Add parallel Print Page Options

20 Á sjöunda árinu, tíunda dag hins fimmta mánaðar, komu nokkrir af öldungum Ísraels til þess að ganga til frétta við Drottin, og settust niður frammi fyrir mér.

Þá kom orð Drottins til mín, svohljóðandi: "Mannsson, tala þú til öldunga Ísraels og seg við þá: Svo segir Drottinn Guð:

Þér eruð komnir til þess að ganga til frétta við mig? Svo sannarlega sem ég lifi vil ég eigi láta yður ganga til frétta við mig, _ segir Drottinn Guð.

En viljir þú dæma þá, viljir þú dæma, mannsson, þá leið þeim fyrir sjónir svívirðingar feðra þeirra og seg við þá: Svo segir Drottinn Guð:

Þegar ég útvaldi Ísrael, vann ég niðjum Jakobs húss eið og gjörði mig þeim kunnan á Egyptalandi. Þá vann ég þeim eið og sagði: Ég er Drottinn, Guð yðar!

Þann dag vann ég þeim eið að því að leiða þá burt af Egyptalandi til þess lands, er ég hafði kannað fyrir þá, er flyti í mjólk og hunangi, _ það er prýði meðal landanna.

Og ég sagði við þá: Sérhver yðar varpi burt þeim viðurstyggðum, er þér hafið fyrir augum, og saurgið yður ekki á skurðgoðum Egyptalands. Ég er Drottinn, Guð yðar.

En þeir voru mér mótsnúnir og vildu eigi hlýða mér. Þeir vörpuðu eigi burt viðurstyggðum þeim, er þeir höfðu fyrir augum, og þeir yfirgáfu eigi skurðgoð Egyptalands. Þá hugði ég að úthella reiði minni yfir þá, að svala heift minni á þeim í Egyptalandi.

En ég gjörði það samt ekki, fyrir nafns míns sakir, svo að það skyldi eigi vanhelgað verða í augum heiðingja þeirra, er þeir bjuggu meðal, því að í augsýn þeirra hafði ég gjört mig þeim kunnan, til þess að flytja þá burt af Egyptalandi.

10 Og ég flutti þá burt af Egyptalandi og leiddi þá inn í eyðimörkina.

11 Og ég gaf þeim setningar mínar og kunngjörði þeim lög mín, þau er maðurinn skal halda, til þess að hann megi lifa.

12 Ég gaf þeim og hvíldardaga mína, að þeir væru sambandstákn milli mín og þeirra, til þess að menn skyldu viðurkenna, að ég, Drottinn, er sá, sem helgar þá.

13 En Ísraelsmenn voru mér mótsnúnir í eyðimörkinni. Þeir breyttu eigi eftir setningum mínum og höfnuðu lögum mínum, þeim er maðurinn skal halda, til þess að hann megi lifa, og hvíldardaga mína vanhelguðu þeir stórum. Þá hugði ég að úthella reiði yfir þá í eyðimörkinni til þess að gjöreyða þeim.

14 En ég gjörði það samt ekki, fyrir nafns míns sakir, svo að það skyldi eigi vanhelgað verða í augum heiðingja þeirra, er horft höfðu á að ég flutti þá burt.

15 Þó sór ég þeim í eyðimörkinni, að ég skyldi ekki leiða þá inn í landið, sem ég hafði gefið þeim og flýtur í mjólk og hunangi, _ það er prýði meðal landanna _,

16 af því að þeir höfnuðu lögum mínum og breyttu ekki eftir boðorðum mínum og vanhelguðu hvíldardaga mína, því að hjarta þeirra elti skurðgoð þeirra.

17 En ég kenndi í brjósti um þá meir en svo að ég vildi tortíma þeim, og gjörði því ekki út af við þá í eyðimörkinni.

18 Og ég sagði við sonu þeirra í eyðimörkinni: ,Breytið ekki eftir siðvenjum feðra yðar og haldið eigi lög þeirra og saurgið yður ekki á skurðgoðum þeirra.

19 Ég er Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim.

20 Og haldið helga hvíldardaga mína, og séu þeir sambandstákn milli mín og yðar, til þess að menn viðurkenni, að ég er Drottinn, Guð yðar.`

21 En synirnir voru mér mótsnúnir: Þeir lifðu ekki eftir boðorðum mínum og héldu ekki lög mín, svo að þeir breyttu eftir þeim, sem maðurinn þó á að halda, til þess að hann megi lifa; hvíldardaga mína vanhelguðu þeir. Þá hugði ég að úthella reiði minni yfir þá, að svala heift minni á þeim í eyðimörkinni.

22 En ég dró höndina aftur að mér og gjörði það ekki, fyrir nafns míns sakir, svo að það skyldi eigi vanhelgað verða í augum heiðingja þeirra, er horft höfðu á, að ég flutti þá burt.

23 Þó sór ég þeim í eyðimörkinni, að ég skyldi tvístra þeim meðal þjóðanna og dreifa þeim út um löndin,

24 af því að þeir héldu ekki lög mín og höfnuðu boðorðum mínum og vanhelguðu hvíldardaga mína og höfðu ekki augun af skurðgoðum feðra sinna.

25 Ég gaf þeim þá og boðorð, sem ekki voru holl, og lög, er þeim eigi voru til lífs lagin.

26 Ég lét þá saurga sig á fórnargjöfum sínum, á því að brenna í eldi alla frumburði, til þess að þeim skyldi ofbjóða, svo að þeir yrðu að kannast við, að ég er Drottinn.

27 Tala þú þess vegna til Ísraelsmanna, mannsson, og seg við þá: Svo segir Drottinn Guð: Enn fremur hafa feður yðar smánað mig með þessu, að þeir rufu trúnað við mig.

28 Þegar ég hafði flutt þá inn í landið, sem ég hafði heitið þeim með eiði að gefa þeim, og þeir komu einhvers staðar auga á háa hæð og þéttlaufgað tré, þá slátruðu þeir þar fórnum sínum og báru þar fram hinar andstyggilegu gjafir sínar og létu þar þægilegan ilm sinn upp stíga og dreyptu þar dreypifórnum sínum.

29 Þá sagði ég við þá: ,Hvaða blóthæð er þetta, sem þér farið upp á?` Fyrir því er hún kölluð ,hæð` allt til þessa dags.

30 Seg því við Ísraelsmenn: Svo segir Drottinn Guð: Viljið þér saurga yður á sama hátt og feður yðar og drýgja hór með viðurstyggðum þeirra?

31 Já, með því að bera fram fórnargjafir yðar, með því að láta sonu yðar ganga gegnum eld, saurgið þér yður á öllum skurðgoðum yðar allt til þessa dags, og ég ætti að láta yður ganga til frétta við mig, þér Ísraelsmenn? Svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, vil ég ekki láta yður ganga til frétta við mig.

32 Ekki skal það heldur verða, sem yður hefir til hugar komið. Þér hugsið: ,Vér viljum vera sem aðrar þjóðir, sem kynslóðir heiðnu landanna, og tilbiðja stokka og steina.`

33 Svo sannarlega sem ég lifi, _ segir Drottinn Guð _ skal ég ríkja yfir yður með sterkri hendi, útréttum armlegg og fossandi heift.

34 Og ég mun flytja yður frá þjóðunum og safna yður úr löndunum, þangað sem yður var tvístrað, með sterkri hendi, útréttum armlegg og fossandi heift,

35 og leiða yður inn í eyðimörkina milli þjóðanna og ganga þar í dóm við yður augliti til auglitis.

36 Eins og ég gekk í dóm við feður yðar í Egyptalands eyðimörk, svo mun ég og ganga í dóm við yður, _ segir Drottinn Guð.

37 Ég mun láta yður renna fram hjá mér undir stafnum og láta yður gangast undir skyldukvöð sáttmálans.

38 Og ég skil þá frá yður, er gjörðust mér mótsnúnir og rufu trúnað við mig. Ég vil flytja þá burt úr því landi, þar sem þeir dvöldust sem útlendingar, en inn í Ísraelsland skulu þeir ekki koma, svo að þér viðurkennið, að ég er Drottinn.

39 En þér, Ísraelsmenn, _ svo segir Drottinn Guð: Fari hver yðar og þjóni skurðgoðum sínum. En eftir þetta skuluð þér vissulega hlýða á mig og eigi framar vanhelga mitt heilaga nafn með fórnargjöfum yðar og skurðgoðum.

40 Því að á mínu heilaga fjalli, á fjallhnjúki Ísraels, segir Drottinn Guð, munu allir Ísraelsmenn, eins og þeir eru margir til, þjóna mér. Þar mun ég taka þeim náðarsamlega, og þar mun ég girnast fórnargjafir yðar og frumgróðafórnir ásamt öllu, sem þér helgið.

41 Ég mun taka yður náðarsamlega sem þægilegum ilm, þegar ég flyt yður frá þjóðunum og safna yður úr löndunum, þangað sem yður var tvístrað, og þá skal ég sýna mig heilagan á yður í augsýn þjóðanna.

42 Og þá skuluð þér viðurkenna, að ég er Drottinn, er ég leiði yður inn í Ísraelsland, inn í landið, sem ég sór að gefa feðrum yðar.

43 Þar munuð þér þá minnast breytni yðar og allra verka yðar, er þér saurguðuð yður á, og yður mun bjóða við sjálfum yður sökum allra þeirra illverka, er þér hafið framið.

44 Og þér skuluð viðurkenna, að ég er Drottinn, er ég fer svo með yður vegna nafns míns, en fer ekki með yður eftir yðar vondu breytni og yðar glæpsamlegu verkum, Ísraelsmenn, _ segir Drottinn Guð."

45 Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

46 "Mannsson, horf þú í suðurátt og lát orð þín streyma mót hádegisstað og spá móti skóginum í Suðurlandinu,

47 og seg við skóginn í Suðurlandinu: Heyr orð Drottins! Svo segir Drottinn Guð: Sjá, ég kveiki eld í þér, sem eyða skal hverju grænu tré og hverjum þurrum viði, sem í þér er. Eldsloginn skal ekki slokkna, og öll andlit skulu sviðna af honum frá suðri til norðurs.

48 Og allir menn skulu sjá, að ég, Drottinn, hefi kveikt hann, hann skal ekki slokkna."

49 Þá sagði ég: "Æ, Drottinn Guð! Þeir segja um mig: ,Talar hann ekki ávallt í ráðgátum?"`

21 Þá kom orð Drottins til mín, svohljóðandi:

"Mannsson, snú þér í móti Jerúsalem og lát orð þín streyma mót helgidóminum og spá gegn Ísraelslandi

og seg við Ísraelsland: Svo segir Drottinn: Sjá, ég skal finna þig og mun draga sverð mitt úr slíðrum og afmá hjá þér ráðvanda og óguðlega.

Af því að ég ætla að afmá hjá þér ráðvanda og óguðlega, fyrir því mun sverð mitt hlaupa úr slíðrum á alla menn frá suðri til norðurs.

Og allir menn skulu viðurkenna, að ég, Drottinn, hefi dregið sverð mitt úr slíðrum, það skal ekki framar þangað aftur hverfa.

En þú, mannsson, styn þungan. Mjaðmir þínar engist saman, og styn af sárri kvöl í augsýn þeirra.

Og er þeir þá segja við þig: ,Af hverju stynur þú?` þá seg: ,Yfir fregn nokkurri, sem svo er, að þegar hún kemur mun hvert hjarta bráðna, allar hendur verða lémagna, allur dugur dofna og öll kné leysast sundur og verða að vatni. Sjá, hún kemur og hún reynist sönn, _ segir Drottinn Guð."`

Og orð Drottins kom til mín, svohljóðandi:

"Mannsson, spá þú og seg: Svo segir Drottinn: Seg þú: Sverð, sverð er hvesst og fægt.

10 Það er hvesst til þess að drepa menn unnvörpum, það er fægt, til þess að það bliki sem elding . . .

11 Og það var látið burt til fægingar, til þess að það yrði hnefað. Það var hvesst, sverðið, og það var fægt, til þess að það yrði selt vegandanum í hendur.

12 Hljóða þú og æp, mannsson, því að það er ætlað til höfuðs þjóð minni, til höfuðs öllum höfðingjum Ísraels. Undir sverðið eru þeir seldir, ásamt þjóð minni, fyrir því skalt þú slá þér á brjóst.

13 Því það er prófraun. Og hvað, ef jafnvel sprotinn, sem virðir vettugi, verður eigi framar til? _ segir Drottinn Guð.

14 En þú, mannsson, spá og klappa lófum saman, tvisvar, já þrisvar skal sverðið sveiflast. Það er sverð hinna vegnu, sverð hins mikla manndráps, er svífur í kringum þá.

15 Til þess að hjörtu skjálfi og hinir föllnu verði margir, hefi ég sett sverð manndrápsins við öll hlið þeirra. Sverðið er gjört til þess að leiftra, hvesst til þess að brytja.

16 Sníð þú til hægri, bein þér til vinstri, hvert sem egg þinni er snúið.

17 Þá skal ég og klappa lófum saman og svala heift minni. Ég, Drottinn, hefi talað."

18 Þá kom orð Drottins til mín, svohljóðandi:

19 "En þú, mannsson, tak til tvo vegu, er sverð Babelkonungs skal fara. Þeir skulu báðir liggja frá sama landi. Og set leiðarvísi þar sem vegurinn hefst heim að hvorri borg,

20 til þess að sverðið komi yfir Rabba, höfuðborg Ammóníta, og yfir Júdaland og Jerúsalem í því miðju.

21 Því að Babelkonungur stendur á vegamótum, þar sem báðir vegirnir hefjast, til þess að leita véfréttar. Hann hristir örvarnar, spyr húsgoðin, skoðar lifrina.

22 Í hægri hendi hans er hlutur Jerúsalem: ,Hann skal reisa víghrúta, opna munninn með ópum, láta heróp gjalla, reisa víghrúta gegn hliðunum, hleypa upp jarðhrygg, hlaða víggarða.`

23 Og þeim virðist það lygavéfrétt; þeir hafa unnið hina helgustu eiða, _ en hann minnir á misgjörð þeirra, til þess að þeir verði teknir höndum.

24 Fyrir því segir Drottinn Guð svo: Með því að hann minnti á misgjörð yðar, er trúrof yðar varð opinbert, svo að syndir yðar urðu berar í öllu athæfi yðar, _ með því að hann minnti á yður, skuluð þér verða teknir höndum þeirra vegna.

25 En þú, dauðadæmdi guðleysingi, höfðingi Ísraels, hvers dagur er kominn, þá er tími endasektarinnar rennur upp,

26 svo segir Drottinn Guð: Burt með höfuðdjásnið, niður með kórónuna! Þetta skal ekki lengur vera svo. Upp með hið lága, niður með hið háa!

27 Að rústum, rústum, rústum vil ég gjöra allt. Þetta ríki skal ekki heldur vera til, uns sá kemur, sem hefir réttinn, er ég hefi gefið honum.

28 En þú, mannsson, spá þú og seg: Svo segir Drottinn Guð um Ammóníta og smánan þeirra: Sverð, sverð er dregið úr slíðrum, fægt til að brytja niður, til þess að láta eldingar leiftra,

29 en þér boðuðu menn hégómasýnir og fluttu þér lygispádóma, til þess að setja það á háls hinna dauðadæmdu guðleysingja, hverra dagur er kominn, þá er tími endasektarinnar rennur upp.

30 Slíðra það aftur. Ég skal dæma þig á þeim stað, þar sem þú varst skapaður, í því landi, þar sem þú ert upp runninn,

31 og ég skal úthella yfir þig reiði minni og blása á þig mínum heiftarloga og selja þig í hendur dýrslegra manna, glötunarsmiða.

32 Eldsmatur skalt þú verða, blóði þínu skal úthellt inni í landinu. Þín skal eigi framar minnst verða. Ég, Drottinn, hefi talað þetta."

Rebellious Israel Purged

20 In the seventh year, in the fifth month on the tenth day, some of the elders of Israel came to inquire(A) of the Lord, and they sat down in front of me.(B)

Then the word of the Lord came to me: “Son of man, speak to the elders(C) of Israel and say to them, ‘This is what the Sovereign Lord says: Have you come to inquire(D) of me? As surely as I live, I will not let you inquire of me, declares the Sovereign Lord.(E)

“Will you judge them? Will you judge them, son of man? Then confront them with the detestable practices of their ancestors(F) and say to them: ‘This is what the Sovereign Lord says: On the day I chose(G) Israel, I swore with uplifted hand(H) to the descendants of Jacob and revealed myself to them in Egypt. With uplifted hand I said to them, “I am the Lord your God.(I) On that day I swore(J) to them that I would bring them out of Egypt into a land I had searched out for them, a land flowing with milk and honey,(K) the most beautiful of all lands.(L) And I said to them, “Each of you, get rid of the vile images(M) you have set your eyes on, and do not defile yourselves with the idols(N) of Egypt. I am the Lord your God.(O)

“‘But they rebelled against me and would not listen to me;(P) they did not get rid of the vile images they had set their eyes on, nor did they forsake the idols of Egypt.(Q) So I said I would pour out my wrath on them and spend my anger against them in Egypt.(R) But for the sake of my name, I brought them out of Egypt.(S) I did it to keep my name from being profaned(T) in the eyes of the nations among whom they lived and in whose sight I had revealed myself to the Israelites. 10 Therefore I led them out of Egypt and brought them into the wilderness.(U) 11 I gave them my decrees and made known to them my laws, by which the person who obeys them will live.(V) 12 Also I gave them my Sabbaths(W) as a sign(X) between us,(Y) so they would know that I the Lord made them holy.(Z)

13 “‘Yet the people of Israel rebelled(AA) against me in the wilderness. They did not follow my decrees but rejected my laws(AB)—by which the person who obeys them will live—and they utterly desecrated my Sabbaths.(AC) So I said I would pour out my wrath(AD) on them and destroy(AE) them in the wilderness.(AF) 14 But for the sake of my name I did what would keep it from being profaned(AG) in the eyes of the nations in whose sight I had brought them out.(AH) 15 Also with uplifted hand I swore(AI) to them in the wilderness that I would not bring them into the land I had given them—a land flowing with milk and honey, the most beautiful of all lands(AJ) 16 because they rejected my laws(AK) and did not follow my decrees and desecrated my Sabbaths. For their hearts(AL) were devoted to their idols.(AM) 17 Yet I looked on them with pity and did not destroy(AN) them or put an end to them in the wilderness. 18 I said to their children in the wilderness, “Do not follow the statutes of your parents(AO) or keep their laws or defile yourselves(AP) with their idols. 19 I am the Lord your God;(AQ) follow my decrees and be careful to keep my laws.(AR) 20 Keep my Sabbaths(AS) holy, that they may be a sign(AT) between us. Then you will know that I am the Lord your God.(AU)

21 “‘But the children rebelled against me: They did not follow my decrees, they were not careful to keep my laws,(AV) of which I said, “The person who obeys them will live by them,” and they desecrated my Sabbaths. So I said I would pour out my wrath on them and spend my anger(AW) against them in the wilderness.(AX) 22 But I withheld(AY) my hand, and for the sake of my name(AZ) I did what would keep it from being profaned in the eyes of the nations in whose sight I had brought them out. 23 Also with uplifted hand I swore to them in the wilderness that I would disperse them among the nations and scatter(BA) them through the countries, 24 because they had not obeyed my laws but had rejected my decrees(BB) and desecrated my Sabbaths,(BC) and their eyes lusted after(BD) their parents’ idols.(BE) 25 So I gave(BF) them other statutes that were not good and laws through which they could not live;(BG) 26 I defiled them through their gifts—the sacrifice(BH) of every firstborn—that I might fill them with horror so they would know that I am the Lord.(BI)

27 “Therefore, son of man, speak to the people of Israel and say to them, ‘This is what the Sovereign Lord says: In this also your ancestors(BJ) blasphemed(BK) me by being unfaithful to me:(BL) 28 When I brought them into the land(BM) I had sworn to give them and they saw any high hill or any leafy tree, there they offered their sacrifices, made offerings that aroused my anger, presented their fragrant incense and poured out their drink offerings.(BN) 29 Then I said to them: What is this high place(BO) you go to?’” (It is called Bamah[a] to this day.)

Rebellious Israel Renewed

30 “Therefore say to the Israelites: ‘This is what the Sovereign Lord says: Will you defile yourselves(BP) the way your ancestors did and lust after their vile images?(BQ) 31 When you offer your gifts—the sacrifice of your children(BR) in the fire—you continue to defile yourselves with all your idols to this day. Am I to let you inquire of me, you Israelites? As surely as I live, declares the Sovereign Lord, I will not let you inquire of me.(BS)

32 “‘You say, “We want to be like the nations, like the peoples of the world, who serve wood and stone.” But what you have in mind will never happen. 33 As surely as I live, declares the Sovereign Lord, I will reign over you with a mighty hand and an outstretched arm(BT) and with outpoured wrath.(BU) 34 I will bring you from the nations(BV) and gather(BW) you from the countries where you have been scattered—with a mighty hand(BX) and an outstretched arm and with outpoured wrath.(BY) 35 I will bring you into the wilderness(BZ) of the nations and there, face to face, I will execute judgment(CA) upon you. 36 As I judged your ancestors in the wilderness of the land of Egypt, so I will judge you, declares the Sovereign Lord.(CB) 37 I will take note of you as you pass under my rod,(CC) and I will bring you into the bond of the covenant.(CD) 38 I will purge(CE) you of those who revolt and rebel against me. Although I will bring them out of the land where they are living, yet they will not enter the land of Israel. Then you will know that I am the Lord.(CF)

39 “‘As for you, people of Israel, this is what the Sovereign Lord says: Go and serve your idols,(CG) every one of you! But afterward you will surely listen to me and no longer profane my holy name(CH) with your gifts and idols.(CI) 40 For on my holy mountain, the high mountain of Israel,(CJ) declares the Sovereign Lord, there in the land all the people of Israel will serve me, and there I will accept them. There I will require your offerings(CK) and your choice gifts,[b] along with all your holy sacrifices.(CL) 41 I will accept you as fragrant incense(CM) when I bring you out from the nations and gather(CN) you from the countries where you have been scattered, and I will be proved holy(CO) through you in the sight of the nations.(CP) 42 Then you will know that I am the Lord,(CQ) when I bring you into the land of Israel,(CR) the land I had sworn with uplifted hand to give to your ancestors.(CS) 43 There you will remember your conduct(CT) and all the actions by which you have defiled yourselves, and you will loathe yourselves(CU) for all the evil you have done.(CV) 44 You will know that I am the Lord, when I deal with you for my name’s sake(CW) and not according to your evil ways and your corrupt practices, you people of Israel, declares the Sovereign Lord.(CX)’”

Prophecy Against the South

45 The word of the Lord came to me: 46 “Son of man, set your face toward(CY) the south; preach against the south and prophesy against(CZ) the forest of the southland.(DA) 47 Say to the southern forest:(DB) ‘Hear the word of the Lord. This is what the Sovereign Lord says: I am about to set fire to you, and it will consume(DC) all your trees, both green and dry. The blazing flame will not be quenched, and every face from south to north(DD) will be scorched by it.(DE) 48 Everyone will see that I the Lord have kindled it; it will not be quenched.(DF)’”

49 Then I said, “Sovereign Lord,(DG) they are saying of me, ‘Isn’t he just telling parables?(DH)’”[c]

Babylon as God’s Sword of Judgment

21 [d]The word of the Lord came to me:(DI) “Son of man, set your face against(DJ) Jerusalem and preach against the sanctuary.(DK) Prophesy against(DL) the land of Israel and say to her: ‘This is what the Lord says: I am against you.(DM) I will draw my sword(DN) from its sheath and cut off from you both the righteous and the wicked.(DO) Because I am going to cut off the righteous and the wicked, my sword(DP) will be unsheathed against everyone from south to north.(DQ) Then all people will know that I the Lord have drawn my sword(DR) from its sheath; it will not return(DS) again.’(DT)

“Therefore groan, son of man! Groan before them with broken heart and bitter grief.(DU) And when they ask you, ‘Why are you groaning?(DV)’ you shall say, ‘Because of the news that is coming. Every heart will melt with fear(DW) and every hand go limp;(DX) every spirit will become faint(DY) and every leg will be wet with urine.’(DZ) It is coming! It will surely take place, declares the Sovereign Lord.”

The word of the Lord came to me: “Son of man, prophesy and say, ‘This is what the Lord says:

“‘A sword, a sword,
    sharpened and polished—
10 sharpened for the slaughter,(EA)
    polished to flash like lightning!

“‘Shall we rejoice in the scepter of my royal son? The sword despises every such stick.(EB)

11 “‘The sword is appointed to be polished,(EC)
    to be grasped with the hand;
it is sharpened and polished,
    made ready for the hand of the slayer.
12 Cry out and wail, son of man,
    for it is against my people;
    it is against all the princes of Israel.
They are thrown to the sword
    along with my people.
Therefore beat your breast.(ED)

13 “‘Testing will surely come. And what if even the scepter, which the sword despises, does not continue? declares the Sovereign Lord.’

14 “So then, son of man, prophesy
    and strike your hands(EE) together.
Let the sword strike twice,
    even three times.
It is a sword for slaughter—
    a sword for great slaughter,
    closing in on them from every side.(EF)
15 So that hearts may melt with fear(EG)
    and the fallen be many,
I have stationed the sword for slaughter[e]
    at all their gates.
Look! It is forged to strike like lightning,
    it is grasped for slaughter.(EH)
16 Slash to the right, you sword,
    then to the left,
    wherever your blade is turned.
17 I too will strike my hands(EI) together,
    and my wrath(EJ) will subside.
I the Lord have spoken.(EK)

18 The word of the Lord came to me: 19 “Son of man, mark out two roads for the sword(EL) of the king of Babylon to take, both starting from the same country. Make a signpost(EM) where the road branches off to the city. 20 Mark out one road for the sword to come against Rabbah of the Ammonites(EN) and another against Judah and fortified Jerusalem. 21 For the king of Babylon will stop at the fork in the road, at the junction of the two roads, to seek an omen: He will cast lots(EO) with arrows, he will consult his idols,(EP) he will examine the liver.(EQ) 22 Into his right hand will come the lot for Jerusalem, where he is to set up battering rams, to give the command to slaughter, to sound the battle cry,(ER) to set battering rams against the gates, to build a ramp(ES) and to erect siege works.(ET) 23 It will seem like a false omen to those who have sworn allegiance to him, but he will remind(EU) them of their guilt(EV) and take them captive.

24 “Therefore this is what the Sovereign Lord says: ‘Because you people have brought to mind your guilt by your open rebellion, revealing your sins in all that you do—because you have done this, you will be taken captive.

25 “‘You profane and wicked prince of Israel, whose day has come,(EW) whose time of punishment has reached its climax,(EX) 26 this is what the Sovereign Lord says: Take off the turban, remove the crown.(EY) It will not be as it was: The lowly will be exalted and the exalted will be brought low.(EZ) 27 A ruin! A ruin! I will make it a ruin! The crown will not be restored until he to whom it rightfully belongs shall come;(FA) to him I will give it.’(FB)

28 “And you, son of man, prophesy and say, ‘This is what the Sovereign Lord says about the Ammonites(FC) and their insults:

“‘A sword,(FD) a sword,
    drawn for the slaughter,
polished to consume
    and to flash like lightning!
29 Despite false visions concerning you
    and lying divinations(FE) about you,
it will be laid on the necks
    of the wicked who are to be slain,
whose day has come,
    whose time of punishment has reached its climax.(FF)

30 “‘Let the sword return to its sheath.(FG)
    In the place where you were created,
in the land of your ancestry,(FH)
    I will judge you.
31 I will pour out my wrath on you
    and breathe(FI) out my fiery anger(FJ) against you;
I will deliver you into the hands of brutal men,
    men skilled in destruction.(FK)
32 You will be fuel for the fire,(FL)
    your blood will be shed in your land,
you will be remembered(FM) no more;
    for I the Lord have spoken.’”

Footnotes

  1. Ezekiel 20:29 Bamah means high place.
  2. Ezekiel 20:40 Or and the gifts of your firstfruits
  3. Ezekiel 20:49 In Hebrew texts 20:45-49 is numbered 21:1-5.
  4. Ezekiel 21:1 In Hebrew texts 21:1-32 is numbered 21:6-37.
  5. Ezekiel 21:15 Septuagint; the meaning of the Hebrew for this word is uncertain.

Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum, sem yfir yður munu koma.

Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin,

gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum.

Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna.

Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi.

Þér hafið sakfellt og drepið hinn réttláta. Hann veitir yður ekki viðnám.

Þreyið því, bræður, þangað til Drottinn kemur. Sjáið akuryrkjumanninn, hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar og þreyir eftir honum, þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn.

Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd.

Kvartið ekki hver yfir öðrum, bræður, svo að þér verðið ekki dæmdir. Dómarinn stendur fyrir dyrum.

10 Bræður, takið spámennina til fyrirmyndar, sem talað hafa í nafni Drottins og liðið illt með þolinmæði.

11 Því vér teljum þá sæla, sem þolgóðir hafa verið. Þér hafið heyrt um þolgæði Jobs og vitið, hvaða lyktir Drottinn gjörði á högum hans. Drottinn er mjög miskunnsamur og líknsamur.

12 En umfram allt, bræður mínir, sverjið ekki, hvorki við himininn né við jörðina né nokkurn annan eið. En já yðar sé já, nei yðar sé nei, til þess að þér fallið ekki undir dóm.

13 Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng.

14 Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir honum.

15 Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar.

16 Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.

17 Elía var maður sama eðlis og vér, og hann bað þess heitt, að ekki skyldi rigna, og það rigndi ekki yfir landið í þrjú ár og sex mánuði.

18 Og hann bað aftur, og himinninn gaf regn og jörðin bar sinn ávöxt.

19 Bræður mínir, ef einhver meðal yðar villist frá sannleikanum og einhver snýr honum aftur,

Warning to Rich Oppressors

Now listen,(A) you rich people,(B) weep and wail(C) because of the misery that is coming on you. Your wealth has rotted, and moths have eaten your clothes.(D) Your gold and silver are corroded. Their corrosion will testify against you and eat your flesh like fire. You have hoarded wealth in the last days.(E) Look! The wages you failed to pay the workers(F) who mowed your fields are crying out against you. The cries(G) of the harvesters have reached the ears of the Lord Almighty.(H) You have lived on earth in luxury and self-indulgence. You have fattened yourselves(I) in the day of slaughter.[a](J) You have condemned and murdered(K) the innocent one,(L) who was not opposing you.

Patience in Suffering

Be patient, then, brothers and sisters, until the Lord’s coming.(M) See how the farmer waits for the land to yield its valuable crop, patiently waiting(N) for the autumn and spring rains.(O) You too, be patient and stand firm, because the Lord’s coming(P) is near.(Q) Don’t grumble against one another, brothers and sisters,(R) or you will be judged. The Judge(S) is standing at the door!(T)

10 Brothers and sisters, as an example of patience in the face of suffering, take the prophets(U) who spoke in the name of the Lord. 11 As you know, we count as blessed(V) those who have persevered. You have heard of Job’s perseverance(W) and have seen what the Lord finally brought about.(X) The Lord is full of compassion and mercy.(Y)

12 Above all, my brothers and sisters, do not swear—not by heaven or by earth or by anything else. All you need to say is a simple “Yes” or “No.” Otherwise you will be condemned.(Z)

The Prayer of Faith

13 Is anyone among you in trouble? Let them pray.(AA) Is anyone happy? Let them sing songs of praise.(AB) 14 Is anyone among you sick? Let them call the elders(AC) of the church to pray over them and anoint them with oil(AD) in the name of the Lord. 15 And the prayer offered in faith(AE) will make the sick person well; the Lord will raise them up. If they have sinned, they will be forgiven. 16 Therefore confess your sins(AF) to each other and pray for each other so that you may be healed.(AG) The prayer of a righteous person is powerful and effective.(AH)

17 Elijah was a human being, even as we are.(AI) He prayed earnestly that it would not rain, and it did not rain on the land for three and a half years.(AJ) 18 Again he prayed, and the heavens gave rain, and the earth produced its crops.(AK)

19 My brothers and sisters, if one of you should wander from the truth(AL) and someone should bring that person back,(AM) 20 remember this: Whoever turns a sinner from the error of their way will save(AN) them from death and cover over a multitude of sins.(AO)

Footnotes

  1. James 5:5 Or yourselves as in a day of feasting