A A A A A
Bible Book List

Jobsbók 24-28 Icelandic Bible (ICELAND)

24 Hvers vegna eru ekki hegningartímar geymdir af hinum Almáttka,

og hví sjá þeir ekki daga hans, sem á hann trúa? Menn færa landamerki úr stað, ræna hjörðum og halda þeim á beit.

Asna munaðarleysingjanna reka menn burt og taka uxa ekkjunnar að veði.

Þeir hrinda hinum fátæku út af veginum, hinir bágstöddu í landinu verða allir að fela sig.

Já, sem skógarasnar á öræfum ganga þeir út til starfa sinna, leitandi að fæðu, eyðimörkin veitir þeim brauð handa börnunum.

Á akrinum uppskera þeir fóður sitt og fara í eftirleit í víngarði hins óguðlega.

Naktir liggja þeir um nætur, klæðlausir, og hafa enga ábreiðu í kuldanum.

Þeir eru gagndrepa af fjallaskúrunum, og hælislausir faðma þeir klettinn.

Menn slíta föðurleysingjana af brjóstinu og taka veð af hinum bágstöddu.

10 Naktir ganga þeir, klæðlausir, og hungraðir bera þeir kornbundin.

11 Í olífugörðum annarra pressa þeir olíu, troða vínlagarþrór og kveljast af þorsta.

12 Úr borgunum heyrast stunur deyjandi manna, sálir hinna drepnu hrópa á hefnd, en Guð gefur ekki gaum að óhæfunni.

13 Slíkir menn eru ljósfjendur orðnir, þeir þekkja ekki vegu hans og halda sig ekki á stigum hans.

14 Með morgunsárinu fer morðinginn á fætur og drepur hinn volaða og snauða, og á nóttunni læðist þjófurinn.

15 Og auga hórkarlsins bíður eftir rökkrinu, og hann segir: "Ekkert auga sér mig," og dregur skýlu fyrir andlitið.

16 Í myrkrinu brjótast þeir inn í hús, á daginn loka þeir sig inni, þeir þekkja ekki ljósið.

17 Því að öllum er þeim niðamyrkrið morgunn, því að þeir eru nákunnugir skelfingum niðamyrkursins.

18 Fljótt berst hann burt með straumnum, bölvaður verður erfðahluti hans í landinu, hann snýr eigi framar á leið til víngarðanna.

19 Þurrkur og hiti hrífa snjóvatnið burt, Hel þann, er svo hefir syndgað.

20 Móðurskautið gleymir honum, ormarnir gæða sér á honum. Hans er eigi framar minnst, og ranglætið verður brotið sundur eins og tré,

21 hann sem rændi óbyrjuna, er ekki fæddi, og enga velgjörð sýndi ekkjunni.

22 En Guð heldur samt hinum volduga við með mætti sínum, slíkur maður rís aftur upp, þótt hann væri tekinn að örvænta um lífið.

23 Guð veitir honum að lifa óhultur, og hann er studdur, og augu hans vaka yfir vegum hans.

24 Hátt standa þeir, en eftir stundarkorn eru þeir horfnir. Þeir hníga, þeir eru hrifnir burt eins og allir aðrir og sviðnir af eins og höfuð kornaxins.

25 Og ef það er eigi svo, _ hver vill þá sanna, að ég sé lygari, og gjöra ræðu mína að engu?

25 Þá svaraði Bildad frá Súa og sagði:

Hans er drottinvald og ótti, hans sem lætur frið ríkja í hæðum sínum.

Verður tölu komið á hersveitir hans, og yfir hverjum rennur ekki upp ljós hans?

Hvernig ætti maðurinn þá að vera réttlátur hjá Guði, og hvernig ætti sá að vera hreinn, sem af konu er fæddur?

Sjá, jafnvel tunglið, það er ekki bjart, og stjörnurnar eru ekki hreinar í augum hans,

hvað þá maðurinn, maðkurinn, og mannssonurinn, ormurinn!

26 Þá svaraði Job og sagði:

En hvað þú hefir hjálpað hinum þróttlausa, stutt hinn máttvana armlegg!

En hvað þú hefir ráðið hinum óvitra og kunngjört mikla speki!

Fyrir hverjum hefir þú flutt ræðu þína, og hvers andi var það, sem gekk fram úr þér?

Andar hinna framliðnu í undirdjúpunum skelfast ásamt vötnunum og íbúum þeirra.

Naktir liggja undirheimar fyrir Guði og undirdjúpin skýlulaus.

Hann þenur norðrið út yfir auðninni og lætur jörðina svífa í tómum geimnum,

hann bindur vatnið saman í skýjum sínum, og þó brestur skýflókinn ekki undir því,

hann byrgir fyrir ásjónu hásætis síns með því að breiða ský sitt yfir hana.

10 Marklínu hefir hann dregið hringinn í kring á haffletinum, þar sem mætast ljós og myrkur.

11 Stoðir himinsins nötra og hræðast ógnun hans.

12 Með mætti sínum æsir hann hafið, og með hyggindum sínum sundurmolar hann hafdrekann.

13 Fyrir andgusti hans verður himinninn heiður, hönd hans leggur í gegn hinn flughraða dreka.

14 Sjá, þetta eru aðeins ystu takmörk vega hans, og hversu lágt hvísl er það, sem vér heyrum! En þrumu máttarverka hans _ hver skilur hana?

27 Og Job hélt áfram að flytja ræðu sína og mælti:

Svo sannarlega sem Guð lifir, sá er svipt hefir mig rétti mínum, og hinn Almáttki, er hryggt hefir sálu mína:

meðan lífsönd er í mér og andi Guðs í nösum mínum,

skulu varir mínar ekki tala ranglæti og tunga mín ekki mæla svik.

Fjarri sé mér að játa, að þér hafið rétt að mæla. Þar til er ég gef upp andann, læt ég ekki taka frá mér sakleysi mitt.

Ég held fast í réttlæti mitt og sleppi því ekki, hjarta mitt átelur mig ekki fyrir neinn daga minna.

Fyrir óvini mínum fari eins og hinum óguðlega og fyrir mótstöðumanni mínum eins og hinum rangláta.

Því að hvaða von hefir guðlaus maður, þegar skorið er á þráðinn, þá er Guð hrífur burt líf hans?

Ætli Guð heyri óp hans, þá er neyð kemur yfir hann?

10 Eða getur hann haft yndi af hinum Almáttka, hrópað til Guðs, hvenær sem vera skal?

11 Ég vil fræða yður um hönd Guðs, eigi leyna því, er hinn Almáttki hefir í hyggju.

12 Sjá, þér hafið allir séð það sjálfir, hví farið þér þá með slíka heimsku?

13 Þetta er hlutskipti óguðlegs manns hjá Guði, arfleifð ofbeldismanns, sú er hann fær frá hinum Almáttka:

14 Eignist hann mörg börn, þá er það handa sverðinu, og afkvæmi hans mettast eigi af brauði.

15 Þeir af fólki hans er af komast, verða jarðaðir af drepsóttinni, og ekkjur þeirra halda engan harmagrát.

16 Þegar hann hrúgar saman silfri eins og sandi og hleður saman klæðum sem leir,

17 þá hleður hann þeim saman, en hinn réttláti klæðist þeim, og silfrinu deilir hinn saklausi.

18 Hann hefir byggt hús sitt eins og köngulló og svo sem skála, er varðmaður reisir sér.

19 Ríkur leggst hann til hvíldar _ hann gjörir það eigi oftar, hann lýkur upp augunum, og þá er allt farið.

20 Skelfingar ná honum eins og vatnaflaumur, um nótt hrífur stormurinn hann burt.

21 Austanvindurinn hefur hann á loft, svo að hann þýtur áfram, og feykir honum burt af stað hans.

22 Vægðarlaust sendir hann skeyti sín á hann, fyrir hendi hans flýr hann í skyndi _

23 þá skella menn saman lófum yfir honum og blístra hann burt frá bústað hans.

28 Að sönnu á silfrið upptökustað og gullið, sem menn hreinsa, fundarstað.

Járn er tekið úr jörðu, og steinn er bræddur að eiri.

Maðurinn hefir gjört enda á myrkrinu, og til ystu takmarka rannsakar hann steinana, sem faldir eru í kolniðamyrkri.

Hann brýtur námugöng fjarri þeim, sem í dagsbirtunni búa, gleymdur mannafótum, fjarlægur mönnum hangir hann, svífur hann.

Upp úr jörðinni sprettur brauð, en niðri í henni er öllu umturnað eins og af eldi.

Safírinn finnst í grjóti jarðarinnar, og gullkorn fær sá er grefur.

Örninn þekkir eigi veginn þangað, og valsaugað sér hann ekki,

hin drembnu rándýr ganga hann eigi, ekkert ljón fer hann.

Á tinnusteinana leggur maðurinn hönd sína, umturnar fjöllunum frá rótum.

10 Hann heggur göng í björgin, og auga hans sér alls konar dýrindi.

11 Hann bindur fyrir vatnsæðarnar, til þess að þær tárist ekki, og leiðir leynda hluti fram í dagsbirtuna.

12 En spekin, hvar er hana að finna, og hvar á viskan heima?

13 Enginn maður þekkir veginn til hennar, og hana er ekki að finna á landi lifenda.

14 Undirdjúpið segir: "Í mér er hún ekki!" og hafið segir: "Ekki er hún hjá mér!"

15 Hún fæst ekki fyrir skíragull, og ekki verður silfur reitt sem andvirði hennar.

16 Eigi verður hún Ófírgulli goldin né dýrum sjóam- og safírsteinum.

17 Gull og gler kemst ekki til jafns við hana, og hún fæst ekki í skiptum fyrir ker af skíragulli.

18 Kóralla og krystalla er ekki að nefna, og að eiga spekina er meira um vert en perlur.

19 Tópasar Blálands komast ekki til jafns við hana, hún verður ekki goldin með hreinasta gulli.

20 Já spekin, hvaðan kemur hún, og hvar á viskan heima?

21 Hún er falin augum allra þeirra er lifa, og fuglum loftsins er hún hulin.

22 Undirdjúpin og dauðinn segja: "Með eyrum vorum höfum vér heyrt hennar getið."

23 Guð veit veginn til hennar, og hann þekkir heimkynni hennar.

24 Því að hann sér til endimarka jarðar, lítur allt, sem undir himninum er.

25 Þá er hann ákvað þunga vindarins og ákvarðaði takmörk vatnsins,

26 þá er hann setti regninu lög og veg eldingunum,

27 þá sá hann hana og kunngjörði hana, fékk henni stað og rannsakaði hana einnig.

28 Og við manninn sagði hann: "Sjá, að óttast Drottin _ það er speki, og að forðast illt _ það er viska."

Icelandic Bible (ICELAND)

by Icelandic Bible Society

Job 24-28 New International Version (NIV)

24 “Why does the Almighty not set times for judgment?
    Why must those who know him look in vain for such days?
There are those who move boundary stones;
    they pasture flocks they have stolen.
They drive away the orphan’s donkey
    and take the widow’s ox in pledge.
They thrust the needy from the path
    and force all the poor of the land into hiding.
Like wild donkeys in the desert,
    the poor go about their labor of foraging food;
    the wasteland provides food for their children.
They gather fodder in the fields
    and glean in the vineyards of the wicked.
Lacking clothes, they spend the night naked;
    they have nothing to cover themselves in the cold.
They are drenched by mountain rains
    and hug the rocks for lack of shelter.
The fatherless child is snatched from the breast;
    the infant of the poor is seized for a debt.
10 Lacking clothes, they go about naked;
    they carry the sheaves, but still go hungry.
11 They crush olives among the terraces[a];
    they tread the winepresses, yet suffer thirst.
12 The groans of the dying rise from the city,
    and the souls of the wounded cry out for help.
    But God charges no one with wrongdoing.

13 “There are those who rebel against the light,
    who do not know its ways
    or stay in its paths.
14 When daylight is gone, the murderer rises up,
    kills the poor and needy,
    and in the night steals forth like a thief.
15 The eye of the adulterer watches for dusk;
    he thinks, ‘No eye will see me,’
    and he keeps his face concealed.
16 In the dark, thieves break into houses,
    but by day they shut themselves in;
    they want nothing to do with the light.
17 For all of them, midnight is their morning;
    they make friends with the terrors of darkness.

18 “Yet they are foam on the surface of the water;
    their portion of the land is cursed,
    so that no one goes to the vineyards.
19 As heat and drought snatch away the melted snow,
    so the grave snatches away those who have sinned.
20 The womb forgets them,
    the worm feasts on them;
the wicked are no longer remembered
    but are broken like a tree.
21 They prey on the barren and childless woman,
    and to the widow they show no kindness.
22 But God drags away the mighty by his power;
    though they become established, they have no assurance of life.
23 He may let them rest in a feeling of security,
    but his eyes are on their ways.
24 For a little while they are exalted, and then they are gone;
    they are brought low and gathered up like all others;
    they are cut off like heads of grain.

25 “If this is not so, who can prove me false
    and reduce my words to nothing?”

Bildad

25 Then Bildad the Shuhite replied:

“Dominion and awe belong to God;
    he establishes order in the heights of heaven.
Can his forces be numbered?
    On whom does his light not rise?
How then can a mortal be righteous before God?
    How can one born of woman be pure?
If even the moon is not bright
    and the stars are not pure in his eyes,
how much less a mortal, who is but a maggot—
    a human being, who is only a worm!”

Job

26 Then Job replied:

“How you have helped the powerless!
    How you have saved the arm that is feeble!
What advice you have offered to one without wisdom!
    And what great insight you have displayed!
Who has helped you utter these words?
    And whose spirit spoke from your mouth?

“The dead are in deep anguish,
    those beneath the waters and all that live in them.
The realm of the dead is naked before God;
    Destruction[b] lies uncovered.
He spreads out the northern skies over empty space;
    he suspends the earth over nothing.
He wraps up the waters in his clouds,
    yet the clouds do not burst under their weight.
He covers the face of the full moon,
    spreading his clouds over it.
10 He marks out the horizon on the face of the waters
    for a boundary between light and darkness.
11 The pillars of the heavens quake,
    aghast at his rebuke.
12 By his power he churned up the sea;
    by his wisdom he cut Rahab to pieces.
13 By his breath the skies became fair;
    his hand pierced the gliding serpent.
14 And these are but the outer fringe of his works;
    how faint the whisper we hear of him!
    Who then can understand the thunder of his power?”

Job’s Final Word to His Friends

27 And Job continued his discourse:

“As surely as God lives, who has denied me justice,
    the Almighty, who has made my life bitter,
as long as I have life within me,
    the breath of God in my nostrils,
my lips will not say anything wicked,
    and my tongue will not utter lies.
I will never admit you are in the right;
    till I die, I will not deny my integrity.
I will maintain my innocence and never let go of it;
    my conscience will not reproach me as long as I live.

“May my enemy be like the wicked,
    my adversary like the unjust!
For what hope have the godless when they are cut off,
    when God takes away their life?
Does God listen to their cry
    when distress comes upon them?
10 Will they find delight in the Almighty?
    Will they call on God at all times?

11 “I will teach you about the power of God;
    the ways of the Almighty I will not conceal.
12 You have all seen this yourselves.
    Why then this meaningless talk?

13 “Here is the fate God allots to the wicked,
    the heritage a ruthless man receives from the Almighty:
14 However many his children, their fate is the sword;
    his offspring will never have enough to eat.
15 The plague will bury those who survive him,
    and their widows will not weep for them.
16 Though he heaps up silver like dust
    and clothes like piles of clay,
17 what he lays up the righteous will wear,
    and the innocent will divide his silver.
18 The house he builds is like a moth’s cocoon,
    like a hut made by a watchman.
19 He lies down wealthy, but will do so no more;
    when he opens his eyes, all is gone.
20 Terrors overtake him like a flood;
    a tempest snatches him away in the night.
21 The east wind carries him off, and he is gone;
    it sweeps him out of his place.
22 It hurls itself against him without mercy
    as he flees headlong from its power.
23 It claps its hands in derision
    and hisses him out of his place.”

Interlude: Where Wisdom Is Found

28 There is a mine for silver
    and a place where gold is refined.
Iron is taken from the earth,
    and copper is smelted from ore.
Mortals put an end to the darkness;
    they search out the farthest recesses
    for ore in the blackest darkness.
Far from human dwellings they cut a shaft,
    in places untouched by human feet;
    far from other people they dangle and sway.
The earth, from which food comes,
    is transformed below as by fire;
lapis lazuli comes from its rocks,
    and its dust contains nuggets of gold.
No bird of prey knows that hidden path,
    no falcon’s eye has seen it.
Proud beasts do not set foot on it,
    and no lion prowls there.
People assault the flinty rock with their hands
    and lay bare the roots of the mountains.
10 They tunnel through the rock;
    their eyes see all its treasures.
11 They search[c] the sources of the rivers
    and bring hidden things to light.

12 But where can wisdom be found?
    Where does understanding dwell?
13 No mortal comprehends its worth;
    it cannot be found in the land of the living.
14 The deep says, “It is not in me”;
    the sea says, “It is not with me.”
15 It cannot be bought with the finest gold,
    nor can its price be weighed out in silver.
16 It cannot be bought with the gold of Ophir,
    with precious onyx or lapis lazuli.
17 Neither gold nor crystal can compare with it,
    nor can it be had for jewels of gold.
18 Coral and jasper are not worthy of mention;
    the price of wisdom is beyond rubies.
19 The topaz of Cush cannot compare with it;
    it cannot be bought with pure gold.

20 Where then does wisdom come from?
    Where does understanding dwell?
21 It is hidden from the eyes of every living thing,
    concealed even from the birds in the sky.
22 Destruction[d] and Death say,
    “Only a rumor of it has reached our ears.”
23 God understands the way to it
    and he alone knows where it dwells,
24 for he views the ends of the earth
    and sees everything under the heavens.
25 When he established the force of the wind
    and measured out the waters,
26 when he made a decree for the rain
    and a path for the thunderstorm,
27 then he looked at wisdom and appraised it;
    he confirmed it and tested it.
28 And he said to the human race,
    “The fear of the Lord—that is wisdom,
    and to shun evil is understanding.”

Footnotes:

  1. Job 24:11 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  2. Job 26:6 Hebrew Abaddon
  3. Job 28:11 Septuagint, Aquila and Vulgate; Hebrew They dam up
  4. Job 28:22 Hebrew Abaddon
New International Version (NIV)

Holy Bible, New International Version®, NIV® Copyright ©1973, 1978, 1984, 2011 by Biblica, Inc.® Used by permission. All rights reserved worldwide.

Viewing of
Cross references
Footnotes