Add parallel Print Page Options

36 Og Elíhú hélt áfram og sagði:

Haf þolinmæði við mig enn stutta stund, að ég megi fræða þig, því að enn má margt segja Guði til varnar.

Ég ætla að sækja þekking mína langar leiðir og sanna, að skapari minn hafi á réttu að standa.

Því að vissulega fer ég eigi með ósannindi, maður með fullkominni þekking stendur frammi fyrir þér.

Sjá, Guð er voldugur, þó fyrirlítur hann engan, voldugur að andans krafti.

Hann viðheldur ekki lífi hins óguðlega, en veitir hinum voluðu rétt þeirra.

Hann hefir ekki augun af hinum réttláta, og hjá konungum í hásætinu lætur hann þá sitja að eilífu, til þess að þeir séu hátt upp hafnir.

Og þótt þeir verði viðjum reyrðir, veiddir í snörur eymdarinnar,

og hann setur þeim fyrir sjónir gjörðir þeirra og afbrot þeirra að þeir breyttu drambsamlega,

10 og hann opnar eyru þeirra fyrir umvönduninni og segir að þeir skuli snúa sér frá ranglæti, _

11 ef þeir þá hlýða og þjóna honum, þá eyða þeir dögum sínum í velgengni og árum sínum í unaði.

12 En hlýði þeir ekki, þá farast þeir fyrir skotvopnum, gefa upp andann í vanhyggju sinni.

13 Því að vonskufullir í hjarta ala þeir með sér reiði, hrópa eigi á hjálp, þegar hann fjötrar þá.

14 Önd þeirra deyr í æskublóma og líf þeirra eins og hórsveina.

15 En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni.

16 Einnig þig ginnir hann út úr gini neyðarinnar út á víðlendi, þar sem engin þrengsli eru, og það sem kemur á borð þitt, er fullt af feiti.

17 En ef þú vinnur til dóms hins óguðlega, þá munu dómur og réttur hremma þig.

18 Lát því eigi reiðina ginna þig til spotts, og lát eigi stærð lausnargjaldsins tæla þig.

19 Mun hróp þitt koma þér úr nauðunum eða nokkur áreynsla krafta þinna?

20 Þráðu eigi nóttina, þá er þjóðir sópast burt af stöðvum sínum.

21 Gæt þín, snú þér eigi að ranglæti, því að það kýst þú heldur en að líða.

22 Sjá, Guð er háleitur í framkvæmdum máttar síns, hver er slíkur kennari sem hann?

23 Hver hefir fyrirskipað honum veg hans, og hver dirfist að segja: "Þú hefir gjört rangt"?

24 Minnstu þess, að þú vegsamir verk hans, það er mennirnir syngja um lofkvæði.

25 Allir menn horfa með fögnuði á það, dauðlegur maðurinn lítur það úr fjarska.

26 Já, Guð er mikill og vér þekkjum hann ekki, tala ára hans órannsakanleg.

27 Því að hann dregur upp vatnsdropana og lætur ýra úr þoku sinni,

28 regnið, sem skýin láta niður streyma, drjúpa yfir marga menn.

29 Og hver skilur útbreiðslu skýjanna og dunurnar í tjaldi hans?

30 Sjá, hann breiðir ljós sitt út kringum sig og hylur djúp hafsins.

31 Því að með því dæmir hann þjóðirnar, með því veitir hann fæðu í ríkum mæli.

32 Hendur sínar hylur hann ljósi og býður því út gegn fjandmanni sínum.

33 Þruma hans boðar komu hans, hans sem lætur reiði sína geisa gegn ranglætinu.

37 Já, yfir þessu titrar hjarta mitt og hrökkur upp úr stað sínum.

Heyrið, heyrið drunur raddar hans og hvininn, sem út fer af munni hans.

Undir öllum himninum lætur hann eldinguna þjóta og leiftur sitt út á jaðra jarðarinnar.

Á eftir því kemur öskrandi skrugga, hann þrumar með sinni tignarlegu raust og heldur eldingunum ekki aftur, þá er raust hans lætur til sín heyra.

Guð þrumar undursamlega með raust sinni, hann sem gjörir mikla hluti, er vér eigi skiljum.

Því að hann segir við snjóinn: "Fall þú á jörðina," og eins við hellirigninguna og hennar dynjandi helliskúrir.

Hann innsiglar hönd sérhvers manns, til þess að allir menn viðurkenni verk hans.

Þá fara villidýrin í fylgsni sín og hvílast í bælum sínum.

Stormurinn kemur úr forðabúrinu og kuldinn af norðanvindunum.

10 Fyrir andgust Guðs verður ísinn til, og víð vötnin eru lögð í læðing.

11 Hann hleður skýin vætu, tvístrar leifturskýi sínu víðsvegar.

12 En það snýst í allar áttir, eftir því sem hann leiðir það, til þess að það framkvæmi allt það er hann býður því, á yfirborði allrar jarðarinnar.

13 Hann lætur því ljósta niður, hvort sem það er til hirtingar eða til að vökva jörðina eða til að blessa hana.

14 Hlýð þú á þetta, Job, stattu kyrr og gef gaum að dásemdum Guðs.

15 Skilur þú, hvernig Guð felur þeim hlutverk þeirra og lætur leiftur skýja sinna skína?

16 Skilur þú, hvernig skýin svífa, dásemdir hans, sem fullkominn er að vísdómi,

17 þú, sem fötin hitna á, þá er jörðin mókir í sunnanmollu?

18 Þenur þú út með honum heiðhimininn, sem fastur er eins og steyptur spegill?

19 Kenn oss, hvað vér eigum að segja við hann! Vér megnum ekkert fram að færa fyrir myrkri.

20 Á að segja honum, að ég ætli að tala? Eða hefir nokkur sagt, að hann óski að verða gjöreyddur?

21 Og nú sjá menn að sönnu ekki ljósið, sem skín skært að skýjabaki, en vindurinn þýtur áfram og sópar skýjunum burt.

22 Gullið kemur úr norðri, um Guð lykur ógurlegur ljómi.

23 Vér náum eigi til hins Almáttka, til hans, sem er mikill að mætti. En réttinn og hið fulla réttlæti vanrækir hann ekki.

24 Fyrir því óttast mennirnir hann, en hann lítur ekki við neinum sjálfbirgingum.

36 Elihu continued:

“Bear with me a little longer and I will show you
    that there is more to be said in God’s behalf.
I get my knowledge from afar;(A)
    I will ascribe justice to my Maker.(B)
Be assured that my words are not false;(C)
    one who has perfect knowledge(D) is with you.(E)

“God is mighty,(F) but despises no one;(G)
    he is mighty, and firm in his purpose.(H)
He does not keep the wicked alive(I)
    but gives the afflicted their rights.(J)
He does not take his eyes off the righteous;(K)
    he enthrones them with kings(L)
    and exalts them forever.(M)
But if people are bound in chains,(N)
    held fast by cords of affliction,(O)
he tells them what they have done—
    that they have sinned arrogantly.(P)
10 He makes them listen(Q) to correction(R)
    and commands them to repent of their evil.(S)
11 If they obey and serve him,(T)
    they will spend the rest of their days in prosperity(U)
    and their years in contentment.(V)
12 But if they do not listen,
    they will perish by the sword[a](W)
    and die without knowledge.(X)

13 “The godless in heart(Y) harbor resentment;(Z)
    even when he fetters them, they do not cry for help.(AA)
14 They die in their youth,(AB)
    among male prostitutes of the shrines.(AC)
15 But those who suffer(AD) he delivers in their suffering;(AE)
    he speaks(AF) to them in their affliction.(AG)

16 “He is wooing(AH) you from the jaws of distress
    to a spacious place(AI) free from restriction,(AJ)
    to the comfort of your table(AK) laden with choice food.(AL)
17 But now you are laden with the judgment due the wicked;(AM)
    judgment and justice have taken hold of you.(AN)
18 Be careful that no one entices you by riches;
    do not let a large bribe(AO) turn you aside.(AP)
19 Would your wealth(AQ) or even all your mighty efforts
    sustain you so you would not be in distress?
20 Do not long for the night,(AR)
    to drag people away from their homes.[b]
21 Beware of turning to evil,(AS)
    which you seem to prefer to affliction.(AT)

22 “God is exalted in his power.(AU)
    Who is a teacher like him?(AV)
23 Who has prescribed his ways(AW) for him,(AX)
    or said to him, ‘You have done wrong’?(AY)
24 Remember to extol his work,(AZ)
    which people have praised in song.(BA)
25 All humanity has seen it;(BB)
    mortals gaze on it from afar.
26 How great is God—beyond our understanding!(BC)
    The number of his years is past finding out.(BD)

27 “He draws up the drops of water,(BE)
    which distill as rain to the streams[c];(BF)
28 the clouds pour down their moisture
    and abundant showers(BG) fall on mankind.(BH)
29 Who can understand how he spreads out the clouds,
    how he thunders(BI) from his pavilion?(BJ)
30 See how he scatters his lightning(BK) about him,
    bathing the depths of the sea.(BL)
31 This is the way he governs[d] the nations(BM)
    and provides food(BN) in abundance.(BO)
32 He fills his hands with lightning
    and commands it to strike its mark.(BP)
33 His thunder announces the coming storm;(BQ)
    even the cattle make known its approach.[e](BR)

37 “At this my heart pounds(BS)
    and leaps from its place.
Listen!(BT) Listen to the roar of his voice,(BU)
    to the rumbling that comes from his mouth.(BV)
He unleashes his lightning(BW) beneath the whole heaven
    and sends it to the ends of the earth.(BX)
After that comes the sound of his roar;
    he thunders(BY) with his majestic voice.(BZ)
When his voice resounds,
    he holds nothing back.
God’s voice thunders(CA) in marvelous ways;(CB)
    he does great things beyond our understanding.(CC)
He says to the snow,(CD) ‘Fall on the earth,’
    and to the rain shower, ‘Be a mighty downpour.’(CE)
So that everyone he has made may know his work,(CF)
    he stops all people from their labor.[f](CG)
The animals take cover;(CH)
    they remain in their dens.(CI)
The tempest comes out from its chamber,(CJ)
    the cold from the driving winds.(CK)
10 The breath of God produces ice,
    and the broad waters become frozen.(CL)
11 He loads the clouds with moisture;(CM)
    he scatters his lightning(CN) through them.(CO)
12 At his direction they swirl around
    over the face of the whole earth
    to do whatever he commands them.(CP)
13 He brings the clouds to punish people,(CQ)
    or to water his earth and show his love.(CR)

14 “Listen(CS) to this, Job;
    stop and consider God’s wonders.(CT)
15 Do you know how God controls the clouds
    and makes his lightning(CU) flash?(CV)
16 Do you know how the clouds hang poised,(CW)
    those wonders of him who has perfect knowledge?(CX)
17 You who swelter in your clothes
    when the land lies hushed under the south wind,(CY)
18 can you join him in spreading out the skies,(CZ)
    hard as a mirror of cast bronze?(DA)

19 “Tell us what we should say to him;(DB)
    we cannot draw up our case(DC) because of our darkness.(DD)
20 Should he be told that I want to speak?
    Would anyone ask to be swallowed up?
21 Now no one can look at the sun,(DE)
    bright as it is in the skies
    after the wind has swept them clean.
22 Out of the north he comes in golden splendor;(DF)
    God comes in awesome majesty.(DG)
23 The Almighty is beyond our reach and exalted in power;(DH)
    in his justice(DI) and great righteousness, he does not oppress.(DJ)
24 Therefore, people revere him,(DK)
    for does he not have regard for all the wise(DL) in heart?[g]

Footnotes

  1. Job 36:12 Or will cross the river
  2. Job 36:20 The meaning of the Hebrew for verses 18-20 is uncertain.
  3. Job 36:27 Or distill from the mist as rain
  4. Job 36:31 Or nourishes
  5. Job 36:33 Or announces his coming— / the One zealous against evil
  6. Job 37:7 Or work, / he fills all people with fear by his power
  7. Job 37:24 Or for he does not have regard for any who think they are wise.

22 Postularnir og öldungarnir, ásamt öllum söfnuðinum, samþykktu þá að kjósa menn úr sínum hópi og senda með Páli og Barnabasi til Antíokkíu þá Júdas, er kallaður var Barsabbas, og Sílas, forystumenn meðal bræðranna.

23 Þeir rituðu með þeim: "Postularnir og öldungarnir, bræður yðar, senda bræðrunum í Antíokkíu, Sýrlandi og Kilikíu, er áður voru heiðnir, kveðju sína.

24 Vér höfum heyrt, að nokkrir frá oss hafi óróað yður með orðum sínum og komið róti á hugi yðar, án þess vér hefðum þeim neitt um boðið.

25 Því höfum vér einróma ályktað að kjósa menn og senda til yðar með vorum elskuðu Barnabasi og Páli,

26 mönnum, er lagt hafa líf sitt í hættu vegna nafns Drottins vors Jesú Krists.

27 Vér sendum því Júdas og Sílas, og boða þeir yður munnlega hið sama.

28 Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er,

29 að þér haldið yður frá kjöti fórnuðu skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Ef þér varist þetta, gjörið þér vel. Verið sælir."

30 Þeir voru nú sendir af stað og komu norður til Antíokkíu, kölluðu saman söfnuðinn og skiluðu bréfinu.

31 En er menn lásu það, urðu þeir glaðir yfir þessari uppörvun.

32 Júdas og Sílas, sem sjálfir voru spámenn, hvöttu bræðurna með mörgum orðum og styrktu þá.

33 Þegar þeir höfðu dvalist þar um hríð, kvöddu þeir bræðurna og báðu þeim friðar og héldu aftur til þeirra, sem höfðu sent þá.

35 En Páll og Barnabas héldu kyrru fyrir í Antíokkíu, kenndu og boðuðu ásamt mörgum öðrum orð Drottins.

36 Eftir nokkra daga sagði Páll við Barnabas: "Förum nú aftur og vitjum bræðranna í hverri borg, þar sem vér höfum boðað orð Drottins, og sjáum, hvað þeim líður."

37 Barnabas vildi þá líka taka með Jóhannes, er kallaður var Markús.

38 En Páli þótti eigi rétt að taka með þann mann, er skilið hafði við þá í Pamfýlíu og ekki gengið að verki með þeim.

39 Varð þeim mjög sundurorða, og skildi þar með þeim. Tók Barnabas Markús með sér og sigldi til Kýpur.

40 En Páll kaus sér Sílas og fór af stað, og fólu bræðurnir hann náð Drottins.

41 Fór hann um Sýrland og Kilikíu og styrkti söfnuðina.

Read full chapter

The Council’s Letter to Gentile Believers

22 Then the apostles and elders,(A) with the whole church, decided to choose some of their own men and send them to Antioch(B) with Paul and Barnabas. They chose Judas (called Barsabbas) and Silas,(C) men who were leaders among the believers. 23 With them they sent the following letter:

The apostles and elders, your brothers,

To the Gentile believers in Antioch,(D) Syria(E) and Cilicia:(F)

Greetings.(G)

24 We have heard that some went out from us without our authorization and disturbed you, troubling your minds by what they said.(H) 25 So we all agreed to choose some men and send them to you with our dear friends Barnabas and Paul— 26 men who have risked their lives(I) for the name of our Lord Jesus Christ. 27 Therefore we are sending Judas and Silas(J) to confirm by word of mouth what we are writing. 28 It seemed good to the Holy Spirit(K) and to us not to burden you with anything beyond the following requirements: 29 You are to abstain from food sacrificed to idols, from blood, from the meat of strangled animals and from sexual immorality.(L) You will do well to avoid these things.

Farewell.

30 So the men were sent off and went down to Antioch, where they gathered the church together and delivered the letter. 31 The people read it and were glad for its encouraging message. 32 Judas and Silas,(M) who themselves were prophets,(N) said much to encourage and strengthen the believers. 33 After spending some time there, they were sent off by the believers with the blessing of peace(O) to return to those who had sent them. [34] [a] 35 But Paul and Barnabas remained in Antioch, where they and many others taught and preached(P) the word of the Lord.(Q)

Disagreement Between Paul and Barnabas

36 Some time later Paul said to Barnabas, “Let us go back and visit the believers in all the towns(R) where we preached the word of the Lord(S) and see how they are doing.” 37 Barnabas wanted to take John, also called Mark,(T) with them, 38 but Paul did not think it wise to take him, because he had deserted them(U) in Pamphylia and had not continued with them in the work. 39 They had such a sharp disagreement that they parted company. Barnabas took Mark and sailed for Cyprus, 40 but Paul chose Silas(V) and left, commended by the believers to the grace of the Lord.(W) 41 He went through Syria(X) and Cilicia,(Y) strengthening the churches.(Z)

Read full chapter

Footnotes

  1. Acts 15:34 Some manuscripts include here But Silas decided to remain there.