A A A A A
Bible Book List

Lúkasarguðspjall 18:18-23 Icelandic Bible (ICELAND)

18 Höfðingi nokkur spurði hann: "Góði meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?"

19 Jesús sagði við hann: "Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.

20 Þú kannt boðorðin: ,Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, heiðra föður þinn og móður."`

21 Hann sagði: "Alls þessa hef ég gætt frá æsku."

22 Þegar Jesús heyrði þetta, sagði hann við hann: "Enn er þér eins vant: Sel allt, sem þú átt, og skipt meðal fátækra, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan og fylg mér."

23 En er hann heyrði þetta, varð hann hryggur við, enda auðugur mjög.

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society

  Back

1 of 1

You'll get this book and many others when you join Bible Gateway Plus. Learn more

Viewing of
Cross references
Footnotes