Add parallel Print Page Options

54 Fagna, þú óbyrja, sem ekki hefir fætt! Hef upp gleðisöng, lát við kveða fagnaðaróp, þú sem eigi hefir haft fæðingarhríðir! Því að börn hinnar yfirgefnu munu fleiri verða en giftu konunnar, _ segir Drottinn.

Víkka þú út tjald þitt, og lát þá þenja út tjalddúka búðar þinnar, meina þeim það ekki, gjör tjaldstög þín löng og rek fast hælana.

Því að þú munt útbreiðast til hægri og vinstri, og niðjar þínir munu eignast lönd þjóðanna og byggja eyddar borgir.

Óttast eigi, því að þú skalt eigi til skammar verða, lát eigi háðungina á þér festa, því að þú skalt eigi þurfa að fyrirverða þig. Því að þú skalt gleyma vanvirðu æsku þinnar og eigi framar minnast svívirðingar ekkjudóms þíns.

Því að hann, sem skóp þig, er eiginmaður þinn, Drottinn allsherjar er nafn hans. Og Hinn heilagi í Ísrael er frelsari þinn, Guð gjörvallrar jarðarinnar heitir hann.

Drottinn kallar þig sem yfirgefna konu og harmþrungna, og æskunnar brúður, sem verið hefir ein látin, _ segir Guð þinn.

Skamma stund yfirgaf ég þig, en með mikilli miskunnsemi tek ég þig að mér.

Í ofurreiði minni byrgði ég auglit mitt fyrir þér um stund, en með eilífri líkn miskunna ég þér, _ segir endurlausnari þinn, Drottinn.

Það fer eins fyrir mér með þetta og með Nóaflóð: Svo sem ég sór þá, að Nóaflóð skyldi ekki framar ganga yfir jörðina, eins sver ég nú að reiðast þér ekki né ávíta þig.

10 Því þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði skal mín miskunnsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáli ekki raskast, _ segir miskunnari þinn, Drottinn.

11 Þú hin vesala, hrakta, huggunarlausa! Sjá, ég legg rúbína sem steina í bygging þína og hleð grunnmúra þína af safírsteinum.

12 Ég gjöri múrtinda þína af jaspis og hlið þín af roðasteinum og allan ummerkjagarð þinn af dýrindissteinum.

13 Allir synir þínir eru lærisveinar Drottins og njóta mikils friðar.

14 Fyrir réttlæti munt þú stöðug standa. Álít þig fjarlæga ofríki, því að þú þarft ekki að óttast, og fjarlæga skelfingu, því að hún skal ekki koma nærri þér.

15 Ef nokkur áreitir þig, þá er það ekki að mínum vilja. Hver sem áreitir þig, skal falla fyrir þér.

16 Sjá, ég skapa smiðinn, sem blæs að kolaeldinum og framleiðir vopnið til sinnar notkunar, og ég skapa eyðandann til þess að leggja í eyði.

17 Engin vopn, sem smíðuð verða móti þér, skulu verða sigurvænleg, og allar tungur, sem upp rísa gegn þér til málaferla, skalt þú kveða niður. Þetta er hlutskipti þjóna Drottins og það réttlæti, er þeir fá hjá mér _ segir Drottinn.

55 Heyrið, allir þér sem þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins, og þér sem ekkert silfur eigið, komið, kaupið korn og etið! Komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk!

Hví reiðið þér silfur fyrir það, sem ekki er brauð, og gróða yðar fyrir það, sem ekki er til saðnings? Hlýðið á mig, þá skuluð þér fá gott að eta og sálir yðar gæða sér á feiti!

Hneigið eyru yðar og komið til mín, heyrið, svo að sálir yðar megi lifna við! Ég vil gjöra við yður eilífan sáttmála, Davíðs órjúfanlega náðarsáttmála.

Sjá, ég hefi gjört hann að vitni fyrir þjóðirnar, að höfðingja og stjórnara þjóðanna.

Sjá, þú munt kalla til þín þjóð, er þú þekkir ekki, og fólk, sem ekki þekkir þig, mun hraða sér til þín, sakir Drottins Guðs þíns og vegna Hins heilaga í Ísrael, af því að hann hefir gjört þig vegsamlegan.

Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann, meðan hann er nálægur!

Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum, til Guðs vors, því að hann fyrirgefur ríkulega.

Já, mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir _ segir Drottinn.

Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum.

10 Því eins og regn og snjór fellur af himni ofan og hverfur eigi þangað aftur, fyrr en það hefir vökvað jörðina, gjört hana frjósama og gróandi og gefið sáðmanninum sæði og brauð þeim er eta,

11 eins er því farið með mitt orð, það er útgengur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma.

12 Já, með gleði skuluð þér út fara, og í friði burt leiddir verða. Fjöll og hálsar skulu hefja upp fagnaðarsöng fyrir yður, og öll tré merkurinnar klappa lof í lófa.

13 Þar sem áður voru þyrnirunnar, mun kýpresviður vaxa, og þar sem áður var lyng, mun mýrtusviður vaxa. Þetta mun verða Drottni til lofs og eilífs minningarmarks, sem aldrei mun afmáð verða.

56 Svo segir Drottinn: Varðveitið réttinn og gjörið það, sem rétt er, því að hjálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birtist bráðlega.

Sæll er sá maður, sem gjörir þetta, og það mannsbarn, sem heldur fast við það, sá sem gætir þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og varðveitir hönd sína frá því að gjöra nokkuð illt.

Eigi má útlendingurinn, er gengið hefir Drottni á hönd, segja: "Drottinn mun skilja mig frá lýð sínum!" Og eigi má geldingurinn segja: "Ég er visið tré!"

Því að svo segir Drottinn: Geldingunum, sem halda hvíldardaga mína og kjósa það, sem mér vel líkar, og halda fast við sáttmála minn,

þeim vil ég gefa minningarmark og nafn í húsi mínu og á múrveggjum mínum, sem er betra en synir og dætur. Eilíft nafn vil ég gefa þeim, það er aldrei mun afmáð verða.

Og útlendinga, sem gengið hafa Drottni á hönd til þess að þjóna honum og til þess að elska nafn Drottins, til þess að verða þjónar hans _ alla þá, sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og halda fast við minn sáttmála,

þá mun ég leiða til míns heilaga fjalls og gleðja þá í bænahúsi mínu. Brennifórnir þeirra og sláturfórnir skulu vera mér þóknanlegar á altari mínu. Því að hús mitt skal nefnast bænahús fyrir allar þjóðir.

Hinn alvaldi Drottinn segir: Þegar ég safna saman hinum burtreknu af Ísrael, mun ég og safna mörgum auk þeirra!

Safnist saman, öll dýr merkurinnar, komið til að eta, öll dýr skógarins!

10 Varðmenn Ísraels eru allir blindir, vita ekki neitt, þeir eru allir hljóðlausir hundar, sem ekki geta gelt. Þeir liggja í draummóki, þeim þykir gott að lúra.

11 Og hundarnir eru gráðsoltnir, fá aldrei fylli sína. Og hirðarnir sjálfir hafa ekki vit á að taka eftir, þeir fara hver sinna ferða, líta allir á eigin hag:

12 "Komið, ég ætla að sækja vín, vér skulum drekka ósleitulega! Og morgundagurinn skal verða sem þessi, dýrlegur næsta mjög!"

57 Hinir réttlátu líða undir lok, og enginn leggur það á hjarta. Hinum guðhræddu er burt svipt, og enginn veitir því athygli. Hinir réttlátu verða burt numdir frá ógæfunni,

þeir ganga inn til friðar. Þeir, sem ganga beina braut, munu hvíla í legurúmum sínum.

Komið þér hingað, þér seiðkonusynir, þú afsprengi hórkarls og skækju!

Að hverjum skopist þér? Framan í hvern eruð þér að bretta yður og reka út úr yður tunguna? Eruð þér ekki syndarinnar börn og lyginnar afsprengi?

Þér brunnuð af girndarbruna hjá eikitrjánum, undir hverju grænu tré, þér slátruðuð börnum í dölunum, niðri í klettagjánum.

Á sleipum steinum í árfarvegi skriðnar þér fótur. Þú úthelltir drykkjarfórn handa þeim, færðir þeim matfórn. Átti ég að una slíku?

Á háu og gnæfandi fjalli settir þú hvílurúm þitt, þú fórst og upp þangað til þess að færa fórnir.

Á bak við hurð og dyrastafi settir þú minningarmark þitt. Já, fráhverf mér flettir þú ofan af hvílu þinni, steigst upp í hana og rýmkaðir til í henni og gjörðir samning við þá. Þér voru kær hvílubrögð þeirra, þú sást blygðan þeirra.

Þú fórst til konungsins með olíu og hafðir með þér mikil smyrsl, og þú sendir sendiboða þína langar leiðir og steigst niður allt til Heljar.

10 Þú varðst þreytt af hinu langa ferðalagi þínu, en þó sagðir þú ekki: "Ég gefst upp!" Þú fannst nýjan lífsþrótt í hendi þinni, fyrir því örmagnaðist þú ekki.

11 Hvern hræddist og óttaðist þú þá, að þú skyldir bregða svo trúnaði þínum, að þú skyldir ekki muna til mín, ekkert um mig hirða? Er eigi svo: Ég hefi þagað, og það frá eilífð, mig óttaðist þú því ekki?

12 En ég skal gjöra réttlæti þitt kunnugt, og verkin þín _ þau munu þér að engu liði verða.

13 Lát skurðgoðin, sem þú hefir saman safnað, bjarga þér, er þú kallar á hjálp! Vindurinn mun svipta þeim öllum í burt, gusturinn taka þau. En sá, sem leitar hælis hjá mér, mun erfa landið og eignast mitt heilaga fjall.

14 Sagt mun verða: "Leggið braut, leggið braut, greiðið veginn, ryðjið hverjum ásteytingarsteini úr vegi þjóðar minnar!"

15 Já, svo segir hinn hái og háleiti, hann sem ríkir eilíflega og heitir Heilagur: Ég bý á háum og helgum stað, en einnig hjá þeim, sem hafa sundurkraminn og auðmjúkan anda, til þess að lífga anda hinna lítillátu og til þess að lífga hjörtu hinna sundurkrömdu.

16 Því að ég þreyti ekki deilur eilíflega og reiðist ekki ævinlega, ella mundi andi mannsins vanmegnast fyrir mér og sálirnar, sem ég hefi skapað.

17 Sökum hinnar syndsamlegu ágirndar hans reiddist ég og laust hann, ég byrgði andlit mitt og var reiður. Þrjóskufullur hélt hann þá leið, er hann lysti.

18 Ég sá vegu hans og ég vil lækna hann, ég vil leiða hann og veita honum hugsvölun. Öllum þeim, sem hryggir eru hjá honum,

19 vil ég gefa ávöxt varanna _ segir Drottinn. Friður, friður fyrir fjarlæga og fyrir nálæga. Ég lækna hann!

20 En hinir óguðlegu eru sem ólgusjór, því að hann getur ekki verið kyrr og bylgjur hans róta upp aur og leðju.

21 Hinum óguðlegu, segir Guð minn, er enginn friður búinn.

58 Kalla þú af megni og drag ekki af! Hef upp raust þína sem lúður og kunngjör lýð mínum misgjörð þeirra og húsi Jakobs syndir þeirra!

Þeir leita mín dag frá degi og girnast að þekkja mína vegu. Þeir heimta af mér réttláta dóma og girnast það, að Guð komi til, eins og væru þeir þjóð, sem iðkar réttlæti og eigi víkur frá skipunum Guðs síns.

"Hví föstum vér, og þú sér það ekki? Hví þjáum vér oss, og þú skeytir því ekki?" Sjá, daginn sem þér fastið fáist þér við störf yðar og þrælkið öll hjú yðar.

Sjá, þér fastið til þess að vekja deilur og þrætur og til þess að ljósta með ósvífnum hnefa. En þér fastið eigi í dag til þess að láta rödd yðar heyrast upp í hæðirnar.

Mun slíkt vera sú fasta, er mér líkar, sá dagur, er menn þjá sig? Að hengja niður höfuðið sem sef og breiða undir sig sekk og ösku, kallar þú slíkt föstu og dag velþóknunar fyrir Drottni?

Nei, sú fasta, sem mér líkar, er að leysa fjötra rangsleitninnar, láta rakna bönd oksins, gefa frjálsa hina hrjáðu og sundurbrjóta sérhvert ok,

það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, og ef þú sér klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð.

Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega, þá mun réttlæti þitt fara fyrir þér, dýrð Drottins fylgja á eftir þér.

Þá munt þú kalla á Drottin, og hann mun svara, þú munt hrópa á hjálp og hann segja: "Hér er ég!" Ef þú hættir allri undirokun, hæðnisbendingum og illmælum,

10 ef þú réttir hinum hungraða brauð þitt og seður þann, sem bágt á, þá mun ljós þitt renna upp í myrkrinu og niðdimman í kringum þig verða sem hábjartur dagur.

11 Þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðja þig, þótt þú sért staddur á vatnslausum stöðum, og styrkja bein þín, og þá munt þú verða sem vökvaður aldingarður og sem uppsprettulind, er aldrei þrýtur.

12 Þá munu afkomendur þínir byggja upp hinar fornu borgarrústir, og þú munt reisa að nýju múrveggina, er legið hafa við velli marga mannsaldra, og þá munt þú nefndur verða múrskarða-fyllir, farbrauta-bætir.

13 Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð,

14 þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun ég láta þig fram bruna á hæðum landsins og láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns, því að munnur Drottins hefir talað það.

The Future Glory of Zion

54 “Sing, barren woman,(A)
    you who never bore a child;
burst into song, shout for joy,(B)
    you who were never in labor;(C)
because more are the children(D) of the desolate(E) woman
    than of her who has a husband,(F)
says the Lord.
“Enlarge the place of your tent,(G)
    stretch your tent curtains wide,
    do not hold back;
lengthen your cords,
    strengthen your stakes.(H)
For you will spread out to the right and to the left;
    your descendants(I) will dispossess nations(J)
    and settle in their desolate(K) cities.

“Do not be afraid;(L) you will not be put to shame.(M)
    Do not fear disgrace;(N) you will not be humiliated.
You will forget the shame of your youth(O)
    and remember no more the reproach(P) of your widowhood.(Q)
For your Maker(R) is your husband(S)
    the Lord Almighty is his name—
the Holy One(T) of Israel is your Redeemer;(U)
    he is called the God of all the earth.(V)
The Lord will call you back(W)
    as if you were a wife deserted(X) and distressed in spirit—
a wife who married young,(Y)
    only to be rejected,” says your God.
“For a brief moment(Z) I abandoned(AA) you,
    but with deep compassion(AB) I will bring you back.(AC)
In a surge of anger(AD)
    I hid(AE) my face from you for a moment,
but with everlasting kindness(AF)
    I will have compassion(AG) on you,”
    says the Lord your Redeemer.(AH)

“To me this is like the days of Noah,
    when I swore that the waters of Noah would never again cover the earth.(AI)
So now I have sworn(AJ) not to be angry(AK) with you,
    never to rebuke(AL) you again.
10 Though the mountains be shaken(AM)
    and the hills be removed,
yet my unfailing love(AN) for you will not be shaken(AO)
    nor my covenant(AP) of peace(AQ) be removed,”
    says the Lord, who has compassion(AR) on you.

11 “Afflicted(AS) city, lashed by storms(AT) and not comforted,(AU)
    I will rebuild you with stones of turquoise,[a](AV)
    your foundations(AW) with lapis lazuli.(AX)
12 I will make your battlements of rubies,
    your gates(AY) of sparkling jewels,
    and all your walls of precious stones.
13 All your children will be taught by the Lord,(AZ)
    and great will be their peace.(BA)
14 In righteousness(BB) you will be established:(BC)
Tyranny(BD) will be far from you;
    you will have nothing to fear.(BE)
Terror(BF) will be far removed;
    it will not come near you.
15 If anyone does attack you, it will not be my doing;
    whoever attacks you will surrender(BG) to you.

16 “See, it is I who created the blacksmith(BH)
    who fans the coals into flame
    and forges a weapon(BI) fit for its work.
And it is I who have created the destroyer(BJ) to wreak havoc;
17     no weapon forged against you will prevail,(BK)
    and you will refute(BL) every tongue that accuses you.
This is the heritage of the servants(BM) of the Lord,
    and this is their vindication(BN) from me,”
declares the Lord.

Invitation to the Thirsty

55 “Come, all you who are thirsty,(BO)
    come to the waters;(BP)
and you who have no money,
    come, buy(BQ) and eat!
Come, buy wine and milk(BR)
    without money and without cost.(BS)
Why spend money on what is not bread,
    and your labor on what does not satisfy?(BT)
Listen, listen to me, and eat what is good,(BU)
    and you will delight in the richest(BV) of fare.
Give ear and come to me;
    listen,(BW) that you may live.(BX)
I will make an everlasting covenant(BY) with you,
    my faithful love(BZ) promised to David.(CA)
See, I have made him a witness(CB) to the peoples,
    a ruler and commander(CC) of the peoples.
Surely you will summon nations(CD) you know not,
    and nations you do not know will come running to you,(CE)
because of the Lord your God,
    the Holy One(CF) of Israel,
    for he has endowed you with splendor.”(CG)

Seek(CH) the Lord while he may be found;(CI)
    call(CJ) on him while he is near.
Let the wicked forsake(CK) their ways
    and the unrighteous their thoughts.(CL)
Let them turn(CM) to the Lord, and he will have mercy(CN) on them,
    and to our God, for he will freely pardon.(CO)

“For my thoughts(CP) are not your thoughts,
    neither are your ways my ways,”(CQ)
declares the Lord.
“As the heavens are higher than the earth,(CR)
    so are my ways higher than your ways
    and my thoughts than your thoughts.(CS)
10 As the rain(CT) and the snow
    come down from heaven,
and do not return to it
    without watering the earth
and making it bud and flourish,(CU)
    so that it yields seed(CV) for the sower and bread for the eater,(CW)
11 so is my word(CX) that goes out from my mouth:
    It will not return to me empty,(CY)
but will accomplish what I desire
    and achieve the purpose(CZ) for which I sent it.
12 You will go out in joy(DA)
    and be led forth in peace;(DB)
the mountains and hills
    will burst into song(DC) before you,
and all the trees(DD) of the field
    will clap their hands.(DE)
13 Instead of the thornbush will grow the juniper,
    and instead of briers(DF) the myrtle(DG) will grow.
This will be for the Lord’s renown,(DH)
    for an everlasting sign,
    that will endure forever.”

Salvation for Others

56 This is what the Lord says:

“Maintain justice(DI)
    and do what is right,(DJ)
for my salvation(DK) is close at hand
    and my righteousness(DL) will soon be revealed.
Blessed(DM) is the one who does this—
    the person who holds it fast,
who keeps the Sabbath(DN) without desecrating it,
    and keeps their hands from doing any evil.”

Let no foreigner(DO) who is bound to the Lord say,
    “The Lord will surely exclude me from his people.”(DP)
And let no eunuch(DQ) complain,
    “I am only a dry tree.”

For this is what the Lord says:

“To the eunuchs(DR) who keep my Sabbaths,
    who choose what pleases me
    and hold fast to my covenant(DS)
to them I will give within my temple and its walls(DT)
    a memorial(DU) and a name
    better than sons and daughters;
I will give them an everlasting name(DV)
    that will endure forever.(DW)
And foreigners(DX) who bind themselves to the Lord
    to minister(DY) to him,
to love the name(DZ) of the Lord,
    and to be his servants,
all who keep the Sabbath(EA) without desecrating it
    and who hold fast to my covenant—
these I will bring to my holy mountain(EB)
    and give them joy in my house of prayer.
Their burnt offerings and sacrifices(EC)
    will be accepted on my altar;
for my house will be called
    a house of prayer for all nations.(ED)(EE)
The Sovereign Lord declares—
    he who gathers the exiles of Israel:
“I will gather(EF) still others to them
    besides those already gathered.”

God’s Accusation Against the Wicked

Come, all you beasts of the field,(EG)
    come and devour, all you beasts of the forest!
10 Israel’s watchmen(EH) are blind,
    they all lack knowledge;(EI)
they are all mute dogs,
    they cannot bark;
they lie around and dream,
    they love to sleep.(EJ)
11 They are dogs with mighty appetites;
    they never have enough.
They are shepherds(EK) who lack understanding;(EL)
    they all turn to their own way,(EM)
    they seek their own gain.(EN)
12 “Come,” each one cries, “let me get wine!(EO)
    Let us drink our fill of beer!
And tomorrow will be like today,
    or even far better.”(EP)

57 The righteous perish,(EQ)
    and no one takes it to heart;(ER)
the devout are taken away,
    and no one understands
that the righteous are taken away
    to be spared from evil.(ES)
Those who walk uprightly(ET)
    enter into peace;
    they find rest(EU) as they lie in death.

“But you—come here, you children of a sorceress,(EV)
    you offspring of adulterers(EW) and prostitutes!(EX)
Who are you mocking?
    At whom do you sneer
    and stick out your tongue?
Are you not a brood of rebels,(EY)
    the offspring of liars?
You burn with lust among the oaks(EZ)
    and under every spreading tree;(FA)
you sacrifice your children(FB) in the ravines
    and under the overhanging crags.
The idols(FC) among the smooth stones of the ravines are your portion;
    indeed, they are your lot.
Yes, to them you have poured out drink offerings(FD)
    and offered grain offerings.
    In view of all this, should I relent?(FE)
You have made your bed on a high and lofty hill;(FF)
    there you went up to offer your sacrifices.(FG)
Behind your doors and your doorposts
    you have put your pagan symbols.
Forsaking me, you uncovered your bed,
    you climbed into it and opened it wide;
you made a pact with those whose beds you love,(FH)
    and you looked with lust on their naked bodies.(FI)
You went to Molek[b](FJ) with olive oil
    and increased your perfumes.(FK)
You sent your ambassadors[c](FL) far away;
    you descended to the very realm of the dead!(FM)
10 You wearied(FN) yourself by such going about,
    but you would not say, ‘It is hopeless.’(FO)
You found renewal of your strength,(FP)
    and so you did not faint.

11 “Whom have you so dreaded and feared(FQ)
    that you have not been true to me,
and have neither remembered(FR) me
    nor taken this to heart?(FS)
Is it not because I have long been silent(FT)
    that you do not fear me?
12 I will expose your righteousness and your works,(FU)
    and they will not benefit you.
13 When you cry out(FV) for help,
    let your collection of idols save(FW) you!
The wind will carry all of them off,
    a mere breath will blow(FX) them away.
But whoever takes refuge(FY) in me
    will inherit the land(FZ)
    and possess my holy mountain.”(GA)

Comfort for the Contrite

14 And it will be said:

“Build up, build up, prepare the road!(GB)
    Remove the obstacles out of the way of my people.”(GC)
15 For this is what the high and exalted(GD) One says—
    he who lives forever,(GE) whose name is holy:
“I live in a high(GF) and holy place,
    but also with the one who is contrite(GG) and lowly in spirit,(GH)
to revive the spirit of the lowly
    and to revive the heart of the contrite.(GI)
16 I will not accuse(GJ) them forever,
    nor will I always be angry,(GK)
for then they would faint away because of me—
    the very people(GL) I have created.
17 I was enraged by their sinful greed;(GM)
    I punished them, and hid(GN) my face in anger,
    yet they kept on in their willful ways.(GO)
18 I have seen their ways, but I will heal(GP) them;
    I will guide(GQ) them and restore comfort(GR) to Israel’s mourners,
19     creating praise on their lips.(GS)
Peace, peace,(GT) to those far and near,”(GU)
    says the Lord. “And I will heal them.”
20 But the wicked(GV) are like the tossing sea,(GW)
    which cannot rest,
    whose waves cast up mire(GX) and mud.
21 “There is no peace,”(GY) says my God, “for the wicked.”(GZ)

True Fasting

58 “Shout it aloud,(HA) do not hold back.
    Raise your voice like a trumpet.(HB)
Declare to my people their rebellion(HC)
    and to the descendants of Jacob their sins.(HD)
For day after day they seek(HE) me out;
    they seem eager to know my ways,
as if they were a nation that does what is right
    and has not forsaken(HF) the commands of its God.
They ask me for just decisions
    and seem eager for God to come near(HG) them.
‘Why have we fasted,’(HH) they say,
    ‘and you have not seen it?
Why have we humbled(HI) ourselves,
    and you have not noticed?’(HJ)

“Yet on the day of your fasting, you do as you please(HK)
    and exploit all your workers.
Your fasting ends in quarreling and strife,(HL)
    and in striking each other with wicked fists.
You cannot fast as you do today
    and expect your voice to be heard(HM) on high.
Is this the kind of fast(HN) I have chosen,
    only a day for people to humble(HO) themselves?
Is it only for bowing one’s head like a reed(HP)
    and for lying in sackcloth and ashes?(HQ)
Is that what you call a fast,
    a day acceptable to the Lord?

“Is not this the kind of fasting(HR) I have chosen:
to loose the chains of injustice(HS)
    and untie the cords of the yoke,
to set the oppressed(HT) free
    and break every yoke?(HU)
Is it not to share your food with the hungry(HV)
    and to provide the poor wanderer with shelter(HW)
when you see the naked, to clothe(HX) them,
    and not to turn away from your own flesh and blood?(HY)
Then your light will break forth like the dawn,(HZ)
    and your healing(IA) will quickly appear;
then your righteousness[d](IB) will go before you,
    and the glory of the Lord will be your rear guard.(IC)
Then you will call,(ID) and the Lord will answer;(IE)
    you will cry for help, and he will say: Here am I.

“If you do away with the yoke of oppression,
    with the pointing finger(IF) and malicious talk,(IG)
10 and if you spend yourselves in behalf of the hungry
    and satisfy the needs of the oppressed,(IH)
then your light(II) will rise in the darkness,
    and your night will become like the noonday.(IJ)
11 The Lord will guide(IK) you always;
    he will satisfy your needs(IL) in a sun-scorched land(IM)
    and will strengthen(IN) your frame.
You will be like a well-watered garden,(IO)
    like a spring(IP) whose waters never fail.
12 Your people will rebuild the ancient ruins(IQ)
    and will raise up the age-old foundations;(IR)
you will be called Repairer of Broken Walls,(IS)
    Restorer of Streets with Dwellings.

13 “If you keep your feet from breaking the Sabbath(IT)
    and from doing as you please on my holy day,
if you call the Sabbath a delight(IU)
    and the Lord’s holy day honorable,
and if you honor it by not going your own way
    and not doing as you please or speaking idle words,(IV)
14 then you will find your joy(IW) in the Lord,
    and I will cause you to ride in triumph on the heights(IX) of the land
    and to feast on the inheritance(IY) of your father Jacob.”
For the mouth of the Lord has spoken.(IZ)

Footnotes

  1. Isaiah 54:11 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.
  2. Isaiah 57:9 Or to the king
  3. Isaiah 57:9 Or idols
  4. Isaiah 58:8 Or your righteous One