 Aðrir bátar komu frá Tíberías í nánd við staðinn, þar sem þeir höfðu etið brauðið, þegar Drottinn gjörði þakkir.

24 Nú sáu menn, að Jesús var ekki þarna fremur en lærisveinar hans. Þeir stigu því í bátana og komu til Kapernaum í leit að Jesú.

25 Þeir fundu hann hinum megin við vatnið og spurðu hann: "Rabbí, nær komstu hingað?"

26 Jesús svaraði þeim: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér leitið mín ekki af því, að þér sáuð tákn, heldur af því, að þér átuð af brauðunum og urðuð mettir.

27 Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því á hann hefur faðirinn, Guð sjálfur, sett innsigli sitt."

28 Þá sögðu þeir við hann: "Hvað eigum vér að gjöra, svo að vér vinnum verk Guðs?"

29 Jesús svaraði þeim: "Þetta er verk Guðs, að þér trúið á þann, sem hann sendi."

30 Þeir spurðu hann þá: "Hvaða tákn gjörir þú, svo að vér sjáum og trúum þér? Hvað afrekar þú?

31 Feður vorir átu manna í eyðimörkinni, eins og ritað er: ,Brauð af himni gaf hann þeim að eta."`

32 Jesús sagði við þá: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni, heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni.

33 Brauð Guðs er sá, sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf."

34 Þá sögðu þeir við hann: "Herra, gef oss ætíð þetta brauð."

35 Jesús sagði þeim: "Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.

36 En ég hef sagt við yður: Þér hafið séð mig og trúið þó ekki.

37 Allt sem faðirinn gefur mér, mun koma til mín, og þann sem kemur til mín, mun ég alls eigi brott reka.

38 Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gjöra vilja minn, heldur vilja þess, er sendi mig.

39 En sá er vilji þess, sem sendi mig, að ég glati engu af öllu því, sem hann hefur gefið mér, heldur reisi það upp á efsta degi.

40 Því sá er vilji föður míns, að hver sem sér soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf, og ég mun reisa hann upp á efsta degi."

41 Nú kom upp kurr meðal Gyðinga út af því, að hann sagði: "Ég er brauðið, sem niður steig af himni,"

42 og þeir sögðu: "Er þetta ekki hann Jesús, sonur Jósefs? Vér þekkjum bæði föður hans og móður. Hvernig getur hann sagt, að hann sé stiginn niður af himni?"

43 Jesús svaraði þeim: "Verið ekki með kurr yðar á meðal.

44 Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, dragi hann, og ég mun reisa hann upp á efsta degi.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society

  Back

1 of 1

You'll get this book and many others when you join Bible Gateway Plus. Learn more

Viewing of
Cross references
Footnotes