Add parallel Print Page Options

Spádómur. Orð Drottins til Ísraels fyrir munn Malakí.

"Ég elska yður," segir Drottinn. Og ef þér spyrjið: "Með hverju hefir þú sýnt á oss kærleika þinn?" þá svarar Drottinn: "Var ekki Esaú bróðir Jakobs? En ég elskaði Jakob

og hafði óbeit á Esaú, svo að ég gjörði fjallbyggðir hans að auðn og fékk eyðimerkursjakölunum arfleifð hans til eignar."

Ef Edómítar segja: "Vér höfum að vísu orðið fyrir eyðingu, en vér munum byggja upp aftur rofin!" þá segir Drottinn allsherjar svo: "Byggi þeir, en ég mun rífa niður, svo að menn munu kalla þá Glæpaland og Lýðinn sem Drottinn er eilíflega reiður."

Þér munuð sjá það með eigin augum og þér munuð segja: "Mikill er Drottinn langt út fyrir landamæri Ísraels."

Sonurinn skal heiðra föður sinn og þrællinn húsbónda sinn. En sé ég nú faðir, hvar er þá heiðurinn sem mér ber, og sé ég húsbóndi, hvar er þá lotningin sem mér ber? _ segir Drottinn allsherjar við yður, þér prestar, sem óvirðið nafn mitt. Þér spyrjið: "Með hverju óvirðum vér nafn þitt?"

Þér berið fram óhreina fæðu á altari mitt. Og enn getið þér spurt: "Með hverju ósæmum vér þig?" þar sem þér þó segið: "Borð Drottins er lítils metandi!"

Og þegar þér færið fram blinda skepnu til fórnar, þá kallið þér það ekki saka, og þegar þér færið fram halta eða sjúka skepnu, þá kallið þér það ekki saka. Fær landstjóra þínum það, vit hvort honum geðjast þá vel að þér eða hvort hann tekur þér vel! _ segir Drottinn allsherjar.

Og nú, blíðkið Guð, til þess að hann sýni oss líknsemi. Yður er um þetta að kenna. Getur hann þá tekið nokkrum yðar vel? _ segir Drottinn allsherjar.

10 Sæmra væri, að einhver yðar lokaði musterisdyrunum, svo að þér tendruðuð ekki eld til ónýtis á altari mínu. Ég hefi enga velþóknun á yður _ segir Drottinn allsherjar, og ég girnist enga fórnargjöf af yðar hendi.

11 Frá upprás sólar allt til niðurgöngu hennar er nafn mitt mikið meðal þjóðanna, og alls staðar er nafni mínu fórnað reykelsi og hreinni matfórn, því að nafn mitt er mikið meðal þjóðanna _ segir Drottinn allsherjar.

12 En þér vanhelgið það, með því að þér segið: "Borð Drottins er óhreint, og það sem af því fellur oss til fæðslu, er einskis vert."

13 Og þér segið: "Sjá, hvílík fyrirhöfn!" og fyrirlítið það, _ segir Drottinn allsherjar _, og þér færið fram það sem rænt er og það sem halt er og það sem sjúkt er og færið það í fórn. Ætti ég að girnast slíkt af yðar hendi? _ segir Drottinn.

14 Bölvaðir veri þeir svikarar, er eiga hvatan fénað í hjörð sinni og gjöra heit, en fórna síðan Drottni gölluðu berfé! Því að ég er mikill konungur, _ segir Drottinn allsherjar _, og menn óttast nafn mitt meðal heiðingjanna.

Og nú út gengur þessi viðvörun til yðar, þér prestar:

Ef þér hlýðið ekki og látið yður ekki um það hugað að gefa nafni mínu dýrðina _ segir Drottinn allsherjar _, þá sendi ég yfir yður bölvunina og sný blessunum yðar í bölvun, já ég hefi þegar snúið þeim í bölvun, af því að þér látið yður ekki um það hugað.

Sjá, ég hegg af yður arminn og strái saur framan í yður, saurnum frá hátíðafórnunum, og varpa yður út til hans.

Og þér munuð viðurkenna, að ég hefi sent yður þessa viðvörun, til þess að sáttmáli minn við Leví mætti haldast _ segir Drottinn allsherjar.

Sáttmáli minn var við hann, líf og hamingju veitti ég honum, lotningarfullan ótta, svo að hann óttaðist mig og bæri mikla lotningu fyrir nafni mínu.

Sönn fræðsla var í munni hans og rangindi fundust ekki á vörum hans. Í friði og ráðvendni gekk hann með mér, og mörgum aftraði hann frá misgjörðum.

Því að varir prestsins eiga að varðveita þekking, og fræðslu leita menn af munni hans, því að hann er sendiboði Drottins allsherjar.

En þér hafið vikið af veginum og leitt marga í hrösun með fræðslu yðar, þér hafið spillt sáttmála Leví _ segir Drottinn allsherjar.

Fyrir því hefi ég og komið yður í fyrirlitning og óvirðing hjá gjörvöllum lýðnum, af því að þér gætið ekki minna vega og eruð hlutdrægir við fræðsluna.

10 Eigum vér ekki allir hinn sama föður? Hefir ekki einn Guð skapað oss? Hvers vegna breytum vér þá sviksamlega hver við annan og vanhelgum sáttmála feðra vorra?

11 Júda hefir gjörst trúrofi og svívirðingar viðgangast í Ísrael og í Jerúsalem, því að Júda hefir vanhelgað helgidóm Drottins, sem hann elskar, og gengið að eiga þær konur, sem trúa á útlenda guði.

12 Drottinn afmái fyrir þeim manni, er slíkt gjörir, kæranda og verjanda úr tjöldum Jakobs og þann er framber fórnargjafir fyrir Drottin allsherjar.

13 Í öðru lagi gjörið þér þetta: Þér hyljið altari Drottins með tárum, með gráti og andvörpunum, þar sem eigi getur framar komið til mála, að hann líti vingjarnlega á fórnirnar né taki á móti velþóknanlegum gjöfum af yðar hendi.

14 Þér segið: "Hvers vegna?" _ Af því að Drottinn var vottur að sáttmálsgjörðinni milli þín og konu æsku þinnar, er þú hefir nú brugðið trúnaði við, enda þótt hún væri förunautur þinn og eiginkona þín eftir gjörðu sáttmáli.

15 Hefir ekki einn og hinn sami gefið oss lífið og viðhaldið því? Og hvað heimtar sá hinn eini? Börn sem heyra Guði til. Gætið yðar því í huga yðar, og bregð eigi trúnaði við eiginkonu æsku þinnar.

16 Því að ég hata hjónaskilnað _ segir Drottinn, Ísraels Guð, _ og þann sem hylur klæði sín glæpum _ segir Drottinn allsherjar. Gætið yðar því í huga yðar og bregðið aldrei trúnaði.

17 Þér hafið mætt Drottin með orðum yðar og þér segið: "Með hverju mæðum vér hann?" Með því, að þér segið: "Sérhver sem illt gjörir, er góður í augum Drottins, og um slíka þykir honum vænt," eða: "Hvar er sá Guð, sem dæmir?"

Sjá, ég sendi sendiboða minn, og hann mun greiða veginn fyrir mér. Og bráðlega mun hann koma til musteris síns, sá Drottinn er þér leitið, og engill sáttmálans, sá er þér þráið. Sjá, hann kemur _ segir Drottinn allsherjar.

En hver má afbera þann dag, er hann kemur, og hver fær staðist, þegar hann birtist? Því að hann er sem eldur málmbræðslumannsins og sem lútarsalt þvottamannanna.

Og hann mun sitja og bræða og hreinsa silfrið, og hann mun hreinsa levítana og gjöra þá skíra sem gull og silfur, til þess að Drottinn hafi aftur þá menn, er bera fram fórnir á þann hátt sem rétt er,

og þá munu fórnir Júdamanna og Jerúsalembúa geðjast Drottni eins og forðum daga og eins og á löngu liðnum árum.

En ég mun nálægja mig yður til að halda dóm og mun skyndilega fram ganga sem vitni í gegn töframönnum, hórdómsmönnum og meinsærismönnum og í gegn þeim, sem hafa af daglaunamönnum, ekkjum og munaðarleysingjum og halla rétti útlendinga, en óttast mig ekki _ segir Drottinn allsherjar.

Ég, Drottinn, hefi ekki breytt mér, og þér, Jakobssynir, eruð samir við yður.

Allt í frá dögum feðra yðar hafið þér vikið frá setningum mínum og ekki gætt þeirra. Snúið yður til mín, þá mun ég snúa mér til yðar _ segir Drottinn allsherjar. En þér spyrjið: "Að hverju leyti eigum vér að snúa oss?"

Á maðurinn að pretta Guð, úr því að þér prettið mig? Þér spyrjið: "Í hverju höfum vér prettað þig?" Í tíund og fórnargjöfum.

Mikil bölvun hvílir yfir yður, af því að þér prettið mig, öll þjóðin.

10 Færið alla tíundina í forðabúrið til þess að fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt _ segir Drottinn allsherjar _, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun.

11 Og ég mun hasta á átvarginn fyrir yður, til þess að hann spilli ekki fyrir yður gróðri jarðarinnar og víntréð á akrinum verði yður ekki ávaxtarlaust _ segir Drottinn allsherjar.

12 Þá munu allar þjóðir telja yður sæla, því að þér munuð vera dýrindisland _ segir Drottinn allsherjar.

13 Hörð eru ummæli yðar um mig _ segir Drottinn. Og þér spyrjið: "Hvað höfum vér þá sagt vor í milli um þig?"

14 Þér segið: "Það er til einskis að þjóna Guði, eða hvaða ávinning höfum vér af því haft, að vér varðveittum boðorð hans og gengum í sorgarbúningi fyrir augliti Drottins allsherjar?

15 Fyrir því teljum vér nú hina hrokafullu sæla. Þeir þrifust eigi aðeins vel, þá er þeir höfðu guðleysi í frammi, heldur freistuðu þeir og Guðs, og sluppu óhegndir."

16 Þá mæltu þeir hver við annan, sem óttast Drottin, og Drottinn gaf gætur að því og heyrði það, og frammi fyrir augliti hans var rituð minnisbók fyrir þá, sem óttast Drottin og virða hans nafn.

17 Þeir skulu vera mín eign _ segir Drottinn allsherjar _ á þeim degi, sem ég hefst handa, og ég mun vægja þeim, eins og maður vægir syni sínum, sem þjónar honum.

18 Þá munuð þér aftur sjá þann mismun, sem er á milli réttláts manns og óguðlegs, á milli þess, sem Guði þjónar, og hins, sem ekki þjónar honum.

Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim _ segir Drottinn allsherjar _ svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.

En yfir yður, sem óttist nafn mitt, mun réttlætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum, og þér munuð út koma og leika yður eins og kálfar, sem út er hleypt úr stíu,

og þér munuð sundur troða hina óguðlegu, því að þeir munu verða aska undir iljum yðar, _ á þeim degi er ég hefst handa _ segir Drottinn allsherjar.

Munið eftir lögmáli Móse þjóns míns, þess er ég á Hóreb fól setninga og ákvæði fyrir allan Ísrael.

Sjá, ég sendi yður Elía spámann, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur.

A prophecy:(A) The word(B) of the Lord to Israel through Malachi.[a]

Israel Doubts God’s Love

“I have loved(C) you,” says the Lord.

“But you ask,(D) ‘How have you loved us?’

“Was not Esau Jacob’s brother?” declares the Lord. “Yet I have loved Jacob,(E) but Esau I have hated,(F) and I have turned his hill country into a wasteland(G) and left his inheritance to the desert jackals.(H)

Edom(I) may say, “Though we have been crushed, we will rebuild(J) the ruins.”

But this is what the Lord Almighty says: “They may build, but I will demolish.(K) They will be called the Wicked Land, a people always under the wrath of the Lord.(L) You will see it with your own eyes and say, ‘Great(M) is the Lord—even beyond the borders of Israel!’(N)

Breaking Covenant Through Blemished Sacrifices

“A son honors his father,(O) and a slave his master.(P) If I am a father, where is the honor due me? If I am a master, where is the respect(Q) due me?” says the Lord Almighty.(R)

“It is you priests who show contempt for my name.

“But you ask,(S) ‘How have we shown contempt for your name?’

“By offering defiled food(T) on my altar.

“But you ask,(U) ‘How have we defiled you?’

“By saying that the Lord’s table(V) is contemptible. When you offer blind animals for sacrifice, is that not wrong? When you sacrifice lame or diseased animals,(W) is that not wrong? Try offering them to your governor! Would he be pleased(X) with you? Would he accept you?” says the Lord Almighty.(Y)

“Now plead with God to be gracious to us. With such offerings(Z) from your hands, will he accept(AA) you?”—says the Lord Almighty.

10 “Oh, that one of you would shut the temple doors,(AB) so that you would not light useless fires on my altar! I am not pleased(AC) with you,” says the Lord Almighty, “and I will accept(AD) no offering(AE) from your hands. 11 My name will be great(AF) among the nations,(AG) from where the sun rises to where it sets.(AH) In every place incense(AI) and pure offerings(AJ) will be brought to me, because my name will be great among the nations,” says the Lord Almighty.

12 “But you profane it by saying, ‘The Lord’s table(AK) is defiled,’ and, ‘Its food(AL) is contemptible.’ 13 And you say, ‘What a burden!’(AM) and you sniff at it contemptuously,(AN)” says the Lord Almighty.

“When you bring injured, lame or diseased animals and offer them as sacrifices,(AO) should I accept them from your hands?”(AP) says the Lord. 14 “Cursed is the cheat who has an acceptable male in his flock and vows to give it, but then sacrifices a blemished animal(AQ) to the Lord. For I am a great king,(AR)” says the Lord Almighty,(AS) “and my name is to be feared(AT) among the nations.(AU)

Additional Warning to the Priests

“And now, you priests, this warning is for you.(AV) If you do not listen,(AW) and if you do not resolve to honor(AX) my name,” says the Lord Almighty, “I will send a curse(AY) on you, and I will curse your blessings.(AZ) Yes, I have already cursed them, because you have not resolved to honor me.

“Because of you I will rebuke your descendants[b]; I will smear on your faces the dung(BA) from your festival sacrifices, and you will be carried off with it.(BB) And you will know that I have sent you this warning so that my covenant with Levi(BC) may continue,” says the Lord Almighty. “My covenant was with him, a covenant(BD) of life and peace,(BE) and I gave them to him; this called for reverence(BF) and he revered me and stood in awe of my name. True instruction(BG) was in his mouth and nothing false was found on his lips. He walked(BH) with me in peace(BI) and uprightness,(BJ) and turned many from sin.(BK)

“For the lips of a priest(BL) ought to preserve knowledge, because he is the messenger(BM) of the Lord Almighty and people seek instruction from his mouth.(BN) But you have turned from the way(BO) and by your teaching have caused many to stumble;(BP) you have violated the covenant(BQ) with Levi,”(BR) says the Lord Almighty. “So I have caused you to be despised(BS) and humiliated(BT) before all the people, because you have not followed my ways but have shown partiality(BU) in matters of the law.”(BV)

Breaking Covenant Through Divorce

10 Do we not all have one Father[c]?(BW) Did not one God create us?(BX) Why do we profane the covenant(BY) of our ancestors by being unfaithful(BZ) to one another?

11 Judah has been unfaithful. A detestable(CA) thing has been committed in Israel and in Jerusalem: Judah has desecrated the sanctuary the Lord loves(CB) by marrying(CC) women who worship a foreign god.(CD) 12 As for the man who does this, whoever he may be, may the Lord remove(CE) him from the tents of Jacob[d](CF)—even though he brings an offering(CG) to the Lord Almighty.

13 Another thing you do: You flood the Lord’s altar with tears.(CH) You weep and wail(CI) because he no longer looks with favor(CJ) on your offerings or accepts them with pleasure from your hands.(CK) 14 You ask,(CL) “Why?” It is because the Lord is the witness(CM) between you and the wife of your youth.(CN) You have been unfaithful to her, though she is your partner, the wife of your marriage covenant.(CO)

15 Has not the one God made you?(CP) You belong to him in body and spirit. And what does the one God seek? Godly offspring.[e](CQ) So be on your guard,(CR) and do not be unfaithful(CS) to the wife of your youth.

16 “The man who hates and divorces his wife,(CT)” says the Lord, the God of Israel, “does violence to the one he should protect,”[f](CU) says the Lord Almighty.

So be on your guard,(CV) and do not be unfaithful.

Breaking Covenant Through Injustice

17 You have wearied(CW) the Lord with your words.

“How have we wearied him?” you ask.(CX)

By saying, “All who do evil are good in the eyes of the Lord, and he is pleased(CY) with them” or “Where is the God of justice?(CZ)

“I will send my messenger,(DA) who will prepare the way before me.(DB) Then suddenly the Lord(DC) you are seeking will come to his temple; the messenger of the covenant,(DD) whom you desire,(DE) will come,” says the Lord Almighty.

But who can endure(DF) the day of his coming?(DG) Who can stand(DH) when he appears? For he will be like a refiner’s fire(DI) or a launderer’s soap.(DJ) He will sit as a refiner and purifier of silver;(DK) he will purify(DL) the Levites and refine them like gold and silver.(DM) Then the Lord will have men who will bring offerings in righteousness,(DN) and the offerings(DO) of Judah and Jerusalem will be acceptable to the Lord, as in days gone by, as in former years.(DP)

“So I will come to put you on trial. I will be quick to testify against sorcerers,(DQ) adulterers(DR) and perjurers,(DS) against those who defraud laborers of their wages,(DT) who oppress the widows(DU) and the fatherless, and deprive the foreigners(DV) among you of justice, but do not fear(DW) me,” says the Lord Almighty.

Breaking Covenant by Withholding Tithes

“I the Lord do not change.(DX) So you, the descendants of Jacob, are not destroyed.(DY) Ever since the time of your ancestors you have turned away(DZ) from my decrees and have not kept them. Return(EA) to me, and I will return to you,”(EB) says the Lord Almighty.

“But you ask,(EC) ‘How are we to return?’

“Will a mere mortal rob(ED) God? Yet you rob me.

“But you ask, ‘How are we robbing you?’

“In tithes(EE) and offerings. You are under a curse(EF)—your whole nation—because you are robbing me. 10 Bring the whole tithe(EG) into the storehouse,(EH) that there may be food in my house. Test me in this,” says the Lord Almighty, “and see if I will not throw open the floodgates(EI) of heaven and pour out(EJ) so much blessing(EK) that there will not be room enough to store it.(EL) 11 I will prevent pests from devouring(EM) your crops, and the vines in your fields will not drop their fruit before it is ripe,(EN)” says the Lord Almighty. 12 “Then all the nations will call you blessed,(EO) for yours will be a delightful land,”(EP) says the Lord Almighty.(EQ)

Israel Speaks Arrogantly Against God

13 “You have spoken arrogantly(ER) against me,” says the Lord.

“Yet you ask,(ES) ‘What have we said against you?’

14 “You have said, ‘It is futile(ET) to serve(EU) God. What do we gain by carrying out his requirements(EV) and going about like mourners(EW) before the Lord Almighty? 15 But now we call the arrogant(EX) blessed. Certainly evildoers(EY) prosper,(EZ) and even when they put God to the test, they get away with it.’”

The Faithful Remnant

16 Then those who feared the Lord talked with each other, and the Lord listened and heard.(FA) A scroll(FB) of remembrance was written in his presence concerning those who feared(FC) the Lord and honored his name.

17 “On the day when I act,” says the Lord Almighty, “they will be my(FD) treasured possession.(FE) I will spare(FF) them, just as a father has compassion and spares his son(FG) who serves him. 18 And you will again see the distinction between the righteous(FH) and the wicked, between those who serve God and those who do not.(FI)

Judgment and Covenant Renewal

[g]“Surely the day is coming;(FJ) it will burn like a furnace.(FK) All the arrogant(FL) and every evildoer will be stubble,(FM) and the day that is coming will set them on fire,(FN)” says the Lord Almighty. “Not a root or a branch(FO) will be left to them. But for you who revere my name,(FP) the sun of righteousness(FQ) will rise with healing(FR) in its rays. And you will go out and frolic(FS) like well-fed calves. Then you will trample(FT) on the wicked; they will be ashes(FU) under the soles of your feet on the day when I act,” says the Lord Almighty.

“Remember the law(FV) of my servant Moses, the decrees and laws I gave him at Horeb(FW) for all Israel.(FX)

“See, I will send the prophet Elijah(FY) to you before that great and dreadful day of the Lord comes.(FZ) He will turn the hearts of the parents to their children,(GA) and the hearts of the children to their parents; or else I will come and strike(GB) the land with total destruction.”(GC)

Footnotes

  1. Malachi 1:1 Malachi means my messenger.
  2. Malachi 2:3 Or will blight your grain
  3. Malachi 2:10 Or father
  4. Malachi 2:12 Or 12 May the Lord remove from the tents of Jacob anyone who gives testimony in behalf of the man who does this
  5. Malachi 2:15 The meaning of the Hebrew for the first part of this verse is uncertain.
  6. Malachi 2:16 Or “I hate divorce,” says the Lord, the God of Israel, “because the man who divorces his wife covers his garment with violence,”
  7. Malachi 4:1 In Hebrew texts 4:1-6 is numbered 3:19-24.

22 Og hann sýndi mér móðu lífsvatnsins, skínandi sem kristall. Hún rann frá hásæti Guðs og lambsins.

Á miðju stræti borgarinnar, beggja vegna móðunnar, var lífsins tré, sem ber tólf sinnum ávöxt. Á mánuði hverjum gefur það ávöxt sinn, og blöð trésins eru til lækningar þjóðunum.

Og engin bölvun mun framar til vera. Og hásæti Guðs og lambsins mun í borginni vera og þjónar hans munu honum þjóna.

Þeir munu sjá ásjónu hans og nafn hans mun vera á ennum þeirra.

Og nótt mun ekki framar til vera og þeir þurfa ekki lampaljós né sólarljós, því að Drottinn Guð skín á þá og þeir munu ríkja um aldir alda.

Og hann sagði við mig: "Þessi orð eru trú og sönn. Og Drottinn, Guð anda spámannanna, sendi engil sinn til að sýna þjónum sínum það, sem verða á innan skamms.

Sjá, ég kem skjótt. Sæll er sá, sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar."

Og ég, Jóhannes, er sá sem heyrði og sá þetta. Og er ég hafði heyrt það og séð, féll ég niður til að tilbiðja fyrir fótum engilsins, sem sýndi mér þetta.

Og hann segir við mig: "Varastu þetta! Ég er samþjónn þinn og bræðra þinna, spámannanna, og þeirra, sem varðveita orð þessarar bókar. Tilbið þú Guð."

10 Og hann segir við mig: "Innsigla þú ekki spádómsorð þessarar bókar, því að tíminn er í nánd.

11 Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglæti og hinn saurugi saurgi sig áfram og hinn réttláti stundi áfram réttlæti og hinn heilagi helgist áfram.

12 Sjá, ég kem skjótt, og launin hef ég með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.

13 Ég er Alfa og Ómega, hinn fyrsti og hinn síðasti, upphafið og endirinn.

14 Sælir eru þeir, sem þvo skikkjur sínar. Þeir fá aðgang að lífsins tré og mega ganga um hliðin inn í borgina.

15 Úti gista hundarnir og töframennirnir og frillulífismennirnir og manndrápararnir og skurðgoðadýrkendurnir og hver sem elskar og iðkar lygi.

16 Ég, Jesús, hef sent engil minn til að votta fyrir yður þessa hluti í söfnuðunum. Ég er rótarkvistur af kyni Davíðs, stjarnan skínandi, morgunstjarnan."

17 Og andinn og brúðurin segja: "Kom þú!" Og sá sem heyrir segi: "Kom þú!" Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn.

18 Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók.

19 Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók.

20 Sá sem þetta vottar segir: "Já, ég kem skjótt." Amen. Kom þú, Drottinn Jesús!

Eden Restored

22 Then the angel showed me the river(A) of the water of life,(B) as clear as crystal,(C) flowing(D) from the throne of God and of the Lamb down the middle of the great street of the city. On each side of the river stood the tree of life,(E) bearing twelve crops of fruit, yielding its fruit every month. And the leaves of the tree are for the healing of the nations.(F) No longer will there be any curse.(G) The throne of God and of the Lamb will be in the city, and his servants will serve him.(H) They will see his face,(I) and his name will be on their foreheads.(J) There will be no more night.(K) They will not need the light of a lamp or the light of the sun, for the Lord God will give them light.(L) And they will reign for ever and ever.(M)

John and the Angel

The angel said to me,(N) “These words are trustworthy and true.(O) The Lord, the God who inspires the prophets,(P) sent his angel(Q) to show his servants the things that must soon take place.”

“Look, I am coming soon!(R) Blessed(S) is the one who keeps the words of the prophecy written in this scroll.”(T)

I, John, am the one who heard and saw these things.(U) And when I had heard and seen them, I fell down to worship at the feet(V) of the angel who had been showing them to me. But he said to me, “Don’t do that! I am a fellow servant with you and with your fellow prophets and with all who keep the words of this scroll.(W) Worship God!”(X)

10 Then he told me, “Do not seal up(Y) the words of the prophecy of this scroll,(Z) because the time is near.(AA) 11 Let the one who does wrong continue to do wrong; let the vile person continue to be vile; let the one who does right continue to do right; and let the holy person continue to be holy.”(AB)

Epilogue: Invitation and Warning

12 “Look, I am coming soon!(AC) My reward is with me,(AD) and I will give to each person according to what they have done.(AE) 13 I am the Alpha and the Omega,(AF) the First and the Last,(AG) the Beginning and the End.(AH)

14 “Blessed are those who wash their robes,(AI) that they may have the right to the tree of life(AJ) and may go through the gates(AK) into the city.(AL) 15 Outside(AM) are the dogs,(AN) those who practice magic arts, the sexually immoral, the murderers, the idolaters and everyone who loves and practices falsehood.

16 “I, Jesus,(AO) have sent my angel(AP) to give you[a] this testimony for the churches.(AQ) I am the Root(AR) and the Offspring of David,(AS) and the bright Morning Star.”(AT)

17 The Spirit(AU) and the bride(AV) say, “Come!” And let the one who hears say, “Come!” Let the one who is thirsty come; and let the one who wishes take the free gift of the water of life.(AW)

18 I warn everyone who hears the words of the prophecy of this scroll:(AX) If anyone adds anything to them,(AY) God will add to that person the plagues described in this scroll.(AZ) 19 And if anyone takes words away(BA) from this scroll of prophecy,(BB) God will take away from that person any share in the tree of life(BC) and in the Holy City, which are described in this scroll.

20 He who testifies to these things(BD) says, “Yes, I am coming soon.”(BE)

Amen. Come, Lord Jesus.(BF)

21 The grace of the Lord Jesus be with God’s people.(BG) Amen.

Footnotes

  1. Revelation 22:16 The Greek is plural.