Add parallel Print Page Options

13 Þá talaði Drottinn við Móse og sagði:

"Þú skalt helga mér alla frumburði. Hvað eina sem opnar móðurlíf meðal Ísraelsmanna, hvort heldur er menn eða fénaður, það er mitt."

Móse sagði við fólkið: "Verið minnugir þessa dags, er þér fóruð burt úr Egyptalandi, út úr þrælahúsinu, því með voldugri hendi leiddi Drottinn yður út þaðan: Sýrð brauð má eigi eta.

Í dag farið þér af stað, í abíb-mánuði.

Þegar Drottinn leiðir þig inn í land Kanaaníta, Hetíta, Amoríta, Hevíta og Jebúsíta, sem hann sór feðrum þínum að gefa þér, í það land, sem flýtur í mjólk og hunangi, þá skaltu halda þennan sið í þessum sama mánuði.

Sjö daga skaltu eta ósýrt brauð, og á hinum sjöunda degi skal vera hátíð Drottins.

Ósýrt brauð skal eta í þá sjö daga, ekkert sýrt brauð má sjást hjá þér, og ekki má heldur súrdeig sjást nokkurs staðar hjá þér innan þinna landamerkja.

Á þeim degi skaltu gjöra syni þínum grein fyrir þessu og segja: ,Það er sökum þess sem Drottinn gjörði fyrir mig, þá er ég fór út af Egyptalandi.`

Og þetta skal vera þér til merkis á hendi þinni og til minningar á milli augna þinna, svo að lögmál Drottins sé þér æ á vörum, því með voldugri hendi leiddi Drottinn þig út af Egyptalandi.

10 Þessa skipun skaltu því halda á ákveðnum tíma ár frá ári.

11 Þegar Drottinn leiðir þig inn í land Kanaaníta, eins og hann sór þér og feðrum þínum, og gefur þér það,

12 þá skaltu eigna Drottni allt það, sem opnar móðurlíf. Og allir frumburðir, sem koma undan þeim fénaði, er þú átt, skulu heyra Drottni til, séu þeir karlkyns.

13 Alla frumburði undan ösnum skaltu leysa með lambi. Leysir þú ekki, skaltu brjóta þá úr hálsliðum. En alla frumburði manna meðal barna þinna skaltu leysa.

14 Og þegar sonur þinn spyr þig á síðan og segir: ,Hvað á þetta að þýða?` þá svara honum: ,Með voldugri hendi leiddi Drottinn oss út af Egyptalandi, úr þrælahúsinu,

15 því þegar Faraó synjaði oss þverlega fararleyfis, þá deyddi Drottinn alla frumburði í Egyptalandi, bæði frumburði manna og frumburði fénaðar. Þess vegna fórnfæri ég Drottni öllu, sem opnar móðurlíf, en alla frumburði barna minna leysi ég.`

16 Og það skal vera merki á hendi þér og minningarband á milli augna þinna um það, að Drottinn leiddi oss út af Egyptalandi með voldugri hendi."

17 Þegar Faraó hafði gefið fólkinu fararleyfi, leiddi Guð þá ekki á leið til Filistalands, þótt sú leið væri skemmst, _ því að Guð sagði: "Vera má að fólkið iðrist, þegar það sér, að ófriðar er von, og snúi svo aftur til Egyptalands,"

18 _ heldur lét Guð fólkið fara í bug eyðimerkurveginn til Sefhafsins, og fóru Ísraelsmenn vígbúnir af Egyptalandi.

19 Móse tók með sér bein Jósefs, því að hann hafði tekið eið af Ísraelsmönnum og sagt: "Sannlega mun Guð vitja yðar. Flytjið þá bein mín héðan burt með yður."

20 Þeir tóku sig upp frá Súkkót og settu búðir sínar í Etam, þar sem eyðimörkina þrýtur.

21 Drottinn gekk fyrir þeim á daginn í skýstólpa til að vísa þeim veg, en á nóttunni í eldstólpa til að lýsa þeim, svo að þeir gætu ferðast nótt sem dag.

22 Skýstólpinn vék ekki frá fólkinu á daginn, né heldur eldstólpinn á nóttunni.

Consecration of the Firstborn

13 The Lord said to Moses, “Consecrate to me every firstborn male.(A) The first offspring of every womb among the Israelites belongs to me, whether human or animal.”

Then Moses said to the people, “Commemorate this day, the day you came out of Egypt,(B) out of the land of slavery, because the Lord brought you out of it with a mighty hand.(C) Eat nothing containing yeast.(D) Today, in the month of Aviv,(E) you are leaving. When the Lord brings you into the land of the Canaanites,(F) Hittites, Amorites, Hivites and Jebusites(G)—the land he swore to your ancestors to give you, a land flowing with milk and honey(H)—you are to observe this ceremony(I) in this month: For seven days eat bread made without yeast and on the seventh day hold a festival(J) to the Lord. Eat unleavened bread during those seven days; nothing with yeast in it is to be seen among you, nor shall any yeast be seen anywhere within your borders. On that day tell your son,(K) ‘I do this because of what the Lord did for me when I came out of Egypt.’ This observance will be for you like a sign on your hand(L) and a reminder on your forehead(M) that this law of the Lord is to be on your lips. For the Lord brought you out of Egypt with his mighty hand.(N) 10 You must keep this ordinance(O) at the appointed time(P) year after year.

11 “After the Lord brings you into the land of the Canaanites(Q) and gives it to you, as he promised on oath(R) to you and your ancestors,(S) 12 you are to give over to the Lord the first offspring of every womb. All the firstborn males of your livestock belong to the Lord.(T) 13 Redeem with a lamb every firstborn donkey,(U) but if you do not redeem it, break its neck.(V) Redeem(W) every firstborn among your sons.(X)

14 “In days to come, when your son(Y) asks you, ‘What does this mean?’ say to him, ‘With a mighty hand the Lord brought us out of Egypt, out of the land of slavery.(Z) 15 When Pharaoh stubbornly refused to let us go, the Lord killed the firstborn of both people and animals in Egypt. This is why I sacrifice to the Lord the first male offspring of every womb and redeem each of my firstborn sons.’(AA) 16 And it will be like a sign on your hand and a symbol on your forehead(AB) that the Lord brought us out of Egypt with his mighty hand.”

Crossing the Sea

17 When Pharaoh let the people go, God did not lead them on the road through the Philistine country, though that was shorter. For God said, “If they face war, they might change their minds and return to Egypt.”(AC) 18 So God led(AD) the people around by the desert road toward the Red Sea.[a] The Israelites went up out of Egypt ready for battle.(AE)

19 Moses took the bones of Joseph(AF) with him because Joseph had made the Israelites swear an oath. He had said, “God will surely come to your aid, and then you must carry my bones up with you from this place.”[b](AG)

20 After leaving Sukkoth(AH) they camped at Etham on the edge of the desert.(AI) 21 By day the Lord went ahead(AJ) of them in a pillar of cloud(AK) to guide them on their way and by night in a pillar of fire to give them light, so that they could travel by day or night. 22 Neither the pillar of cloud by day nor the pillar of fire by night left(AL) its place in front of the people.

Footnotes

  1. Exodus 13:18 Or the Sea of Reeds
  2. Exodus 13:19 See Gen. 50:25.