Add parallel Print Page Options

14 Sjá, sá dagur kemur frá Drottni, að herfangi þínu verður skipt mitt í sjálfri þér.

Og ég mun safna öllum þjóðunum til hernaðar móti Jerúsalem, og borgin mun verða tekin, húsin rænd og konurnar smánaðar. Helmingur borgarmanna mun verða herleiddur, en hinn lýðurinn mun ekki upprættur verða úr borginni.

Og Drottinn mun út fara og berjast við þessar þjóðir, eins og þegar hann barðist forðum á orustudeginum.

Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerúsalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert frá austri til vesturs, og þar mun verða geysivíður dalur, því að annar hluti fjallsins mun undan síga til norðurs, en hinn til suðurs.

En þér munuð flýja í fjalldal minn, því að fjalldalurinn nær til Asal. Og þér munuð flýja, eins og þér flýðuð undan landskjálftanum á dögum Ússía Júdakonungs. En Drottinn, Guð minn, mun koma og allir heilagir með honum.

Á þeim degi mun hvorki verða hiti, kuldi né frost,

og það mun verða óslitinn dagur _ hann er Drottni kunnur _ hvorki dagur né nótt, og jafnvel um kveldtíma mun vera bjart.

Á þeim degi munu lifandi vötn út fljóta frá Jerúsalem, og mun annar helmingur þeirra falla í austurhafið, en hinn helmingurinn í vesturhafið. Skal það verða bæði sumar og vetur.

Drottinn mun þá vera konungur yfir öllu landinu. Á þeim degi mun Drottinn vera einn og nafn hans eitt.

10 Allt landið frá Geba til Rimmon fyrir sunnan Jerúsalem mun verða að einni sléttu, en hún mun standa háreist og óhögguð á stöðvum sínum, frá Benjamínshliði þangað að er fyrra hliðið var, allt að hornhliðinu, og frá Hananelturni til konungsvínþrónna.

11 Menn munu búa í henni, og bannfæring skal eigi framar til vera, og Jerúsalem skal óhult standa.

12 Og þetta mun verða plágan, sem Drottinn mun láta ganga yfir allar þær þjóðir, sem fóru herför gegn Jerúsalem: Hann mun láta hold þeirra upp þorna, meðan þeir enn standa á fótum, augu þeirra munu hjaðna í augnatóttunum og tungan visna í munninum.

13 Á þeim degi mun mikill felmtur frá Drottni koma yfir þá, og þeir munu þrífa hver í höndina á öðrum og hver höndin vera uppi á móti annarri.

14 Jafnvel Júda mun berjast gegn Jerúsalem. Þá mun auði allra þjóðanna, sem umhverfis eru, safnað verða saman: gulli, silfri og klæðum hrönnum saman.

15 Og alveg sama plágan mun koma yfir hesta, múla, úlfalda, asna og yfir allar þær skepnur, sem verða munu í þeim herbúðum.

16 En allir þeir, sem eftir verða af öllum þeim þjóðum, sem farið hafa móti Jerúsalem, munu á hverju ári fara upp þangað til þess að falla fram fyrir konunginum, Drottni allsherjar, og til að halda laufskálahátíðina.

17 En þeir menn af kynkvíslum jarðarinnar, sem ekki fara upp til Jerúsalem til þess að falla fram fyrir konunginum, Drottni allsherjar, yfir þá mun engin regnskúr koma.

18 Og ef kynkvísl Egyptalands fer eigi upp þangað og kemur ekki, þá mun sama plágan koma yfir þá sem Drottinn lætur koma yfir þær þjóðir, er eigi fara upp þangað til að halda laufskálahátíðina.

19 Þetta mun verða hegning Egypta og hegning allra þeirra þjóða, sem eigi fara upp þangað, til þess að halda laufskálahátíðina.

20 Á þeim degi skal standa á bjöllum hestanna: "Helgaður Drottni," og katlarnir í húsi Drottins munu verða eins stórir og fórnarskálarnar fyrir altarinu.

The Lord Comes and Reigns

14 A day of the Lord(A) is coming, Jerusalem, when your possessions(B) will be plundered and divided up within your very walls.

I will gather all the nations(C) to Jerusalem to fight against it;(D) the city will be captured, the houses ransacked, and the women raped.(E) Half of the city will go into exile, but the rest of the people will not be taken from the city.(F) Then the Lord will go out and fight(G) against those nations, as he fights on a day of battle.(H) On that day his feet will stand on the Mount of Olives,(I) east of Jerusalem, and the Mount of Olives will be split(J) in two from east to west, forming a great valley, with half of the mountain moving north and half moving south. You will flee by my mountain valley, for it will extend to Azel. You will flee as you fled from the earthquake[a](K) in the days of Uzziah king of Judah. Then the Lord my God will come,(L) and all the holy ones with him.(M)

On that day there will be neither sunlight(N) nor cold, frosty darkness. It will be a unique(O) day—a day known only to the Lord—with no distinction between day and night.(P) When evening comes, there will be light.(Q)

On that day living water(R) will flow(S) out from Jerusalem, half of it east(T) to the Dead Sea and half of it west to the Mediterranean Sea, in summer and in winter.(U)

The Lord will be king(V) over the whole earth.(W) On that day there will be one Lord, and his name the only name.(X)

10 The whole land, from Geba(Y) to Rimmon,(Z) south of Jerusalem, will become like the Arabah. But Jerusalem will be raised up(AA) high from the Benjamin Gate(AB) to the site of the First Gate, to the Corner Gate,(AC) and from the Tower of Hananel(AD) to the royal winepresses, and will remain in its place.(AE) 11 It will be inhabited;(AF) never again will it be destroyed. Jerusalem will be secure.(AG)

12 This is the plague with which the Lord will strike(AH) all the nations that fought against Jerusalem: Their flesh will rot while they are still standing on their feet, their eyes will rot in their sockets, and their tongues will rot in their mouths.(AI) 13 On that day people will be stricken by the Lord with great panic.(AJ) They will seize each other by the hand and attack one another.(AK) 14 Judah(AL) too will fight at Jerusalem. The wealth of all the surrounding nations will be collected(AM)—great quantities of gold and silver and clothing. 15 A similar plague(AN) will strike the horses and mules, the camels and donkeys, and all the animals in those camps.

16 Then the survivors(AO) from all the nations that have attacked Jerusalem will go up year after year to worship(AP) the King,(AQ) the Lord Almighty, and to celebrate the Festival of Tabernacles.(AR) 17 If any of the peoples of the earth do not go up to Jerusalem to worship(AS) the King, the Lord Almighty, they will have no rain.(AT) 18 If the Egyptian people do not go up and take part, they will have no rain. The Lord[b] will bring on them the plague(AU) he inflicts on the nations that do not go up to celebrate the Festival of Tabernacles.(AV) 19 This will be the punishment of Egypt and the punishment of all the nations that do not go up to celebrate the Festival of Tabernacles.(AW)

20 On that day holy to the Lord(AX) will be inscribed on the bells of the horses, and the cooking pots(AY) in the Lord’s house will be like the sacred bowls(AZ) in front of the altar. 21 Every pot in Jerusalem and Judah will be holy(BA) to the Lord Almighty, and all who come to sacrifice will take some of the pots and cook in them. And on that day(BB) there will no longer be a Canaanite[c](BC) in the house(BD) of the Lord Almighty.(BE)

Footnotes

  1. Zechariah 14:5 Or My mountain valley will be blocked and will extend to Azel. It will be blocked as it was blocked because of the earthquake
  2. Zechariah 14:18 Or part, then the Lord
  3. Zechariah 14:21 Or merchant